Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 45. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðvaranir um ný fjöldamorð ^ Tel Aviv, 23. febrúar. AP. ÍSRAELSKA herráðið tilkynnti í dag, að það hefði látið herða á eftirliti í búðum palestínskra flóttamanna í Miye Ou Miye í Líbanon vegna aðvörunar frá Bandaríkjamönnum um að fjöldamorð kynnu að eiga sér þar stað. Sagði talsmaður herráðsins, að ekki þýddi að koma upp varanlegri eftirlitsstöð í þessum búðum, sem eru í grennd við Sidon, þar sem þau morð á Palestínumönnum, sem átt hefðu sér stað að undanförnu, hefðu orðið utan þessara flóttamannabúða. Blaðið Haaretz skýrði svo frá í dag, að aðvörun Bandaríkja- manna hefðí borizt, eftir fregn- ir um að 12 manns hefðu verið myrtir, sem strax hefði vakið ótta um, að ný fjöldamorð væru hugsanleg. Allt kapp yrði lagt á að koma í veg fyrir svo skelfilega atburði, enda lék enginn vafi á því, að ísraels- mönnum yrði kennt um, ef illa færi. Fyrirheit Reagans Banda- ríkjaforseta um að ábyrgjast öryggi landamæra lsraels- manna í norðri, getur haft það í för með sér, að bandarískir hermenn verði sendir til þess að gæta þeirra, og þá sennilega ásamt hermönnum frá mörg- um öðrum þjóðum. Skýrði tals- maður forsetans frá þessu í dag. Þetta væri þó aðeins einn valkostur af mörgum, sem til greina kæmu í þessu skyni. Eins og er, þá eru 1.200 banda- rískir hermenn í Beirút sem hluti af alþjóðlegu friðar- gæzlusveitunum þar. Yitzhak Shamir, utanríkis- ráðherra ísraels, sagði í dag, að boði Reagans forseta um að ábyrgjast landamæri ísraels við Líbanon bæri vissulega að fagna, en það væri ekki full- nægjandi og gæti ekki komið í stað ráðstafana ísraelsmanna sjálfra til þess að tryggja landamæri sín. Bandaríska þingið hefur tek- ið boði Reagans forseta fremur fálega, sérstaklega með tilliti til þess, að svo kynni að fara að senda yrði bandarískt herlið til ísraels til þátttöku í hernaðar- aðgerðum þar, ef upp úr syði á norðurlandamærunum. Myndin sýnir, er einum af farþegunum í flugráninu á Möltu er hjálpað niður úr flugvélinni. Flugræningjarnir, sem voru tveir, gáfust ekki upp fyrr en Mintoff, forsætisráðherra Möltu, hafði heitið þeim, að þeir yrðu ekki framseldir til Lfbýu. Flugráni lauk með uppgjöf ValetU, 23. febrúar. AP. TVEIR flugræningjar frá Líbýu, sem rænt höfðu líbýskri farþega- þotu og neytt flugstjórann til þess að fljúga til Möltu, gáfust upp í dag og létu lausa alla 152 farþega þotunnar og áhöfnina, sem þeir höfðu haldið sera gíslura. Flugræn- ingjarnir gengu út úr þotunni óvopnaðir og voni strax handtekn- ir af lögreglunni. Dom Mintoff, forsætisráð- herra Möltu, var til staðar til þess að taka á móti gíslunum, er þeir voru látnir lausir. I hópi farþeganna voru tvær þungaðar konur og tíu börn yngri en 7 ára. Læknar rannsök- uðu farþegana, eftir að þeir voru látnir lausir og tilkynntu síðan, að þeir væru við góða heilsu. Sama máli gegndi með áhöfnina, en í henni voru 7 manns. Samkomulag sex ríkja í OPEC um lækkað olíuverð Kíyadh, Saudi-Arabíu, 23. febrúar. AP. Blásýru stolið Kilston, Knglandi, 23. febrúar. AP. LÖGREGLAN í Bilston í Englandi rannsakar nú þjófnað á 177 kg af blá- sýru, en svo mikið magn myndi nægja til þess að verða hálfri milljón manns að bana. Eitrið var geymt í þremur stórum tunnum, sem hver um sig inni- hélt um 59 kg. Þjófnaðurinn mun hafa átt sér stað um síðustu helgi. YAMANI, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu skýrði frá því í dag að náðst hefði samkomulag sex ríkja innan OPEC um að selja olíu þeirra framvegis á lægra verði. Þá tilkynnti olíumálaráðherra Sam- einuðu furstadæmanna við Persaflóa, að haldin yrði ný ráðstefna olíumálaráðherra OPEC-ríkjanna í næstu viku til þess að ræða þetta samkomulag nánar og yrði þessi fundur haldinn annað hvort í Génf eða Vínarborg. Ekkert hefur þó enn verið sagt um, á