Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Islenzk
listkynninglE
Iceland
Crudble
Það hefur vafalítið ekki farið
fram hjá neinum, að um þessar
mundir er í gangi viðamikil
kynning á íslenzkum iista-
mönnum á Kjarvalsstöðum er
nefnist „Iceland Crucible". Nafn-
ið er svo sem segir: „samheiti á
fjölþættri kynningu á gróandan-
um í nútímalistum íslendinga",
sem Hilda hf. og bókaútgáfan
Vaka standa að.
Gefið hefur verið út mikið rit
með myndum og upplýsingum
um listamenn allra listgreina
auk umfjöllunar um þróunina í
hverri listgrein fyrir sig og hefur
Sigurður A. Magnússon rithöf-
undur ritað bókina, Vladimir
Sichov tekið ljósmyndirnar og
Torfi Jónsson séð um útlitshönn-
un, letur og uppsetningu.
Framtakið er öðru fremur ætl-
að að vera kynning á íslenzkri
nútimalist á erlendum vettvangi
og því eru textar bókarinnar á
ensku í upprunalegri útgáfu.
Auk þessa hefur verið gerð
kvikmynd, er á að fjalla um
grósku íslenzkra lista í nútíman-
um og er gerð af tveim kunnum
bandarískum kvikmyndagerðar-
mönnum þeim Hal ('albom og
Phil Davies.
Hér mun ég lítillega fjalla um
hvern þátt fyrir sig en kynningin
er svo viðtæk að helst þyrfti sér-
staka grein um einstaka þætti
svo vel væri en á því eru ekki tök
að sinni. Sýningin er sett upp á
óheppilegum árstíma er mynd-
listarrýnendur halda helst að sér
höndunum, og miðað við umfang
hennar hefði hún þurft að
standa helmingi lengur. Það tek-
ur tíma að melta þetta allt og
gera því rétt skil en að sjálf-
sögðu heldur umræðan um ein-
staka þætti sýningarinnar
áfram og þar hefur hún góða
sérstöðu.
Þetta er griðarmikið fyrirtæki
og má vera rétt, að kynningin sé
einstök í umfangi sínu en hins
vegar eru hliðstæðar kynningar
einstakra listgreina ekkert ný-
næmi í heiminum — langt í frá.
Bókin
Bókin, sem ber heitið „Iceland
Crucible, A Modern Artistic
Renaissance", er mikið rit og
veglegt, nær 200 síður og í all-
stóru broti. Texta hennar samdi
Sigurður A. Magnússon, svo sem
fyrr segir og rekur hann í
knöppu máli þróun og helstu af-
rek hverrar listgreinar fyrir sig
frá öndverðu fram á þennan dag.
Hvað myndlist snertir hafði
hann sér til glöggvunar listasögu
Björns Th. Björnssonar en helsti
heimildarmaður síðasta aldar-
fjórðung var Aðalsteinn Ingólfs-
son.
Öll heimildasöfnun í slíkt rit
er hið viðkvæmasta mál og ekki
síst þegar tekið er tillit til þess,
að ekki liggur ennþá frammi
nein nútímalistasaga né ítarleg
samantekt á þróun íslenzkrar
myndlistar sl. aldarfjórðung. En
þó vantar ekki, að nóg sé til af
hlutdrægum heimildum í brota-
brotum hér og þar. Svo ég tíni
hér eitthvað aðfinnsluvert til,
svo sem ég þekki best, þá skil ég
ekki af hverju nöfn okkar Guð-
mundar Erró eru ekki nefnd
meðal þeirra er komu með er-
lend áhrif í malnum að utan á
sjötta áratugnum! Báðir héldum
við stórar sýningar í Lista-
mannaskálanum er mikla at-
hygli vöktu. Þá hélt ég og engin
námskeið í MHÍ (Myndlista- og
handíðaskóla íslands) árið 1958
enda var ég þá í Þýskalandi.
