Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 167. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JÚLI 1977
23
Grettissund Erlings
Pélssonar 31. júlí 1927
„Mörg er sagt að sigling glæst
sjást f rá Drangey mundi.
Þó ber Grettis höfuð hæst
úr haf i á Reykjasundi."
(St.G.St.)
Það var í vetrarvertíðarbyrj-
un árið 1911 að ég var á ferð á
Hólmsbergi, var kominn inn
fyrir Berghóla, þar sem borgin
er, sem Borgarslóð er kennd
við, þekkt fiskimið frá árabáta-
tímunum á öldinni sem leið.
Þar mætti ég Erlingi Pálssyni,
sem var að fara í verið að Litla-
Hólmi í Leiru. Ég hafði ekki séð
hann áður, en vissi að von var á
honum. Mér fannst hann nokk-
uð auðþekktur, þótt hann væri
ekki nema 16 ára. Hann var
meðalmaður á hæð þá strax og
þrekinn vel.
Erlingur Pálsson var af góðu
bergi brotinn, sonur Páls
Erlingssonar sundkennara, sem
kunnugt er, bróðursonur
Þorsteins skálds. Móðir Erlings
var Ólöf Steingrimsdóttir frá
Fossi á siðu. Steingrimur faðir
hennar, silfursmiður var sonur
Jóns i Heiðarseli. Faðir hans
var Jóri í Hlíð Jónsson, sem
Hlíðarætt er kennd við. Lárus
Pálsson, smáskammtalæknir,
lét þau orð falla, að sögn, að Jón
i Heiðarseli mundi hafa verið
með sterkustu mönnum á
íslandi á sinni tið. Allir synir
Jóns voru afsemdir menn.
Erlingur hélt sína leið áfram
i verið og reri þarna við góðan
orðstír í tvær vertíðir úr Litla-
Hólmsvör. Hann var sérstæður
að því leyti hvað hann var vel
sundfær og hann notaði land-
legur, til að fá sér sundsprett út
á sundið. Hann fór 2—300
metra út og svo til baka aftur,
og ég man sérstaklega eftir þvi
að hann lét ekki norðanáttina
aftra sér, þó að þá væri álands-
vindur og áhlaðandi, kröpp
kvika. Hann stakk sér i kvikuna
og hélt svo leiðar sinnar og á
leiðinni í land lét hann kvikuna
létta undir með sér, þó ekki
kaffæra sig nema hóflega. Fólk
stóð þarna i fjörunni, hafði
ekki séð slika sjón, því að sund-
menn voru fáir eða engir á
Suðurnesjum þá, ef frá er tal-
inn Jón Jónsson, kennari í
Höfnum, sem bjargaði skips-
höfn af útlendum togara með
því að synda með linu út i skip-
ið, þar sem það var strandað
undir Hafnarbergi. Er sú saga
alkunn.
Eg hygg að þessar tvær
vetrarvertiðir, sem Erlingur
Pálsson var i Leirunni við sjó-
róðra, hafi æft hann nokkuð og
þroskað vel. Það er vitað, að
menn stælast vel við árina og
róðurinn. Þótt róðurinn hafi
verið erfiður, þá var hann góð
líkamsæfing og reyndi mjög á
allan skrokkinn en ekki síður
var það, að sundæfingarnar,
sem hann tók þarna á vetrar-
vertiðunum  í  Leirunni,  hafi
þroskað mjög til þess, sem síðar
varð, því nóg var af hreinu lofti
og hreinum sjó i Leirunni.
Til þess að taka við þeim
þroska, sem í verstöðinni
bauðst, var Erlingur Pálsson sú
rétta manngerð. Hann var
ágætlega duglegur og átakagóð-
ur og hann hlifði sér ekki í
sjóslarkinu. Hann var ekki einn
af þeim mönnum, sem sagði:
„Þú átt að gera þetta og þú átt
að gera hitt, ég skal standa
álengdar með hendur i vösum."
Hann tók virkan þátt í fang-
brögðunum á sjónum og við
sjávarverkin í landi og það sem
einkenndi hann siðar meir voru
meðfæddir hæfileikar til þess
að verða einn af frægustu
mönnum þjóðarinnar.
Við urðum góðir kunningjar
við Erlingur Pálsson og vinátta
okkar entist meðan báðir lifðu.
Hann var svo vingjarnlegur að
bjóða mér til Reykjavíkur 1
mánuð næstu tvo vetur til að
læra sund, sem hann kenndi
mér í Laugunum i Reykjavík,
og lagði við það alúð, og ég gat
lært að fleyta mér kútlaust fyr-
ir hans tilverknað. Annað
kenndi hann okkur strákunum
i Leirunni og það var að herða
okkur upp i að synda í sjó, ekki
síður þó frost væri. Ekki var
skorast undan þvi, en kalt var
að ganga niður fjöruna, þegar
þangið var krapað. En það varð
engum  að  meini.  Það  stældi
okkur og það var dýrmæt
kennsla, ef við lentum í sjó/ að
kunna að draga andann á réttu
augnabliki.
