Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 46
4L. FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Esther Magnús- dóttir fæddist í Reykjavík 29. mars 1935. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 3. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Bjarney Einarsdóttir hús- móðir, f. 13. júní 1912 á Skjaldvarar- fossi í Barðastrand- -r arhreppi, og Magn- ús Sigurðsson skólastjóri í Reykjavík, f. 4.6. 1906 á Patreksfirði, d. 22.10. 1974 í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar voru hjónin og bænd- urnir á Skjaldvararfossi, Sig- ríður Guðbjörg Gestsdóttir, f. 18.9. 1888 í Holti, d. 13.12. 1957, og Einar Skarphéðinn Bjarnason, f. 6.3. 1882 í Hrís- nesi, d. 6.7. 1918 af slysförum á sjó. Foreldrar Magnúsar voru læknishjónin Esther Heiga Jen- sen og Sigurður Magnússon, læknir, f. 26.3. 1866 í Viðvík í Skagafirði, sonur Vigdísar * Ólafsdóttur, f. 12.3. 1841, og Magnúsar Arnasonar, f. 28.12. 1828 í Vallhólmi í Skagafirði. Hann var fæddur á heimili afa síns, séra Ólafs Þor- valdssonar, sem þá var prestur þar, f. 21.9. 1806 á Breiða- bólstað í Fljótshlíð, og konu hans Sigríð- ar Magnúsdóttur, f. 22.8. 1808 á Leirum í Steinasókn undir Eyjafjöllum. Kona Sigurðar læknis, Esther Helga Jensen, var fædd 5.4. 1867 í veitingahúsinu „Jen- sensbaukur" á Akur- eyri. Foreldrar henn- ar voru Helga Bjarnadóttir, f. 3.8. 1826 á Jór- unnarstöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, og maður hennar Lauritz H. Jensen, f. 25.7. 1825 í Danmörku, þau áttu það hús og ráku þar á þeim tíma lands- þekkta veitinga- og gistiþjón- ustu. Esther átti tvö systkini: Sigurð, f. 13.3. 1934, og Hrefnu Maríu, f. 14.3. 1939. Esther lauk hjúkrun- arnámi við Centralsygehuset Sla- gelse í Danmörku í apríl 1957. Næstu ellefu árin stundaði hún, á ýmsum stöðum í Danmörku, framhaldsnám í sérgreinum hjúkrunar. Svo sem: geðhjúkrun, skurðstofuhjúkrun, bruna- og lýtahjúkrun og fleira mætti telja upp. Esther kynntist Toni Haugen Torgersen lækni í Kaupmanna- höfn, f. 12.11. 1929, og átti með honum tvo drengi. Hún kom heim til íslands árið 1968 með þá. Þeir eru: 1) Gunnar Haugen, f. 10.1. 1966, kvæntur Svanhildi Svavarsdóttur, f. 19.9. 1968, frá Ólafsfirði. For- eldrar hennar eru Anna María Sigurgeirsdóttir, f. 12.9. 1942 á Akureyri, og Svavar Berg Magnússon, f. 11.10. 1938 í Ólafsfirði. Gunnar og Svanhild- ur eiga tvo syni, þá: Svavar Berg, f. 27.1. 1994, og Birki, f. 25.5. 1998. 2) Axel Haugen, f. 5.4. 1967, búsettur ýmist á Hofteigi 38 eða á eigin vegum. Eftir að Esther kom heim til Islands vann hún við Klepps- spítalann. Þar hóf hún störf 1.12. 1968, sem aðstoðardeild- arstjóri og siðar sem deildar- sljóri til 1977. Árið 1977 fór hún til Danmerkur um tíma til endurmenntunar. Hún hóf svo störf við öldrunardeild Land- spítalans 1.10. 1977. Hún var deildarstjóri ýmissa öldrunar- deilda spítalans og að síðustu hjúkrunarstjóri á næturvöktum frá 31.8. 1986 og var þar svo lengi sem heilsa og þróttur leyfðu. Útför Estherar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. ESTHER > MAGNÚSDÓTTIR Kæra systir, nú eru leiðir okkar aðskildar um tíma og ekki veit ég hvenær við hittumst næst. Þú varst mér einstaklega góð systir og gættir mín og hjálpaðir af öllum mætti þín- um. Þú varst kröfuhörð við sjálfa þig og hafðir þroskaðan sjálfsaga. Við .#aðra varst þú kröfuhörð á sama hátt. