Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 42
Asgeir Sig. Asgeir El. ínémR -FOLK MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1991 Pétur Guðmundsson Átta íslendingar til Tokýó Þórdís Gísladóttir náði sér af meiðslum og verður meðal keppenda á heimsmeistaramótinu ■ SIGURJÓN Arnarsson úr GR og Úlfar Jónsson úr GK taka þátt í Evrópumeistaramóti áhugamanna sem haldið er á Hillside golfvellin- um norðan við Liverpool. ■ ÞAÐ eru 140 kylfingar sem taka þátt í mótinu. Eftir 36 holur verður skorið niður þannig að 80 halda áfram keppni og eftir 54 lýfíhr verða 60 bestu eftir. Mótið hefst í dag og lýkur á sunnudag. ■ ÞETTA er í þriðja sinn sem íslendingar taka þátt í mótinu. Sömu menn kepptu _þar í fyrra en árið áður voru það Úlfar, Hannes Ey vindsson og Ragnar Ólafsson. ■ KYLFINGAR virðast ætla að lengja gott keppnistímabil hér heima með því að fara til útlanda og leika golf þar. Uppselt er í ferð tii Mallorka með Samvinnuferð- um Landsýn 8.-17. október, en þar mun Kjartan L. Pálsson halda um stjórntaumana og Sigurður Pét- ursson kenna golf. Ónnur ferð er fyrirhuguð 1.-8. október en ekki er enn ljóst hvort af henni getur orðið. IT*-TVÆR ferðir verða til Florida. Uppselt er í ferð þangað 2. nóvemb- er en örfá sæti laus í ferð 21. októ- ber til 5. nóvember. ■ DIEGO Maradona hefur skrif- að Fidel Castro, forseta Kúbú, bréf og boðist til að koma til Kúbú og kenna ungum knattspymumönn- um í tvo mánuði, án þess að taka greiðslu fyrir. Pétur Guðmundsson landsliðsmaður í körfuknattleik. Líkur eru á að hann komist á ný í NBA-deildina í vetur. ÁTTA íslenskir frjálsíþrótta- menn eru komnir til Tokýó í Japan en þar hefst heims- meistaramótið ífrjálsum á laugardagínn. Það var lengi vel óvíst hvort Þórdís Gísladóttir gæti farið vegna meiðsla. Hún sagði sjálf eft- i’'_j)ikarkeppni FRI 17. ágúst að íikiega væri Tokýóferðin fyrir bí. Þá tóku sig upp gömul meiðsli í hæl og stökk hún aðeins 1,60 þá. Þórdís fór engu að síður til Tokýó og telur sig vera í góðu formi. „Þórdís virðist hafa náð sér góðri á skjótan hátt. Hún æfði um helg- ina og gekk vel,“ sagði Magnús Ja^tobsson formaður Frjálsíþrótta- sámbandsins sem er í Tokýó ásamt Hreini Halldórssyni og Þráni Haf- steinssyni, sem fór sem þjálfari íþróttafólksins. Spjótkastararnir Einar Vil- hjálmsson, Sigurður Einarsson og Sigurður Matthíasson og íris Grön- feldt keppa á mótinu auk Péturs Guðmundssonar í kúluvarpi, Vé- steins Hafsteinssonar í kringlu- kasti, Mörthu Ernstdóttur í 10.000 m hlaupi og Þórdísar í hástökki. Hver þjóð má senda einn kepp- enda í hveija grein svo fremi að hann nái B-lágmarki. Ef keppendur eiga að vera fleiri þá þurfa þeir allir að ná A-Iágmarki. Lágfmarkinu þurfti að ná á tímabilinu 1. janúar 1990 og 14. ágúst 1991. Margar þjóðir leggja þó áherslu á að vænt- anlegir þátttakendur sýni góðan Pétur Guðmundsson Þórdís Gísladóttir árangur skömmu fyrir HM, en ekki ári áður. Það er reyndar ekki gert hér á landi. Pétur segist ætla á verðlauna- pall í Tokýó og hugsanlega gæti einhver spjótkastaranna náð langt. Aðrir eiga varla möguleika á að komast í úrslit. Búið er að ákveða lágmörkin til að komast í úrslitakeppnina á HM, en keppendur verða aldrei færri en 12.1 spjótkasti þurfa menn að kasta 82 metra til að ná í úrslit og konur 62 metra. Kúluvarparar verða að varpa 19,60 m og kringlan verður að svífa 64 metra. I hástökki kvenna verða stúlkurnar að stökkva 1,92 metra til að komast í úrslit. í 10 km hlaupi komast 25 bestu áfram í úrslit. ■ FRAMARAR höfðu samband við Asgeir Sigurvinsson og vildu fá hann til að taka við þjálfun meist- araflokks félagsins næsta sumar í stað Asgeirs Elíassonar, sem tek- ur við íslenska landsliðinu í haust. Þar sem Ásgeir Sigurvinsson er samningsbundinn þýska félaginu VfB Stuttgart hafði hann ekki möguleika á að gefa kost á sér í starfið. ■ SIGURÐUR Hallvarðsson, sóknarleikmaður Þróttar R., leikur ekki með liðinu gegn Tindastóli á föstudaginn. Hann tekur þá út eins Jeiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Guðjón Þorvaðarson, Sel- fossi, er einnig í leikbanni - í leik gegn Þór. til Philadelphia 76ers? PÉTUR Guðmundsson, lands- liðsmaður í körfuknattleik, fer í æfingabúðir hjá hinu kunna félagi Philadelphia 76ers í haust, og svo gæti farið að hann léki með því í NBA-deild- inni ívetur. im Lynam, þjálfari Philadelphia 76ers, hefur hug á að fá Pétur til liðs við félagið fyrir næsta keppn- istímabil í NBA-deildinni. Lynam þekkir Pétur vel, en þegar íslend- ingurinn lék með Portland Trail Blazers fyrir nokkrum árum var Lynam aðstoðarþjálfari hjá féiag- inu. „Ég er búinn að fá boð frá félag- inu um að koma í æfingabúðir í haust og hef sagt þeim að ég komi. Þangað bjóða þeir 18 manns,“ sagði Pétur við Morgunblaðið í gær. „Þetta lítur vel út. Ég held þeir hafi ekki boðið mörgum „senterum" og veit að þá vantar stóra menn,“ sagði hann. Æfingabúðirnar hefjast 3. október. Pétur sagðist einnig hafa verið í sambandi við önnur félög en talið þetta besta kostinn. Pétur hefur algjörlega náð sér af meiðslunum sem htjáðu hann sl. vetur og æfir nú af kappi í San Antonio, þar sem hann býr. Pétur hefur leikið með þremur liðum í NBA-deiIdinni; Portland, Los Angeles Lakers og San An- tonio Spurs. KR leikur á Nesinu KR-ingar leika heimaleiki sína í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, eins og þeir gerðu keppnistímabil- ið 1989-1990, þegar þeir urðu íslandsmeistarar. Síðasta keppnistíma- bil léku KR-ingar heimaleiki sína í Laugardalshöllinni. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Pétur Ormslev Fram (5) Ólafur Gottskálksson KR (4) Qrmarr Örlygsson KA (3) Þorvaldur Örlygsson Fram (5) Kristinn R, Jónsson Fram (3) Atli Helgason Víkingi (3) Þormóður Egilsson KR(7) Jón Erling Ragnarsson Fram (3) Pótur Pétursson KR (2) Heimir Guðjónsson KR (2) Atli Einarsson Víkingi (5) UÐ 15. UMFERÐAR FRJALSIÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.