Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 1
48 SlÐUR MEÐ 8 SlÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 48. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kafbátaleitin aldrei ákaíári Sjóherinn hyggst beita marksæknum tundurskeytum Stokkhólmi, 27. febrúar. AP. SÆNSKIR hermenn vörpuðu í dag handsprengjum í sjóinn og skutu af vélbyssum í leitinni að ókunna kafbátnum við Karlskrona, sem hefur staðið í 18 daga og er nú ákafari en nokkru sinni fyrr. „Leitinni er haldið áfram af full- um krafti," sagði Jan-Ake Berg, talsmaður sænska varnarmála- ráðuneytisins. „Við verðum reglu- lega varir við eitthvað í sjónum hér, sem þar á ekki að vera, og munum því halda áfram." Nokkra furðu vakti þegar sænsku hermennirnir sáust skjóta af vélbyssum í sjóinn og kasta á hann handsprengjum en að sögn talsmannsins var það gert til að verja mannvirki, sem sænski sjóherinn hefur á þessum slóðum til að verjast kafbátum. Berg staðfesti fréttir um að sést hefði til ókunnra kafara og sagði jafnframt, að líklega væri þarna á ferð sérstök sveit, nokkrir dverg- kafbátar, kafarar og móðurkafbát- ur, sem biði fyrir utan. „Við getum jafnvel ekki útilokað aðstoðarmenn á landi," sagði Berg. Sænski sjóherinn hefur nú orðið sér úti um marksækin tundurskeyti og er talið, að þeim eigi að beita gegn móðurkafbátnum ef áhöfn hans reynir að koma dvergkafbátn- um eða -bátunum til aðstoðar. Leit- in er sem áður segir mjög áköf og telja sumir, að stórra tíðinda kunni nú að vera að vænta. Þegar sovéskur kafbátur strand- aði í sænska skerjagarðinum fyrir tveimur árum hét Olof Palme, for- sætisráðherra, því, að sænskt land og lögsaga skyldu „varin með öllum ráðum. Við munum sökkva erlend- um kafbáti, sem rýfur lögsöguna, ef nauðsynlegt þykir". Þegar örygg- ismálaráðstefna Evrópu var sett í Stokkhólmi í fyrra mánuði hitti Palme Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, að máli og sagði hann eftir fundinn, að Gromyko hefði fullvissað sig um, að Sovét- menn myndu sýna fullveldi Svía fulla virðingu. Blóðugir bardagar geisa nú í Persaflóa- stríðinu og mannfallið gífurlegt á báða bóga. Þessi mynd er af írönskum her- mönnum á gúmbátum einhvers staðar á ófriðarsvæðinu og yfír höfðum þeirra sveima þyrlur. Aðrar upplýsingar fylgdu ekki. AP n Iraskar orrustuvélar ráðast á Kharg-eyju Nikósíu, 27. rebrúar. AP. ÍRASKAR orrustuvélar gerðu í dag árás á olíuskip við Kharg-eyju, helstu olíuútflutningshöfn írana, samtímis því sem harðar orrustur voru háðar og barist jafnt á landi sem í lofti. Breska blaðið Observer hefur það eftir heimildum, að íranir hafi dregið saman mikið til úrslita- sóknar gegn írökum. Talsmaður íraska herráðsins Þing Norðurlandaráðs sett í Stokkhóhni f gær: Atvinnuleysismál- in ofarlega á baugi Stokkhólmi, 27. febrúar. Frá fréttarit- ara Morgunblaósins, Magnúsi Sigurðssyni. ÞING Norðurlandaráðs hófst hér í Stokkhólmi í morgun. Frú Karin Söder í forsæti ráðsins setti þingið með ræðu, þar sem hún bauð gesti velkomna, en sagði síðan: „Tengsl- in milli Norðurlandanna eru arfur sögunnar. Með tilliti til þeirra takmarkalausu möguleika, sem tækni nútímans felur f sér, þá verðum við að leggja enn meira kapp en nokkru sinni fyrr á að rækta og varðveita sameiginlega menningu okkar." í ræðu sinni fjallaði frú Söder mikið um atvinnuleysið og sagði að horfur væru á að 900.000 manns á Norðurlöndum yrðu án atvinnu á þessu ári. Bitnaði þetta ekki sízt á unga fólkinu. I hinum almennu umræðum þingsins í dag urðu margir til þess að taka í sama streng og frú Söder og gagnrýna það, hve haldlítil norræn samvinna hefði reynzt á þessu sviði. Á síðasta þingi Norðurlandaráðs var ráð- herranefndinni falið að gera áætlun um ráðstafanir gegn at- vinnuleysinu. Finnst mörgum fulltrúum að í þessa skýrslu