hvað verði þessi sex ríki hyggjast selja olíu sína. „Ef önnur aðildarríki OPEC fallast ekki á þetta samkomu- lag, þá verða olíuríkin við Persaflóa að lækka olíuverðið enn meira en þau hafa fyrir- hugað," sagði Oteiba, olíu- málaráðherra Sameinuðu furstadæmanna í dag og gaf með því í skyn, að framundan væri þá verðstríð, sem enginn gæti séð fyrir endann á. Ríkin sex, sem aðild eiga að þessu samkomulagi eru Saudi- Arabía, Sameinuðu fursta- dæmin, Kuwait, Quatar, írak og Indónesía. Ennfremur er talið að tvö olíuríki til viðbót- ar séu mjög fylgjandi þessu samkomulagi en það eru Libýa og Venezuela. Yamani sagði, að verðlækk- un á olíu væri framundan, hvort sem hún yrði gert í nafni OPEC sem heildar eða af einstökum aðildarríkjum samtakanna. Hann vildi samt Cheysson líkir Yuri Andropov við tölvu París, 23. febrúar. AP. CLAUDE Cheysson, utanríkis- ráðherra Frakklands, sem ný- kominn er heim til Frakklands úr opinberri heimsókn til Sovétríkj- anna, hefur líkt Yuri Andropov, leiðtoga sovézka kommúnista- flokksins, við tölvu. Sagði Cheysson frönskum frétta- mönnum, sem voru honum sam- ferða flugleiðis heim frá Moskvu, að sér hefði fundizt eftirmaður Brezhnevs vera „hæglátur, ná- kvæmur maður, sem ekki léti í Ijós tilfinningar, en héldi sig við staðreyndir og stærðfræðilegar röksemdir". Þegar Cheysson var spurður að því, hvort sovézki leiðtoginn væri „nútíma“-maður, svaraði hann: „Já, hann er maður nú- tímans en eins og tölva með til- liti til nákvæmni í orðum og framkomu. Hann var sérstak- lega ósnortinn og skorti þá mannlegu hlýju, sem ég varð var við annars staðar, t.d. hjá fólki í Leningrand og jafnvel í viðræðum mínum við Grom- yko.“ Cheysson er á meðal fyrstu háttsettu stjórnmálamanna á Vesturlöndum, sem fær tæki- færi til þess að ræða við Andro- pov persónulega eftir að sá síð- arnefndi tók við stöðu leiðtoga kommúnistaflokks Sovétríkj- anna í nóvember sl. Þeir ræddu saman í eina og hálfa klukku- stund. Cheysson ítrekaði and- stöðu Frakka við tillögur And- ropovs um að fækka meðal- drægum kjarnorkueldflaugum Rússa í Evrópu niður í sama Yuri Andropov fjölda og þær, sem Bretar og Frakkar ráða yfir. Þessum tillögum hefur verið hafnað í London sem í París með þeim rökum, að með þeim væri verið að staðfesta yfir- burði Sovétríkjanna á sviði Claude ('heysson eldflauga. Eldflaugar Frakka lúta ekki stjórn NATO og hefur franska stjórnin verið mjög eindregið þeirrar skoðunar, að eldflaugar Frakka verði ekki samningsatriði í viðræðum milli annarra landa. ekki segja að svo komnu, hve þessi verðlækkun ætti eftir að verða mikil. Fyrri fréttir, sem birzt hafa í fjölmiðlum í Saudi-Arabíu hafa borið með sér, að verðið á olíu þaðan gæti lækkað um allt að 7 doll- ara tunnan. Talið er að Nígeríumenn hafi varað arabísku olíu- framleiðsluríkin við því, að sérhverri lækkun á verði olíu þeirra niður fyrir 28.50 dollara á tunnu verði svarað „dollara fyrir dollara" af hálfu Nígeríumanna. Nkomo neitað um vegabréf Rulawayo, 23. febrúar. AP. JOSHUA Nkomo, leiötoga stjórnar- andstöðunnar í Afríkuríkinu Zimb- abwe, var í dag neitað um aö fá aftur vegabréf þaö, sem lögreglan í land- inu hafði svipt hann á laugardag. Hefur Nkomo því ekki lengur frelsi til þess að fara úr landi. Þrír aðstoö- armenn Nkomos voru handteknir á flugvellinum á laugardag, er þeir ásamt honum voru í þann veginn að stíga upp í flugvél til útlanda. Nkomo hefur um langt skeið verið helzti keppinautur og gagn- rýnandi Robert Mugabes, forsæt- isráðherra. Handtaka Nkomos og svipting vegabréfs hans á vafalítið eftir að auka mjög á fjandskap og valdabaráttu milli þessara tveggja helztu leiðtoga þjóðernissinna í landinu, en þeir börðust fyrir þvl sameiginlega í meira en áratug að kollvarpa minnihlutastjórn hvítra manna í landinu, á meðan það hét Ródesía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.