Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 36
28 til jóla ^ull Sc ;§>ilfur Laugavegi 35 Síminn á afgreiðslunni er 83033 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 Landhelgisgæzluflug í gær: Rússar að veiðum í landhelgi Jan Mayen Norskt varðskip lét skipin afskiptalaus skammt frá á meðan skipin voru að veiðum. „Það þætti saga til næsta bæjar hér á landi," sagði Guðmundur Kjærnested skip- herra í samtali við Morgunblaðið í gær, en skipherra á gæzluvélinni var Kristinn Árnason. Varðskipið Farm er 950 tonn að stærð og hefur 32 manna áhöfn. Ekki er vitað til þess að Rússar hafi gert neina samninga við Norðmenn um veiðar innan land- helgi Jan Mayen, en íslendingar hafa krafizt þess að ekkert sé gert í þeim efnum án vitundar ís- lenzkra stjórnvalda. FLUGVÉL LandhelKÍs- gæzlunnar kom að þremur rússneskum togurum að veiðum langt innan land- helRÍ Jan Mayen skömmu fyrir hádegi í gær. en norskt varðskip, sem var þar skammt frá, virtist ekki aðhafast neitt þótt skipin væru að veiðum. Rússnesku togararnir voru um 3000 tonn að stærð og lét norska varðskipið Farm W 301 reka þar Sannfærður um að tillagan verði felld — segir Benedikt Þ. Guðbjartsson, formað- ur Starfsmannafélags Landsbanka íslands _ÉG HEF mælt eindregið með þvi við okkar fóik, að þessi sáttatil- laga verði felld og ég cr reyndar sannfærður um að svo verði,“ sagði Benedikt Þ. Guðhjartsson. formaður Starfsmannafélags Landsbanka íslands, i samtali við Mbl., er hann var inntur eftir hans áliti á sáttatillogu þeirri, sem sáttasemjari lagði fram um helgina. langan tíma tæki að senda eftir atkvæðum víða um land. „Sátta- nefnd frestaði verkfalli okkar til 8. desember nk. og við gerum okkur því vonir um, að samninganefnd bankanna taki upp viðræður við okkur eftir atkvæðagreiðsluna ef samningarnir verða felldir eins og ég geri fastlega ráð fyrir," sagði Benedikt Þ. Guðbjartsson. Gunnar Kr. Guðmundsson við hljóðfærið og upptökutækin. LjoNmynd Kristján. Óvenjuleg „kassetta44 á markaðinn: Leikur eigið efni blindur og einhentur UM ÞESSAR mundir er að koma á markaðinn óvenjuleg sptila eða „kassetta“. Þar er að finna tólf lög eftir Gunnar Kr. Guðmundsson símavörð hjá Samhandinu. Hið óvenjulega við spóluna er það að Gunnar er hlindur og hægri höndina hefur hann misst en eigi að síður annast hann allan hljóðfæraieik sjáifur og hijóðritaði að auki lögin upp á eigin spýtur. „Ég tók mig til fyrir nokkrum mánuðum og keypti mér hljóð- upptökutæki," sagði Gunnar. „Hljóðfærin átti ég áður, en þau eru rafmagnsorgel, gítar, „cordovox", sem framleiðir harmónikkutónlist, og „synthes- iser“ eða tóngerfill. Á spólunni eru 12 frumsamin lög, sem taka um 40 mínútur í flutningi. Ég tek upp hvert hljóðfæri fyrir sig og blanda röddunum svo saman með fjögurra rása blöndunartæki. Tónlistin kemur því út eins og um hljómsveit væri að ræða. Ég geri þetta allt með vinstri hendinni, svo ég hef kailað spóluna „Vinstrihandar spil“. Ég spila aðallega gömlu dans- ana, valsa, polka, masúrka og fleira því líkt. Poppið læt ég alveg eiga sig. Þetta gekk sæmi- lega en þó misjafnlega. Þetta var margra mánaða vinna." Jólatréssal- an hefst um aðra helgi Hækka