Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 27 Minning: Sigurður Greips- son í Haukadal Faeddur 22. ágúst 1897 Dáinn 19. júlí 1985 Á fögrum sumarmorgni berast þær fréttir að látinn sé einn merkasti sonur þessarar sveitar og elsti íbúi Biskupstungna, Sig- urður í Haukada! nær 88 ára. Um hálfs árs skeið hafði hann dvalið í sjúkrahúsi Suðurlands. Smátt og smátt dró af þessu mikla þrek- menni sem svo lengi hafði staðið óbugaður þó sjúkdómar og annað mótlæti sæktu hann heim. Að lok- um kom þó hið mikla fall, glímu- maðurinn mikli hné í valinn. Löng var hans glíma því oft var hart glímt og ávallt til sigurs. Vinum sínum sagði Sigurður að hart skyldi hann glíma við elli kerlingu eins og Útgarðar-Loki forðum, en enn hafði hún sigur. Sigurður var Tungnamaður í báðar ættir, faðir hans var Greip- ur Sigurðsson bóndi í Haukadal, er tók við búi af föður sínum þar, Sigurði Pálssyni, en móðir hans var Katrín Guðmundsdóttir frá Stóra-Fljóti. Sigurður var yngstur átta systkina, hin voru Ketill, fæddur 1882. Jóhanna, fædd 1884. Katrín, fædd 1887. Þórunn, fædd 1888. Þóra, fædd 1889. Sigríður, fædd 1891 og Guðbjörg, fædd 1893. Sigurður naut ekki föður síns lengi, því hann lést árið 1910 er Sigurður var aðeins 13 ára. Bjó móðir hans síðan með börnum sín- um í tvö ár þar til dóttir hennar Guðbjörg og maður hennar Krist- ján taka við jörðinni og búa í Haukadal uns þau flytja að Felli hér í sveit 1929. Sigurður var bráðþroska bæði til líkama og sál- ar, margir atburðir gerðust á þessum árum er seinna áttu eftir að hafa sterk áhrif á hinn unga svein. Hann minntist konunga- komunnar að Geysi 1907 sem sér- staks atburðar með stórmennið Hannes Hafstein í broddi fylk- ingar. Þá voru byggð tvö hús á hverasvæðinu, annað fyrir Friðrik VIII en hitt undir dönsku þing- mennina og fylgdarmenn þeirra. Ári seinna er stofnað Ungmenna- félag Biskupstungna. Gekkst Ungmennafélagið fljótt fyrir ár- legum skemmtunum við Geysi en árið áður en Ungmennafélagið hafði verið stofnað, var stofnað til glímufélags af ungum mönnum sem æfðu fslenska glímu, hét fé- lagið Teitur. Þar steig Sigurður sín fyrstu glímuspor og tók þátt í kappglímu aðeins 13 ára gamall. Árið 1914 hóf Sigurður nám í Flensborgarskóla og var þar í tvö ár. Þar kynntist Sigurður Bjarna Bjarnasyni, seinna skólastjóra á Laugarvatni. Bjarni var þá orðinn frægur glímukappi. Hjá Bjarna lærði Sigurður mikið í glímu og minntist þess oft. 1916 fer hann svo í Hólaskóla og lýkur þaðan prófi næsta vor. Er síðan við barnakennslu hér í Tungunum i tvö ár en í kaupavinnu á sumrin. Vorið 1919 fer Sigurður til Noregs og síðan í lýðháskólann í Voss næsta vetur, en þar réði þá ríkjum Lars Eskeland, kunnur skólamað- ur. Sigurður kom heim 1920 og vann við landbúnaðarstörf, lengst á Torfastöðum hjá séra Eiríki og Sigurlaugu. Árið 1922 verður Sig- urður glímukóngur fslands og heldur þeirri tign næstu fimm ár- in. Fór hann þá tvisvar í sýningar- ferðalag með glímuflokkum til Norðurlandanna. Á því ferðalagi kynntist hann Niels Bukh og íþróttaskóla hans á Ollerup. Þau kynni leiddu til þess að Sigurður innritaðist í skólann og lauk það- an íþróttakennaraprófi. Hafði hann þá þegar mjög í huga að endurreisa hinn forna Haukadals- skóla en fékk daufar undirtektir hjá ráðamönnum. Sigurður var ekki fyrir að gefast upp, varð hon- um