Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 10
MÖKGUN'BLAÐIÐ ÞR'lÖJÚDAGUR: 'íd.JÁGÚST 1093 [ío Norræni text- ílþríæringurinn Myndlist Eiríkur Þorláksson Norræn samvinna hefur með árunum orðið einna mest áberandi í listum og menningarmálum, og varð almenningur einna helst var við norrænt samstarf á þessum sviðum. í fyrstu fór þetta starf þannig fram að samtök iistamanna hlutu styrki til að standa fyrir sýn- ingunum, en hin síðari ár hefur starfsfólk norrænu listamiðstöðv- arinnar í Sveaborg við Helsinki verið aðalskipuleggjendur flestra sýninga af þessu tagi. Ýmsir hafa haft horn í síðu þeirrar miðstýring- ar, sem þannig hefur þróast í nor- rænni myndlist, en því er ekki að neita, að þaðan hafa í gegnum árin komið ýmsar forvitnilegar sýning- ar, þó misjafnlega hafi tekist til inn á milli. Á þessu sumri hafa komið til íslands tvær stórar norrænar sýn- ingar með þessu sniði. Hin fyrri var „Borealis" sem haldin var í Listasafni íslands, og nú er komið að hinni síðari, en það er Norræni textílþríæringurinn, hinn sjötti í röðinni, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Þetta er umfangs- mikil sýning, sem hefur nú verið á ferðinni milli borga á Norðurlönd- unum á annað ár, jafnframt því sem hún hefur verið sýnd í höfuðborgum Eystrasaltslandanna, sem þannig eru farin að efla menningarlegt samstarf sitt við Norðurlöndin; Reykjavík er næstsíðasti viðkomu- staður sýningarinnar. Á sýningunni getur að líta alls rúmlega fimmtíu verk frá hendi þrjátíu og sex norrænna lista- manna. Allt eru þetta konur, sem vekur óhjákvæmilega upp hug- myndir um dularfull og marklítil hugtök eins og „kvennalist“. Það vekur einnig athygli, að flestar listakonurnar eru ungar að árum; fimmtán þeirra voru enn í námi fyrir áratug, og aðeins fáár eiga að baki sýningarferil sem nær aftur fyrir 1980. Af þessu mætti ráða að sú dómnefnd, sem valdi verk inn á sýninguna, hafi gengið til þess starfa með ákveðnar hugmyndir um að sýningin ætti að bera ein- hvern heildarsvip, en síðan ekki tekist nægilega vel að finna hann meðal hinna sjö hundruð verka, sem voru upphaflega lögð fram af listafólki. Ef reynt er að draga einhveijar ályktanir af þessum sjötta þríær- ingi um núverandi stöðu veflista (eða textíls, hvort orðið sem menn kjósa að nota) á Norðurlöndum, verður að segja að hún einkennist helst af eins konar millibilsástandi, þar sem allt er opið og ákveðin stefna til framtíðar hefur ekki kom- ið fram. Hefðbundnari vefnaður og textílvinnsla stendur hér föstum fótum í ýmsum verkum, sem eru kraftmikil og lifandi, eins og t.d. „Statement VII“ eftir Vibeke Riis- berg, „Missing" eftir Ragnhild Monsen, „Umlykjandi gult“ eftir Beret Aksnes og „Korona" eftir Maisa Tikkanen. En jafnframt get- ur að líta hér ýmsar þreifingar inn á önnur svið myndlistarinnar, eins og grafík (Grete Brodersen: „Þræð- ir“, Gunnel Pettersson: „Að drekka kaffi“), málaralist (Eva Britt Ras- mussen: „Án titils", Monica Nils- son: ,,Esþeranza“), og höggmynda- list eða aðra rýmislist (Riitta Tur- unen: „Ef til vill“, Jin Sook So: „Fagnaðargjöf", Marta Nerhus: „Plöntur I og 11“, Guðrún Gunnars- dóttir: „Stæða"). Þessar þreifingar eru oft áhuga- verðar í sjálfum sér, en mynda tæpast heild innan sýningarinnár; jafnframt læðist að áhorfandanum sá grunur að viðkomandi listakonur séu á einhvern hátt ósáttar við þann miðil sem þær hafa valið sér, og finnist hann vanmáttugur við hlið annarra listmiðla. Þetta er misráðið; góð veflist stendur fylli- lega fyrir sínu, og getur t.d. nálg- ast litagleði málaralistarinnar á skemmtilegan hátt innan eigin mið- ils, eins og sést í verki Evu Stephen- Vibeke Riisberg: „Statement VII“. 