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa þeim sem leituðu til þín, ekki síst þeim sem minna máttu sín í líf- inu. Það voru margar ferðirnar sem þú fórst til að safna fótum og öðru dóti fyrir þá sem voru þurfandi, sem þú afhentir svo nunnunum í Hafnar- fjarðarklaustrinu og síðar Rauða krossinum í Reykjavík. í þessari grein legg ég ekki áherslu á að rifja upp æsku og ánægjustundir okkar. Eg legg meira í það sem þér var kært, það að vita um forfeður og formæður okkar. Við höfðum oft nú síðari ár rætt fram og aftur um þessar ættir og þess vegna ^geri ég þeim nokkur skil í þessari minningargrein minni um þig. Ég á þér mjög margt að þakka og skemmtilegar minningar þegar horft er til baka yfíi- lífshlaup okkar. Ég skrifa ekki um það hér, við höld- um því fyrir okkur. Að lokum bið ég góðan Guð og englana að leiða þig um brautir al- heims ljóssins og vísa þér um vegi þess. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svem'r Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Simi 581 3300 'Allan sótarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Góða systir, vertu sæl. Þinn bróðir, Sigurður Magnússon. Við vorum báðar 11 ára. Ég ný- flutt úr sælunni á Siglufirði í regn- vota Reykjavík. Hittumst fyrst á ný- byggðum Hofteignum. Hún kom á móti mér í regnkápu og stígvélum leiðandi litla telpu. „Ég heiti Esther og þetta er hún Hrefna systir mín, hvað heitir þú og hvaðan kemurðu?" Þetta varð upphafið að vináttu sem entist þar til yfir lauk. Lífið á Hofteignum í þá daga var að mörgu leyti litríkt og skemmti- legt. Við vorum töluvert mörg börn- MAGNÚS ÞORLÁKSSON + Magnús Þor- láksson var fæddur að Ytra- Álandi í Þistilfirði 11. apríl 1925. Hann lést á heimili sfnu, Gullsmára 7 í Kópa- vogi, 1. júní síðast- liðinn. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Þuríður Vil- hjálmsdóttir frá Ytri-Brekkum á Langanesi, f. 1889, d. 1980, og Þorlák- ur Stefánsson frá Laxárdal í Þistil- firði, f. 1892, d. 1969. Þau flutt- ust að Svalbarði í Þistilfírði vor- ið 1928. Yngri bræður Magnús- ar eru: Jón Erlingur, f. 1926, tryggingafræðingur í Kópa- vogi, Sigtryggur, f. 1928, bóndi á Svalbarði, Stefán Þórarinn, f. 1930, menntaskólakennari á Akureyri, og Vilhjálmur, f. 1933, verkfræðingur í Garða- bæ. Hálfsystur sammæðra: Sig- ríður Jónsdóttir, f. 1911, hús- móðir í Reykjavík, og Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 1912, d. 1914. Fóstursystir Björk Axelsdóttir, f. 1942. Magnús kvæntist árið 1947 Sigurfljóð Erlendsdóttur, f. 1931, dóttur hjón- anna Erlends Ind- riðasonar, fisksala, og Vilhelmínu Jó- hönnu Sigurborgar Arngrímsdóttur. Magnús og Sigurfljóð skildu 1974. _ Börn þeirra eru: 1) fvar, f. 1948, tæknifræðing- ur í Kópavogi, kvæntur Arnheiði Sigurðardóttur, f. 1962, hjúkrunarfræð- ingi. Börn þeirra eru: a) Brynjólfur Sveinn, f. 1987, bj Þórunn Sigurborg, f. 1989. Fyrri kona ívars er Guðlaug Eyþórs- dóttir, f. 1949, tölvuritari. Börn þeirra eru: c) Brynja Dögg, f. 1969, hún á einn son, d) Helga, f. 1970, jarðeðlisfræðingur og nem- ur nú veðurfræði, maður hennar er Höskuldur Steinarrsson, iðn- rekstrarfræðingur, og eiga þau þrjú börn, þau eru búsett í Nor- egi. e) Páll, f. 1982, menntaskóla- nemi. 2) Margrét, f. 1951, tölvu- ritari í Svíþjóð, fráskilin. Fyrr- verandi eiginmaður hennar er Magnús bróðir minn lést hinn 1. júní sl., 74 ára að aldri. Hann var elstur 5 bræðra, hálfu öðru ári eldri en sá sem þetta ritar, er var næstur í röðinni. Við Magnús áttum margt saman að sælda í uppvextinum á Svalbarði, eins og gefur að skilja, bæði í leik og störfum. Þar var landrými nóg fyrir húsagerð barna, búskaparleiki og annað umstang. Magnús stjómaði snemma kofabyggingum og ýmsum öðrum tiltektum okkar. Farskóli var í sveitinni, 2 mánuði á hverjum stað, alls 6 mánuði á vetri. Oftast var skólinn á Svalbarði þriðjung vetrar- ins. Skólavera okkar bræðra var yf- irleitt ekki lengri en það, nema helst veturinn fyrir fermingu, þá vorum við 4 mánuði í skóla. Við höfðum af- bragðs