Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 61 Minning: Steinþóra Sigur- bjömsdóttir frá Þyrli Fædd 14. ágúst 1898 Dáin 10. nóvember 1987 Þann 10. nóvember 1987 lézt á Sjúkrahúsi Akraness frú Steinþóra Sigurbjömsdóttir fv. húsmóðir á Þyrli. Hún var fædd 14. ágúst 1898 á Hólmavaði í Aðaldal. Hún var yngst níu systkina sem nú eru öll dáin. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjöm Hallgrímsson og Guðrún Þorsteinsdóttir. Það ætti engum að koma á óvart þó ung þingeysk stúlka sé heilluð af sinni fögru heimabyggð, það em flestir hrifnir af hinni rómuðu fegurð í Þingeyjar- sýslum víða. Lengi hafa svo íbúar þessa landshluta haft orð á sér fyr- ir félagslegt framtak, dugnað og gáfur. Það hafa margar sveitir þessa lands lagt þjóðfélaginu til tápmikið mannkosta fólk, sem stendur alltaf og allstaðar vel fyrir sínu, lætur aldrei uppá sig standa hvorki í orði né verki. Islenzku matvælin framleidd í sveitunum reyndust ungu tápmiklu fólki mikill og ósvikinn orkugjafi, sem öðm tók fram. Þessi ósvikni orkugjafi ól ísienzku þjóðinni þróttmikla ein- staklinga og allan Qöldann af góðu úrvals fólki til hinna ýmsu starfa til sjávar og sveita, ekki veitti af í harðbýlu landi. Það hefur stundum komið sér betur að hafa krafta í kögglum, stórhug í brjósti og þor til að takast á við erfíðu verkefnin. Sú var tíðin á íslandi að afkoma fólks og lífs von byggðist á því fyrst og fremst að duga eða drepast eins og oft var sagt. Veikburða fólk og þróttlaust til sálar og líkama varð undir í lífsbaráttunni. Þetta var löngu áður en ijölmiðlar fluttu fólki tölur af hagvexti, viðskiptagróða og launaskriði. Það er með ólíkind- um hvað tímamir hafa breyst á íslandi og það á einum mannsaldri. Vonandi er að allt boði þetta gott, en hitt ber að hafa hugfast að veð- urguðimir hafa nokkur ráð á sinni hendi ennþá. Það er ekki útí bláinn að hugleiða þessa hluti þegar alda- mótakona er kvödd hinztu kveðju. Aldamóta kynslóðin vissi nútíðar fólki betur hvað lífsbarátta var á íslandi, samanborið við góðærið nú til dags, þarna er um ólíka lífshætti að ræða. Vonandi hrynur ekki þessi gulialdar spilaborg sem nú blasir við íslendingum. Erfítt gæti orðið að byggja uppúr rústunum, vonandi að til þess komi ekki og vel verði fyrir öllu séð. Steinþóra ræddi mál- in tæpitungulaust og sagði mein- ingu sína á hreinskilinn hátt sem skildist og eftir var tekið, það er eftirtektarvert og minnisstætt að heyra lífsreynt fólk, hreinskilið og ákveðið í hugsun segja frá sinni hörðu lífsreynslu, það er ungu fólki lærdómsríkt og nauðsynlegt, vildi ég meina. Hvað er skóli og lærdóm- ur annað enn frásögn þeirra eldri af lífsreynslunni og áunninni þekk- ingu. Steinþóra var vel gerð kona og hafði góða yfírsýn yfír tilveru- sviðið og þekkti þætti þess af eigin raun, hún kallaði ekki allt ömmu sína, það var traúst lífsvenja þessa fólks, að bregðast við vandanum en flýja hann ekki, hún stóð á með- an stætt var og vel það, henni var lítt um að kvarta þó sárþjáð væri, en þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Þann 6. apríl 1935 giftist Steinþóra Sigurði Helgasyni bónda á Þyrli á HvaJfjarðarströnd, sem tekið hafði við búi þar af föður hans látnum. Sigurður var einn af sex sonum Helga Jónssonar oddvita og bónda á Þyrli frá fyrra hjónabandi, fyrri kona hans var Guðleif Jónsdóttir, hún lézt 1908. Helgi bjó á Litla- Sandi 