Hins vegar kenndi ég fyrstur
manna hérlendis listgrafík í
samfelldri kennslu 1956—58 og
hélt á því tímabili ekkert nám-
skeið. Uppúr 1960 setti ég svo
upp litógrafískt verkstæði við
skólann og kenndi jafnframt
dúkskurð og tréristu. Það voru
svo að meginhluta nemendur
mínir sem endurreistu félagið
„Islenzk grafík“ árið 1969 enda
þá orðnir nógu margir starfandi
grafíkerar á landinu til að
mynda félag. Gamla félagið var
óstarfhæft vegna þess að nær
ekkert var unnið að grafík um
árabil og að sjálfsögðu hafði ég
lítinn áhuga á að stofna sérfélag
í kringum mig einan. Það er hið
ieiðinlegasta mál, að þurfa að
leiðrétta slíka hluti og manni er
lítt skiljanlegt hvernig slíkt get-
ur átt sér stað. En hvers vegna
ekki að leita til þeirra er ótví-
rætt gátu gefið greinarbestu
upplýsingarnar hér?
Annað, sem ég tók eftir í text-
anum, er, að ofgnótt er af lýs-
ingarorðum. Hér ber að fara
með varúð og halda sér innan
hæfilegra marka hlutlausra upp-
lýsinga en að láta aðra um að
álykta, dæma og hrífast. Þá eiga
sérskoðanir um þróunina ekki
heima í slíku riti en hafa fullt
gildi og reisn í allri opinni um-
ræðu.
Að öðru leyti er textinn hinn
skilmerkilegasti og gefur drjúg-
ar upplýsingar um íslenzka
myndlist og þannig séð er bókin
mikilsvert framleg til kynningar
á íslenzkri nútímalist erlendis.
Mikil prýði er að ljósmyndun-
um í bókinni en hér hefðu örfáar
myndir af myndlistarverkum
aukið á fjölbreytnina og gert
kaflann áhugaverðari. Útlits-
hönnun bókarinnar er hin
smekklegasta.
Ljósmyndirnar
Það mun vera alveg rétt, að
Ijósmyndasýningin á Kjarvals-
stöðum sé stærsta, fjölbreyti-
legasta og „listrænasta" manna-
myndasýning sem nokkurn tím-
an hefur verið efnt til hérlendis.
Það á í öllu falli við í þessu sér-
staka formi. En við megum ekki
gleyma Kaldal í þessu dæmi og
sérstöðu hans, en hann var
hreinn „portrett“-ljósmyndari.
Vladimir Sichov er frábær
Ijósmyndari og á það jafnt við í
svart-hvítu sem í lit — hann
mun að vísu sagður þekktastur
fyrir svart-hvítar myndir sínar
en ekki gat ég séð að litskyggnur
hans gæfu Ijósmyndunum á
veggjunum neitt eftir. Það
margborgar sig að horfa á allar
fimm myndaraðirnar því að inn-
an um eru hreinustu perlur og
væri það allt eins efni í nýja bók
að velja hér þær listrænustu úr.
Sú bók yrði listaverk í sjálfri sér.
Á kynningunni eru 330 ljós-
myndir af um 170 íslenzkum
listamönnum þ.e. 2—3 af hverj-
um en í flestum tilvikum einung-
is 2. Af þessum 330 Ijósmyndum
voru svo um 170 valdar í bókina
og hefur það yfirleitt tekist vel
en þó þykir mér persónulega sem
karakter einstakra listamanna,
sem ég þekki mjög vel til, komi
betur fram í þeim myndum á
sýningunni er ekki eru í bókinni.
Nokkrar mjög sérvizkulega
teknar myndir þar sem brugðið
er á sprell þykja mér ekki bók-
arprýði þótt þær geti verið ágæt-
ar einar og sér. Þessi myndataka
af íslenzkum listamönnum er
mikil umbylting frá því sem áð-
ur var því að varla er hægt að
segja að til sé mikið úrval list-
rænna mynda af okkar eldri og
yngri listamönnum nema í ein-
staka tilfelli. Eðlilega vantar hér
mörg andlit, en ekki er ég fær
um að dæma um það hverjir
hafa gleymst, þar sem að nokkr-
ir vildu ekki láta taka af sér
myndir, einhverra hluta vegna.
Það á þó væntanlega eftir að
koma betur fram, hverjir hafa
gleymst, þekki maður landa sina
rétt.
Víst er að Vladimir Sichov
hefur hér gert stóra og mikla
hluti.
