Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
129. TBL. 87. ARG.
FOSTUDAGUR 11. JUNI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Öryggisráð SÞ samþykkir að alþjóðlegar hersveitir tryggi frið í Kosovo
Serbar yfírgefa Kosovo
og hlé gert á loftárásum
Belgrad, Kiíln, Lomlon, Moskva, Pristina, Kóm, Sarajevo, Skopje, Washington. Reuters.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis í gær
ályktun, sem heimilar alþjóðlegum hersveitum að fara inn í Kosovo-
hérað til að tryggja að flóttamenn geti snúið öruggir til síns heima.
Ályktunin var samþykkt eftir að NATO hafði tilkynnt að gert yrði
hlé á loftárásum á Serbíu, í kjölfar þess að bandalagið fékk staðfest
að brottflutningur serbneskra öryggissveita úr Kosovo væri hafinn.
BRYNVARÐIR bflar serbn-
esku öryggislögreglunnar aka
framhjá serbneskum hermönn-
um á palli hertrukks á leið út
úr Kosovo-héraði, skammt frá
bænum Kosovska Mitrovica, í
gær. Æðsti yfirmaður júgó-
slavneska hersins í Kosovo
sagði í gær að brottflutningn-
um yrði lokið á ellefu dögum,
eins og kveðið var á um í frið-
arsamkomulaginu sem undir-
ritað var á miðvikudag.
Ályktun öryggisráðsins kveður á
um að friðargæslusveitirnar hafi
heimild til að „beita öllum nauðsyn-
legum ráðum" til að verja flótta-
menn, um ótiltekinn tíma. Lagt er til
að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér
fyrir því að stofnuð verði nokkurs
konar héraðsstjórn fyrir Kosovo,
sem veitti íbúunum nokkurt sjálf-
ræði. Var ályktunin samþykkt með
fjórtán samhljóða atkvæðum, en
Kínverjar sátu hjá. Þeir höfðu ásamt
Rússum neitað að greiða atkvæði
fyrr en NATO gerði hlé á loftárás-
um á Serbíu.
Fyrstu friðargæslusveitirnar
væntanlegar í dag
Straumur serbneskra flutninga-
bfla með nokkur þúsund hermenn
innanborðs, auk loftvarnabyssa,
sprengjuvarpa og léttvopna, lá frá
héraðshöfuðborginni Pristina áleiðis
til serbnesku landamæranna í gær.
Haft var eftir æðsta yfirmanni
júgóslavneska hersins í Kosovo að
brottflutningnum yrði lokið á ellefu
dögum, eins og heitið hefði verið.
Fyrstu friðargæslusveitir Atlants-
hafsbandalagsins (K-FOR) eru vænt-
anlegar tO Kosovo í dag, að því er Ja-
vier Solana, framkvæmdastjóri
NATO, skýrði frá í gær. Gert er ráð
fyrir að um 50 þúsund hermenn muni
starfa að friðargæslu í héraðinu.
Utanríkisráðherrar G-8-hópsins,
sjö helstu iðnríkja heims og Rúss-
lands, samþykktu á fundi sínum í
Köln í gær að veita ríkjunum á
Balkanskaga efnahagsaðstoð, sem
miðaði að því að efla þar lýðræði og
færa þau nær öðrum Evrópuríkjum.
Sérstök áhersla verður lögð á hjálp
við enduruppbyggingu í Kosovo, en
Serbar munu ekki fá aðstoð á meðan
Slobodan Milosevie er þar við völd.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í gær að stund vonar væri
runnin upp í Kosovo, og að nú riði á
að tryggja varanlegan frið í hérað-
inu. I sjónvarpsávarpi seint í gær-
kvöldi sagði hann að NATO hefði
tekist að afstýra tilraunum Serba til
þjóðernishreinsunar í Kosovo. Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
sagðist ekki finna fyrir sigurgleði,
aðeins vissu um að réttlætinu hefði
verið fullnægt.
