Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
Jón Sigurðsson KR varð stigahæstur annað árið i röð.
Islandsmótiö í körfuknattleik:
Jón maður mótsins
Smock stigakóngur
Jón Sixurðsson er „Leikmaður íslandsmótsins“ í körfuknattleik
annað árið í röð. Hann hlaut flest stig i einkunnagjöf blaðamanna
Morgunbiaðsins en nú var mjórra á mununum en i fyrra þegar Jón
vann þetta sæmdarheiti fyrstur körfuknattleiksmanna. Stigahæsti
leikmaður mótsins var Bandaríkjamaðurinn Trent Smock í liði
stúdenta ok hafði hann umtalsverða yfirburði. í fyrra varð Mark
Christiansen stÍKakónKur mótsins, en hann lék þá með Þór. Báðir
þessir leikmenn, Jón Sigurðsson ok Trent Smock, munu fá bikara frá
Morgunbiaðinu i viðurkenningarskyni fyrir afrek þeirra.
Einkunnagjöfin:
En lítum fyrst á efstu menn í
stigagjöf blaðamanna Morgun-
blaðsins:
Stig
Jón Sigurðsson KR 71
Kristinn Jörundsson ÍR 69
Guðsteinn Ingimarsson UMFN 67
Símon Ólafsson Fram 65
Gunnar Þorvarðarson UMFN 64
Meðaltalið hjá þessum mönnum
er mjög hátt. Jón fékk að meðal-
tali 3,55 í einkunn fyrir hvern
hinna 20 leikja, Kristinn 3,45,
Guðsteinn 3,35, Símon 3,25 og
Gunnar 3,20. Allir þessir menn
sýndu mjög góða frammistöðu í
vetur. Nokkrir leikmenn koma á
hæla þeim þar á meðal leikmenn
úr meistaraliðinu Val. Valsliðið
var mjög jafnt og samtaka í vetur
og skaraði þar enginn sérstaklega
framúr og er það eflaust skýringin
á því að enginn Valsmaður er í
hópi fimm efstu manna.
Stigahæstir:
Stigahæstu leikmenn Islands-
mótsins urðu þessir:
Trent Smock, ÍS 669
Tim Dwyer, Val 579
Mark Christianson, IR 524
Kristinn Jörundsson, ÍR 462
Símon Ólafsson, Fram 458
Ted Bee, UMFN 423
Jón Sigurðsson, KR 411
Gunnar Þorvarðarson, UMFN 343
Guðsteinn Ingimars., UMFN 343
Kristján Ágústsson, Val 291
Marvin Jackson, KR 286
Jón Héðinsson, ÍS 256
Eins og sjá má eru yfirburðir
Smock miklir og hann setti nýtt
stigamet. Bandaríkjamenn raða
sér í þrjú efstu sætin en síðan
kemur Kristinn Jörundsson, sú
gamalreynda kempa, og er hann
stigahæstur íslendinganna. Ted
Bee átti við meiðsii að stríða fyrri
hluta mótsins og er því ekki hærri
en raun ber vitpi. Marvin Jackson
er þarna á skránni þótt hann léki
aðeins með hluta af mótinu.
Morgunblaðið óskar Jóni Sig-
urðssyni og Trent Smock til ham-
ingju með titlana.
- SS.
Trent Smock
Evrópukeppnin í knattspyrnu:
Vestur
ÖLL röðin í undanúrslitum
UEFA-bikarkeppninnar eru frá
Vestur-Þýzkalandi og segir það
margt um gæði knattspyrnunnar
þar í landi. Úrslit leikja í 8-liða
úrslitum keppninnar í gærkvöldi
urðu þessi: , , ,
(stls.)
Mönch.glb.-St.Etienne 2—0 (6-1)
Bayern-Kaisersl. 4—1 (4-2)
Loko Sofía-Stuttg. 0—1 (1-4)
Zbrojovka-Frankfurt 3—2(4-6)
Borussia vann St.Etienne sam-
anlagt 6—1, en þeir Tychosen og
hannes skoruðu mörk liðsins í
gær, bæði í fyrri hálfleik. Bayern
sýndi sannkallaðan stórleik í
síðari hálfleiknum gegn Kaisers-
lautern, staðan í leikhléi var 1—1,
en þrjú mörk fékk Kaiserslautern
á sig í síðari hálfleiknum og slapp
liðið þó þrátt fyrir allt vel. Dieter
Höness (2), Paul Breitner og
Gunther Janzon skoruðu mörk
Bayern, eftir að Benny Wendt
hafði náð forystunni fyrir Kais-
erslautern.