Svo var það tveimur áratug-
um seinna, að hann tók sér far
með togaranum Júpiter frá
'jýzkalandi til íslands. Þegar
við komum út á Norðursjó varð
skrúfa skipsins vafin tógi.
Erlingur var ekkert að hika,
hann sagði: „Ég fer niður og
kafa, reyni að greiða þetta úr."
Ég vildi nú ekki eiga við slikt
úti í Norðursjó og við áttum
leið um Grimsby hvort sem var.
En gaman var að hafa'Erling
sem farþega. Margar sögur
sagði hann mér skemmtilegar.
Þá kenndi hann mér vísu þá,
sem tilfærð er hér að ofan.
Erlingur Pálsson var grein af
góðum stofni og tók sinn þroska
Framhald á bls. 43
v nw -g|
um aukinnar áherzlu á mannrétt-
indi á sambúð Bandarikjanna og
Sovétrikjanna.
I V-Evrópu komu þegar í upp-
hafi fram efasemdir um réttmæti
þessarar stefnu Carters, ekki
vegna þess að leiðtogar V-Evrópu
ríkja hafi minni áhuga á þvi að
efla mannréttindi en Bandaríkja-
forseti heldur vegna hins,að
mannréttindabaráttan kynni að
hafa öfug áhrif við það, sem að
væri stefnt. Sú hugsun, sem að
baki þessum efasemdum liggur er
í stuttu máli sú, að með slökunar-
stefnunni      og     Helsinki-
yfirlýsingunni hafi náðst marg-
víslegur raunhæfur árangur í
samskiptum ríkja austurs og vest-
urs, sem sé svo mikils virði, að
honum megi undir engum kring-
umstæðum fórna í þágu nýrrar
hVigsjónabaráttu. Talsmenn þess-
arar skoðunar benda á, að í krafti
slökunarstefnunnar hafi tekizt að
fá Sovétrikin til þess að leyfa
brottflutning fleira fólks en áður
var, bæði Gyðinga og annarra af
ýmsu þjóðerni, sem lengi hafi
viljað flytjast á brott frá Sovét-
ríkjunum en raunverulega verið
haldið þar föngurn þar til á sið-
ustu árum, að Sovétmann hafi
slakað á klónni. Þess vegna sé
vænlegra að vinna í kyrrþey og án-
mikilla yfirlýsinga að þvi að rétta
hlut fólks austan járntajlds. Því
hefur t.d verið haldið fram, að
mannréttindabarátta Carters gæti
leitt til þess, aó Sovétleiðtogarnir
myndu herða aðgerðir gegn and-
ófsmönnum þar i landi og i öðrum
A-Evrópulöndum.
Nýlega     hefur     Giscard
D'Estaing, Frakklandsforseti,
gagnrýnt Carter harkalega fyrir
stefnu hans á þeim forsendum,
sem að framan greinir og er eftir-
tektarvert, að gagnrýni Frakk-
landsforseta kemur fram skömmu
eftir     opinbera     heimsókn
Brésneffs til Parísar. Þá kom það
fram snemma á þessu afi, að
Helmut Schmidt, kanslari V-
Þýzkalands, væri lítt hrifinn af
aukinni áherzlu Bandarikja-
stjórnar á mannréttindabaráttu
af svipuðum ástæðum og Giscard
og kom sú skoðun kanslarans m.a.
til umærðu á toppfundi leiðtoga
Atlantshafsrikjanna i London I
vor og vafalaust einnig í opin-
berri heimsókn Schimdts til
Washingston nú fyrir skömmu.
Því hefur einnig verið haldið
fram, að með mannréttindabar-
áttunni væri verið að vekja upp
falskar vonir meðal þjóða A-
Evrópu vonir, sem lýðræðisríki
Vesturlanda gætu svo ekki staðið
við, ef til óróa og uppreisnar
kæmi i A-Evrópu og hlytu að
standa aðgerðarlausar hjá eins og
þegar uppreisn varð i Ungverja-
landi 1956 og þegar Varsjár-
bandalagsríkin réðust inn i
Tékkóslóvakiu 1968. Ennfremur
hefur sú skoðun komið fram, að
mannréttindabaráttan myndi
verða til þess, að enn harðsviraðri
öfl næðu undirtökunum í Sovétríkj-
unum. Talsmenn þeirra sjónar-
miða halda þvi fram, að Brésneff
sé i raun skásti valdamaður i
Sovétríkjunum, sem völ sé á og
það þjóni engum tilgangi að kippa
fótunum undan þeirri utanríkis-
stefnu, sem hann hafi mótað og
beri ábyrgð á, sem myndi leiða til
þess, að nýir menn tækju völdin
austur bar, og yrðu enn erfiðari
viðureignar.