þá að happi að hafa kynnst Jóhannesi Reykdal iðnrekanda í Hafnarfirði. Með bjartsýnina að vopni og hjálpsemi Jóhannesar hóf Sigurður að byggja hús er vera skyldi skólahús á veturna en veit- ingahús á sumrin. Húsinu valdi hann stað neðst á hverasvæðinu á Geysi, það átti síðan eftir að vera hans heimili æ síðan. Húsið var nærri fullbúið fyrsta nóvember 1927 er skólinn tók til starfa. Þann fyrsta vetur voru nemendur 12. Spurðist síðan fljótt út hróður skólans, var hann jafn- an fullsetinn þau liðlega 44 ár er hann starfaði. Sigurður kenndi alla tíð íslenska glímu sem var hans eftirlætis íþrótt. Margir nemendur hans áttu síðan eftir að verða glímukóngar og forystu- menn í ungmenna- og æskulýðs- málum vítt og breitt um landið og ekki að undra að úr hópi 800 nem- enda komu margir afreksmenn á flestum sviðum þjóðmála. Ávallt hafði Sigurður með sér fastan kennara er kenndi almennt bók- legt nám. Má því segja að Hauka- dalsskólinn hafi verið lýðháskóli, enda fyrirmyndin sótt til lýðhá- skólans sem Sigurður hafði numið við. Sigurður hafði verið erindreki Ungmennafélags tslands. Kynnt- ist hann í því starfi fjölda fólks vítt um landið, minntist hann þess oft er hann fór fótgangandi vestur á Vestfirði, sveit úr sveit. Hélt hann þá marga fundi sem voru vel sóttir, enda Sigurður þá orðinn frægur íþróttamaður. Fýsti fólk að sjá þennan kappa sem ekki ein- ungis gat lagt menn að velli í glímu heldur líka með eldmóði sínum í ræðumennsku um líkams- rækt og að boða sjálfstæðis- stefnuna sem Ungmennafélögin höfðu tekið á stefnuskrá sína. Með skólastarfinu sinnti Sigurður áfram umbóta- og uppbygginga- stefnu í æskulýðs- og íþróttamál- um er leiddi til þess að hann var árið 1922 kjörinn formaður Hér- aðssambandsins Skarphéðins. Var hann síðan formaður óslitið í 43 ár er hann lét að eigin ósk af því starfi, en var kjörinn heiðursfor- seti Skarphéðins. Árið 1940 hafði Sigurður forystu um að landsmót Ungmennafélaganna voru endur- vakin. Var mótið 1940 haldið í Haukadal við mikla ánægju móts- gesta sem leiddi til þess að þessi mikli íþróttaviðburður á lands- byggðinni hefur síðan blómgast Ungmennafélagshreyfingunni til sóma. Á öllum þeim landsmótum sem haldin hafa verið síðan hefur Sigurður mætt, og oftar en nokkur annar tekið við forsetabikarnum er sigurlið landsmótsins hlýtur. Á þeim stóru stundum sáum við hin- ir óbreyttu liðsmenn hans að hinn mikli foringi skipaði svo sínu liði að var sem ósigrandi her. í öllu þessu mikla lífsstarfi naut Sigurð- ur þess að hafa sér við hlið stóran hóp afburðamanna, sem stóðu svo þétt að foringja sínum að mörg stórmót sem þurfti að leggja mikla vinnu í urðu honum sannir hamingjudagar og ekki síst er hann hitti aftur skólasveina sína á glímumótum, þá sá hann að árangur erfiðis síns hafði borið ávöxt. Sigurður hélt áfram uppbygg- ingunni við skólahúsið smátt og smátt. 