1898—1911, næsta bæ við Þyril, hann kaupir og flytur að Þyrli 1911 og býr þar til dánardags 1933. Það sannaðist hér þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, því 25. júlí 1909 giftist Helgi síðari konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur frá Miðdalskoti í Kjós. Þessi unga glæsilega stúlka kom eins og engill af himni send, og þannig reyndist hún þessum sorgbitnu feðgum. Ég man hve haft var á orði hvað þessi unga stúlka var drengjunum góð og reyndist þeim sem góð móðir. Guðrún og Helgi áttu saman fjögur vel gefín böm. Það fór alltaf mikið gott orð af Þyrils heimilinu, þar ríkti gleði, góðvild og mannkærleik- ur innan veggja, þar þótti öllum gott að koma og gott að dvelja. Hægt er að hugsa sér að ungri ókunnri stúlku sé nokkur vandi á höndum að taka við húsmóðurstarfi á slíku heimili. Aldrei hefí ég heyrt að þingeysku stúlkunni yrði skota- skuld í starfí sínum, nema síður sé. Þeim Sigurði og Steinþóru búnaðist vel á Þyrli, heimilið hélt áfram sínu lofsorði fyrir góða umhirðu, snoturt bú og mikla snyrtimennsku á öllum sviðum. Þama var mikil fyrirhyggja á öllum hlutum, ekkert látið bíða til morguns sem hægt var að gera í dag. Fyrir einyrkja hjón í sveit er oft mikið að gera og í mörg hom að líta, þetta heimili var þar engin undantekning, jörðin Þyrill er erfíð yfírferðar vegna brattlend- is, þarna eru oft mikil sterkviðri, sem skapast af hinu háa svipmikla fjalli. Þama þurfti oft að gæta að búfé sem gekk laust í ógirtu landi, það þurfti að gæta að varpi og mörgu fleiru. Frelsi íslenzka bón- dans hefur oft verið hælt, vissulega er það einn þátturinn í hinu áhuga- verða sveitalífí. Þau Þyrilshjón fengu að reyna öðmm fremur mik- ið ófrelsi varðandi búsýsl sitt á stríðsárunum síðari. Fólk vissi aldr- ei hvaða hætta fólki og fénaði var af öllu þessu herstússi, sem betur fór má segja að margur slyppi með skrekkinn einan og var það vel, engu að síður er fólki enn í minni þetta leiðinda ástand. Þegar aldurinn færðist yfír og heilsan lét ásjá seldu þau hjón jörð sína árið 1978, þá kaupa þau sér íbúð í fjölbýlishúsi á Garðabraut 16 á Akranesi og em þar, þar til nú síðustu árin sem þau vom á Dvalarheimili aldraðra á Höfða, þar sem Sigurður dvelur nú áfram. Þar fengu þau góða aðhlynningu sem þau kunnu vel að meta og vom mjög þakklát fyrir. Bömin þeirra- litu þangað oft til þeirra og aðrir vinir. Þeim varð þriggja bama auð- ið, Sigrún gift Ingva Böðvarssyni, Helgi, giftur Laufeyju Sigurðar- dóttur, búsett fólk á Akranesi og Guðrún, gift Ingva Ingvasyni bónda á Múlastöðum í Borgarfírði. Svo er hópur af bamabömum. Þessi heið- urshjón vom okkar samtíðarfólk í sveitinni í nærri þijá áratugi, kona mín og Steinþóra vom um árabil félagskonur í kvenfélaginu og fór mjög vel á með þeim, konu minni féll hreinskilni og hin ferska fram- setning Steinþóm einkar vel, hún leit á hana sem sína góðu vinkonu og þótti miður að geta ekki verið við á kveðjustund, til þess að koma kveðju og þökk á framfæri em þessi fátæklegu orð skrifuð. Steinþóra var jarðsett að Saurbæ á hvalfjarð- arströnd laugardaginn 21. nóvem- ber sl. Eftir að við vomm orðin nágrannar á ný hér að Höfða hitti égþau hjón stundum, alltaf þægileg og góð, við kveðjum þakkarkveðju kæra samtíðarkonu og blessum minningu hennar. Með samúðar- kveðjum til aðstandenda. