Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979 t Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir RAGNAR S. HELGASON Melabraut 5, Hafnarfirói, fyrrum bóndi aö Hlíö í Álftafirði, lést aö St. Jósefsspítala í Hafnarfiröi sunnudaginn 22. júlí. Jaröarförin fer fram frá Súöavíkurkirkju laugardaginn 28. júlí kl. 14. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Pálína Þórateinsdóttir Ragnheióur Ragnarsdóttir Svanur Jóhannesson, Erla Ragnarsdóttir Sigurður Guðjónsson, Jón Ragnarsson Ásthildur Torfadóttir, Þóra Ragnarsdóttir Magnús Steindórsson, Ásdís Ragnarsdóttir Hjalti Samúelsson, Bragí Ragnarsson Bryndís Jóhannsdóttir, Kjartan Ragnarsson Guóný Róbertsdóttir. t GUÐRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR Nýbýlavegi 84, lést í Landspítalanum 23. júlí. Júlíus Egilsson. Maöurinn minn og faöir okkar,^^ SVAVAR SIGURÐSSON, Kambsvegi 1, lést í Borgarspítalanum 24. júlí. Fyrir hönd vandamanna. Erla Valdimarsdóttir, Valdimar Svavarsson, Hjördís Svavarsdóttir, Sigurður Svavarsson. t Faöir okkar, ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON, fiöluleikari, er látinn. Þuríóur Þórarinsdóttir, ívar Þórarinsson. t Móöir mín og systir, MARÍA HUGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, listakona í Kaupmannahöfn, er látin. Vílhjálmur Knudsen Sigurfljóö Ólafsdóttir. Móöir okkar og tengdamóöir GUDRUN PÉTURSDÓTTIR fv. biskupsfrú, sem lést 20. þ.m. verður jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. júlí n.k. kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeöin, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, láti Hallgrímskirkju í Reykjavík njóta þess. Pétur Sigurgeirsson Sólveig Ásgeirsdóttir, Siguröur Sigurgeirsson Pálína Guömundsdóttir, Svanhildur Sigurgeirsdóttir Guðlaug Sigurgeirsdóttir Sigmundur Magnússon. t HALLDÓR JÓNSSON fyrrv. útgeröarmaöur á Akranesi veröur jarösunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 27. þ.m. kl. 13.30. Helena Halldórsdóttír Þorsteinn Steinsson, Emilía Petra Árnadóttir Guttormur Jónsson, Helena Guttormsdóttir Lárus Bjarni Cuttormsson. t PÁLLJÓNSSON fyrrverandi skólastjóri Skagaströnd. verður jarösunginn frá Hólaneskirkju, laugardaginn 28. júlí kl. 2 eftir hádegi. Börnin. t Jarðarför móöur okkar PÁLÍNU FÆRSETH frá Siglufiröi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. júlí kl. 10.30. Andreas Færseth og systkini. Aslaug Sigurðardótt- ir—In memoriam Fædd 14. júní 1901 Dáin 17. júlí 1979 í dag er tengdamóðir mín, Áslaug Sigurðardóttir, kvödd og lögð til hinstu hvíldar. Áslaug var fædd á Akureyri 14. júní 1901, dóttir merkishjónanna Kristínar Pétursdóttur og Sigurðar Þórðar- sonar Njarðvík, en þau hjónin eignuðust 7 börn, einn son og sex dætur, öll hin mannvænlegustu er vöktu hvarvetna eftirtekt sam- ferðamanna. Kristín Pétursdóttir átti ættir að telja til merkra bænda í Eyjafirði á Stóru-Há- nefsstöðum og Litla-Árskógi. Sig- urður var Suðurnesjamaður, kom- inn af merkum sjósóknurum og aflamönnum í Höfnum, mikill maður á velli og afrenndur að afli og einkanlega ljúfur í lund og dagfarsprúður maður. Áslaug eignaðist 4 dætur, sem allar eru á lífi og einn son, er andaðist kornungur. Mikill söknuður og harmur sverfur að okkur öllum, ættingjum og tengdafólki Áslaugar við brottför þessarar glæsilegu og mikilhæfu konu, og sú spurning verður áreiðanlega áleitin í fram- tíðinni, ekki aðeins hjá dætrum hennar og systrum, heldur engu síður hjá okkur, tengdasonum hennar og barnabörnum: „Hvers- vegna fékk amma Áslaug og langamma ekki að vera lengur hjá okkur?