Kvikmyndin
Ekki get ég séð að kvikmyndin
gefi góða hugmynd um grósku
íslenzkra lista í nútímanum. Til
þess sýnir hún alltof lítið af því
hvað er að gerast og hér er alltof
mikið um endurtekningar og
listræn skot, sem missa marks.
Þá er eins og einhver grámóða sé
yfir myndinni allri — andlit eru
stundum í of miklum skugga eða
hins vegar oflýst — enn önnur
atriði eru nær alveg í myrkri.
Hér er líkast sem kvikmynda-
gerðarmennirnir þeir Hal Calb-
om og Phil Davies hafi sprengt
sig í viðleitni sinni við að gera
„listræna" mynd því að mikill
hluti myndarinnar fer í að sýna
atriði í þeim fókus, er kemur ís-
lenzkri list næsta lítið við. Ég
get ekki annað en sagt það álit
mitt, að ég varð fyrir miklum
vonbrigðum með kvikmyndina
hreint sjónrænt séð.
Lokaorð
Á því er ekki hinn minnsti
vafi, að kynning sem slík á full-
an rétt á sér og hefur mikla þýð-
ingu fyrir íslenzka list og mennt
í nútíð og framtíð. En þar sem
farið var að nokkru út í sagn-
fræðilega úttekt hefðu vinnu-
brögðin mátt vera nákvæmari og
skipulegri. Þó má í ýmsu bæta
komi til endurútgáfu bókarinn-
ar.
Framtakið í heild er einstakt
og vert allrar athygli.
<fflJPDIjI> TYPAR nýlousnógömlumvondo
TYPAR síudúkur frá Du Pont er níósterkur
jarðvegsdúkur ofinn úr polypropylene.
Hann er léttur og mjög meófærilegur.
TYPAR sludúkur leysir alls konar jarðvatns-
vandamál.
TYPAR er notaóur í ríkum mæli í stærri verk-
um svo sem í vegageró, hafnargeró og
^stíflugeró.
TYPAR síudúkur er ódýr lausn á jaróvatns-
vandamálum viö ræsalagnir við hús-
byggingar, lóöaframkvæmdir, íþrótta-
^svæöi o.s.frv.
TYPAR síudúkur dregur úr kostnaói við jaró-
vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf
og stuólar aö því, aö annars ónýtan-
legan jarðveg megi nota. Dúkurinn
kemur sérstaklega vel að notum í
ódýrri vegagerð, hann dregur úr aur-
bleytu í vegum þar sem dúkurinn að-
skilur malarburóarlagió og vatnsmett-
að moldar- eða leirblandaðan jaróveg.
Notkun dúksins dregur úr kostnaði
við vegi, „sem ekkert mega kosta”, en
leggja veröur, svo sem að sveitabýl-
0um, sumarbústööum o.s.frv.
TYPAR er fáanlegur í mörgum geröum, sem
hver hentartil sinna ákveðnu nota.
(ÉW&GJ
Síðumúla 32 Sími 38000
TYPAR®
skrásett vörumerki Du Pont
StykkLshólmur:
Holurnar
óteljandi eins
og eyjarnar
í Breiðafirði
StykkÍHhólmi 21. jálí.
FYRIR tveim árum var vegarkafli
frá veginum fyrir ofan Stykkishólm,
þ.e. 6—7 km vegur, bundinn var-
anlegu slitlagi. Ekki var þetta slit-
lag búió að vera lengi þegar holur
komust í það og var þá í fyrrahaust
hafíst handa um að fylla þær og
stóð Vegagerðin þar að verki. En
það var með þessar holur eins og
eyjarnar á Breiðafírði, að þær voru
óteljanlegar.
í vetur og fram til þessa dags
hafa nýjar holur myndast í þenn-
an sama veg og miklu fleiri og
verri en áður og má mildi heita
að ekki hafa orðið slys við akstur
þegar um veginn hefir verið farið.
Enn á ný hefir vegurinn verið
holufylltur og eins og sjá má af
myndunum hefir skemmd þessi í
veginum ekki verið lítil. Margir
eru að velta því fyrir sér hvort
ekki verði fyrr eða siðar að setja
nýtt slitlag á þennan vegarkafla.
Vonandi þarf þess ekki en það er
annað en gaman að þurfa að bæta
veginn á hverju ári.
Árni