Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Fisk-pizza á markaðinn Pizzur með fisk sem uppistöðufyll- ingu eru að koma á markaðinn frá fyrirUekinu Arco. Það hefur á annað ár keypt fisk utan af landi, pakkað honum í neysluumbúðir og dreift í verslanir, veitingahús og í mötu- neyti. Pizzu-framleiðslan er ný deild við fyrirUekið, stjórnað af Þórunni Nigurðardóttur matreiðslumanni sem á heiðurinn af uppskriftinni að fiskpizzunni eða Pizza della mare, eins og hún heitir. í fyllinguna notar hún ýsuhakk, lauk, papriku, tóm- atkraft, sveppi, ost og krydd, pizzan er svo hituð, annaðhvort í ofni við 170 gráðu hita eða í tvær mínútur í örbylgjuofni. Pizzunni er pakkað í lofttæmdar umbúðir. Fiskpizzan kemur til með að verða ódýrari en aðrar pizzur sem á markaðnum eru, allt að því 40% ef miðað er við venjulega álagn- ingu (38%). Hún verður til sölu í kjörbúðum og verður kynnt þar á næstunni. Þórunn Sigurðardóttir matreiðslumaður _^\^skriftar- síminn er 830 33 IVlatreiðslunámskeið ... fyrir eldri menn. Sjónvarpið tekur upp þrjú ný leikrit Sjónvarpiö er að Ijúka upptökum á þrem íslenskum sjón- varpsleikritum sem sýnd verða á komandi ári. Þau eru eftir Sveinbjörn Baldvinsson, Kjartan Ragnarsson og Andrés Indriðason. — „Matreiðslunámskeið- ið“ heitir leikrit Kjartans og var það tekið upp í september. Fékk hann, að sögn, hugmynd- ina frá frétt sem hann las í Mbl. fyrir ári, þar sem birt var mynd af þátttakendum í matreiðslu- námskeið fyrir eldri menn. Hann setti saman leikrit um sex karla sem fara á námskeið og gerist það að mestu leyti í kennslueldhúsi. Leikendur eru Gísli Halldórsson, Valur Gísla- son, Valdimar Helgason, Guð- mundur Pálsson, Steindór Hjörleifsson, Jón Ormar Orms- son, Örn Árnason og mat- reiðslukennarann leikur Guðrún Ásmundsdóttir. Kjartan leik- stýrði verkinu, en upptöku stjórnaði Viðar Víkingsson. Er áætlað að sýna það um páskana. — „Þetta verður allt í lagi“ heitir leikrit Sveinbjarn- ar. Segir það sögu ungra hjóna sem eru að byggja, en standa nokkuð óvænt frammi fyrir grundvallarspurningum um líf- ið. Hversdagsdrama segir höf- undur, hann hóf að skrifa leik- ritið 1978, en endanlegt handrit var samið í sumar eftir miklar breytingar. Útitökur fyrir leik- ritið hófust í ágúst, en í næstu viku verða upptökur í upptöku- sal sjónvarps. Leikstjóri er Steindór Hjörleifsson. Úpptöku stjórnar Tage Ammendrup. Leikritið verður væntanlega sýnt næsta haust. — „Þessi blessuð börn“ heitir leikrit Andrésar. Það er skrifað út frá sjónarhóli átta ára drengs, Bjössa, sem býr einn Reiknað með fötluðum í orði en ekki á borði „ÞAÐ ER augljóst mál, að ef á að taka tillit til fatlaðra, þá kostar það alltaf eitthvað. Ég get því vel fallist á þá fullyrðingu, sem oft heyrist, að það sé reiknað með fötluðum í orði en ekki á borði. Ntjórnmálamenn leika tveim skjöldum. Það er vinsælt og einfalt að samþykkja ályktanir um stuðning við málefni fatlaðra en þegar kemur að framkvæmdunum er yfirleitt annað uppi á teningnum," sagði Bergþóra Gísladóttir, sér- kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar, þegar blm. Morgunblaðsins ræddi við hana ný- lega um málefni fatíaðra skólanema í framhaldi af fréttum blaðsins um lyftumál í skólum borgarinnar. „Ég er sannfærð um að við, sem höfum unnið að þessum málum árum saman og ekki síst félög fatlaðra, höfum haft áhrif á al- menningsálitið. Nú orðið er hægt að hreyfa þessum málum. Og það er víst, að enginn verður glaðari en við, kerfisfólkið, þegar eitthvað kemst í verk; það er að segja: þeg- ar við fáum peninga, til að leysa þau verkefni sem okkur er ætlað að leysa." Bergþóra sagði að fjárskortur hefði staðið í vegi fyrir flestum framkvæmdum, sem ættu að auð- velda fötluðum að komast leiðar sinnar í skólum. „Sérdeildin fyrir fatlaða í Hlíðaskólanum var bráðabirgðaráðstöfun í upphafi. Hún er í rauninni á vegum ríkisins fremur en borgarinnar. Reglugerð um sérkennslu frá 1977 leggur rík- Rætt við Bergþóru Gísladóttur