Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 172. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1979
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
11. Þáttur
Nú er að gera grein fyrir
ágætum bréfum sem borist
hafa. Bjarki Elíasson í
Reykjavík sendir mér fyrst
klippu úr Þjóðviljanum 14.
júlí, þættinum Klippt og
skorið. Þar er heldur áíappa-
leg þýðing úr ensku og stend-
ur meðal annars: „Mikið
kennir okkur í brjósti um
ykkur, aumingjarnir, sem
búið annarsstaðar... " Vera
má að málfar sé afskræmt af
ásettu ráði, en kjarni máls-
ins er sá að ég kenni í brjósti
um einhvern, ekki mig. Svip-
aður fallruglingur er algeng-
ur í orðasambandinu: mig
hlakkar til, í staðinn fyrir ég
hlakka til. Líklega er hér um
að ræða áhrifsbreytingu frá
orðasambandinu: mig langar
til.
Því næst spyr Bjarki hvort
ég þekki orðið syrgi (sirgi),
beygist eins og kvæði, og er
skjótt af því að segja, að ég
þekki orðið vel, man eftir
notkun þess í æsku minni og
minnir að ég hafi sagt það
sjálfur. Oft var haft með því
blótsyrði eða eitthvert því-
líkt áhersluorð. Syrgi (skrif-
að með y í samráði við
starfsmenn orðabókar há-
skólans) merkir reytingur,
eitthvað lítið og lélegt, hvort
heldur á fiskimiði eða
slægjulandi. Bjarki tók sem
dæmi, þegar hann var á
færum með manni á Dalvík,
þeim sem nú er látinn, og
tregt var og smátt, þá sagði
sá hinn sami: Þetta er ljóta
helvítis syrgið, og átti við
smákóðin. Eins tekur hann
dæmi í sambandi við hey-
skap og allt það þekki ég
betur. Syrgi merkti t.d.
snöggt og illslægt gras, eink-
um á útengi. Miklu fremur
var það haft um þurrlendi en
mýrar.
Bjarki gerir ráð fyrir því
að syrgi sé ekki algengt orð,
og  mun  sú  ályktun  rétt.
Starfsmenn orðabókar há-
skólans hafa ekkert dæmi af
bók, og því er orðið hvergi að
finna í orðabókum. 011 dæm-
in, sem þeir hafa fengið
munnlegar upplýsingar um
eða úr bréfum, eru úr Svarf-
aðardal og frá Dalvík, þann-
ig að orðið virðist vera ákaf-
lega staðbundið. En svo al-
gengt hefur það verið á þeim
slóðum, að mikið má vera, ef
það hefur hvergi verið til
annarsstaðar. Ef til vill berst
þættinum einhver vitneskja
um það.
Enn minnist Bjarki á orðið
sljá (kvenkyn, eintala), en
það kónnumst við báðir
mæta vel við úr daglegu tali
heima. Það orð er líka miklu
algengara en hitt og nóg
dæmi þess í orðabókum. Við
þekkjum það best í merking-
unni  hlé  í  vindhviðum.
Bjarki tekur þetta skemmti-
lega dæmi úr ræðu sem hann
heyrði á Dalvík 1943, þar
sem vitnað var í svarfdælsk-
an skipstjóra, er hvatti menn
sína við róður í land á móti
suðvestanroki með þessum
kjarnyrðum: „Fastan í hvið-
unum, áfram í sljánum!"
Þá er bréf frá Eril Elvers í
Stokkhólmi, en hann er að
velta því fyrir sér hvort rétt
muni vera það sem stendur í
rússneskri orðsifjabók, að
orðið akula sé tökuorð úr
íslensku (norrænu) hákarl
(hákall), enda merkir akula
þennan fisk. Nú þrýtur mig
að sjálfsögðu lærdóm til að
svara, nema að því leyti að í
rússnesku hafa menn ekki h
fremst í orðum. Mér hefur
verið kennt og hef fyrir satt
að kvenmannsnafnið Helga
hafi borist í slafnesk mál og
breyst í Olga, og höfum við
svo tekið nafnið upp í þeirri
gerð. Af þeirri ástæðu einni
saman má það vera rétt
tilgáta í rússnesku orðsifja-
bókinni að akula sé til komið
úr íslenska orðinu hákarl
(hákall).
