Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 3 Frá vinstrii Bjarni Guðbjörnsson bankastjóri, Ólafur Björnsson formaður bankaráðs, Ármann Jakobsson bankastjóri, Jónas Rafnar bankastjóri og Hilmar Gunnarsson forstöðumaður útibúsins. Ljósm.t Friðþjófur. Nýtt útibú Útvegsbank- ans á Seltjarnarnesi (JTVEGSBANKI íslands opnar nú eftir helgina nýtt útibú sitt og er það við Nesveg á Seltjarnar nesi. Húsnæðið er 130 fermetrar, en það er bráðabirgðahúsnæði þar sem ráðgert er að flytja starfsemi bankans í svonefnt viðskiptasvæði þegar kaupstaður- inn hefur skipulagt það. starfi féhirðis í Utvegsbanka íslands í Kópavogi. Afgreiðslutími er frá kl. 13—18:30 alla virka daga nema laugardaga. Gunnlaugur G. Björnsson hefur skipulagt húsnæði bankans og umsjón með byggingu og innrétt- ingum hafði Guðjón Gpðmundsson húsasmíðameistari. Verkstæði Jónasar Sólmundssonar smíðaði innréttingar eftir teikningum Guðmundar Jónassonar tækni- fræðings. Bankaútibú þetta er hið fyrsta á Seltjarnarnesi og er 11. útibú Útvegsbanka íslands. Styrktarfélag vangefinna 20 ára: Sýning á mál- efnum v angefinna STYRKTARFÉLAG vangef- inna er um þessar mundir 20 ára og í tilefni af því verður haldin sýning á Kjarvalsstöð- um er hlotið hefur heitið „Viljinn í verki“. Tilgangur sýningarinnar er að sýna þróun í málefnum vangefinna f máli og myndum, vinnu vist- fóiks á heimilum vangefinna og kynna að öðru Ieyti málefni, sem ekki virðist vanþörf á, segir í frétt frá félaginu. Að þessari sýningu standa öll heimili vangefinna í landinu svo og Öskjuhlíðarskóli, Þroska- þjálfaskóli Islands og Lands- samtökin Þroskahjálp. Þá verða kynntar bækur um málefni vangefinna, sýndar kvikmyndir innlendar og erlendar og ýmsir listamenn munu koma fram meðan á sýningunni stendur, og gestum gefst kostur á að kaupa ýmsa handunna muni, sem vangefnir hafa búið til. Þessi sýning er hin fyrsta sinnar tegundar hérlendis og er það von sýningarnefndar að hún veki áhuga og athygli sýningar- gesta eins og sams konar sýningar hafa gert erlendis. Styrktarfélag vangefinna var stofnað hinn 23. marz 1958 og er núverandi formaður félagsins Magnús Kristinsson. í afmælis- nefnd eiga sæti: Halldóra Sigur- geirsdóttir formaður, Gréta Bachmann, Hrefna Haralds- dóttir, Hörður Sigþórsson og Tómas Sturlaugsson, og auk þeirra hefur fjöldi fólks starfað að uppsetningu sýningarinnar, foreldrar og starfsfólk. Gunnar Bjarnason leiktjaldamálari hef- ur skipulagt hana. í dag, laugardag, er hún opin kl. 17—22 en aðra daga kl. 14—22. Á páskadag kl. 15—22 en hún er lokuð á föstudaginn langa. 1 gær var unnið að lokaundirbúningi fyrir sýninguna á Kjarvalsstöðum. Bankinn mun veita viðskipta- vinum alla innlenda bankaþjón- ustu auk þess sem hann kaupir og selur erlendan gjaldeyri, tekur við inn- og útflutningsskjölum til afgreiðslu og annast opnun banka- ábyrgða. Starfsmenn verða fjórir og er forstöðumaður Hilmar Gunnarsson, sem gegndi áður Tónlistarskólinn: Um 50 börn koma fram á tónleikum Samvinnuferðir taka við um- boði Thomas Cook í London Samvinnuferðir haía tekið við umboði fyrir brezku ferðaskrif- stofuna Thomas Cook og hefur þetta í för með sér að Samvinnu- ferðir geta stórbætt þjónustu í ferðum til útlanda að því er Eysteinn Helgason forstj. Sam- vinnuferða sagði í samtali við Mbl. íslendingum stendur nú til boða að notfæra sér hina viður- kenndu og traustu ferðaþjónustu Thomas Cook, en fyrirtækið hefur 870 ferðaskrifstofur og umboðs- menn um allan heim, sagði Eysteinn ennfremur. í tilefni þessa samstarfs Sam- vinnuferða og Thomas Cook er einn af framkvæmdastjórum brezka fyrirtækisins, T. Davies, nú staddur hérlendis til . að éiga viðræður við forráðamenn Sam- vinnuferða og framámenn í ís- lenzkum ferðamálum. T. Davies sagði, að