líklega um 35—40% í verði JÓLATRÉN i ár hækka líklega um 35—40% i söluverði frá því sem var á fyrra ári, skv. upplýsingum frá Landgræðslusjóði. Sala trjánna hefst væntanlega fyrstu helgina i desember, þ.e. 5. og 6. des. Innfluttu jólatrén koma öll frá Jótlandi, en einnig verða á markað- inum íslenzk tré og hefur hlutur þeirra í magni verið um þriðjungur. Verð trjánna hefur enn ekki verið ákveðið, því samþykki verðlagsyfir- valda þarf að liggja fyrir. Áðurnefnd prósentuhækkun er byggð á útreikn- ingum kostnaðarverðs og fyrri álagningu. Á sl. ári kostaði eins og hálfs meters hátt rauðgrenitré kr. 11.200 en furutré af sömu stærð kr. 14.500. Siglufjörður: Kjálkabrotinn eftir árás á dansleik Siglufirði. 24. nóv. 1980. Á DANSLEIK sem haldinn var að Hótel Höfn sl. laugardagskvöld varð ungur Siglfirðingur fyrir árás eins gestanna. Sparkað var í hann og hann laminn, þannig að hann kjálka- brotnaði báðum megin og einnig hlaut hann önnur meiðsli. Flytja þurfti piltinn í læknismeðferð til Reykjavíkur. Ekki náðist í árásaraðilann og er málið í athugun. - m.j. „í tillögunni er gert ráð fyrir um 4% meðalhækkun til bankastarfs- manna, sem er auðvitað alveg út í hött, sérstaklega með tilliti til þess, að 3% voru tekin af okkur með Ólafslögum. (Við lítum á það sem algjöra lágmarkskröfu, að okkur verði bætt þessi 3%,“ sagði Bene- dikt ennfremur. „Annars má segja um þessa sáttatillögu, að hún er frekar illa unnin. Sáttanefndin var ekki við- stödd neinar efnislegar viðræður. Vilhjálmur Hjálmarsson var skipaður sáttasemjari í deilunni 14. nóvember og bankarnir sýndu okkur ekki þá kurteisi, að ræða eitt eða neitt af þeim efnisatriðum, sem við höfðum lagt fram," sagði Bene- dikt. Heildarfjöldi bankamanna er milli 2200—2300, en þar af eru starfsmenn Landsbanka íslands um 840—870 eða um 40%. At- kvæðagreiðslan um sáttatillöguna fer síðan fram á fimmtudag og föstudag, en ekki má búast við niðurstöðum úr henni fyrr en á þriðjudag að sögn Benedikts, því r * Asmundur Stefánsson framkvæmdastjóri á ASI-þingi: Stjórnmálamennirnir sof a á milli verðbótaútreikninga MIKLAR umræður urðu á ASÍ- þingi i gær um kjaramálin og kom þar fram hörð gagnrýni á ríkisstjórn fyrir aðgerðarleysi i efnahagsmálum. krafa var sett fram um afnám ákvæða í Ólafs- lögum, er skerða verbótaákvæði sólstöðusamninganna frá 1977 og þingfulltrúar vildu að ríkis- stjórnin g::rði grein fyrir áform- um sínum áður en ASÍ-þingi lyki, ekki væri forsvaranlegt að slíta þinginu. fyrr en áformin lægju fyrir. Ásmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri ASÍ kvað umræður stjórnmálamanna valda sér meiri og meiri gremju. Engu væri líkara en þeir svæfu í þrjá mánuði, en vöknuðu síðan upp með andfælum skömmu fyrir verðbótaútreikn- inga og spyrðu sjálfa sig af undran: Er það virkilega rétt, að kaupið eigi að fara að hækka um 10%, „Að þessi 10% kauphækkun sé afleiðing 11% verðhækkana á meðan þeir sváfu, virðist ekki komast inn í kollinn á þeim,“ sagði Ásmundur. Magnús L. Sveinsson formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur vitnaði til þessara ummæla Ásmundar og kvað rétt ályktað hjá Ásmundi að ráðherrarnir svæfu. Hins vegar