sér- kennslufulltrúa á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur um aðstöðu fatlaðra í skólakerfinu inu á herðar vissar skyldur gagn- vart fólki með ákveðna tegund fötlunar. I framhaldi af því samdi ríkið við Reykjavíkurborg um rekstur deildar fyrir fjölfatlaða nemendur, hreyfihamlaða nem- endur og blinda. En alla tíð hefur verið reiknað með of litlu fé, rétt eins og fólk viti ekki að það kostar peninga að byggja upp starfsemi af þessu tagi. Ríkið ber ábyrgðina skv. bókstafnum en borgin hefur séð um rekstur deildanna. Það er að mínu mati tæpast eðlilegt að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði í þessum málum, sem varða landið í heild. Því segi ég, að það er reikn- að með fötluðum í orði en ekki á borði," sagði hún. — Viltu nefna dæmi? „Dæmið um rampana eða ská- brautirnar í Seljaskóla sýnir okkur að það þarf að hyggja að mörgu í slíkum málum. Fyrir lá að byggja almennan skóla í Selja- hverfi í Reykjavík. Skólinn átti jafnframt að vera þannig úr garði gerður, að hann hæfði fötluðum. I ljós kom að lóðin var fyrir stóra byggingu á einni hæð. Húsið stendur í bratta og því þarf stalla undir bygginguna. Mjög kostn- aðarsamt hefði verið að fá bestu lausn miðað við fatlaða, því var fundinn millivegur. Skólinn er fær að því leyti, að hægt er að koma hjólastólum um allt, en sá fatlaði kemst þó ekki leiðar sinnar að- stoðarlaust. Hann verður að fá hjálp. Auðvitað er þetta slæmt, þó ég taki ekki undir þá skoðun sem heyrst hefur, að þetta sé verra en ekkert. Ég sagði áðan að það þyrfti að mörgu að hyggja og ég held að ef góður árangur eigi að nást sé ekki hægt að komast hjá opinni umræðu um framkvæmd byggingar sem þessarar og skipu- lagsmála yfirleitt. Allir, sem mál- ið varða, þyrftu að fá tækifæri til að kynna sér málavöxtu og tjá sig þar um. Þetta getur sýnst tíma- frekt og þungt í vöfum, en ég er ekki í vafa um að slíkt er mögulegt með réttu skipulagi og góðri stjórnun. Ég er líka sannfærð um, að á slíkum vinnubrögðum mynd- um við græða þegar til lengdar lætur. Það hefur lengi verið ósk kenn- arafulltrúa, að hafa meira að segja um sitt vinnuhúsnæði. Ákvarðanir í þeim málum myndu eftir sem áður liggja hjá bygg- ingarnefnd, sem er skipuð aðilum Morgnblaéið/IUz Bergþóra Gísladóttir: Ntjórnmálamenn leika tveim skjöldum — vinsælt og einfalt að samþykkja áiyktanir um stuðning við málefni fatlaðra en þegar kemur að framkvæmdunum er yfirleitt annað uppi á teningnum. frá ríki og borg. Það er mikill mis- skilningur að halda að fram- kvæmdaatriði eins og bratti skábrautanna í Seljaskóla ráðist af tilviljun. Verkfræðingar og arkitektar eru engir kjánar, þeir sjá slíka hluti fyrir. Ákvarðanir um hvað gera skuli eru teknar að hluta til af viðkomandi byggingar- nefnd og að hluta af umbjóðend- um þeirra, stjórnmálamönnunum. Síðasta orðið er náttúrlega hjá al- menningi, kjósendum, sem ræður hversu miklu fé skal varið til upp- byggingar í þessum efnum sem öðrum. Og ég held að almenningur í landinu vilji skapa fötluðum að- stöðu og virða þar með þeirra rétt ,til að vera fullgildir þjóðfélags- þegnar. Við erum tvímælalaust á réttri leið í þessum efnum en það kostar fjármuni; og það kostar e.t.v. fyrst og fremst fyrirhyggju." — Hvað með Hliðaskóla? „Þegar ég tók við starfi sér- kennslufulltrúa af Þorsteini Sig- urðssyni fyrir þremur árum, þá varð það mitt fyrsta verk að sitja stóran fund, þar sem fjallað var um að nú ætti að fara að flytja sérdeildina fyrir fatlaða úr Hlíða- skóla í Seljaskóla. Þennan fund sátu aðilar frá ríki og borg, skóla- kerfinu og foreldrum. Þeir sem sátu þennan fund voru sammála um að rétt væri að finna deild hreyfihamlaðra stað í Selja- skólanum. Þessi niðurstaða byggð- ist fyrst og fremst á þeirri stað- reynd, að aðstaðan í Hlíðaskólan- um er ekki ákjósanleg og að Selja- skólabyggingin er það skólahús- næði, sem er hvað best við hæfi fatlaðra af því sem er fyrir hendi í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.