Þrátt fyrir tap, vann Frankfurt
Brno samanlagt 6—4. Horny náði
forystunni fyrir Brno í fyrri hálf-
-þýsk einokun
leik, en þeir Karger og Neuberger
komu Frankfurt yfir og stóð 2—1
þar til á 89. og 90. mínútu, er
Kotasek og Kopenek skoruðu sig-
urmörk Brno. Þá vann Stuttgart
auðveldan sigur gegn slöku liði
Loko Sofia. Olicher skoraði eina
mark leiksins á 7. mínútu.
I Evrópukeppni meistaraliða
gekk á ýmsu og þar komst enn eitt
lið frá Vestur-Þýzkalandi Ham-
burger SV í undanúrslit. Liðið
tapaði úti fyrir Hadjuk Split 3—2,
vann heima 1—0 og komst því
áfram á útimörkunum. Vujovic,
Djordjevic og Primorac skoruðu
mörk Split í leiknum, en Hrubesch
og Hieronymus svöruðu fyrir
HSV. Markvörður HSV, Rudi
Kargus, varði auk þess víti frá
Primorac. En úrslit í meistara-
keppni í gærkvöldi urðu þessi:
(stls.)
Hadjuk S.-Hamburger 3—2 (3-3)
Dynamo Beriin-Forest 1—3(2-3)
Ajax-Strassb. 4—0 (4-0)
Real Madrid-Celtic 3—0 (3-2)
Forest kom sannarlega á óvart
með sigri sínum úti gegn Dynamo,
en austur-þýzka liðið vann 1—0 á
City Ground í fyrri leik liðanna.
En Forest reyndist mun sterkara
liðið þegar á reyndi, Trevor Franc-
is (2) og John Robertson skoruðu
mörkin, en Terletski skoraði eina
mark DB úr víti í síðari hálfleik.
Celtic fékk mikinn skell fyrr
framan 120.000 brjálaða áhorfend-
ur á heimavelli Real. Santillana,
Stielike og Juanito skoruðu mörk
Real. Ajax var í engum vandræð-
um, Schoenmaker, Arnesen, Lerby
og La Ling skoruðu mörk liðsins.
I keppni bikarhafa urðu úrslit
sem hér fer á eftir:
(stls.)
Gautaborg-Arsenal 0—0 (1-5)
Valencia-Barcelona 4—3 (5-3)
Nantes-Dyn. Moskva 2—3 (4-3)
Juventus-Rijeka 2—0 (2-0)
Saura (2), Bonhof og Kempes
skoruðu mörk Valencia, en fyrir
Barcelona svöruðu Canito (2) og
Landaburu. Valencia vann sam-
anlagt 5—3. Nantes vann DM
samtals 4—3, Michel of* Toure
skoruðu fyrir liðið, en þeir Minaj-
ev, Gazev og Kolosov svöruðu fyrir
DM. Battaga skoraði bæði mörk
Jeventus.
Bikarkeppni HSI
Valur fékk Hauka
• í gærdag var dregið í 4 liða Valur Fram, og Ármann fékk
úrslit í bikarkeppni HSÍ í meist- Þór frá Akureyri. í 2. fl. karla
araflokki karia, drógust saman drógust Víkingur og Fylkir sam-
Haukar og Valur og KR og KA. í an og KR móti FH. — þr.
meistaraflokki kvenna mætir
Bikarinn að
fara í Víking
KR-Valur
í kvöld
EINN leikur fer fram í 1. deild
íslandsmótsins i handknattleik i
kvöld. Valur og KR eigast við i
Laugardalshöllinni og hefst leik-
urinn klukkan 18.50. Leikurinn
gæti orðið fjörugur, Valsmenn
hafa sýnt stórleiki að undan-
förnu og teljast sigurstranglegri.
KR-ingar hafa nýlega rekið þjálf-
ara sinn Bjarna Jónsson og verða
undir stjórn Jóhanns Inga Gunn-
arssonar landsliðsþjálfara að
þessu sinni.
Aarhus
meistari
AARHUS KFUM varð danskur
meistari i handknattleik um
siðustu helgi, en það hefur ekki
gerst síðan Bjarni Jónsson lék
með liðinu fyrir fimm árum
siðan. Allan þann tima hefur
verið um einokun Fredricia
KFUM að ræða.