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli. Kveðjuorð: SigríðurE. Eiríks- dóttirfrá Laugarvatni Það er undarlegt hvað forsjónin getur stundum verið miskunnarlaus hugsaði ég, þegar vinkona mín hringdi til mín og sagði mér að Sigríður Erla Eiríksdóttir hefði lát- ist 14. desember, eða þá um morguninn. Ég man eftir henni Sigríði Erlu, fyrst þegar hún var að koma á jóla- böllin" í Lindinni á Laugarvatni, þá ung að ámm. Gullið hár hennar, sjálfliðað, flæddi um herðar hennar og bak og svo var það brosið, hlýtt og vermandi, sem bræddi sál manns og hjarta. Nú er hún kölluð rétt fyrir jólin frá manni sínum, tveimur ungum drengjum sínum og öðmm ástvinum og vinum. Þvílíkt mis- kunnarleysi. Það þýðir ekki að deila við „dómarann" segir máltækið og svo er líka sagt að þeir sem guðim- ir elski séu kallaðir snemma í burtu. Ég hef fylgst með Sigríði Erlu, fyrst þegar hún var að vaxa upp á Laugavatni og síðan hefur mér fundist eitthvað vermandi kæmi á móti mér þegar ég hef mætt henni, hvort sem það var á skólaámm t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför BERGSTEINS GUÐJÓNSSONAR, Bústaðavegi 77. Sérstakar þakkir til bifreiðastjórafélagsins Frama og Hreyfils sf. Aðstandendur. t Innilega þakkir fyrir auðsýnda samúö við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÖRTU ÞORLEIFSDÓTTUR, Baldursgötu 27, Reykjavík. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Öllum þeim, sem auösýndu okkur samúð vegna andláts eigin- manns míns, föður okkar og tengdaföður, ÞORLÁKS BJÖRNSSONAR frá Eyjarhólum f Mýrdal, sem lést 14. nóvember sl., sendum við hugheilar þakkir. Ingibjörg Indriðadóttir, Anna Margrót Þorláksdóttir, Páll Auðunsson, Björn Einar Þorláksson, Indriði Haukur Þorláksson, Guðrún Steina Þorláksdóttir, Ingólfur Helgi Þorláksson, Nanna Þorláksdóttir, Þórarinn Þorláksson, Rósa Haraldsdóttir, Rakel Jónsdóttir, Hilmar Þór Björnsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Sæmundur Örn Sigurjónsson, Kristfn Guðnadóttir. hennar á Laugarvatni, eða eftir að hún fluttist þaðan í burtu. Fyrst eftir að ég hóf starf á Laug- arvatni háði mér mikil hræðsla í Lind, gamla rauða húsmæðraskóla- húsinu. Það voru líka margar sögusagnir, um undur þar innan dyra. Þegar hvorki nemendur né kennarar voru í skólanum átti ég mjög bágt að vera þar ein. Þetta hafði Sigríður Erla heyrt um, kom til mín og bauðst til þess að koma og vera hjá mér, mér til skemmtun- ar. í þá tíð átti móðir Sigríðar Erlu von á bami. Það var mikil tilhlökk- un hjá henni, því hún átti bara einn bróður fyrir, hann Teit, sem var talsvert mikið eldri en hún. Hún ætlaði svo margt að gera, kaupa og hjálpa mömmu sinni að passa. Draumar hennar um lítinn bróður eða litla systur héldu fyrir henni vöku á kvöldin, sem var mjög gott fyrir mig, sem var mikill kvölddroll- ari. Um ýmislegt spjölluðum við Sigga í sambandi við komu bams- ins, sem ekki verður orðlengt hér. Það fæddist drengur og hann var skírður Eyvindur. Ekki liðu nema fáir mánuðir frá fæðingu hans, þeg- ar Sigríður Erla stóð með hann í fanginu, fyrir utan húsið heima hjá sér, til að leyfa honum að taka á móti jólasveinunum úr húsmæðra- skólanum, þegar þeir voru að fara um staðinn til þess að bjóða bömun- um á „Lindarballið", eins og bömin kölluðu jólaskemmtunina í hús- mæðraskólanum. Sigríður Erla Eiríksdóttir var ekki nema átta eða níu ára þegar hún gerðist nemandi á vomám- skeiði, sem haldið var fyrir ungar