kennara, Nönnu Eiríksdótt- ur, sem var óþreytandi að kenna handavinnu auk bóklegra greina, og stjórna leikjum og söng. Hún féll frá allt of snemma. Við lærðum að sjálf- sögðu ýmislegt utan skóla, svo sem lestur. Móðir okkar hafði reyndar kennarapróf og var farkennari á Langanesi áður en hún giftist föður okkar. Svo að hæg voru heimatökin að kenna okkur eitthvað. En við munum hafa verið gefnir fyrir úti- veru. Það var mikið líf og fjör í kringum farskólann, sem nærri má in í götunni og komum sitt úr hverri áttinni. Vorum fljót að kynnast og farið í alls konar leiki frá morgni til kvölds. Aðeins nokkur skref í hinn glæsilega og nýbyggða Laugarnes- skóla, þar sem Magnús faðir Estherar var kennari. Brátt breytt- ist Reykjavíkin regnvota og fékk yf- irbragð sólargeisla og sumaryls. Ég varð heimagangur hjá þeim hjónum Magnúsi og Sigríði. Þau góðu hjón tóku mér eins og ég væri þeirra eig- in. Ekki skemmdi það heldur vináttu að mæður okkar urðu góðar vinkon- ur og sú vinátta varð ævilöng. Leiðir skildu. Esther fór til Dan- merkur og lærði hjúkrun, ég til Bandaríkjanna. Árin liðu. Við kom- um heim aftur, hún með drengina sína tvo og ég með dætumar tvær. Þrátt fyrir aðskilnaðinn hafði vinátt- an ekki breyst. Esther Magnúsdóttir var merki- leg og mikilhæf kona. Betri og heilli vinkonu veit ég ekki, enda hafði hún óbeit á öllu falsi og sýndarmennsku. Hún kom hreint til dyranna og sagði alltaf sína meiningu. Allt tildur var henni ógeðfellt, hlutir urðu að vera ekta eins og hún sjálf var. Hún gat stundum verið hrjúf í tali, enda var lífið henni oft erfitt og ósanngjarnt. En af kærleika og umhyggjusemi átti hún nóg og fékk ég að njóta þess. Listakonan Esther var mikið náttúrubarn. Hún tíndi steina, mosa og jurtir alls konar og bjó úr þeim skreytingar. Það var hreint ótrúlegt hve margbreytilegar og fallegar þær voru. Stofan hennar um jólin var hreint listaverk. Samt gekk hún ekki heil til skóg- ar. í mörg ár var hún oft sárþjáð og getur enginn gert sér í hugarlund þær kvalir sem hún leið. En hún Esther mín var ákveðnari, já, jafn- vel þrjóskari en svo að hún gæfíst upp og hefi ég aldrei orðið vitna að öðru eins hugrekki og dugnaði og hún sýndi. Hún var sannkölluð hetja. Við vorum afar ólíkar, en virt- Kristinn Guðmundsson, f. 1953, málari. Börn þeirra eru: a) Iris Kristinsdóttir, f. 1985, b) Örvar Kristinsson, f. 1986, c) Áfagnús Pétursson sonur Margrétar, ættleiddur Kristinsson, f. 1972, forritari, búsettur í Svíþjóð. 3) Viihjálmur, f. 1959, tæknifræð- ingur í Svíþjóð, kvæntur Ann- Mari Magnússon, gjaldkera. Fyrri kona Vilhjálms er Heið- dís Rúna Steinsdóttir, snyrti- fræðingur, f. 1963. Börn þeirra eru: a) Kristel Dögg, f. 1986, b) Edvin Þór Róbertsson, fóstur- sonur, f. 1981. Börnin eru bú- sett í Reykjavík. Ann-Mari á tvær dætur af fyrra hjóna- bandi, Jenny Dahl Norrman, f. 1976, og Anna Dahl, f. 1979, búsettar í Svíþjóð. Magnús stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni. Lærði síðan húsgagnasmiði hjá Ófeigi Ólafssyni, lauk sveins- prófi frá Iðnskólanum í Reykja- vík og öðlaðist síðar meistara- réttindi í greininni. Magnús starfaði lengi í Trésmiðjunni Víði. Siðan vann hann nokkur ár við húsasmiðar í Stokkhómi. Réðst þá til Islenskra aðalverk- taka á Keflavíkurflugvelli og starfaði sem verkstjóri, m.a. við byggingu ratsjárstöðvar á Gunnólfsvíkuríjalli. títför Magnúsar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. geta, þar sem hópur barna var sam- ankominn á einum sveitabæ. Að öðru leyti voru nóg verkefni við bú- skapinn allan ársins hring og um það snerist tilveran aðallega eins og gengur í sveitum. Magnús var snemma annálaður fyrir lagvirkni og lék allt í höndum