VÍKINGSDÖMUR eru komnar
með aðra hendina á íslandsbikar-
inn i blaki, eftir að hafa borið
sigurorð af ÍS i hörkuleik um
helgina. Bæði liðin eiga eftir einn
leik, erfiða leiki, þar sem sigur
ætti þó að nást. Víkingarnir eru
þvi farnir að seilast eftir bikarn-
um með hinni hendinni.
Víkingur sigraði 3—2, eftir að
hafa verið 2—0 undir um tíma.
Enduðu hrinurnar sem hér segir,
Vikings getið á undan: 7—15,
12-15, 15-4, 15-12 og loks
16-14.
Einn leikur fór fram i 1. deild
karla, ÍS sigraði Víking 3—2
(15-13, - 15-12,13-15,4-15
og 15—6). Þá sigraði Þróttur
UBK i botnleik 1. deildar kvenna
3-1.
gá/gg.
Rússarnir koma:
Armenar mæta í dag
með harðsnúinn flokk
SOVÉSKT úrvalslið í körfu-
knattleik kemur hingað til lands
á morgun í boði körfuknattleiks-
deildar Vals og KKÍ, er hér um
að ræða víðfrægt lið frá Ar-
meniu. Landsliðsnefnd KKÍ hcf-
ur valið hóp leikmanna sem mæta
munu' Rússunum, það er 15
manna flokkur og 10 þeirra
verða síðan valdir í landsliðshóp-
inn sem keppir á Polar Cup í
Noregi 10.—14. apríl næstkom-
andi.
Sovéska liðið mun leika hér-
lendis sex leiki, þar af þrjá
landsleiki gegn íslenska landslið-
inu. Verður sá síðasti þeirra 100.
landsleikur íslands i körfu-
knattleik. Jourie Iiichew, góð-
kunningi okkar úr knattspyrn-
unni, kom heimsókn þessari af
stað og meðan hans naut við
hérlendis komst þetta fyrst veru-
lega á skrið. Tóku aðrir við er
Jourie varð að hverfa snögglega
af vettvangi.
„Þetta er viss fjárhagsleg
áhætta," sagði Halldór Einarsson
í körfuknattleiksdeild Vals í gær,
„en það bjargar miklu að okkar
deild stendur í þessu í samvinnu
við KKÍ.“ Fyrsti leikur Armeníu-
mannanna verður á föstudaginn í
Laugardalshöllinni klukkan 20.00,
en þá leika þeir gegn úrvalsliði
þeirra bandarísku leikmanna sem
leika hér á landi. Á laugardaginn
leika Rússarnir gegn Val í Borg-
arnesi klukkan 15.00 og munu
Valsmenn styrkja lið sitt með
Pétri Guðmundssyni. Á sunnudag-
inn klukkan 15.00 verður síðan
opinber landsleikur á Selfossi og
annar slíkur í Laugardalshöllinni
á mánudagskvöldið klukkan 20.00.
Næst færist leikurinn til Njarð-
víkur, en þar verður leikið á
þriðjudagskvöldið klukkan 20.00.
Eigast þá við lið UMFN og
Armenía. Flosi Sigurðsson mun
styrkja lið UMFN. Síðasti leikur-
inn verður síðan í Laugardalshöll-
inni á miðvikudagskvöldið klukk-
an 20.00, þá verður þriðji lands-
leikur þjóðanna, 100. landsleikur
íslands í körfu.
Það verður því nóg að gera í
íslenska körfuknattleiksheiminum
á næstunni og einkum fá þeir ærin
verkefni þeir 15 menn sem lands-
liðsnefnd KKÍ hefur valið. Hópinn
skipa eftirtaldir leikmenn:
Kristinn Jörundsson ÍR
Kolbeinn Kristinsson ÍR
Gunnar Þorvarðarson UMFN
Guðsteinn Ingimarsson UMFN
Jónas Jóhannesson UMFN
Júlíus Valgeirsson UMFN
Símon Ólafsson Fram
Pétur Guðmundsson Uni.of. Wash.
Jón Sigurðsson KR
Geir Þorsteinsson KR
Birgir Guðbjörnsson KR
Torfi Magnússon Val
Kristján Ágústsson Val
Ríkharður Hrafnkelsson Val