Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Ársþing Tannlæknafélags Islands FYRSTA Ársþing Tannlæknafélags íslands hefur staðið yfir á Hótel Esju og lýkur í dag. 1 frétt frá Tannlæknafélagi fs: lands, segir að þingið sé þáttur í viðleitni félagsins að gera félags- mönnum kleift að njóta faglegrar fræðslu hér heima í stað þess að þurfa að sækja hana til útlanda. í sömu frétt segir ennfremur: „Fé- lagið hefur að þessu sinni fengið þrjá erlenda fyrirlesara, einn Bandaríkjamann og tvo Dani, sem halda munu fyrirlestra fyrir tann- lækna og aðstoðarfólk þeirra þessa daga. Síðdegis heldur félag- ið aðalfund sinn. í tengslum við þingið munu nokkur fyrirtæki, sem sérhæfð eru í tannlæknavör- um kynna ýmsar nýjungar á þessu sviði." Félagar í Tannlæknafélagi ís- iands eru nú tæplega 200 talsins og er formaður félagsins Gunnar Þormar. ÁVtÍXTUNSf^ VERÐBRÉFAMARKAÐUR Flýttu þér hægt íslendingar Græddur er geymdur eyrir ef ávaxtað er rétt. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Gengi 24.10. ’83 Ár Fl. Sg./100 kr. Ár Fl. Sg./100 kr. 1970 2 16.343 1977 2 1.580 1971 1972 1 1 14.082 12.838 1978 1978 1 2 1.281 1.009 Óverðtryggð 1972 2 10.426 1979 1 873 veðskuldabréf 1973 1 7.890 1979 2 655 1973 2 7.575 1980 1 571 Ár 20% 37% 40% 1974 1 4.930 1980 2 431 1 74,8 85,4 87,2 1975 1 3.864 1981 1 369 2 66,1 79,8 82,2 1975 2 2.866 1981 2 272 3 59,2 75,2 78,0 1976 1 2.603 1982 1 259 4 53,8 71,3 74,3 1976 2 2.156 1982 2 191 5 49,5 67,9 71,2 1977 1 1.890 1983 1 147 6 45,9 65,1 68,5 Öll kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan gengisútreikning. Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVÖXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10-17 - SÍMI 28815 /— > Verðtryggð Veðskulda- bréf óskast í umboðssölu. __________J f--------------N Höfum kaupendur aó óverðtryggðum veðskuldabréfum 20% og 40% _____________-/ G('x)cm daginn! Morgunblaðið/ KÖE. Við májflutning í Hæstarétti á fóstudagsmorguninn. Vinstra megin má m.a. sjá Hjálmar Bárðarson, siglingamála- stjóra. Á aftari bekk eru Guðmundur Kjærnested, skipherra hji Landhelgisgæslunni, Jón Magnússon, hrl., lögmaður Landhelgisgæslunnar, og Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari. Ríkissaksóknari sneri sókn í vörn fyrir Hæstarétti: „Flutti frábæra varnarrædu fyrir minn skjólstæðing“ — sagði Benedikt Blöndal, hrl. sem hafði litlu við að bæta eftir ræðu ákæruvaldsins „ÉG HEF aldrei orðið vitni að því fyrr og aldrei heyrt þess getið, að saksóknari hér á landi eða annars staðar hafi haldið varnarræðu fyrir sakborning, enda kom ræða ríkis- saksóknara Benedikt Blöndal, verj- anda ákærða, algjörlega í opna skjöldu eins og mér. Guðmundur Kjærnested, skipherra, hlustaði einnig á málflutning ríkissaksókn- ara og var hann engu minna hissa en ég,“ sagði Jón Magnússon, hrl., lög- maður Landhelgisgæslunnar, er Mbl. leitaði álits hans á þeim at- buröi er Þórður Björnsson ríkissak- sóknari krafðist sýknu í eigin áfrýjunarmáli gegn skipstjóranum á Einari Benediktssyni BA fyrir Hæstarétti á föstudagsmorguninn. Þórður Björnsson, ríkissaksókn- ari, sagði i samtali við Morgun- blaðið að hann hefði, við gaum- gæfilega yfirferð málsins, sann- færst um að héraðsdómurinn, sem kveðinn var upp í Vestmannaeyj- um 12. mars sl., hafi verið réttur. Því hafi hann ekki talið sér annað fært en að krefjast staðfestingar dómsins og sýknu yfir skipstjór- anum, hann gæti ekki krafist refs- ingar