kvaðst hann ekki sammála honum í að ráðherr- arnir vöknuðu. Engu líkara væri en þeir svæfu alltaf, en töluðu hins vegar upp úr svefni rétt fyrir verðbótaútreikningana. Magnús lagði fram tillögu á fundinum ásamt Bjarnfríði Leósdóttur frá Akranesi um að ASÍ-þing skoraði á Alþingi að það afnæmi þau ákvæði Ólafslaga, sem kveða á um skerðingu verðbótavísitölunnar, sem um var samið í sólstöðusamn- ingunum. Einn fulltrúanna á ASÍ-þingi kvaðst hafa verið samþykkur Ólafslögum á sínum tíma, vegna þess að hann hefði trúað því að verkalýðshreyfingin byggi við vin- veitt stjórnvald. „Ég hef orðið mér til skammar fyrir það,“ sagði þessi 'U"trÚi Sjá frá ASI-Mwf bls. 14 og 15 Færð yfirleitt góð FÆRÐ á landinu var yfirleitt g(>ð í gær skv. upplýsingum vegaeftir- litsins. en spáð var versnandi veðri og má þvi búast við að færðin spillist. Á Suður- og Vesturlandi var færð þokkaleg, þó snjóað hefði víða, en hálka var á vegum. Sömu sögu var að segja um Snæfellsnes og Dali. Á Hálsum í Barðastrandarsýslum var aðeins fært jeppum og stórum bifreiðum. Á Vestfjörðum var þá sögu að segja, að ágæt færð var í nágrenni Patreksfjarðar og yfirleitt góð færð á láglendi á Vestfjörðum. Hrafns- eyrarheiði var aðeins fær jeppum og stórum bifreiðum og Breiðadals- heiði og Þorskafjarðarheiði voru ófærar. Þá var fært norður til Akureyrar og í gærmorgun voru vegirnir á Öxnadalsheiði og í Vatnsskarði ruddir, eins Siglufjarðarleið, þann- ig að þessir vegir voru færir í gær, hvað sem verður í dag. Þá var færi gott allt austur á Vopnafjörð. Á Austurlandi var svipaða sögu að segja en ófært var til Borgar- fjarðar eystri. Þá er fært suður og vestur um allt til Reykjavíkur, en þó var mikill lausasnjór á Breiða- merkursandi. Samgönguráðherra: Innflutningur og sala á símtækjum verði frjáls STEINGRÍMUR Hcrmannsson samgönguráðherra lýsti því yf- ir á Alþingi í gær, að hann myndi innan skamms leggja til. að innflutningur á símtækjum verði gefinn frjáls, en hingað til hafa aðrir aðilar en Póstur og sími ekki haft leyfi til innflutn- ings slíkra tækja. Þá sagði ráðherrann einnig, að hann teldi nú tímabært, að leyfa öðrum aðilum en Pósti og síma að annast viðhald og viðgerðir á símtækjum, auk uppsetningar þeirra. Kvað ráðherrann nú vera það marga menn vel menntaða á þessu sviði, að óhætt væri að einstaklingar tækju að einhverju leyti í sínar hendur það hlutverk er Landsíminn hefði séð um fram til þessa. Svipað ástand á Kröflusvæðinu ÁSTAND á Kröflusvæðinu var svipað i gærkvöldi og undanfarna daga. skv. upplýsingum frá skjálftavaktinni. Landris var orð- ið mikið í fyrradag eins og komið hcfur fram í fréttum, en í gær stóð það nokkuð í stað. Að sögn Eysteins Tryggvasonar getur ris og sig til skiptis varað í langan tíma og sagði hann síritandi mæla á staðnum hafa sýnt þá þróun í langan tíma. Þá sagði hann, að búið væri að koma fynr aðstöðu fyrir vísindamenn á staðnum og menn væru við öllu búnir. Eysteinn sagði einnig, að ómögulegt væri að spá nokkru um á þessu stigi hvenær né hvar umbrot yrðu næst, en yfirleitt væri einhver fyrirvari frá því að land færi að síga þar til gos hæfist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.