vanti ákveðnar aðgerðir hér á þingi Norðurlandaráðs til úrbóta Myndin var tekin f gær þegar þing Norðurlandaráðs var sett f húsakynn- um sænska þingsins í Stokkhólmi. Þetta er 32. þing Norðurlandaráðs frá upphafi. Presscns Bild. í stað fagurra fyrirheita. Skýrsla svonefndrar fimm manna-nefndar var einnig tals- vert til umræðu hér í dag. Nefnd þessi var á sínum tíma stofnuð til þess að endurskoða störf Norðurlandaráðs og koma með tillögur til úrbóta, þar sem það ætti við. Hefur nefnd þessi.lagt til, að menningarfjárlög Norður- landaráðs verði sameinuð hinum almennu fjárlögum ráðsins. Til- laga þessi hefur hins vegar sætt talsverðri gagnrýni. Kom fram sá ótti, að með þessu kynnu of mikil völd að færast í hendur að- alritarans og þá yrðu möguleik- ar einstakra þingmanna til þess að hafa áhrif á gang mála minni en áður. í almennu umræðunum í dag fluttu 3 íslendingar ræður og voru það Páll Pétursson, for- maður íslenzku sendinefndar- innar, Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra og Eiður Guðnason. Almennu umræðun- um verður haldið áfram aftur á morgun, þriðjudag, en fjöldi manna er enn á mælendaskrá. Sjá frétt frá Norðurlanda- ráði á bls. 16. tilkynnti í dag, að íraskar orrustu- flugvélar hefðu gert árásir á olíu- skip við Kharg-eyju en sagði ekk- ert um hverrar þjóðar skipin hefðu verið. Sagði hann árásirnar upphafið að aðgerðum til að koma í veg fyrir olíuviðskipti írana. ír- anir hafa ekkert sagt um þessar árásir nú en þeir hafa áður hótað því að hefna slíkra árása með því að loka Hormuz-sundi. Gífurlega harðir bardagar hafa geisað í allan dag við þjóðveginn milli borganna Bagdad og Basra og segja Trakar vígvöllinn þakinn líkum íranskra hermanna. íranir hafa sömu sögu að segja nema hvað þeir snúa mannfallinu upp á Iraka. Lundúnablaðið The Observer hefur það eftir ónefndum leyni- þjónustumönnum, að íranir séu nú tilbúnir til að beita nýjum her- afla 300.000 manna í lokasókninni gegn írökum. Yrði henni beint gegn borginni Basra, helstu olíu- útflutningshöfn íraka, og þjóðveg- inum til hennar en um hann fara mestallir hergagna- og liðsflutn- ingar íraka. Beirút: Aðeins franska gæsluliðið eftir Beirút, Amman, 27. febrúar. AP. SÍÐUSTU bandarísku gæsluliðarnir voru í gær fluttir frá Beirút en áður höfðu Bretar og ítalir flutt sína menn um borð í skip úti fyrir ströndinni. Eru þá ekki aðrir eftir en Frakkar, sem sýna ekki á sér neitt fararsnið. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, er nú í Amman þar sem hann á viðræður við Hussein, Jórdaníukonung. í gær, sunnudag, var lokið við að flytja bandarísku gæsluliðana um borð í herskip úti fyrir ströndinni að undanskildum 100 mönnum, sem gæta bandaríska sendiráðsins í Beirút, og 80 hernaðarráðgjöfum, sem eru líbanska stjórnarhernum til aðstoðar. Bretar og ítalir hafa flutt allt sitt lið frá borginni en þess sjást engin merki enn, að Frakkar ætli að draga sitt lið á braut. Kristnir menn og múhameðs- trúar börðust í allan gærdag og fram á nótt. Saudi-Arabar komu á vopnahléi sl. föstudag en það stóð aðeins í tvær stundir. Síðan hafa 26 óbreyttir borgarar fallið í kúlnahríðinni og 90 særst. 1 gær skutu Bandaríkjamenn af byssum New Jersey á víghreiður Sýrlend- inga í fjöllunum fyrir austan Beir- út en þeir síðarnefndu höfðu þá nokkru áður skotið að bandarískri könnunarflugvél. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, á nú í viðræðum við Hussein Jórd- aníukonung um samvinnu og sam- eiginlega stefnu Palestínumanna og Jórdaníumanna í málefnum palestínsku þjóðarinnar. Hermt er, að þeir muni taka upp þráðinn „þar sem frá var horfið í apríl sl.“ en þess ekki getið hvort rætt verð- ur um áætlun Reagans, Banda- ríkjaforseta, um frið í Miðaustur- löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.