Thomas Cook hefði mikinn áhuga á að auka ferðamannastraum til íslands og þá einkum frá Bretlandi. Eru uppi áform um að fá að hefja hingað leiguflug, en viðræður um það hafa enn ekki hafizt og sagðist hann því ekki vita hvernig eða í hversu miklum mæli það yrði. Gat hann- þess að í sumar yrði ekki svo mikið um ferðir, sem skrifstofurnar skipulegðu saman, en gert væri ráð fyrir að bjóða upp á þær á sumrinu 1979. — Thomas Cook er gamalt og gróið fyrirtæki í Bretlandi og margir hafa sagt það vera gamal- dags, sagði T. Davies, en benda má á að mjög margir deildarstjóra þess eru ungir að árum og má segja að fyrirtækið sé síungt. Hafa á síðustu árum verið gerðar ýmsar skipulagsbreytingar á því. Aðal- stöðvarnar eru í nýlegri byggingu rétt við London og þar starfa um 1500 manns og síðan eru skrifstof- ur og umboðsmenn í 870 löndum, alls um 5000 manns. — Eg er mjög bjartsýnn á framtíðina þar sem nú hefur Thomas Cook umboð á íslandi og Samvinnuferðir eru ungt og vax- andi fyrirtæki, sem ég veit að vill vinna vel. Það verður án efa hægt að auka mjög ferðamannastraum Breta til íslands, en það þarf að undirbúa það mjög vel og hafa verður í huga að Island er mjög sérstæður markaður fyrir ferða- menn, við þurfum að leita að því fólki sem vil fara til Islands í sumarleyfi sínu. Aðalferðamanna- tíminn verður frá aprílmánuði og fram í október, en segja má að Bretar ferðist lítið fyrir utan þann tíma og allar utanferðir, hvort sem er í Bretlandi eða í öðrum löndum, eru háðar efnahags- ástandinu. — Eflaust verður hægt að sam- eina ferðir Islendinga til London til innkaupa og annarra erinda ferðum Breta hingað í sumarleyf- um sinum og við vonumst eftir góðu samstarfi þrátt fyrir að þjóðirnar hafi átt í þorskastríðum saman. Þá má geta þe'ss að auk ferða- skrifstofureksturs annast fyrir- tækið útgáfu ferðatékka og er áformað að sala þeirra hefjist innan skamms til hagræðis fyrir íslenzka ferðamenn, sagði Ey- steinn Helgason. TÓNLEIKAR yngri deildar Tón- listarskólans í Reykjavík verða í Austurbæjarbíói í dag, laugar- dag. og hefjast kl. 1.30 síðdegis. Á þessum tónleikum koma fram í kringum 50 nemendur við skólann. og leika m.a. á fiðlu, pianó, flautu, óbó, hörpu og einnig leikur hljómsveit yngri deildarinnar undir stjórn Gígju Jóhannsdóttur. Þau sem koma fram á tónleikun- um eru: Bryndís Pálsdóttir, Sigur- laug Eðvaldsdóttir, Þórhallur Birgisson, Sigríður H. Þorsteins- dóttir, Ágústa Jónsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Kristín Guð- mundsdóttir, Elín Davíðsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir, Kristín Theodórsdóttir, Guðlaug Ásgeirs- Vestmannaeyjar: JC með fund um vandamál frystihúsa JC- í Vestmannaeyjum heldur fund um vandamál frystihúsanna í Vestmannaeyjum á mánudags- kvöld. Þar mun Guðmundur Karls- son, forstjóri, hafa framsögu og taka þátt í umræðum. dóttir, Helga Guðmundsdóttir, Valgerður Andrésdóttir, Anna Þórdís Sigurðardóttir, Sverrir Guðmundsson, Brynja Ingadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Elísabet Waage, Ásdís Valdimarsdóttir, Ásthildur Guðjohnsen, Guðrún Tómasdóttir, og Hulda Geirlaugs- dóttir. Þrjár umsóknir um 11 pr estaköll T. Davies og Eysteinn Helgason fyrir utan skrifstofur Samvinnu- ferða. Ljósm.i Friðþjófur. FYRIR nokkru auglýsti biskup Islands laus til umsóknar embætti presta í 11 prestaköll- um víðs vegar um landið. Umsóknarfrestur rann út fyrir fáum dögum og hafa borizt þrjár umsóknir: Sr. Sighvatur Birgir Emilsson sækir um Hólaprestakall, en hann hefur verið settur prestur þar um skeið, sr. Hörður Ásbjörnsson sækir um Miklabæjarpresta- kall og sr. Gunnar Kristjáns- son hefur sótt um Reynivalla- prestakall. mmm IKKI öí_\ WWK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.