Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24   LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Yngví Örn Kristinsson, bankastjóri Búnaöarbankans í Lúxemborg
Afgangur á rflds-
sjóði ofmetinn
SENNILEGA hefur efnahagsstefn-
an sem hefur verið fylgt á íslandi á
undanförnum árum að nokkru leyti
magnað þennan vanda sem þjóðar-
búið er að glíma við í dag. Eins er
afgangurinn á ríkissjóði ofmetinn
vegna uppsveiflunnar, úreltra tekju-
stofna og vanmats á langtímaút-
gjöldum.
Þetta kom fram í máli Yngva Arn-
ar Kristinssonar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra peningamálasviðs
Seðlabanka íslands og núverandi
bankastjóra Búnaðarbankans í Lúx-
emborg, á ráðstefnu Félags löggiltra
endurskoðenda í gær.
Hann ræddi í erindi sínu um hvaða
áhrif stöðugt vaxandi viðskipti með
hlutabréf og önnur verðbréf, bæði
innlend og erlend, hafa haft á hag-
kerfið hér á landi.
Yngvi Örn segir að í gildi séu nýj-
ar aðstæður á innlendum fjármála-
markaði. Komnar séu öflugri og
stærri fjármálastofnanir og opinber
stýring í lánsfjármiðlun er að mestu
horfin. „Við höfum verið að fóta okk-
ur í þessu nýja umhverfi undanfarin
fimm ár eða frá 1996 þegar núver-
andi uppsveifla hófst."
Segir Yngvi Örn að þetta sé fyrsta
efnahagsuppsveiflan frá því að þess-
ar aðstæður sköpuðust á íslenskum
fjármálamarkaði oghún sé sennilega
búin að ná hátindi að þessu sinni.
„Uppsveiflan er óvenju kröftug og
löng miðað við ísland. Landsfram-
leiðslan hefur aukist um fjórðung frá
því árið 1995, ef ég tel árið í ár með
og byggi þar á spá Þjóðhagsstofnun-
ar fyrir þetta ár. Við erum komnir í
þá stöðu að vinnumarkaðurinn, sem
hafði talsverðan slaka þegar upp-
sveiflan hófst, er yfirspenntur. At-
vinnuleysi er komið niður að einu
prósenti eða jafnvel niður fyrir það.
Það sem hefur kannski haldið okkur
í jafnvægi á vinnumarkaðnum til
þessa er mikill innflutningur á er-
lendu vinnuafli en það eru um 7 þús-
und erlendir ríkisborgarar starfandi
á landinu um þessar mundir."
Fjárfestingar lánastofana um 100
milljaróar í hluta- og skuldabréfum
Að sögn Yngva Arnar er við-
skiptahallinn óþægilega mikill eða
8% af landsframleiðslu sem er mesti
viðskiptahalli hér nema þegar um
framboðsáföll hefur verið um að
ræða. Til dæmis eins og þegar síldin
hvarf. Verðbólgan sé vaxandi og hún
sé um 5% og verðbólguvæntingar,
sem voru komnar mjög langt niður
eða í 2-3% séu farnar að hækka aft-
ur. Það sé afar óheppilegt því slíkt
hafi áhrif á atferli manna, t.d. á vinn-
umarkaði hvað varðar launaþróun
og fleira.
Yngvi Örn ræddi um fjárfestingar
innlendra lánastofna sem séu um 25-
30 milljarðar í hlutabréfum og 60-70
milljarðar í innlendum markaðs-
skuldabréfum.
Mikið hafi verið um útlán í tengsl-
um við eigendaskipti og endurskipu-
lagningu á fyrirtækjum sem er nýtt
hér á landi. Þannig hefur losnað um
talsvert fé í eignum sem voru illa eða
tregseljanlegar. Færst hafi í vöxt að
lána gegn handveði í verðbréfum,
markaðsskuldabréfum og hlutabréf-
um, og allt þetta þýði að markaðs-
áhætta  lánastofnana  hafi  aukist
MAGNAÐ
TÆKI - FINEPIX 4
°n»r
--------------
m* FUJIFILM
SAMEINAR ÞRJÁR
AF HEITUSTU TÆKNI-
NÝJUNGUNUMÍDAG.
ALLT í EINUM LITLUM PAKKA.
Hágæða stafræn myndavéi» MP-3 spilari » stafræn myndbandsvél
Kostar aðeins kr. 65.900
REYKJAVÍK  &  AKUREYRI
Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyrí, s: 461 2850
verulega.