“ En við þeirri spurn fæst aldrei svar. Það var mikil lifshamingja og gæfa að fá að kynnast þessari mikilhæfu og sérstæðu konu og fá að vera í nánu sambandi við hana um nærri 40 ára skeið. Hún var á margan hátt mjög eftirtektarverð kona, sem bar mikinn og sterkan persónuleika og reisn, enda vakti hún hvarvetna aðdáun, hvar sem hún fór. Hún var sérlega vel af Guði gerð, bæði andlega og lík- amlega, tiltakanlega mikil fríð- leikskona, í hærra meðallagi, dökk á brún og brá með blik í augum, er sagði frá skarpri greind og góðum gáfum. Hún var mikil hæfileika- kona, stjórnsöm og framkvæmda- mikil, þegar því var að skipta. Hitt var þó meira um vert, sem þeir reyndu bezt og er gerst kynntust Áslaugu, hve hreinskiptin hún var, grandvör til orðs og æðis, glöggskyggn mannþekkjari, gætin í viðskiptum og viðmóti og gjörh- ugul, góð kona í þessa orðs beztu merkingu, kærleiksrík móðir, amma og langamma, hin elsku- legasta og ágætasta tengdamóðir og um fram allt trölltrygg vinum sínum og um leið traust í hverju því starfi, er hún tók að sér eða trúað var fyrir. Slíkir mannkostir hlutu að sjálfsögðu að laða fólk að sér og þá um leið að skapa miklar vinsældir og stóran og fjölmennan vinahóp., Og á þeim vettvangi varð enginn fyrir vonbrigðum með Áslaugu, mannkostir hennar voru svo miklir og ríkir. Kona, sem gerð var úr jafn góðum efniviði og prýdd jafn mörgum kostum, hæfileikum og gáfum sem Áslaug, hlaut að sjálfsögðu að búa yfir ríkri skap- höfn og heitu geði. Því bar það við, t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, BJÖRNS BESSASONAR, endurskoöanda, Gilsbakkavegí 7, Akureyrí, Þyri Eydal, Þyri Guöbjörg Björnsdóttir, Elínborg Björnsdóttir Schilling, Lars Erik Schilling. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar, AUOAR EIRÍKSDÓTTUR, Ijósmóöur, Karl Jakobsson, Þráinn Karlsson, Örlygur Karlsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, HJALTA JÖRUNDSSONAR, skósmíöameístara, Skipasundi 65. Sérstakar þakkir til Oddfellowbræöra Stúkunni nr. 5, Þórsteini. Jónína Erlendsdóttir, Arndis Hjaltadóttir, Hulda Hjaltadóttir, Rafn Benediktsson, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför MAGNUSAR BLÖNDAL, frá Grjóteyri, Ásbraut 5, Kópavogi, Guö blessi ykkur ölt. Ólafía Blöndal, Unnur Pálsdóttir, Siguröur Blöndal, Sólveig Blöndal, og börnin. Lokað eftir hádegi í dag vegna iaröarfarar PÉTURS DAM. Sögin h/f, Höföatúni 2. að stundum fór hún all geyst og á miklum kostum, enda kröfuhörð við sjálfa sig og um leið kröfuhörð við aðra. En slikir sprettir gerðu hana enn fallegri í mínum augum og eftirtektarverðari. Jók slikt jafnan á aðdáun mína á þessari rismiklu og aðsópsmiklu fríð- leikskonu. Og þá var hún liRa oft fljót að „kippa í tauminn" og taka fjörgapan niður á hægari og þýðari gang. Slíkar stundir eru mér ógleymanlegar og sönnuðu hvað bezt, hvílík afbragðskona Áslaug var. Áslaug fór ung utan til að mennta sig og þroska, sjá heim- inn, svala ævintýraþrá sinni og kynnast veröldinni og nýjum við- horfum, enda hafði hún gott vald á tungum Norðurlanda auk þess sem hinn sérstæði persónuleiki hennar skapaði henni aðgang víða þar, sem dyr voru öðrum lokaðar. En snemma kallaði heimilið og heimilisstörfin á þessa óvenjulegu fríðleikskonu og dæturnar bundu hana í báða skó, sem svo títt er um hinar fegurstu meyjar. Á kveðjustund er mér „tregt tungu að hræra". Mig skortir orð og innra flug til að geta þakkað fyrir allt það, sem Áslaug gaf mér og gerði fyrir mig. En þökk mín er djúp og einlæg. Ég bið henni blessunar Guðs og góðrar heim- komu í landið eilífa. Öllu hennar fólki votta ég samhryggð og sam- úð, dætrunum, barnabörnunum, systrunum og öllu ættfólki Ás- laugar. Algóður Guð blessi minn- ingu hennar nú og ævinlega. Jakob V. Hafstein Afmælis og minningar- greinar ATHYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máii. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.