Hér er i raun rætt um það,
hvort skynsamlegra sé að
,,real"pólitík ráði ferðinni í utan-
ríkisstefnu Vesturlanda eða hug-
sjónir. Með Kissinger hafi „real"-
pólitík orðið allsráðandi i utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna en
valdataka demókrata hafi leitt til
þess, að hugsjónabaráttan hafi á
ný orðið ofan á fyrir vestan.
Lýðræðisríkin
í sókn
Þessar umræður munu vafa-
laust halda áfram enn um skeið.
Þær möta nú i raun nær allar
umræður á Vesturlöndum um
alþjóðapólitík ásamt vangaveltum
um hinn svonefnda evrópukomm-
únisma, sem ekki verður gerður
að umtalsefni hér. Margar ástæð-
ur liggja til nokkuð mismunandi
viðhorfa vestan og austan At-
lantshafsins. Hugsjónaþátturinn
hefur alltaf verið sterkari i við-
horfi Bandaríkjamanna til um-
heimsins heldur en hjá hinum
gömlu stórveldum i Vestur-
Evrópu. Því má heldur ekki
gleyma, að meiri nálægð hins
sovézka risaveldis hlýtur að
nokkru að móta afstöðu leiðtoga
sumra V-Evrópurikja svo og göm-
ul og söguleg tengsl þeirra við
ríkin í A-Evrópu. Innanlandspóli-
tík ræður hér einnig nokkru um.
Þannig leikur tæpast nokkur vafi
á þvi, að með þeirri hörðu gagn-
rýni, sem Frakklandsforseti
beindi að stefnu Bandaríkja-
manna fyrir skömmu, hefur hann
m.a. verið að leitast við að styrkja
stöðu sina heima fyrir og reyna að
tryggja sér svipaðan sess og de
Gaulle, sem stillti sér upp á milli
risaveldanna tveggja.
Þeir  leiðtogar  V-Evrópurikja,
sem  hafa  gengið  fram  fyrir
skjöldu í þessum efnum, en það eru
fyrst og fremst v-þýzki kanslarinn
og Frakklandsforseti, hafa sterk
rök fyrir sinum sjónarmiðum, og
þau eru allrar virðingar verð, en
það sem að lokum veldur þvi, að
afstaða Carters hlýtur að verða
þyngri á metunum er einfaldlega,
að  hugsjónabarátta  Bandaríkja-
forseta  höfðar  til  grundvallar-
þátta í lifsviðhorfi  þeirra, sem
aðhyllast  lýðræðislega  stjórnar-
hætti.  Hver einstaklingur  á að
hafa rétt til  hugsana sinna og
skoðana. Hver einstaklingur á að
hafa rétt til þess að tjá sig um
viðhorf sin í ræðu eða riti án þess
að vera hundeltur af þeim sökum,
þótt  skoðanir  hans  falli  ekki
saman við skoðanir þeirra, sem
með  völdin  fara  hverju  sinni.
Hver einstaklingur á að hafa rétt
til þess að eiga sinn hlut að vali
þeirra, sem fara með stjórn sam-,
eiginlegra  mála  hverju  sinni.
Hver einstaklingur á að hafa rétt
til þess að fara úr landi, ef honum
sýnist svo. Hver einstaklingur á
að hafa rétt til þess að lesa þær
bækur og blöð, sem hann fýsir,
eða hlusta á þær útvarpsstöðvar,
sem  hann  langar  til.  Þessi  al-
mennu  og sjálfsögðu  mannrétt-
indi,  skoðanafrelsi  og  tjáninga-
frelsi hafa ekki hlotnazt nema til-
tölulega fámennum hópi þeirra,
sem búa á jörðinni. Við sem njót-
um þessara mannréttinda hljót-
um að leggja nokkuð af mörkum
til þess að þeir meðbræður okkar,
sem ekki búa við þau megi öðlast
þann rétt. Um þessi meginmark-
mið eru auðvitað allir lýðræðis-
sinnar sammála, hvort sem þeir
búa vestan eða austan Atlants-
hafsins. En menn kann að greina
á um leiðir. Sú staðreynd, að hug-
sjónabarátta Carters hefur ráðið
mestu um það, að lýðræðisþjóðir
heims eru nú i sókn en einræðis-
seggirnir í vörn segir nokkra sögu
um það hvor leiðin er vænlegri til
árangurs, þegar til lengri tíma er
litið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44