1947 lauk hann við að reisa nýjan íþróttasal sem var á þeim tíma einn fullkomnasti og glæsi- legasti íþróttasalur landsins. Er salurinn var vígður var haldin þar Íslandsglíman Sigurði til heiðurs, en þá hélt hann jafnframt upp á fimmtugsafmæli sitt. Sú mikla íþróttahátíð er undirrituðum minnisstæð. Þá var lífssól Sigurð- ar í hásuðri og hann hylltur af sveitungum, nemendum og for- svarsmönnum íþrótta- og ung- mennahreyfingarinnar í landinu. Sigurður tók við öllum búsforráð- um í Haukadal 1929. Með skólan- um rak hann jafnframt stórbú enda jörðin kostagóð. Hann hóf snemma ylrækt og móttöku á ferðafólki, draumur hans um hinn mikla umsvifamann hafði ræst, en margs þarf búið við, mikla fyrir- hyggju þurfti til áður en samgöng- ur komust í lag, með aðdrætti í öll þau umsvif, þar naut Sigurður sín, að sigrast á erfiðleikunum, að taka þá fangbrögðum það var hinu hrausta ofurmenni nautn. Árið 1938 seldi Sigurður norsk- um manni, Kristjáni Kirk, skóg- lendi Haukadals. Kristján gaf Skógræktinni landið síðan til skógræktar. Margt kom til að til svo örlagaríkra ráðstafana var gripið. Skógrækt hafði verið eitt af aðalhvatamálum Ungmennafé- lagshreyfingarinnar og eins að mikið sandfok af Haukadalsheiði herjaði á austurhliðar skóglendis- ins en með friðun var von að snúa vörn í sókn. Hefur nú bráðum í hálfa öld verið unnið að skógrækt- inni með glæsilegum árangri. Árið 1963 hóf síðan Sandgræðsla ríkis- ins í samráði við Sigurð að græða upp uppblásturinn sem var geig- vænlegur. Hefur það starf gengið framar öllum vonum, má segja að uppblásturinn á gróðurlendinu sé stöðvaður, þannig sá Sigurður þann draum sinn rætast, enn hafði ein glíman unnist, skógar- hlíðum Haukadals hafði verið bjargað frá að eyðast af upp- blæstri ef ekkert hefði verið aö gert. Snjallir herforingjar hörfa stundum með lið sitt, það er ekki til að gefast upp heldur til að fylkja liði og tala kjark í mann- skapinn, síðan skal ráðist á óvin- inn af hörku. Þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Árið 1932 gekk hann að eiga Sigrúnu Bjarnadóttur frá Bóli hér í sveit, bjuggu þau saman þar til Sigrún lést 10. ágúst 1979. Sigrún var fjölhæf sæmdarkona sem stóð alla tíð með miklum sóma og myndarbrag á hinu stóra heimili í Haukadal. Þeim hjónum var 6 barna auðið, misstu tvö á unga aldri en upp komust Bjarni, fædd- ur 1935, bílstjóri í Reykjavfk, kona hans er Guðrún Soffía Jónsdóttir; Greipur, fæddur 1938, bóndi og landgræðsluvörður í Haukadal, kona hans er Kristín Sigurðar- dóttir; Þórir, fæddur 1939, bóndi og íþróttakennari í Haukadal, kona hans er Þórey Jónasdóttir; Már, fæddur 1945, íþróttakennari á Laugalandi í Holtum, kona hans er Sigríður Vilhjálmsdóttir. Alls eru barnabörnin 11 og barna- barnabörnin 3. Siguröur tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum sveitar sinnar. Var hann lengi í sveitarstjórn og skólanefnd. Sótti ýmsa bænda- fundi um lengri og skemmri veg, lét hann jafnan til sín taka í um- ræðum, var rómmikill og rökfast- ur og hitnaði í hamsi er menn deildu um leiðir, var þá stundum sem Geysir gysi, slík var mælska hans og harðfylgi, en er fundi lauk var hann jafnan með bros á vör. Á þeim 44 árum sem hann stjórnaði Skarphéðinsþingum flutti hann jafnan skýrslu sína af þeim skör- ungsskap sem honum einum var lagið. Var þá að jafnaði lagður grunnur undir starfið á komandi ári, það starf skilaði sér siðan í velgengni íþróttafólks Skarphéð- ins. Um langa hríð voru héraðs- mót Skarphéðins sem jafnan voru haldin á Þjórsártúni, ein stærsta hátið á hverju sumri. Þaðan munu allir Sunnlendingar sem komnir eru á miðjan aldur minnast Sig- urðar. Hápunktur Þjórsártúns- mótanna var afmælismótið 1950. Þá stjórnaði Sigurður 70 manna bændaglímu, hefur ekki fyrr né síðar slíkt fjölmenni gengist til glímu á