1991. son-Möller, „Hvirfilvindar". Það er eðlilegt að álykta að vai þátttakenda á sýningu sem þessa endurspegli að nokkru gróskuna í þessari grein myndlistar í hveiju landi fyrir sig. Sé svo, er full ástæða fyrir Islendinga að hafa áhyggjur af þróuninni, því við eigum hér aðeins einn fulltrúa (Guðrúnu Gunnarsdóttur), en mesta gróskan virðist í Noregi og Svíþjóð, því það- an koma tveir þriðju hlutar sýn- enda. Önnur skýring kann að vera að þessi skipting sé vísbending um mismikinn áhuga listafólks á Norð- urlöndunum fyrir þessari sýningu, og væru íslenskir og finnskir lista- menn (útkjálkamir) þá áhuga- minnstir. Sýningarskráin sem fylgir sýn- ingunni er einkar vel unnin, og eigulegur gripur í alla staði. Mörg verkanna á sýningunni koma betur út í ljósmyndum bókarinnar en í eigin kynnum, og kann það að benda til að uppsetning og lýsing hafi ekki tekist sem skyldi varð- andi þau verk. Halldór B. Runólfs- son ritar inngangsorð og lýsir tilurð sýningarinnar, og Beatrijs Sterk, ritstjóri tímaritsins Textilforum, skrifar fróðlega hugleiðingu um stöðu listgreinarinnar um þessar mundir, og veltir fyrir sér framtíð hennar; hún telur norrænan textíl í stöðu til að verða leiðandi afl í þróuninni á þessu sviði myndlistar, í framhaldi af núverandi millibils- ástandi. í ljósi þessa verður áhuga- vert að fylgjast með þróuninni á þessu sviði myndlistar á næstu árum, og verða næstu textílþríær- ingar sennilega besti vettvangurinn til þess. Sýningin á sjötta norræna textíl- þríæringnum á Kjarvalsstöðum stendur til sunnudagsins 15. ágúst, en héðan fer sýningin síðan á síð- asta áfangastað, til Þórshafnar í Færeyjum. Ámi Rúnar Sverrisson Sýningarsalir Portsins við Strandgötu í Hafnarfirði hafa náð að halda uppi stöðugri sýningar- starfsemi allt frá því þeir voru opn- aðir og eru vonandi orðinn fastur viðkomustaður sem flestra þeirra sem fylgjast með myndlistarsýning- um hér á landi. Því er þetta nefnt hér, að allt of margir sýningarstað- ir hafa síðustu árin farið af stað með nokkrum glæsibrag, en síðan horfið af sjónarsviðinu eftir skamma viðdvöl; Portið virðist hins vegar lífvænlegt og ef til vill er þama komið rekstrarform sem kann að henta víðar, t.d. í smærri byggð- arlögum um landið. Um þessar mundir stendur yfir í sýningarsölum Portsins einkasýn- ing frá hendi Áma Rúnars Sverris- sonar, en hann sýnir hér verk sem hann hefur unnið á síðustu árum. Ámi stundaði sitt myndlistamám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og síðan Myndlistar- og handíðaskóla íslands, en þetta mun vera þriðja einkasýning hans. Á sýningunni eru nær tuttugu olíumálverk, sem dreifast um salina þrjá í Portinu. Sameiginlegt ein- kenni þeirra er mikið flæði í fletin- um, þar sem voldugar pensilstrokur leiða augu áhorfandans fram og aftur um myndina, án þess að at- hyglin festist við einhver ákveðin atriði. Árni notar íjölbreyttar að- ferðir við að festa litinn á strigan- um; hann málar ýmist með breiðum penslum, mildar eða máir útlínur og liti, leggur litinn afar þunnt á flötinn, skefur af yfirborðinu o.s.frv. Allt verður þetta til að skapa nokk- uð slétta en um leið fjarræna áferð verkanna. Sá myndheimur sem birtist hér er fremur draumkenndur, en þó hlutlægur á sinn hátt; listamaðurinn virðist hafa mikinn áhuga á tengsl- um