Gríðarlegur vöxtur hafi verið í út-
lánum í þessari fimm ára uppsveiflu.
í lánakerfinu í heild , að öllum fjár-
málastofnunum meðtöldum, hafi út-
lánin aukist um 80% á þessu tímabili.
Á sama tíma hafi landsframleiðslan
aukist um 25%. Þannig að það er gíf-
urleg aukning á útlánum í hlutfalli
við landsframleiðslu á þessu tímabili.
„Útlánaaukningin er að stórum
hluta, eða um liðlega helming, fjár-
mögnuð með erlendu lánsfé. Afgang-
urinn er innistæðufé eða verðbréfa-
útgáfa á innlendum markaði. Ef
horft er á fleiri einkenni útlánaþró-
unarinnar á þessu tímabili virðast
óveðtryggð lán lánastofnana hafa
aukist. Meðal annars yfirdráttarlán
til einstaklinga og það hefur verið
lánað til fyrirtækja í fasteignarekstri
í vaxandi mæli og það hefur verið
lánað í auknum mæli til fyrirtækja
vegna yfirtöku og endurskipulagn-
ingar, m.a. í sjávarútvegi og mjög
víða. Gengistryggð lán til aðila sem
ekki hafa gjaldeyristekur eða hafa
tiltölulega litlar gjaldeyristekjur
hafa klárlega aukist. Allir þessir
þættir eru nýjungar í þessari upp-
sveiflu og ég held að staðan sé þann-
ig hjá Seðlabankanum og Fjármála-
eftirlitinu, sem gjarnan vildu vita
meira um þessa stærðir, að upplýs-
ingakerfi þeirra hefur hreinlega ekki
náð að elta þróunina. Við höfum ekki
nægjanlega haldgóðar upplýsingar
um hversu mikil þessi lán eru og
þess vegna er erfítt að meta ná-
kvæmlega hversu mikil áhætta sé til
staðar," segir Yngvi Örn.
Svipaö ástand og á Norður-
löndum í kringum 1990
Hann segir að Seðlabankinn hafi
varað við þessari þróun en hún fór að
valda áhyggjum síðsumars árið 1998
hjá bankanum. Seðlabankinn hafði
sérstaklega haft hliðsjón af því sem
gerðist á Norðurlöndum í kringum
1990. „Þá gengu Norðurlöndin í
gegnum svipað skeið og við. Það er
fyrstu uppsveifluna eftir endurbæt-
.


/
!\á
"*'-.

Seðlabankinn hefur varað við að ýmis merki þróuninnar hér séu hliðstæð
því sem gerðist á nokkrum Norðurlandarma í kringum 1990.
ur og aukið frjálsræði á fjármála-
markaði. Þeir lentu í verulegum
skakkaföllum og verulegri fjármála-
kreppu sem stóð í tvö til þrjú ár sem
leiddi til alvarlegs efnahagssam-
dráttar. Ýmis einkenni þróunar hjá
þeim voru hliðstæð okkar. Það er
gífurleg útlánaaukning, mikil útlána-
aukning til einstaklinga, fasteigna-
fyrirtækja, stöðutaka í markaðs-
verðbréfum. Allt þetta gerðist þar
og síðan sló í bakseglin þegar geng-
isstefna Norðurlandanna þriggja,
Finnlands, Noregs og Svíþjóðar,
gekk ekki upp vegna ójafnvægis í
efnahagslífinu og gengið féll. Afleið-
ingin varð fjármálakreppa. Gjald-
þrot stórra lánastofnana og útlána-
kreppa. Þar að segja gífurlegt
aðhald í útlánum á meðan þær lána-
stofnanir sem stóðu voru að reyna að
koma bátnum á réttan kjöl."
Oskar Magniís-
son stjórnarfor-
maður Þyrpingar
ÓSKAR Magnússon
hefur verið ráðinn
starfandi stjórnarfor-
maður Þyrpingar hf.
Um fullt starf
stjórnarformanns er að
ræða. Á stjórnarfundi
9. nóvember sl. baðst
Sigurður Gísli Pálma-
son lausnar sem stjórn-
arformaður félagsins.
Hann er nú varafor-
maður     Þyrpingar.
Framkvæmdastj óri
Þyrpingar er Ragnar
Atli Guðmundsson.
