Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1993 h Frá sýningn Leikfélags Akureyrar á Leðurblökunni. Leðurblakan í Perlunni LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýndi 26. mars sl. óperettuna Leð- urblökuna eftir Johann Strauss. Þrír af einsöngvurum munu flytja atriði úr Leðurblökunni í Perlunni 25. maí undir kvöldverði Meistar- ans og Perlunnar. Þau eru sópran- söngkonan Ingibjörg Marteins- dóttir sem leikur Rósalindu, tenór- söngvarinn og leikarinn Aðal- steinn Bergdal sem leikur ítalska tenórinn Alfredo og Michael Jón Clarke baritón sem leikur Frank fangelssljóra. Þau flytja leik- og söngatriði úr fyrsta þætti óperett- unnar. Með þeim verður píanóleik- arinn Richard Simm. Sýningin hefur hlotið góðar við- tökur jafnt áhorfenda sem gagnrýn- enda og fjöldi manns komið víða af landinu í hópferðir á sýninguna sem flestar hafa verið uppseldar með nokkrum fyrirvara, segir í fréttatil- kynningu frá Leikfélagi Akureyrar. Fáar óperettur hafa notið jafn mikillar hylli og Leðurblakan, enda eru hún með sönnu nefnd „drottning óperettunnar". Þar fara saman hríf- andi Vínartónar valsakóngsins Strauss og gáskafullur gamanleikur um áhyggjulitla og lífsglaða Vín- arbúa fyrir 120 árum. Leiksjóri Leðurblökunnar er Kol- brún Halldórsdóttir en Roar Kvam annaðist hljómsveitarstjórn og út- setningar. Karl Aspelund var höfund- Mary Ellen Mark er nú einn þekktasti fréttaljósmyndari heims. Eftir nám í listasögu og listmálun útskrifaðist hún sem fréttaljós- myndari 1964 og fékk strax Full- bright styrk til að mynda í Tyrk- landi. Hún sneri heim til Bandaríkj- anna eftir árs dvöl þar og hóf að skrásetja með myndavél sinni hvað- eina sem vakti áhuga hennar; mannlíf í Central Park, mótmæla- fundi, kvennahreyfinguna og lík- ur leikmyndar og búninga og Böðvar Guðmundsson vann nýja þýðingu fyrir sýningu Leikfélags Akureyrar. amsræktarmenn. Fljótlega hlaut hún frægð fyrir ljósmyndir sínar og myndaraðir. Meðal þeirra eru „Deild 81“, „Eitur- lyfjaneytendur í London“, „Heimil- islaus fjölskylda", „Góðgerðarstofn- anir Móður Teresu" og „Indversk fjölleikahús“. Mary Ellen Mark hef- ur alla tíð einbeitt sér að fólki og meðhöndlar viðfangsefni sín af samúð og virðingu. Mary Ellen Mark á Kjarvalsstöðum SÝNING á verkum bandaríska ljósmyndarans Mary Ellen Mark var opnuð á Kjarvalsstöðum 22. maí. Sýningin spannar fyrstu 25 árin af ferli ljósmyndarans, 125 myndir, allt frá blindum börnum í Úkra- ínu til indverskra fjölleikahúslistamanna. Þetta er farandsýning, skipulögð af alþjóðlega ljósmyndasafninu við George Eastman Ho- use og styrkt af atvinnuljósmyndadeild Eastman Kodak samsteypunn- ar. Hún stendur til 11. júlí. Okkar veröld! Okkar réttur! TÓNLEIKAR til styrktar íslandsdeild Amnesty International verða haldniríTunglinu þriðjudaginn 25. maíkl. 