telpur í Hússtjómarskóla Suður- lands. Nemendumir áttu að vísu að vera á aldrinum tólf til fjórtán ára, eða eldri, en nokkmm telpum sem vom yngri var gefín undan- þága, af því þær gátu búið heima hjá sér á Laugarvatni, og var Sigríður Erla ein af þeim. Þetta vomámskeið var mjög fjölbreytilegt og nemendumir áhugasamir. Tíminn sem námskeiðið stóð yfír var ein af skemmtilegustu stundum, sem ég hef fengist við kennslu. Þegar ofangreint námskeið var haldið var Sigríður Erla svo ung að hún hafði ekki gert sér grein fyrir því, hvemig vatn liti út, þegar það syði. Hún átti að hita kaffí, til þess að hressa kennarana. Þegar fór að ijúka úr vatninu kom hún með vatn á puttanum til kennarans og spurði hvort það syði. Auðvitað vakti þetta hlátur og kátínu, eins og allt námskeiðið einkenndist af og átti Sigríður Erla sinn stóra þátt í því. Sjálfstætt bjó hún til og bakaði afmæliskringlu, fyrir af- mælisgilli sem haldið var. Hugfang- in horfði hún á kringluna næstum fylla ofninn, bakast og verða brúna. Það var glaður nemandi sem kall- aði á kennarann sinn og sýndi honum árangur verka sinna. Hún hafði aldrei áður bakað köku. Á þeirri stundu held ég að unga stúlk- an hafí ákveðið að verða hússtjóm- arkennari, sem hún_ svo síðar lét verða að veraleika. Á námskeiðinu kynntist Sigríður Erla ungri stúlku sem ætlaði líka að verða hússtjóm- arkennari. Þær vora með háa drauma í þeim efnum og ætluðu sér ekki minna en reisa húsmæðra- skóla út i Surtsey, til þess að slá út húsmæðraskólann á Laugar- vatni. Þangað kæmust engir strák- ar, að minnstakosti, héldu þær. Sigríður Erla Eiríksdóttir lauk prófí frá Héraðsskólanum að Laug- arvatni með fádæma yfírlætisleysi, sem hún var kunn fyrir meðal skóla- Hótel Saga Simi 12013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri félaga sinna. Eftir það fór hún á Samvinnuskólann að Bifröst og lauk þaðan verslunarprófí. Eftir prófíð buðust henni ýmsar stöður við verslunarstörf, en hún hafíiaði öllu slíku. Hún var ákveðin, ásamt vinkonu sinni, að fara á Hússtjóm- arkennaraskóla íslands og gerast hússtjómarkennari, eins og hún hafði fyrir löngu ætlað sér, sem hún og líka gerði. Sigríður Erla var dóttir Ásu Teitsdóttur frá Eyvindartungu í Laugardal og Eiríks Eyvindssonar, framkvæmdastjóra, frá Útey í sömu sveit. Eiríkur og Ása reistu sér hús á Laugarvatni og þar ólst Sigríður Erla upp, eins og fyrr er getið, ásamt tveimur bræðram sínum, Teiti og Eyvindi. Eftir skólanám sitt giftist hún Hlöðveri Emi Ólasyni tæknifræð- ingi og bjuggu þau í einbýlishúsi á Logafold 160, í nýja hverfínu í Graf- arvogi. Þau eignuðust saman tvo drengi, Óla Öm og Eirík Kristin. Sigríður Erla kenndi í Foldaskóla meðan kraftar hennar leyfðu. Eig- inmaður hennar og móðir hennar hafa af miklum fómarvilja og kær- leika stutt hana og drengina hennar ungu í hinum þjáningarmiklu veik- indum hennar. Með hetjulund tók Sigríður Erla sínum veikindum, þótt hún vissi að hveiju stefndi. Hún var hin sterka kona sem hugg- aði aðra og kvaddi lífíð með ró í sátt við alla. Megi guðs náð styrkja eiginmann hennar, drengina hennar svo og alla aðra ástvini hennar og vini. Með alúðarfyllstu hluttekningu, Jensína Halldórsdóttir. Blóma- og w skreytingaþjónusta ^ hvert sem tilefnid er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Állheimum 74. sími 84200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.