Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 1
80 SIÐUR fglttaitlritafrtfr 243. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Karabísku ríkin funda um íhlutun á Grenada Strandhögg indíána í Nicaragua Managua, San Salvador og Guatemalaborg, 22. október. AP. RÓSTUSAMT HEFUR verið í El Salvador og Nicaragua, þar sem skæruliðahreyfingar freista þess að kollvarpa stjórnvöldum. f hafnarborginni Porto Cabezaz í Nicaragua gerði skæruliðahreyf- ing miskito-, suma- og rama- indíána strandhögg í gær. Komu skæruliðarnir brunandi inn í höfnina á hraðbát og skutu úr vélbyssum að skipi sem verið var að afferma. Einn maður féll og tíu særðust, þar á meðal 10 ára stúlkubarn og 16 mánaða gamalt barn. Skæruliðamiðstöð fyrrgreindra indíánaflokka er í Honduras, en þjóðflokkarnir búa á Kyrra- hafsströnd Nicaragua. Talsmaður stjórnar sandinista sagði í gær að indíánarnir yrðu að svara fyrir árásina. Þeir eru mjög afskekktir frá öðrum landshlutum og vilja slíta sambandi við Nicaragua. f E1 Salvador réðust 400 skæru- liðar á almannavarnamiðstöð í borginni Santo Domingo og felldu tvo starfsmenn og særðu sex til viðbótar. Erindið virtist vera að ræna vistum, en uppskeran var rýr eftir því sem borgarbúar sögðu, átta rifflar, einn skotfæra- pakki, eitt vindlingakarton og eitthvað af matvælum. Oscar Humberto Meja hershöfð- ingi og yfirmaður herstjórnarinn- ar í Guatemala gerði í gær óvænta breytingu á stjórnarliði sínu. Setti hann af yfirmann hersins, Hector Mario Lopez Fuentes, en skipaði í hans stað hliðhollari mann, Rud- olpho Lobos Zamora. Háttsettur embættismaður í Guatemala, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í gær að klofningur hefði verið kominn upp meðal herfor- ingja, nokkrir þeirra hefðu viljað setja Meja af. Var Fuentes þar fremstur í flokki að sögn umrædds embættismanns. Fjölmenn mótmæli Bonn og London, 22. október. AP. BÚIST var við hundruða þús- unda manns til Bonn í V-Þýska- landi til þess að mótmæla fyrir- hugaðri staðsetningu meðal- drægra kjarnorkuflauga NATO í Vestur-Evrópu. Þá hugðust mótmælendur reyna að mynda 110 kflómetra langa keðju á milli Neu-Ulm og Stuttgart. Töldu þeir, að 115.000 manns þyrfti til að mynda keðjuna. Frá Lundúnum bárust þær fregnir um hádegisbilið, að ganga kjarnorkumótmælenda í London hefði þegar hafist, en ekki lágu neinar upplýs- ingar fyrir um fjölda þátttak- enda í göngunni. Skipuleggj- endur kjarnorkumótmælenda í V-Evrópu telja, að um 1,7 milljónir manna taki þátt í aðgerðum um helgina. Rhdgrtown, Barbados, 22. oktiber. AP. LEIÐTOGAR ríkja í Karabíska hafinu íhuguðu í morgun sameig- inlega íhlutun í málefni eyríkisins Grenada á sama tíma og banda- rísk herskip sigldu rólega í átt að eynni. Herstjórn, með Hudson Aust- in í broddi fylkingar, fer nú með völd á eynni í kjölfar morðsins á Maurice Bishop, forsætisráð- herra, fyrr í vikunni og hinir 110.000 íbúar hennar eru nánast í stofufangelsi. Austin upplýsti í gær, að 17 manns, auk Bishop, hefðu látið lífið í „átökum" um völdin á eynni. Þá lét hann jafnframt í það skína, að efnt kynni að verða til kosninga innan skamms. Kúbumenn fordæmdu seint í gærkvöld aðferðir hersins á Grenada og morðið á Bishop. í opinberri yfirlýsingu frá Fidel Castro var þess krafist, að mál- ið yrði rannsakað og „hinum seku hegnt á viðeigandi hátt“. Þessi yfirlýsing Kúbumanna þykir eiga að undirstrika enn frekar hin góðu tengsl á milli þeirra og Bishop. Að sögn bandaríska varnar- málaráðuneytisins er flugmóð- urskipið Independence á leið til Grenada og mun halda þar kyrru fyrir og verða til taks ef flytja þarf einhverja banda- ríska íbúa eyjarinnar á brott. Eugenia Charles, forsætis- ráðherra Dóminíska lýðveldis- ins, sagði í gærkvöld, að loka- ákvörðun um aðgerðir yrði tek- in á fundi ríkja Karabíska hafs- ins, sem haldinn verður á Trini- dad í kvöld. Eyríkin búa yfir takmörkuðum herafla, en hafa enn ekki farið fram á stuðning Bandar íkj astj ór nar. Herstjórnin á Grenada hefur tekið vel í þær hugmyndir, að rannsóknarnefnd skipuð Banda- ríkjamönnum, Bretum og Kan- adamönnum verði send til eyj- arinnar til þess að kanna ástandið. Tók pípuna sína fram yfir flugfarið Fargo, Nordur-DakoU, 22. október. AP. STÍFNI farþega nokkurs um borð í farþegaflugvél á leið frá Seattle í Washington til Washington DC varð honum dýrkeypt. Hann neitaði að drepa í pípu sinni og það varð til þess að flugmaðurinn lenti vélinni á litlum flugvelli og varpaði manninum frá borði. Farþeginn, Walter Meserve, maðurinn sér lítið fyrir og 46 ára gamall, virti að vettugi ítrekaðar beiðnir flugáhafnar- innar að drepa í pípu sinni og var bent á að samkvæmt regl- um væri einungis leyft að reykja vindlinga í ákveðnum hluta vélarinnar. Þegar Mes- erve þráaðist við, gerði flug- lenti vélinni fyrirvaralaust á smáflugvelli við Fargo, af- skekktan smábæ í Norður- Dakota, og „affermdi einstakl- inginn", eins og talsmaður flugfélagsins sagði í fréttatil- kynningu. Sjálfskapaðir erfiðleikar Meserves voru samt ekki úr sögunni. Hann leitaði til tveggja annarra flugfélaga sem hafa skrifstofur í Fargo, en hvorug vildi selja honum farmiða vegna „háloftafram- komu“ hans eins og talsmaður- inn komst að orði. Varð úr að Meserve varð að ferðast með rútu 330 km leið til Minneapol- is í Minnesota, þar komst hann loks um borð í flugvél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.