Oskar  er  fæddur
1954. Hann lauk lög-
fræðinámi við Háskóla íslands og
mastersnámi  í  alþjóðlegum  við-
skiptarétti frá George Washington
University.
Hann hefur m.a. verið fréttastjóri
DV, hæstaréttarlögmaður, forstjóri
Hagkaups og stjórnarformaður
Baugs. Þá hefur hann hefur setið í
stjórnum fjölmargra atvinnufyrir-
tækja.
Þyrping hf. er fasteigna- og þró-
Óskar Magnússon
unarfélag. Eignir fé-
lagsins eru m.a. versl-
unarhúsnæði       í
Kringlunni og annað
verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu, Akur-
eyri og víðar. Þyrping
á fasteignirnar Hótel
Loftleiðir og Hótel
Esju. Félagið er langt
komið með uppbygg-
ingu verslunar- og
þjónustumiðstöðvari í
Spönginni í Grafar-
vogi og fyrirhuguð er
stækkun Hótels Esju
auk annarra verkefna
sem nú eru í burðarliðnum. Bók-
fært verðmæti eigna Þyrpingar er
rúmlega 10 milljarðar króna og eig-
ið fé nemur tæplega 3 milljörðum
króna. Heildar flatarmál húseign-
anna er rúmir 100 þúsund fermetr-
ar.
Helstu hluthafar Þyrpingar hf.
eru eigendur Hofs og Islandsbanki-
FBA hf., en alls eru hluthafar um
80, bæði einstaklingar og fyrirtæki.
Stefnublanda milli ríkisfjármála
og peningastefnu röng
Að sögn Yngva Arnar hefur efna-
hagsstefnan sem við höfum fylgt á
undanförnum árum sennilega að
nokkru leyti magnað þennan vanda
sem við erum að glíma við og skapað
vandamál. „Stefnublandan eða „pol-
icy mixið" milli ríkisfjármálanna og
peningastefnunnar hefur verið
rangt. Við höfum verið með of harða
peningastefnu en of slaka stefnu í
ríkisfjármálum. Afleiðingin er sú að
við höfum verið með mjög háa vexti
og hátt gengi. Það hefur leitt til þess
að viðskiptahalli hefur magnast. Við
höfum skapað erfiða stöðu fyrir út-
flutnings- og samkeppnisgreinar og
vaxtarsprotana sem þurfa að byggja
sig upp á innlendum markaði áður en
þeir geta sótt út á erlenda markaði
eftir fjármögnun. Það má auðvitað
leiða rök að því að það hefði mátt
komast hjá ofrisi hagsveiflunnar í
þessari spennustöðu sem við erum
komin í. Ef aðhald í peningamálum
hefði verið aukið fyrr á réttum tíma.
En vandamálið er það að Seðlabank-
inn og Þjóðhagsstofnun vanmátu
kraft uppsveiflunnar. Það virtist sem
að á hverju ári að vöxtur landsfram-
leiðslu myndi færast að því sem
framleiðslugetan leyfði og það gengi
síðan eftir. Eitt að því sem hefur líka
þvælst fyrir okkur er að afgangur á
ríkissjóði er sennilega ofmetinn
vegna uppsveiflunnar. Manni sýnist
það vera mikill afgangur á ríkissjóði
og tölfræðilegar athuganir hafa get-
að sýnt það að sveifluleiðréttur halli,
sem er í tísku að tala um núna, sé í
kringum 1-2% í plús. En ég held að
afgangurinn á ríkissjóði sé ofmetinn.
Við erum ekki með sveifluleiðréttan
afgang eins og tölfræðin sýnir og
ástæðan er að hluta til úreltir tekju-
stofnar eins og stimpilgjöld og
eignaskattar. Skattstofnar sem ekki
geta staðist til lengdar. Svo erum við
með vanmat á langtímaútgjöldum, lí-
feyriskerfið er eitt klárt dæmi um
það, menntakerfið og heilbrigðis-
kerfið kannski. En vandinn er sá að
afgangur af ríkissjóði, þessi glæsi-
legi afgangur sem við höfum búið
við, hann byrgir sýn á nauðsyn auk-
ins aðhalds í ríkisfjármálum og kem-
ur þar með í veg fyrir að við höfum á
undanförnum tveimur árum gripið
til aukins aðhalds í ríkisfjármálum
sem hefði getað gert það að verkum
að við hefðum getað búið til aðra
stefnublöndu, „policy mix", heldur
en við höfum búið við," segir Yngi
Örn Kristinsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84