Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983 Síðbúin afmæliskveðja: Björg Björnsdóttir Lóni í Kelduhverfi Eftir nokkurra daga fjarveru kom ég heim sunnudaginn þ. 7. ág- úst. Kom þá Morgunblaðið beint í flasið á mér og þar las ég tilkynn- ingar um að Björg á Lóni yrði 70 ára þ. 9. nk. Mér þótti slæmt að hafa ekki vitað þetta fyrr, svo ég gæti sent henni kveðju í blaðinu. En ég vona að það komi í sama stað niður, þó kveðjan sé síðbúin. Björg'á Lóni er sérstakur per- sónuleiki, sem gleymist ekki þeim, sem kynnst hafa. Ég hafði ekki haft nein kynni af Björgu, en vissi fyrir löngu að merkisfólk hafði búið og bjó í Lóni í Kelduhverfi. Svo var það, þegar Páll okkar ísólfsson var í essinu sínu hjá út- varpinu, með þjóðkórinn og fjöl- breytta yndislega tónlist, að hann stofnaði tii einskonar samkeppni um það, hver kynni flest ljóð og lög í landinu. Þá var það sem Björg Björnsdóttir í Lóni varð landskunn. Hún hafði vinninginn og það svo greinilega, að enginn komst með tærnar þar sem hún hafði hælana. Upp frá því hafði ég áhuga á að kynnast þessari merki- Iegu konu, en það var hægara sagt en gjört. A þeim árum voru fjarlægðir miklar á fslandi, sem eru nú flest- ar úr sögunni. Nú er farið á ör- stuttri stundu leiðir, sem tók marga daga að fara. Það hefði þótt mikið ferðalag í þá daga, að fara frá Þingeyrum í Austur- Húnavatnssýslu og austur í Kelduhverfi. Og þegar þar við bættist, að hugsunarháttur fólks var þannig, að sá þótti mestur, er hreyfði sig sem minnst að heiman. Ég hefði ekki verið talin með öll- um mjalla, hefði ég tekið mig upp og þeyst norður i Kelduhverfi til að sjá hina ljóð- og tónelsku konu, sem vann svo glæsilegan sigur í útvarpinu og við það sat. Því miður er ég ekki nægilega kunnug til að geta ítarlega rakið ættir Bjargar, en ég veit að hún er af góðum komin. Þó þykist ég geta sagt með vissu, að amma hennar og nafna, Björg í Lóni, var ein af dætrum sr. Hjörleifs á Skinnastað í Öxarfirði, en dætur hans voru kunnar fyrir raddfegurð og fagran söng. Heyrt hef ég þess getið.að aldrei hafi orðið messufali á Skinnastað í tíð sr. Hjörleifs, með- an dæturnar leiddu kirkjusönginn. Björg á því ekki langt að sækja sönggáfuna. Árni Björnsson trú- arskáld og tónlistarmaður er al- bróðir Bjargar. Ýmsir góðir lista- menn eiga rætur að rekja til þeirra Skinnastaða eystra. Dettur mér þá fyrst í hug Árni Krist- jánsson píanóleikari. öllum ís- lendingum er kunn hans snilli- gáfa. Amma hans var ein af dætr- um sr. Hjörleifs á Skinnastað. Jón Sen fiðluleikari og Magnús Jóns- son söngvari munu einnig geta rakið ættir til Skinnastaðasystr- anna og svo má víst lengi telja. Það hefur oft verið gaman að ættfræðinni. Þegar ég var barn heyrði ég oft Sigga litla Þorláks- son segja: Það er ekki sama af hverjum maður er kominn." Siggi var um langt árabil söðlasmiður á Akureyri. Hann var dvergur að vexti, en völundur í höndum. Kepptust konur um að eiga frá honum söðla, því rósasaumurinn á framlafinu var alveg frábær. Siggi var prestssonur frá Undirfelli í Vatnsdal, móðir hans var af ætt sr. Björns í Bólstaðarhlíð. List- fengi og margskonar hagleikur er mjög víða áberandi í þeirri ætt. Ég skeytti því litlu, sem Siggi var að segja, en með árunum finn ég betur og betur, að Siggi