einum velli og flestir læri- sveinar Sigurðar. Sigurður var einstaklega skemmtilegur ferðafélagi, hvar sem hann fór var hann sem ná- kunnugur væri, fjölminnugur á forna og nýja hiuti en fornmenn- irnir áttu þó alla tíð stór itök í huga hans. Oft sagði hann að hann hefði barist með þeim í huganum, og jafnan í liði Haukdæla og mun- að hefði um minni mann. Eftir að Sigurður missti konu sína fór að halla undan fæti, naut hann þá umönnunar sona sinna og tengdadætra þó helst vildi hann standa á eigin fótum. Stóð hann fyrir hótelrekstri fram á hin síð- ustu ár, en hótelreksturinn hafði hann alla tíð á hendi frá því hann byggði sitt fyrsta íþróttahús. Sigurður var sæmdur riddara- krossi fálkaorðunnar 1959, gerður að heiðursfélaga íþróttasambands fslands, Ungmennafélags íslands og Glimusambands íslands. Með því vildi íþróttahreyfingin sýna honum sóma og þakkir fyrir lang- an starfsdag að þessum málum. Á síðasta vetri varð eldur laus í íbúð Sigurðar. Brann þá allt innbú hans og persónulegir munir, þó missirinn væri sár stóð hinn aldni höfðingi það af sér af karl- mennsku, en smátt og smátt seig til þess er verða vildi. Og nú er snúið aftur heim til Haukadals á vit feðranna, þar hafa ótrúlega mörg göfugmenni orðið til. Ég kveð þennan velgjörðarmann minn með virðingu og þökk og bið honum blessunar guðs. Björn Sigurðsson, Úthlíð Kvedja frá íþrótta- sambandi íslands Við fráfall Sigurðar Greipsson- ar í Haukadal er horfinn af sjón- arsviðinu einn af frumherjum íþróttastarfseminnar á fslandi, óþrjótandi hugsjóna- og dugnað- armaður, sem lagði sig fram í ára- tugi um að efla áhuga og þátttöku fóíks í íþróttastarfi, og þá ekki síst meðal ungs fólks. Starfræksla íþróttaskóla hans í Haukadal í meira en 4 áratugi er einstakur kafli í íþróttasögu landsins. Sigurði Greipssyni voru falin ótal mörg trúnaðarstörf á vegum Ungmenna- og íþróttahreyfingar- innar, m.a. var hann formaður Héraðssambandsins Skarphéðins í 44 ár. Við minnumst veru hans á íþróttaþingum og fundum í marga áratugi, hans mikla áhuga og hug- sjónaelds, er lýsti mörgum fram á veginn. Sigurður Greipsson var heiðurs- félagi íþróttasambands fslands. Um leið og við minnumst þessa merka og dugmikla íþróttafröm- uðar sendum við aðstandendum hans einlægar samúðarkveðjur. Framkvæmdastjórn ÍSÍ Sigurður Greipsson, fyrrum bóndi og skólastjóri í Haukadal í Biskupstungum, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 19. júlí sl. 87 ára gamall. Sigurður hafði dvaliö í sjúkra- húsinu í rúma sex mánuði, eða frá 5. janúar sl., þegar íbúð hans í Haukadal brann ofan af honum, og þar með flestar persónulegar eigur hans og íþróttaskólans, sem Sigurður starfrækti í rúm fjörutíu ár. Með Sigurði Greipssyni er fall- inn frá einn af svipmestu leiðtog- um íþrótta- og æskulýðsstarfs á fslandi á þessari öld. Hann var mjög góður glímu- maður á sínum yngri árum, og tók meðal annars þátt í tveimur sýn- ingarferðum úrvals-glímumanna, til Noregs 1925 og til Danmerkur 1926, þá var Sigurður Greipsson glímukappi (glímukóngur) fslands samfellt í fimm ár, frá 1922 til 1927. Sigurður var formaðúr Héraðs- sambandsins Skarphéðins i 44 ár, frá 1922 til 1966, og heiðursfor- maður frá þeim tíma til dauða- dags. Þá átti Sigurður sæti í stjórn UMFÍ í nokkur ár, og var kjörinn heiðursfélagi í Ungmennafélagi íslands, fþróttasambandi