manns og náttúru, tilurð og þróun lífsins, eins og titlar verkanna benda til, en heitin „Fijógun", „Geijun“ og „Úr viðjum" koma t.d. fyrir aftur og aftur. Um sumt minnir þessi myndveröld og út- færsla hennar á það sem listmálar- inn Gunnar Öm var að fást við fyr- ir nokkrum árum, en þó er mynd- bygging hér lausari í sér. Hins veg- ar er vinnsla litanna oft með ágæt- um og nokkur verk bijóta upp heild- armyndina með alls ólíkum vinnu- brögðum, t.d. „Úr viðjum 1“ (nr. 6), þar sem litrík sprenging á sér stað í fletinum, og byssuskot leggja frekari áherlsu á byltinguna sem þarna á sér stað. í sumum myndanna koma fram svipir sem tengja efni þeirra við heim mannsins, t.d. í „Geijun 11“ (nr. 4), eða þær verða þungamiðja verksins án þess að tengjast bak- grunni þess ljóslega, eins og í „Orð Árni Rúnar Sverrisson: Geijun II. í eyra“ (nr. 12). Þessi svífandi andi, sem þannig birtist víða, nær þó sjaldnast að marka sér sterka til- veru og vantar einhvem herslumun til að svo sé. í heildina er hér á ferðinni þekki- leg sýning, þar sem fer saman góð úrvinnsla lita og áhugaverð mynd- efni; hins vegar nýtist myndbygg- ingin listamanninum ekki nægilega vel til að koma þessum myndheimi til skila, þannig að oft vantar nokk- uð upp á að verkin verði nægilega markviss og skilvirk. Þó eru á þess- ar þær undantekningar sem lofa góðu fyrir framtíðina. Sýning Áma Rúnars Sverrisson- ar í Portinu við Strandgötu í Hafn- arfirði lýkur sunnudaginn 15. ágúst. Torleif Svensson Þeir eru margir erlendu gestirnir sem hafa fallið fyrir landinu við fyrstu heimsókn og sótt hingað aftur og aftur í landslagið, fólkið, veðrið eða vindinn. Margir hafa einnig tekið ástfóstri við íslenska hestinn, bæði sem glæsilegan far- arskjóta og þýðan vin, enda á hest- urinn nú aðdáendur bæði austan hafs og vestan. Ýmsir listamenn hafa skiljanlega verið í þessum hóp, og meðal þeirra má nú telja Torleif Svensson, sænskan ljósmyndara, sem um þessar mundir heldur litla sýningu í Gallerí Úmbru við Amtmannsstíg- inn á verkum sem tengjast íslandi. Torleif Svensson vinnur að aug- lýsingagerð, en hefur jafnframt gert ýmsar tilraunir með ljósmynda- tækni í myndlist og sýnt verk sín í Svíþjóð, Hollandi og Bandaríkjun- um undanfarin ár, en þetta er fyrsta sýning hans á Islandi. Myndefnið tengist einkum íslenska hestinum, auk tveggja konumynda, en það sem er mest áberandi þáttur verk- anna er hin tæknilega vinnsla myndanna, sem er í takt við tilraun- ir á þessu sviði sem hafa verið áber- andi á ljósmyndasýningum síðustu ár. N Fyrst ber að nefna myndir af hestum í byl sem ljósmyndarinn hefur unnið í Chibachrom, þannig að yfir þeim hvílir blær kulda og hverfulleika, sem hæfir veður- hamnum vel, t.d. í mynd nr. 2. Hinn blái iitur myndanna á hér vel við. Aðrar myndir af hestum eru unnar með sérstakri tækni á vatns- litapappír, en við það verða mynd- imar skemmtilega grófar, sem hentar myndefninu vel, þar sem hinir dumbuðu jarðlitir ráða ríkjum. Val sjónarhorna og myndbygging eflir þessi verk einnig, eins og sést í mynd nr. 5. Stærstu verkin sem Torleif sýnir hér eru tvær myndir af konu, sem eru unnar með tölvutækni og fram- kallaðar með blekspraututækni. Þessar myndir eru nokkuð óljósar undir plexiglerinu og eru því ef til vill áhugaverðari fyrir tæknina en fyrir árangurinn; skýrara myndefni hefði verið heppilegra fyrir þessa tilraun. Torleif Svensson er í verkum sínum uppteknari af tæknilegum möguleikum ljósmyndarinnar en af myndefninu og því virka