21.00. Fram koma: • GCD • • Bogomil Font og milljónamæringarnir • • Júpíters • Kolrassa krókríðandi • KK Band • Kynnir: Baltasar Kormákur. Forsala aðgöngumiða er í Skífunni, Body Shop, Japis, Steinar Músik og á skrif- stofu Amnesty, Hafnarstræti 15. Miðaverð 1000 kr. Aldurstakmark 18 ára. Vestnorskir dag- ar í Reykjavík 28. maí-1. júní 1993 Dagskrá: Föstudagur 28. maí kl. 20.30. Vestnorskir dagar settir. Ame Holm, ræðismaður íslands í Nor- egi, býður gesti velkomna. Ávörp fljrtja: Ole Didrik Lærum, rektor háskólans í Björgvin, Magnar Lus- sand, formaður stjórnar Hörðafylk- is, Ragnhild Skjerveggen, formapur bæjarstjórnar í Voss, Lars-Áke Engblom, forstjóri Norræna húss- ins. Styrkveiting. Sendiherra Nor- egs á íslandi, Per Aasen, veitir styrk úr „Fondet til fremje av nordisk kulturliv, samfundsliv og næringsliv for islandsk og norsk ungdom“. Kl. 21.00. Grieg-tónleikar. Tón- listarmennirnir Dag Arnesen, Olav Dale, Wenche Gausdal, Knut Hamre, Reidun Horvei, Frank Jak- obsen, Lars-Erik ter Jung, Einar Mjolsnes, Maghild Mo, Leif Rygg, Anne Nitter Sandvik og Linda Ovrebo flytja tónlist eftir Edvard Grieg ásamt frumsaminni tónlist. Laugardagur 29. maí. Vossa- brúðkaup (Ridande Vossabrud- laup). Kl. 11.00-13.00 á Lækjar- torgi: Voss Spelemannslag leikur og sýnir þjóðdansa. Voss Husflids- lag kynnir vestnorskan heimilisiðn- að í versluninni „íslenskur heimilis- iðnaður" í Hafnarstræti. Hópur Vestlendinga frá Voss kynnir gamla brúðkaupshefð við Norræna húsið. Brúðhjónin koma ríðandi með fríðu föruneyti. Reiðleiðin sem farin verð- ur er frá Laugardal, niður Lauga- veg að Lækjartorgi og þaðan til Norræna hússins. Á flötinni fyrir utan húsið verða sýndir þjóðdansar og leikin þjóðlög. Kl. 13.00 verður brúðurin skrýdd brúðarklæðum í Norræna húsinu. Kl. 14.00 verður riðið úr hlaði í Laugardal áleiðis til Norræna húss- ins. Kl. 15.30 Ragnhild Skjerveggen formaður bæjarstjórnar í Voss flyt- ur 'ræðu. Að því loknu verða sýndir þjóðdansar og leikin þjóðlög á flöt- inni fyrir utan Norræna húsið. Um kvöldið tekur jasshópur Grieg- hljómsveitarinnar þátt í lokatónleik- um Rúrek-jasshátíðarinnar í Reykjavík. „Griegbildspel" — litskyggnu- sýning um Edvard Grieg verður í kjallara Norræna hússins (gengið niður úr bókasafni) á laugardag 29., sunnudag 30., mánudag 31. maí og þriðjudag 1. júni kl. 13, 14, 15 og 16. Sýningin tekur 17 mín. Sunnudagur 30. maí — hvíta- sunnudagur: Kl. 14.00. Norsk-íslensk guðs- þjónusta í Hallgrímskirkju. Halfdan Tschudi Bondevik, dómprófastur í Björgvin, predikar. Hljóðfæraleik- arar úr Grieg-hópnum spila við messuna. Kl. 17.00. Grieg-tónleikar í Nor- ræna húsinu. Aðgöngumiðar seldir í bókasafni Norræna hússins. Miða- verð 1.000 kr. Mánudagur 31. maí — annar í hvítasunnu: Kl. 14.00. Reykjaskóli í Hrúta- firði. Vossabrúðkaup (Ridande Vossabrudlaup), þjóðdansasýning, þjóðlög leikin og heimilisiðnaður kynntur. Kl. 20.30. Grieg-tónleikar í safn- aðarheimilinu Vinaminni á Akra- nesi. í samvinnu við Norræna félag- ið á Akranesi. Miðaverð 1.000 kr. Þriðjudagur 1. júní. Kynning í Háskóla Islands á vestnorsku