hans. Lá því beint við að hann sneri sér að smíðum, sem hann og gerði. Hann lærði húsgagnasmíði hjá fóð- urbróður sínum, Ofeigi Ólafssyni, í Mávahlíð 21 í Reylgavík. Eftir það vann hann lengi hjá Trésmiðjunni Víði. Hann byggði sér hús í Vallar- gerði 10 í Kópavogi og þar bjó fjöl- skyldan lengst af. Þar komum við um skoðanir hvor annarrar og margar skemmtilegar og eftirminni- legar stundir áttum við. Fyrir nokkrum árum sendi hún mér skreytt blað þar sem þetta stóð m.a.: „Gæt þessa dags - því að hann er lífið - lífið sjálft og í honum býr allur veruleikinn og sannleikur til- verunnar - unaður vaxtar og grósku - dýrð hinna skapandi verka - Ijómi máttarins." Með þessu var hún að minna mig á að lifa lífínu lifandi, njóta hvers dags, gleyma ekki að þakka og meta en forðast, að bíða sífellt eftir ein- hverju betra, það kæmi kannski aldrei. Ég kveð Esther vinkonu mína með söknuði, en um leið þakka ég henni allan hennar kærleika og tryggð mér og mínum til handa. Guð blessi og styrki drengina hennar, tengdadóttur, barnabörn og systk- ini. í Jesaja segir: „Eg, Drottinn Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast þú eigi, ég hjálpa þér.“„ Þessi orð eru huggun í hverri sorg. Ebba Sigurðardóttir. Kveðja frá Hrefnu systur og Tryggva mági Umhyggju þú áttir gnótt alltaf mér til handa. Jafnt um dag sem dimma nótt sá draumur skyldi standa. Laus við frama, fals og tál, framrétt líknarhöndin. Þig ég kveð með klökkva í sál þín kær voru systraböndin. Minnumst hér - í hinsta sinn horfinna gleðistunda. Eg í hjarta fdgnuð finn um framgang endur&nda. Þú lokið hefur lífsins þraut og lagt fram hetjuvottinn. Nú mun reynast bein þín braut. Þér býður fangið, drottinn. (Tryggvi Isaksson.) hjónin oft til þeirra með bömum okkar og áttum ánægjulegar stund- ir. Magnús þreyttist á verksmiðju- vinnunni og sneri sér að húsasmíði, bæði hér heima og í Stokkhólmi. Réðst síðar til íslenskra aðalverk- taka og starfaði sem verkstjóri á Keflavíkurflugvelli, en einnig um tíma norður á Langanesi við bygg- ingu ratsjárstöðvar á Gunnólfsvík- urfjalli. Magnús var laginn veiðimaður bæði með stöng, net og byssu, allt frá unga aldri. Iðkaði hann þá tóm- stundaiðju eitthvað á hverju ári meðan heilsan leyfði, og þó lengur. Hann ferðaðist mikið út um heiminn með hópferðum og hafði gaman af að segja frá ferðum sínum. Síðasta ferðin mun hafa verið til Kína. Magnús varð fyrir slysum sem urðu honum dýrkeypt. Fyrst datt hann ofan af húsþaki og slasaðist á öxl. Lenti síðan tvívegis í bílslysum, í síðara skiptið vorið 1998. Þar á milli fékk hann kransæðasjúkdóm og fór í skurðaðgerð, sem ekki lán- aðist sem skyldi. Af þessum sökum hætti hann störfum fyrir aldur fram og átti við bága heilsu að stríða síð- ustu árin. Hann bjó einn eftir að þau Sigurfljóð skildu, lengst af á Flókagötu 62, en síðustu tvö árin að Gullsmára 7 í Kópavogi. Magnús hringdi til mín sunnu- daginn 30. maí til að láta mig vita um andlát frænda okkar og fyrrver- andi meistara hans, Ófeigs Ólafs- sonar, en hann hafði orðið bráð- kvaddur þá um nóttina á heimili sínu, þar sem hann bjó einn. Þetta var það síðasta sem ég heyrði til Magnúsar. Tveimur dögum seinna var röðin komin að honum. Kring- umstæður voru býsna líkar, því að Magnús varð líka bráðkvaddur að næturlagi, einn heima. Það varð stutt á milli þeirra frændanna. Þeir voru alltaf góðir kunningjar, sögðu hvor öðrum gamansögur og hlógu dátt saman þegar þeir hittust. Magnús verður borinn til grafar degi á eftir Ófeigi. Með þessum fáu orðum kveð ég Magnús bróður minn og þakka hon- um samfylgdina. Bömum hans og barnabörnum óska ég allra heilla. Jón Erlingur Þorláksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.