hafði á réttu að standa: „Það er ekki sama af hverjum maður er kominn". Tíminn leið og mér auðnaðist ekki að hitta Björg. En svo var það eitt vorið að ég fór með Halldóru okkar Bjarnadóttur á sambands- Message rafmaqns- ritvélar Litla Message 860 ST rafmagnsritvélin er alvöru ritvél. Letur- borðið er fullkomið með dálkastilli. Vélin er stöðug og traust, en tekur þó sáralítið pláss. Message 990 CR er eins byggð og 860 ST vélin en hefur leið- réttingarborða að auki. Message 860 ST eða 990 CR er tilvalin ritvél fyrir minni fyrir- tæki, í skólann eða á heimilið. Verðið er ótrúlega hagstætt. Verö frá kr. 8.250.- Sá 'm. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % Hverfisgötu 33 — Slmi 20560 — Pósthólt 377 Reykjavík ÓSA fund norðlenskra kvenna norður að Þórshöfn á Langanesi. Á norð- urleið var komið við í Lóni, og þá sá ég fyrst Björgu. Okkur var tek- ið þar með kostum og kynjum og meðan hitað var á katlinum spil- aði Björg á orgelið, svo ég féll í stafi yfir kunnáttu hennar og leikni. Og þegar Halldóra minntist á við hana, hvort hún vildi ekki semja lag við ljóð sambandsins, sem Laufey Sigurðardóttir hafði þá nýlega sent Halldóru, þá var það auðsótt mál. — Meðan kaffið var drukkið komst lagið á blað og var sungið á Þórshöfn. Fyrstu árin mín á Blönduósi kenndi Þorsteinn Jónsson frá Ey- vindarstöðum söng við kvenna- skólann. Hann var þá sýsluskrif- ari á Blönduósi. Þorsteinn unni söng og tónum, hann var í mörg ár organisti í kirkjunni á Blönduósi og stjórnaði kórum í sýsiunni. Var það ómetanlegt fyrir skólann að fá hann, en því verr féll hann frá langt fyrir aldur fram, og þá vandaðist málið. Skóli án söngs var óhugsandi. En þá vildi svo vel til, að Björg var við söngkennslu í Reykjaskóla í Hrútafirði. Ég hringdi til hennar og bað hana um að hjálpa upp á sakirnar. Tók hún því vel og kom nokkru seinna. Það var tekið til óspilltra málanna og húsið kvað við af söng. Æfðar raddir, hvenær sem tími gafst, og sungið fram eftir öllu. Nauðsyn- legt var að nota tímann sem best, því Björg gat ekki verið nema rúman mánuð í það sinn. Þegar Björg kvaddi og ég greiddi henni kaup lögum samkvæmt, varð mér starsýnt á Björgu. Það var engu líkara en hún væri hrædd við pen- inga, enda komst ég að því, að hún var óvön að taka á móti háum greiðslum fyrir vinnu sína. Þegar hún réðst organisti við Garðskirkju í Kelduhverfi var árs- kaupið 40 krónur. Að nokkrum tíma liðnum féilst sóknarnefndin á, að líklega þyrfti að hækka kaupið. Sumir vildu hækka það um helming, í áttatíu krónur, en öðrum þótti það fullmikið, sextíu krónur væri nóg. — Peningar hafa aldrei verið neitt aðalatriði fyrir Björgu, henni er ljóst að lífs- hamingjan verður ekki keypt fyrir peninga. Þar kemur annað til. Eftir þessi fyrstu kynni kom Björg á hverju ári til okkar í skól- ann og kenndi söng, meðan ég starfaði þar. Reynt var að haga því svo til, að hún gæti æft söng fyrir árshátið skólans. Var mesta furða hve góðum árangri hún náði á skömmum tíma. Hlakkaði ég mikið til komu Bjargar. Það var svo gaman, hvað hún gat komið manni á óvart. Þessi hógværa, smávaxna kona gat svo margt, sem samferðafólkinu var ofvaxið. Minnisstæðust er hún mér eitt vetrarkvöld. Veislustúfur var haldinn í skólanum og gestum boðið til