yfir saklausum manni. Benedikt Blöndal, hrl., verjandi ákærða, Níelsar Adolfs Ársæls- sonar, sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki geta neitað þvi, að hann væri ánægður með afstöðu ríkissaksóknara. „Skjólstæðingur minn var sýknaður í Vestmanna- eyjum og á því var ég ekki hissa," sagði Benedikt. „Það var svo áfrýjað til sakfellingar og því bjó ég mig undir að verja málið aftur. Það kom mér óneitanlega mjög á óvart í Hæstarétti að ríkissak- sóknari skyldi óska eftir staðfest- ingu hérðasdómsins. Hann flutti frábæra varnarræðu fyrir minn skjólstæðing og hafði ég sem verj- andi litlu við að bæta.“ „Það er í rauninni ekkert um það deilt að Landhelgisgæslan hafi gegnt sínu hlutverki," sagði Jón Magnússon. „Við höfum ein- faldlega gert eins og fyrir okkur var lagt. Við höfum bréf frá Siglingamálastofnun, sem raunar er afrit af bréfi til samgönguráðu- neytisins, um að skipið sé 1095 hestöfl. Annað höfum við ekki, enda tekur Landhelgisgæslan mark á bréfum frá opinberum stofnunum. Það var því augljóst hlutverk Landhelgisgæslunnar að stöðva togarann á sínum tíma þegar hann var á veiðum á svæði, sem ætlað var skipum með undir 1000 hestafla vél.“ Hjálmar Bárðarson, siglinga- málastjóri, sagði að sér hefði kom- ið afstaða ríkissaksóknara jafn mikið á óvart og öllum öðrum. „Ég hef að sjálfsögðu ekkert að athuga við það, þótt um sýknudóm sé að ræða í þessu máli,“ sagði Hjálmar, „en það kom mér ýmislegt á óvart í ræðu ríkissaksóknara. Skráning Siglingamálastofnunar byggist á því, að vélarorka sé sú mesta orka, sem vél skipsins getur afkastað og það er samkvæmt fyrirmælum frá samgönguráðuneytinu. Það er svo hægt að minnka orku með olíugjöf eða skiptiskrúfu, þá er um að ræða ÞESSI mynd var tekin í rakara- stofu Sveins Árnasonar, Hárbæ, fyrir nokkru, en þar eru nú til sýn- is og sölu málverk eftir listmálar- ann Benjamín Jónsson frá Bíldu- dal. í Hárbæ hefur Benjamín sett niðurfærslu á orku vélarinnar. Spurningin er hvort vélarorka skal skráð eftir mestri orku eða hvort það skal vera samkvæmt stillingu. Okkar upplýsingar um að vélarorka skipsins væri 1095 hestöfl er fengin úr skipaskrá Lloyd’s í Englandi og einnig sam- kvæmt afsali. Eigendurnir segjast hinsvegar aldrei hafa notað meira en 910 hestöfl. Þetta er margþætt og flókið mál, það er til dæmis umhugsunarvert hvort við ættum að láta nægja að lesa á skilti á vélinni, eins og ríkissaksóknari taldi í ræðu sinni. Hann taldi meira að segja varhugavert af Siglingamálastofnun að taka mark á skipaskrá Lloyd’s," sagði siglingamálastjóri. Eins og fram hefur komið hafa fleiri mál af þessu tagi komið til kasta dómstóla. Auk skipstjórans á Einari Benediktssyni var skip- stjóri Sjóla RE sýknaður í Hafn- arfirði fyrr á þessu ári og nýlega voru skipstjórar Skipaskaga AK og Hafarnarins GK dæmdir á Akranesi og í Keflavík. Deilt er um raunverulega vélarorku þess- ara skipa. Þórður Björnsson, ríkis- saksóknari, sagðist ekkert vilja geta sér til um hvort væntanlegur Hæstaréttardómur muni hafa for- dæmisgildi. Benedikt Blöndal sagðist telja að dómur Hæstarétt- ar gæti haft fordæmisgildi ef rétt- urinn telur skipstjórann sekan. upp 15 málverk og sést hann á myndinni hjá nokkrum þeirra. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9.00—18.00 og laugardaga frá kl. 9.00—12.00. Sýningarskrá liggur frammi í stofunni. Málverkasýning í Hárbæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.