Milosevic hrósar sigri
Slobodan Milosevic Júgóslavíufor-
seti lýsti yfir sigri í sjónvarpsávarpi
í gær, þar sem Júgóslavar héldu
Kosovo-héraði áfram undir sinni
stjórn. Hvatti hann þjóð sína til ein-
ingar um uppbyggingu landsins eftir
átökin. Sagði Milosevic að 462 júgó-
slavneskir hermenn og 114 lögreglu-
menn hefðu látið lífið í loftárásum
NATO. Þessar tölur eru mun lægri
en mat NATO, en samkvæmt því
féllu yfir 5.000 serbneskir hermenn
á fyrstu 72 dögum loftárásanna.
Boris Jeltsín Rússlandsforseti
fagnaði því að NATO hefði gert hlé
á loftárásunum. Sagði hann í yfirlýs-
ingu sinni að þetta væri fyrsta
skrefið í rétta átt, en nauðsynlegt
væri að lýsa því yfir að árásum væri
algjörlega lokið. Sagði hann Rússa
hafa átt stóran þátt í að samkomu-
lag næðist.
Rússar senda sveitir
undir eigin stjórn
Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær
að NATO gæti ekki fallist á að Rúss-
ar myndu hafa umsjón með sérstöku
svæði innan Kosovo, og sagði það
jafngilda uppskiptingu héraðsins.
Yfirmaður alþjóðasamvinnudeildar
rússneska varnarmálaráðuneytisins,
Leonid Ivasjov, sagðist þó enn von-
ast til að óskir Rússa þar að lútandi
yrðu samþykktar. Aðspurður
hvenær rússneskar hersveitir gætu
verið komnar til Kosovo svaraði
hann að það yrði mjög fljótlega.
Igor Sergejev varnarmálaráð-
herra hefur lýst því yfir að Rússar
gætu sent allt að tíu þúsund her-
menn til héraðsins, en hann gerði
jafnframt ljóst að þeir yrðu undir
rússneskri stjórn, en lytu ekki her-
foringjum NATO. Ljóst er að fjár-
skortur gæti sett strik í reikninginn
fyrir Rússa, en forsætisráðherrann
Sergej Stepashín sagði á ríkisstjórn-
arfundi í gær að ástand rússneska
hersins væri skelfilegt og að hann
þyrfti nauðsynlega á frekari fjár-
veitingu að halda.
Kosovo-Albanar
tortryggnir
Flóttamenn af albönsku bergi
brotnir, sem höfðust við í flótta-
mannabúðum nálægt Sarajevo,
sögðust í gær ekki treysta loforðum
Milosevic um frið og kváðust aldrei
framar vilja búa innan um Serba. Þá
eru serbneskir íbúar Kosovo, sem
eru um 150 þúsund, sagðir hræðast
hefndir af hálfu Kosovo-Albana og
Frelsishers Kosovo (UCK) eftir að
serbneskar öryggissveitir verða á
brott úr héraðinu. Jamie Shea, tals-
maður NATO, sagði í gær að þeir
myndu njóta verndar friðargæslu-
sveita bandalagsins.
Hashim Thaqi, leiðtogi Frelsis-
hers Kosovo, ítrekaði í gær að
skæruliðar myndu ekki ráðast að
hersveitum Serba á leið úr Kosovo,
en að hreyfingin áskildi sér rétt til
að verja sig og aðra íbúa héraðsins.
Hann kom sér hjá því að svara
spurningum um hvort UCK myndi
afvopnast eftir að friðargæslulið
kæmi til starfa, eins og hreyfingin
skuldbatt sig til að gera í Rambouil-
let-samkomulaginu sem gert var í
mars.
¦ Flókið ferli/28-29
Lítil þátt-
taka í kosn-
ingum til
Evrópuþings
Amsterdam, Kaupmannahöfn,
London. Reuters.