menningarlífi. Fyrirlestrar háskólakennara við Háskólann í Björgvin í Odda í stof- um 201 og 202 og kynning á náms- möguleikum við menntastofnanir í Björgvin og Voss í stofu 205. Kl. 10.00, stofa 201. Prófessor mag. art. Oddvar Nes, Norrænu stofnuninni við Heimspekideild Há- skólans í Björgvin: „Jorungavág. Ei namnegáte i Jomsvikingasaga". Kl. 10.00, stofa 202. Fyrsti amanuensis, dr. scient. Karin Pitt- man. Fiskveiða- og Hafrannsókna- stofnun við Stærðfræði- og náttúru- fræðideild: „Aquakultur i Vest- Norge“. Kl. 13.30, stofa 201. Prófessor dr. phil. Jorgen Christian Meyer, Sagnfræðistofnun Heimspekideild- ar: „Historie og samfund. Fra nat- ional til international opdragelse". Kl. 13.30, stofa 202. Prófessor dr. Miguel Quesada, Rómönsku stofnun Heimspekideildar: „E1 Espanol de Costa Rica: Historia y situación actual“. Kl. 14.30, stofa 202. Prófessor Ph.d. Yngve Kristoffersen. Jarðeðl- isfræðistofnun Stærðfræði- og nátt- úrufræðideildar ásamt Bryndísi Brandsdóttur og Einari Kjartans- syni. „Preliminary Result of an Experiment to Image the Magma Chamber below Krafla.by Seismic Reflection Measurements". Kynning á námsmöguleikum í Björgvin og Voss og kynning á háskólanum í Björgvin verður í Odda, stofu 205. Kl. 11-12.30. Rektor Ole Didrik Lærum og förste konsulent Paul J. Manger frá Alþjóðaskrifstofu Háskólans í Björgvin kynna nám og samvinnu Háskólans í Björgvin og Háskóla íslands og námsmögu- leika fyrir íslendinga við Háskólann í Björgvin. Kl. 13.30-15.00. Kynning á námsmöguleikum við Háskólann í Björgvin, Ole Bull-akademiet í Voss, Búnaðarskólann í Voss og Lýðháskólann í Voss. í anddyri Norræna hússins verð- ur sýning á veggspjöldum um Ed- vard Grieg, ævi hans og tónsmíðar. I bókasafni verður sýning á heim- ilisiðnaði. Sódóma á mynd- bandi um allan heim NÁÐST hefur samningur milli Skífunnar og fyrirtækisins Columb- ia TriStar Home Video um alheimsdreifingu á íslcnsku kvikmynd- inni Sódómu sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakk- landi. Að sögn Jóns Ólafssonar fram- leiðanda er um að ræða samning til sjö ára og verður myndinni dreift til allra landa heims á myndbandi að Bandaríkjunum meðtöldum. Það er að sögn Jóns mikið afrek enda séu Bandaríkjamenn ekki ginn- keyptir fyrir kvikmyndum á öðrum tungumálum en engilsaxneskum. „Þetta er mjög góður samningur, myndin er komin í höfn fjárhags- lega. Ævintýrið tókst,“ sagði Jón. Einnig hefur verið gerður samn- ingur við fyrirtækið Angelika Films International og mun það sjá um sölu myndarinnar til kvikmynda- húsa og sjónvarpsstöðva. „Sam- vinna þessara tveggja fyrirtækja er hluti af samningum sem við höf- um gert svo myndin njóti sem mestrar dreifingar. Angelika nýtur virðingar fyrir að hafa framsæknar myndir til sýningar og hefur tii umráða glæsilegt kvikmyndahús á Manhattan, rétt við New York- háskóla," sagði Jón ennfremur. » % | t I I I I I I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.