Að vonum er túristamálið
ekki til lykta leitt, svona yfir
hásumarið, og segir svo í
hressilegu bréfi frá Ingi-
björgu R. Magnúsdóttur í
Reykjavík: „Þú ert að aug-
lýsa eftir nýyrði yfir túrisma
og túrista. Hvernig litist þér
á að túrismi væri íarandur
og hið gamla, góða orð
farandi, farendur, væri not-
að yfir túristana? Þá mætti
tala um farandtíma, nú færi
farandtíminn í hönd.
Farandiðnaður íslendinga
gæfi gull í mund og
farandþjónustan væri þeim
til sóma.
Farandstjórar eða for-
stjórar farandskrifstofa
gætu auglýst eitthvað á
þessa leið:
Farandurinn (er ( hond
með (jölda gylliboða.
Farendurnir fara um lönd
og lurður heimsins skoða."
Já, hvernig væri þetta.
Einhver mesta raun ís-
lensks máls er að yrkja vísu
með afdráttarhætti, svo að
vel fari. Afdráttarháttur er
þess eðlis að af hverju orði í
fyrra hluta vísunnar skal
taka fremsta stafinn, og
kemur þá seinniparturinn
sjálfkrafa. Umsjónarmaður
þáttarins hefur nú í dag-
stæðar sjö vikur verið að
berjast við þennan vanda, en
ekki tekist að leysa hann svo
að honum líki. Hann tekur
sér í staðinn bessaleyfi til
þess að birta eftir nafna sinn
Konráðsson á Akureyri vísu
með þessum hætti, einhverja
hina bestu sinnar tegundar
sem hann hefur heyrt:
Skulda stærðir höldum há.
hárum skallar gróa.
Kulda tœrðir öldum á
árum kallar róa.
Kópavogsvöllur 1. deild
Valur — KR
mánudagskvöldiö kl. 20.00.
ATH: Kópavogsvöllur.
Valur.
Erum flutt að Síðumúla 32
símanúmerið er
86044
J8fi€
THORARENSEN HF
Hústjöld
verð frá 143 þús.
5 manna tjöld
meö himni
verð kr. 76 þús.
Göngutjöld 2 kg,
kr. 53 þús.
Sóltjöld kr. 10.500-
Greiðsluskilmálar.
Tjaldbúðir,
Geithálsi, sími 44392,
Einn glæsilegast
einkabíll landsi
Pontiac Bonneville Brougham
til sölu á tækifænsverði
Árgerö 1976, ekinn 33 þús. m. Útlit og ástand sem
nýtt. Litur: hvítur með rauðum vinyl-toppi, sjálfskipt-
ing, vökvastýri og -bremsur. Rafknúnar rúöur, hurðir
og sæti, sjálfvirk hraðastilling (cruise), dekk nýleg,
stereo-kassettur, -útvarp ofl ótrúlega sparneytinn.
Upplýsingar í símum 42954 og 26611
Útvarp + segulband
+ vekjara-
klukka  (
Crown -CSC- 646L
Kvartz klukka'
KlukknastilHng
á upptöku.
Mjög næmt fjögurra
bylgna útvarp. Gífurleg hljómgæði með tvöföldum
tónbreytum. Fjögurra vídda stereokerfi.
Normal/ Cr02 spóluval.
Sjálfvirkt stopp
Gengur fyrir 220 voltum
voltum og rafhlööum.
— 12
Sendum
um allt land
— Pantið f dag
____29800
BUOIN Skipholti19
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48