fagnaðar. Fallega borð- stofan okkar var full af glöðu fólki og ljósum prýdd. Þegar menn höfðu notið þess, er á borð var borið, stakk einhver upp á því, að nú yrðu ijós slökkt og sagðar draugasögur. Var því vel tekið. Nokkrir tóku til máls og rifjuðu upp gamlar draugasögur. En auð- vitað sló Björg öllum við. Hún stóð upp í þreifandi myrkrinu og hafði yfir kvæði Einars skálds Bene- diktssonar um hvarf sr. Odds á Miklabæ. Fórst henni það snilld- arlega, hvergi hik né mismæli. Öllum þótti mikið til koma. Björg hefur alla æfi átt heima í Lóni og átt þess lítinn kost að njóta sinna hæfileika, sem vert væri. f allmörg ár hefur hún sótt námskeið í Skálhoiti og býst ég við að hún hafi komið mörgum þar á óvart. — Ég man ekki betur en það væri í fyrrahaust, sem hún settist við orgelið í Skálholts- kirkju og spilaði Finiandia, — þá norrænn ferðamannahópur, flest- ir Finnar, átti leið þar um. Rak þá marga í rogastans, en svona er Björg. Hún er ákaflega þakklát fyrir námskeiðin í Skálholti. Hún lifnar öll við eftir veruna þar, og þegar námskeiði lýkur, byrjar hún að hlakka til þess næsta. Hún er mjög þakklát söngmálastjórum þjóðkirkjunnar og metur þá mik- ils. Aldrei hef ég orðið fegnari út- hlutun Fálkaorðunnar, eins og þegar ég sá svart á hvítu að Björg í Lóni hafði verið veitt heiðurs- merkið. Næst, er ég hitti Björgu og spurði hana hvernig henni hefði orðið við, þegar henni var veittur heiðurinn, svaraði hún eitthvað á þessa leið: „Ég vissi bara ekkert hvaðan á mig stóð veðrið, né hvað ég átti að gera.“ Og svo bætti hún við: „Mér hefur lík- lega verið svipað innanbrjósts og brúðgumanum, sem naut ekki veislugleðinnar, vegna þess, að hann kveið svo fyrir brúðkaups- nóttinni, því hann vissi ekkert hvernig hann ætti að haga sér, þegar þar að kæmi.“ Auk þess sem Björg kann öll ósköp af ljóðum og lögum, kann hún sæg af skopsög- um, og segir vel frá. i Það var ekki ætlun mín að rekja hér æfiferil Bjargar, mig langaði aðeins til að senda vinkonu minni kveðju á merkum afmælisdegi og þakka henni ógleymanleg kynni. Ég hugsaði mikið til þín Björg mín, þegar afmælishófið var í Skúíagarði þ. 9. þ.m. Mér fannst ég heyra óminn af söngnum suður yfir fjöllin. Með bestu kveðjum og árnaðar- óskum. Keykjalundi í ágúst 1983 Hulda Á. Stefánsdóttir. Þessi mynd er tekin á einum fundi norrænu ritstjóranna. Það er Lennart Person, aðalritstjóri Svenaka Dagbladet, sem stendur í ræðustólnum. Ráöstefnu norrænu ntstjóranna lokið RÁÐSTEFNA ritstjóra á Norður- löndunum var haldin í Reykjavík fyrr í þessari viku, en slík ráðstefna hefur verið haldin árlega um nokk- urt skeið. Hér er um að ræða Norð- urlandadeild innan „International Press Institude“, sem eru samtök sem berjast fyrir tjáningarfrelsi í heiminum. Þingað var í þrjá daga, frá þriðjudegi til fimmtudags, og fóru flestir ritstjóranna heim í gær. Rædd voru ýmis vandamál sem blasa við í blaðaheiminum á Norð- urlöndunum, svo sem ríkisstyrki til blaða, kapalsjónvarp og fleira. Það var um 60 manna hópur sem kom til landsins i tengslum við ráðstefnuna, ritstjórar með mök- um sínum. Notuðu menn tímann milli funda til að ferðat um landið og var m.a. farið á Snæfellsnes, til Vestmannaeyja og um Suðurland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.