Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 Operutónleik- ar aftur í dag ÓPERUTÓNLEIKAR Siníóníu- hljómsveitar íslands verða endur- teknir í dag í Háskólabiói en þessir tónleikar fengu góðar undirtektir áheyranda sl. fimmtudaK. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Wilhelm Briikner-Ruggeberg frá Hamborg en einsöngvarar eru Astrid Schirmer, sópransöngkona, og Heribert Steinbach, tenór. A efnisskránni eru aðallega atriði úr óperum Wagners en einnig Beet- hovens. Tónleikarnir í dag eru kl. 14.30. Fríðrík blæs lífí í skák- áhugann á Akranesi 1000. heyblásari Landssmiðjunnar LANDSSMIÐJAN hefur framleitt 1000. heyblásarann en fyrirtækið hóf framleiðslu á þessum blásurum árið 1956. Framleiddar eru tvær gerðir hvað afköst áhrærir — annars vegar H-12 gerðin og hins vegar H-22. Að sögn Ágústs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Landssmiðjunnar, hefur fyrirtækinu tekizt að standast samkeppnina við innflutta heyblásara bæði í verði og gæðum. Árleg framleiðsla heyblásara er á bilinu frá 80 til 120 og heyblásararnir kosta án söluskatts 378 þúsund kr. H-12 gerðin og 450 þúsund H-22 gerðin. Á mjndinni sjást þeir Finnbogi Jónsson, sem smíðaði þennan 1000. blásara, Markús Guðjónsson, verkstjóri, og Ágúst Þorsteinsson. Lodnuveidin O O 1 ^ með bezta möti: 03131* 11160 tæp 20 þúsund tonn Akranesi _ TAFLFÉLAG hefur starfað hér á Akranesi í mörg ár, og áhugi var töluverður. Akra- nes átti eitt sinn taflkóng íslands, Hallgrím Jónsson frá Guðrúnarkoti, sem var einnig mikill íþróttamaður á öðrum sviðum.___________ Bandarísk- ur píanóleik- ari nyrðra Akureyri — BANDARÍSKI píanóleikarinn Martin Berkofsky heldur tónleika í Borgarbíói þriðjudaginn 21. marz kl. 19.00. Þetta eru fjórðu tón- leikarnir sem Tónlistarfélag Akur- eyrar gengst fyrir í vetur. Verk- efni hans eru eftir Beethoven, Haydn, Brahms og Rachmaninoff. Daginn eftir leikur Berkofsky sömu efnisskrá í safnahúsinu á Sauðárkróki á vegum tónlistar- félagsins þar og hefjast þeir kl. Nú að undanförnu hefur tafláhuginn legið niðri, en í gær kom Friðrik stórmeistari Olafsson og lífgaði heldur betur upp á hann með því að tefla fjöltefli. Það fór fram í fjölbrautarskólanum á veg- um áhugamanna. Friðrik, sem er ættaður héðan af Akranesi í föðurætt, tefldi við 70 manns á aldrinum allt frá 7 ára tií sjötugs. Hann vann 67 skákir og gerði 3 jafntefli. Margir áhorfendur voru mættir og fylgdust vei mað skákunum, og er nú reiknað með að Taflfélag Akraness vakni af værum blundi. — Júlíus. Mosfellsheid- in jeppafær MOSFELLSHEIÐIN er nú jeppa- fær en verður ekki rudd frekar nú fyrir páskana samkvæmt upplýsingum vegaeftirlits. Hins vegar er ágætlega fært á Þingvöll eystri leiðina um Ljósafoss. AFLI loðnuskipanna í gær var með albezta móti á yfirstandandi vertíð eða tæplega 20 þúsund tonn, og dregur nú saman með heildaraflanum á vertíð- inni í fyrra og þeirri sem nú stendur. Veiði frá miðnætti í gær og fram til kl. 8 síðdegis var alls orðin 19.740 lestir af 38 loðnuskipum. Aflinn fékkst rétt vestan við Ingólfshöfða og þar úti af, og sigldu skipin með aflann til Vest- mannaeyja, -Austfjarða- hafna og á Faxaflóahafnir. Heildaraflinn í gærdag var orðinn 446 þúsund en var á sama tíma í fyrra 510 þúsund lestir, sem var met- vertíð. Morgunblaðið náði tali af Hjálmari Vilhjálmssyni, fiskifræðingi sem var um borð í Árna Friðrikssyni úti af sunnanverðum Aust- fjörðum. Hafði verið leitað þar á allstóru svæði en með fremur litlum árangri nema hvað vart hefði orðið við dálítið af loðnu á norðan- verðu Papagrunni en Amtsbókasafnið fær þýzkar bækur Akureyri — VESTUR-ÞÝZKA bókaforlagið Die Martin-Behaim Gesellschaft hefur gefið Amtsbókasafninu á Akureyri 72 þýzkar bækur í tilefni 150 ára afmælis bókasafnsins. Jochem Sartorius, starfsmaður þýzka sendiráðsins í Reykjavík, afhenti bækurnar að viðstöddum þýzka ræðismanninum á Akureyri, Kurt Sonnenfeld, tannlækni. Lár- us Zóphaníusson, amtsbókavörður, veitti gjöfinni viðtöku og flutti gefendum þakkir. - Sv.P. Aðalfundur Verzlunarbank- ans í dag AÐALFUNDUR Verzlunarbank- ans verður haldinn í dag á Hótel Sögu og hefst hann kl. 14. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Enfremur verður lögð fyrir fundinn tillaga banka- ráðs um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa og aukningu hlutafjár bank- ans . — Hluthafar geta fengið afhenta atkvæðaseðla á fundar- stað. Hjálmar sagði að ekki hefði þetta virzt mikil loðna sem þarna fór. Skipin sem tilkynntu afla í gær voru> Dagfarí 500, Rauðeey 500, Hilmir 520, Albert 570, Gfali Árni 570, Vikurberg 280, Guðmundur 720, Súlan 750, Börkur 1050, Araæll 400, Fffill 600, Húnarifat 600, H&kon 790, Vörður 270, N&ttfari 510, Heimaey 150, Sigurbergur 210,' Gullberg 580, Glófaxi 120, Stapavik 540, Loftur Baidvins- son 770, Sæbjörg 560, Árni Sigurður 820, (aleifur IV 170, fsafold 840, Guðmundur Krístinn 300, Faxi 330, Helga Guðmunda- dóttir 680, Huginn 560, Skírnir 430, Bergur II 500, Bjarnarey 150, Óakar Halídórason 400, Narfi 1050, Ljósfari 330, óiafur Magnúss. 220, Vfkingur 1200, Bira 220. Alþingi kem- ur saman á ný 29. marz AÐ LOKNUM þingstörfum í fyrradag hófst þinghlé, páskafrí þingmanna. Reglulegir fundir Al- þingis hefjast á ný 20. marz n.k. Þá er gert ráð fyrir því að fram verði lögð stjórnarfrumvörp um skattalagabreytingar og stað- greiðslukerfi skatta. Tónleik- ar á Akur- eyri í dag Akureyri — HLJÓMSVEITIR tónlistarskólans í Kópavogi halda tónleika í Akureyrarkirkju kl. 17 í dag, laugardag. Þar leika bæði strengjasveit og blásarasveit og auk þess syngur Berglind Bjarna- dóttir, nemandi Elísabetar Erlingsdóttur, nokkur lög með orgelundirleik. Stjórnendur og kennarar hljómsveitanna eru Ingi Grændal og Janine Hjaltason. Fararstjóri er Kristinn Gestsson, píanókennari í Kópavogi og fyrr- um kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Þessi ferð er gerð til að auka samvinnu og samskipti tón- listarskólanna í Kópavogi og á Akureyri. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis. - SV.P. Sýnir listræn rúmteppi SÝNING á stungnum rúmteppum eftir bandariska listakonu veröur opnuð að Kjarvalsstööum klukkan 4 í dag. Á sýningunni eru fjörutíu og fjögur teppi í mismunandi litum og mynstrum en Linda Schapper er einna fyrst til aö hanna slik teppí sem listaverk. baö er Menningarstofnun Banda- ríkjanna sem fékk Lindu hingaö til lands og kemur hún beint frá London, þar sem listiönaöur hennar var m.a. kynntur í BBC-sjónvarps- þætti. Hún er gift svissneskum arkitekt og búsett í París. Fædd í Bandaríkjunum árið 1947 en fór þaðan eftir aö hafa lokið prófi í stjórnmálafræöi viö háskólann í Michigan. Hún byrjaöi á þessari listgrein í Líbanon árið 1974, en áöur hafði hún lagt stund á vefnaö og fleira á Spáni, í Þýzkalandi og í Sviss. Áöur en hún hóf rúmteppahönn- unina lagði hún stund á listmálun en fannst myndir sínar fá of þunglynd- islegan blæ og kenndi um ástandinu í Líbanon er borgarstyrjöldin var skollin á. í Beirút kynntist hún rúmteppa- listinni, sem á sér langa sögu sem listgrein í Mið-Austurlöndum. í Líbanon kveðst hún hafa fengið míkinn innblástur, bæði frá lands- laginu og byggingum. Segir hún þessa listgrein á háu stigi þar. Frá Líbanon fluttist hún til Parísar og síðan hefur hún haldið ótal einkasýningar m.a. í Mílanó, Múnch- en, Stuttgart, Frankfurt, París, Hannover, Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn, Ósló og London og nú í Reykjavík. Eftir páska sýnir hún í Lissabon og síðan Dublin. S.l. tvö ár hefur hún haldið sextán sýningar. Linda hannar að meðaltali 45 teppi á ári og tekur um 40 til 60 klukkustundir að vinna hvert teppi. Verðið er frá 175 til 300 bandaríkja- dalir. Segist hún verða fyrir áhrifum af hverju landi sem ,hún heimsæki og komi það fram í litum og mynstrum teppanna. Tízkufyrirtæki í París eins og Pierre Cardin hafa sótzt eftir því að selja teppin undir eigin nafni en Linda vill alls ekki fara út í slík viðskipti. Segist hún jafnframt sjá eftir hverju teppi sem hún selji. Myndir af teppunum hennar, sem surnir kalla „pop-Hst", hafa m.a. birzt í tízkublöðum eins og Vouge Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.