Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 55 Siguröur í níu hlutverkum samtímis? „ÉG GET ekki sagt hvort er skemmtilegra, að leika fyrir framan myndavélar, eða á sviði, það er svo gjörólíkt, en hvort tveggja er skemmtilegt,“ sagði Sig- urður Sigurjónsson leikari í spjalli nú fyrir helgina. Á föstudaginn verður kvik- myndin Land og synir frumsýnd í Reykjavík og á Dalvík, en þar fer Sigurður einmitt með aðalhlutverk- ið. „Ég er sjálfur ekki búinn að sjá myndina í endanlegri gerð“ sagði Sigurður ennfremur, „en bíð spenntur, og jafnframt kvíðinn!" Sigurður sagðist annars þessa dagana vera að æfa í leikritinu Sumargestur eftir Maxim Gorki í Þjóðleikhúsinu, en auk þess er hann að leika í þremur leikritum, Stundarfriði, Hvað sögðu englarnir? og Kirsiblóm á Norðurfjalli. Til skamms tíma var hann svo einnig með hvorki meira né minna en fjögur hlutverk í leikritinu Við borgum ekki, sem sýnt var í Austurbæjarbíói. Sýningum á því hefur hins vegar verið hætt nú um stund- arsakir að minnsta kosti. — En fari svo, að leiksýningar hefjist á ný á því verki, og að ekki verði hætt að sýna leikritin þrjú í Þjóðleikhúsinu áður en það fjórða verður frumsýnt, þá má á sama tíma sjá Sigurð í níu hlutverkum samtímis í Reykjavík! — Fimm leikrit, ein kvikmynd, alls níu hlutverk! — Það skal raunar tekið fram að Sigurður taldi afar ólíklegt að svo færi, enda væri þá ef til vill orðið einum of mikið að gera. Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu í kvikmyndinni Land og synir, ásamt einni aðalleikkonunni. Guðnýju Ragnarsdóttur. 1 I I Jón Sigurbjörnsson í hlutverki KGB-manns Hér er Jón Sigurbjðrnsson, í hlutverki sovésks KGB-manns i kröppum dansi með skammbyssu í hönd i einu atriðanna, sem tekið var upp við Reykjavíkurhöfn. Hósm: Á*ást BaMwssoti. Á miðvikudagskvöldið verð- ur sýnd í sjónvarpinu fyrsta myndin aí þremur úr sakamála- myndafiokknum Út i óvissuna, eins og sagt var frá hér á sunnudaginn var. Væntanlega biða sjónvarpsáhorfendur spenntir eftir að sjá myndir þessar, enda ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að sjá sakamálamyndir sem gerast á íslandi með fjölda islenskra leikara í stórum hlutverkum. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru Jón Sigurbjörns- son, en hann fer með hlutverk sovésks leyniþjónustumanns, eða KGB-manns eins og þeir heita víst á fagmáli. Lék Jón hlutverkið með miklum ágætum, og þurfti sjaldan að taka upp oftar en einu sinni eða tvisvar þær senur sem hann var í. Út i óvissuna fjallar annars um það, er Alan Stewart, fyrr- verandi starfsmanni bresku leyniþjónustunnar, er þröngvað til að fara með böggul til ís- lands, ella verði erkióvini hans frá fornu fari, rússneska njósn- aranum Mennikin, sagt hvar hann geti fundið Alan og gamla vinkonu hans íslenska, Elínu, sem búsett er í Reykjavík. Heiðursmenn í verslunarmannastétt + Flestir Reykvíkingar, að minnsta kosti þeir sem eru orðnir þurrir bak við eyrun eða vel það, kannast vel við Sveinbjörn Árnason kaupmann. Sveinbjörn rak um árabil verslunina Haraldarbúð, eða í um tuttugu ár. Áður hafði hann unnið þar í fjörutíu ár hjá Haraldi Árnasyni. Eins og áður hefur verið skýrt frá i Morgunblaðinu var Sveinbjörn fyrir skömmu sæmdur gullmerki Kaupmannasamtak- anna fyrir verslunarstörf í sextíu ár, og áður hafði hann verið sæmdur gullmerki Verslunarmannafé- lags Reykjavikur. + Sveinbjörn Árnason kaupmaður í góðum félagsskap: Talið frá vinstri: Ólafur Maríusson í PÓ. Björgvin Þorbjörnsson hjá Gjaldheimtunni, Sveinbjörn og Pétur Sigurðsson í PÓ. Allir voru þeir um langt árabil samstarfsmenn i Haraldarbúð. Myndina tók Emilía Björg Björnsdóttir. Hjalti Rögnvaldsson leikari í hlutverki hins lamaða og ósjálf- bjarga manns sem á sér þá ósk heitasta að fá að deyja. en getur ekki. Með Hjalta á myndinni er Harald G. Haralds leikari í hlutverki sinu. — Leikritið nefnist Er þetta ekki mitt líf? Liggur í rúminu alía súninguna LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýn- ir um þessar mundir leikritið ER ÞETTA EKKI MITT LÍF? í Iðnó, og fer Hjalti Rögnvalds- son með aðalhlutverkið í þessu kunna ádeiluverki scm fjallar um rétt manns yfir eigin lífi. Það þykir að sjálfsögðu ekki sérstökum tíðindum sæta, að Hjalti skuli fara með stórt hlutverk í Iðnó, en hitt er óvenjulegra, að hann liggur í rúminu allan tímann! Á meðan aðrir leikarar hlaupa fram og aftur um sviðið liggur Hjalti grafkyrr í rúminu, og hreyfir ekkert nema talfærin eða því sem næst! Hlýtur að vera erfitt að fara með slíkt hlutverk, en Hjalti leikur ungan mann sem slasast hefur illa í bíjslysi. — Það er svo ekki fyrr en í lok sýningarinnar, þegar áhorfendur þakka leikurum fyrir leik þeirra, að Hjalti snarast fram úr rúminu, — sumum áhorfendum til mikillar furðu og ef til vill nokkurs léttis!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.