KOSNINGAR til Evrópu-
þingsins fóru fram í Bret-
landi, Danmörku og Hollandi í
gær. Kosningaþátttaka var
dræm í öllum löndunum
þremur og áhugi almennings
virtist lítill.
í Bretlandi hafði kosninga-
baráttan að miklu leyti snúist
um aðild Breta að Mynt-
bandalagi Evrópu, EMU.
Engar fregnir höfðu borist
um úrslit í gærkvöldi. Helm-
ingur Dana mætti á kjörstað
og bentu útgönguspár til þess
að Venstre fengi fimm af 16
þingsætum, og bætti við sig
einu sæti, en að jafnaðarmenn
misstu eitt sæti og fengju þrjá
menn kjörna. I Hollandi nýttu
aðeins 30% landsmanna kosn-
ingarétt sinn, og í gærkvöldi
leit út fyrir að kristilegir.
demókratar, sem eru í stjórn-
arandstöðu, fengju flest at-
kvæði.
Önnur ríki Evrópusam-
bandsins munu ganga að kjör-
borðinu í dag og um helgina
og úrslit verða h'ós á sunnu-
dag.
Búið að telja rúmlega 10% atkvæða
í þingkosningunum í Indónesíu
Óttast að tafir
leiði til óeirða
LÖGREGLA í Jakarta í Indónesíu
jók í gær öryggisgæslu þar sem talin
er hætta á að til óeirða komi, ef
hægagangur við talningu atkvæða úr
kosningunum á mánudag veki grun-
semdir um svindl. Talningamenn
neita því að nokkuð óeðlilegt sé á
seyði og segja að þær 113 milljónir
atkvæða, sem talið er að greiddar
hafi verið, séu að kaffæra þá.
Þingkosningarnar sl. mánudag
voru fyrstu lýðræðislegu kosningar
í Indónesíu í 44 ár. Síðdegis í gær
bárust fréttamönnum óopinberar
tölur og samkvæmt þeim var þá bú;
ið að telja rúmlega 10% atkvæða. í
tíu af 25 fylkjum höfðu innan við tvö
prósent verið talin.
Samkvæmt opinberum tölum er
stjórnarandstöðuflokkur Megawati
Sukarnoputri, PDI-P, með afger-
andi forystu, eða hátt í 39% talinna
atkvæða. Þjóðvakningarflokkur
múslímaleiðtogans Abdurrahmans
Wahids er í þriðja sæti með 21% og
stjórnarflokkurinn, Golkar, í þriðja
sæti með 16 prósent.
Röðin er þó önnur samkvæmt
óopinberum tölum sem alþjóðlegir
ráðgjafar kjörstjórnar hafa greint
frá. Segja þeir Golkar vera í öðru
sæti, með 21% atkvæða. Gangi
þetta eftir hefur Golkar gert að
engu spádóma um að hann myndi
bíða afhroð vegna tengsla fyrrver-
andi forseta, Suhartos, við flokkinn.
Fréttaskýrendur hafa jafnvel
leitt að því líkum, að Golkar kunni
að fá nægilegt fylgi til þess að geta
myndað samsteypustjórn, væntan-
lega með smáflokkum múslíma, og
haldið völdum. Formaður Þjóð-
vakningarflokksms sagði hins veg-
ar að Golkar gæti ekki sigrað nema
með því að „stýra" talningu at-
kvæða.
Hlutabréf féllu í verði á mörkuð-
um í gærmorgun, en í fyrradag
höfðu þau lækkað um rúmlega eitt
prósent. Mikil bjartsýni vegna
kosninganna hækkaði gengi bréfa á
þriðjudaginn um 12 prósent, en
fréttaskýrendur segja að mjög hafi
dregið úr þeirri bjartsýni.
„Menn eru farnir að verða
áhyggjufullir á mörkuðunum vegna
þess að þeir vilja ekki að [Golkar]
vinni," sagði Laksono Widodo,
deildarstjóri hjá ING Barings-
markaðsfyrirtækinu, við Reuters.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68