fslands og Glímusambandi íslands. Auk þess gegndi Sigurður ýmsum trún- aðarstörfum öðrum fyrir ung- menna- og iþróttahreyfinguna í landinu, og sömuleiðis fyrir sveit sína og hérað. Sigurður Greipsson var mann- ræktarmaður mikill og íslenskast- ur allra Slendinga sem ég hefi kynnst. Hann var mikill að vall- arsýn, skarpleitur og mikill per- sónuleiki, sem átti það til að gjósa, (líkt og Geysir nágranni hans í Haukadal) en var jafnan fús til sátta þegar er goshrinunni lauk. Sigurður var víðlesinn, sögufróður ^ og afburða fræðari. Allt til hinstu stundar fylgdist hann vel með og tók lengst af virkan þátt í allri þjóðmálaumræðu. Hann var einn eftirminnilegasti ræðumaður sinnar samtíðar, og fóru þar sam- an mikil víðsýni, skýr hugsun og síðast en ekki sist hnitmiðuð og meitluð framsetning hins talaða orðs. Sigurður hafði mjög gaman af því að ræða pólitík og kunni vel að meta mannkostamenn á þeim vettvangi, en var þó alla tíð mjög óráðinn í fylgi sínu við stjórn- málaflokka. Með árunum gerðist hann nokk- uð íhaldssamur, og kom það meðal annars fram í því að hann var á stundum bagalega aðgætinn til framkvæmda, og varð af þeim sök- um ekki beinn þátttakandi í ýms- um þeim merku framkvæmdum sem sveitungar hans unnu að. Sigurður Greipsson naut menntunar í búnaðarfræðum og íþróttum, bæði hérlendis og er- lendis, og var meðal annars nem- andi í hinum fræga íþróttaskóla Nils Bukhs í Ollerup í Danmörku. Sigurður rak alltaf nokkurn bú- skap á jörð sinni og sömuleiðis umfangsmikinn hótelrekstur og greiðasölu á sumrin, auk þess að starfrækja íþróttaskóla að vetrin- um í 43 ár. Árið 1932 giftist Sigurður Sig- rúnu Bjarnadóttur frá Bóli í Bisk- upstungum, mikilli mannkosta- konu, en hún lést 10. ágúst 1979. Þau Sigurður og Sigrún eignuð- ust sex börn, tvö þeirra dóu mjög ung, piltur og stúlka, en synirnir fjórir sem eftir lifa eru: Bjarni búsettur í Reykjavík, Greipur, Þórir og Már, allir búsettir í Haukadal. Hér og nú mun ég ekki rekja frekar lífshlaup þessa merka vin- ar míns, því engin leið er að gera slíku skil í fáum orðum. Nú þegar leiðir skilur um sinn vil ég þakka þessum ágæta læri- föður mínum samfylgdina og það sem hann hefur fyrir mig gert. Fyrir velvilja og áhuga foreldra minna og Sigurðar naut ég þeirra forréttinda að koma í skóla hans aðeins 14 ára gamall. Síðar, að námi loknu, gerðist ég heimilis- maður hans og starfsmaður við búreksturinn o.fl. og um árabil áttum við samleið í stjórn Skarp- héðins. Leiðsögn þessa ágæta leið- toga og samvinna mín við hann alla tíð hefur mótað áhugasviðið og fyrir það vil ég þakka. Nú við leiðarlok hefur mér þótt vænt um að geta átt hlut að því að skjóta yfir hann skjólshúsi, og ekki síður að njóta þess trausts frá hans hendi að vera umboðs- maður hans á ýmsum sviðum. Árið 1967, 22. ágúst, var tvöföld afmælishátið haldin í Haukadal, Sigurður Greipsson var 70 ára og minnst var 40 ára skólastarfs, nærri 200 fyrrverandi nemendur Sigurðar sóttu hann heim, af þeim 800 nemendum sem skólinn hafði útskrifað, og fjöldi annarra gesta. Nemendur Sigurðar tilkynntu á afmælishátíðinni að þeir hefðu ákveðið að reisa honum minnis- varða í Haukadal. Minnisvarðinn var síðar staðsettur í samvinu við Sigurð í fögrum birkilundi í tún- Framhald á næstu síöu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.