þessar myndir ef til vill einfaldar og auð- gleymanlegar. Engu að síður er ljóst að hér er tekist á við verðug verkefni sem eru hluti af þeirri framtíð sem blasir við í þessum miðli myndlistarinnar. Sýningu Torleif Svensson í Gall- erí Úmbru við Amtmannsstíg lýkur sunnudaginn 8. ágúst. Sumartónleikar í Hallgrímskirkju Tónlist Ragnar Björnsson Hannfried Lucke, organleikari frá Liechtenstein, sat við Klaisorgelið sl. sunnudag. Ekki hefði maður trúað því fyrir nokkrum árum að aðsókn á orgeltónleika ætti eftir að verða sú sem raunin hefur orðið í Hall- grímskirkju. Líklega verður að ætla að fyrst og fremst sé það Klais-orgel- inu að þakka svo og kirkjunni sjálfri að þessi mikla breyting hefur á orð- ið. En ísland hafa heimsótt áratugum saman frábærir organleikarar og hafa orðið að sætta sig við aðra og minni aðsókn. Því spyr maður, hvað er það sem dregur fólk að? Ekkert orgel skilar allri orgeltónlist vel og Klais-orgelið er engin undantekning frá því og margir tónlistarstílar henta öðrum orgelum, einnig í henni Reykjavík, betur. Er það kannske hljómmagn orgelsins sem fangar, kannske einnig það að áheyrendur geta snúið að hljóðfærinu sem skilar tónlistinni, sem vitanlega er það eina rétta fyrirkomulag og hefir tekist að leysa í Hallgrímskirkju með miklum ágætum. Hver sem ástæðan er, þá er þessi mikla aðsókn að orgeltón- leikunum í Hallgrímskirkju sérlega ánægjuleg. Bach t.d. skrifar þann stíl sem skilar sér ekki vel í kirkjunni. Pólifón- ískur stíll Bachs og kontrapunktur vill renna saman í einhveija ógagnsæa móðu, sem er í andstöðu við tæran stíl Bachs, þar sem hver nóta á að heyrast skýr og fullmótuð. Þessa hættu reyna sumir organistar að forðast með því að yfirfylla verk- ið röddum orgelsins sem er í öfuga átt við það sem gera þarf. Eina von- in er að tína út raddir og reyna þann- ig að gera vefínn skýran. Hannfried Lucke valdi fyrri leiðina og hlaut Es-dur Prelúdína fyrri örlögin. Kannske var það ástæðan fyir því að Lucke spilaði allt verkið nokkum veginn í sama styrkleika, bæði alla þætti Prelúdíunnar, svo og alla þijá liði fúguunar, andstæður í verkinu urðu því afar óverulegar. í Tríósónöt- unni í c-moll sýndi Lucke að hann hefur góða tækni og var þar nær því að raddsetja orgelið heppilega, en betur hefði komið út að leika jað- arkaflana aðeins hægar við þann hljómburð sem kirkjan hefur. Clair de lune, eftir Louis Vieme, hljómaði fallega og naut sín í kirkjunni, þótt ekki geti verkið talist mjög áhuga- vert. í lokin kom svo verkið sem margir biðu eftir að heyra í búningi orgelsins, „Tilbrigði um þema eftir Haydn“ í orgelbúningi Lionels Roggs. Fyrir það fyrsta er þemað að öllum líkindum ekki eftir Haydn, þótt hann hafí ekki notað þemað í verki eftir sig áður. Þótt Brahms hafí skrifað tilbrigðin bæði fyrir hljómsveit, svo og fyrir tvö píanó, þá er hljómsveitarverkð það sem að ég held situr í flestum. Orgelið hefur ekki möguleika á að skila hljómsveit- inni og því verða mótif sem við þekkj- um úr hljómsveitinni undir í glí- munni við möguleikana og við sitjum og hlustum á hluti, sem gjarnan hverfa í hljómsveitinni. Hvort þetta er áhugavert er vitanlega mál hvers og eins, undirritaður sér ekki þörfína á slíkum umskrifum, en það má Lucke eiga að í mörgum tilbrigðum sýndi hann mjög góðan leik. í auka- lagi sem undirritaður þekkti ekki leyfði Lucke áheyrendum að heyra möguleika spænsku trompetanna og gerði vel. Hannfried Lucke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.