Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Thorvaldsenskonur afhenda gjöf til barnadeildar Landspítala í Fossvogi.
Fjársöfnun til stuðn-
ings kæru til Mann-
réttindadómstólsins
FJÁRSÖFNUN er hafin til stuðn-
ings kæru sem beint hefur verið til
Mannréttindadómstóls Evrópu
vegna dóms Hæstaréttar í nóvem-
ber á síðasta ári þar sem faðir var
sýknaður af ákæru um kynferðis-
lega misnotkun á dóttur sinni þeg-
ar hún vár á aldrinum 9 til 16 ára.
í fréttatilkynningu frá samtök-
unum Átak til verndar mannrétt-
indum, sem standa að söfnuninni,
segir að fyrrnefnd kæra hafi verið
til meðferðar hjá Mannréttinda-
dómstólnum í Evrópu í Strassborg
frá því í vor. „Kæruefnið varðar 6.
gr. í Mannréttindasáttmála
Evrópu um réttláta málsmeðferð
fyrir dómi og 8. gr. sáttmálans um
friðhelgi einkalífs og persónu-
vernd.“ Segir ennfremur að kæran
varði grundvallarspurningar um
réttaröryggi og persónuvernd all-
ra íslendinga.
Kostnaður vegna kærunnar er
jafnframt talinn umtalsverður og
er vonast til að fólk sýni hug sinn í
verki svo hægt verði að fylgja mál-
inu eftir.
Reikningur söfunarinnar er nr.
44444 í Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis við Skólavörðustíg og er
hægt að greiða inn á hann í öllum
sparisjóðum og bönkum. Einnig er
hægt að greiða inn á reikninginn
með greiðsjukorti á Netinu og er
vefslóðin: atak.strik.is.
ÁRNI V. Þórsson, yfirlæknir
barnadeildar Landspítala í Foss-
vogi, og Auður Ragnarsdóttir,
deildarstjóri barnadeildarinnar,
hafa sent frá sér eftirfarandi bréf í
þakkarskyni í tilefni af 125 ára af-
mæli Thorvaldsensfélagsins:
„Sunnudagurinn 19. nóvember
2000 markar 125 ára afmæli Thor-
valdsensfélagsins. Ekki þarf að
kynna Thorvaldsensfélagið fyrir
landsmönnum, en okkur langar
fyrir hönd starfsfólks barnadeild-
ar Landspitalans í Fossvogi að
minnast í fáum orðum þess stuðn-
ings sem deildin hefur hlotið frá
Thorvaldsensfélaginu um langt
árabil.
Árið 1961 eða fyrir rúmlega 39
árum var stofnuð barnadeild við
Landakotsspítala og var sú deild
starfrækt þar í 34 ár en var flutt
19. júlí 1995 í B-álmu Borgar-
spítalans. Frá fyrstu tíð hefur
barnadeildin átt marga velunnara
og velgjörðarmenn, en af öllum
styrktaraðilum deildarinnar ber
Thorvald-
sensfélagið
125 ára
þó Thorvaldsensfélagið hæst. Árið
1972 gáfu Thorvaldsenskonur
barnadeildinni 35 fullbúin sjúkra-
rúm og má segja, að þar með hefj-
ist óslitin röð stórgjafa frá þeim.
S/ðar gáfu þær deildinni gjör-
gæsluútbúnað, innbú í foreldra-
herbergi, myndskreytingar auk
fjölda annarra gjafa, m.a. peninga-
gjöf sem var stofnframlag til
styrktarsjóðs barnadeildarinnar.
Við flutning deildarinnar í Foss-
vog sýndu Thorvaldsenskonur enn
hug sinn í verki og gáfu nær alla
innanstokksmuni á barnadeildina,
sjúkrarúm og borð, hægindastóla
fyrir foreldra í hvert herbergi,
fullkomið gjörgæslukerfi, tækja-
búnað til svefnrannsókna og
lungnaspeglunartæki. í tilefni af-
mælisins nú hafa Thorvaldsens-
konur tilkynnt veglega peninga-
gjöf til deildarinnar. Gjöfinni verð-
ur varið til uppbyggingar
endurhæfingaraðstöðu fyrir slösuð
og fötluð börn og til styrktarsjóðs
sykursjúkra barna og unglinga.
Hér hefur verið stiklað á stóru,
en af því sem upp er talið má sjá að
framlag Thorvaldsensfélagsins til
barnadeildarinnar nemur tugmillj-
ónum króna. Fyrir þennan ómet-
anlega stuðning viljum við færa
okkar innilegustu þakkir.
Til styrktar velgerðarmálum
hafa Thorvaldsenskonur ár hvert
gefið út og selt jólainerki og jóla-
kort og viljum við hvetja alla vel-
unnara félagsins og deildarinnar
til að minnast þess nú fyrir jólin.
Við sendum Thorvaldsensfélag-
inu hamingjuóskir með afmælið og
óskum þeim velfarnaðar og bless-
unar í fórnfúsu starfi í framtíð-
inni.“
Thorvaldsensfélagið
Sýnajóla-
merki í Ráð-
húsinu
I TILEFNI 125 ára afmælis Thor-
valdsensfélagsins verður sýningin
Jólamerki í 88 ár haldin í Ráðhús-
inu 18.-27. nóvember. Þar verða
sýnd jólamerki félagsins frá 1913,
frummyndir sem eru í eigu Thor-
valdsensfélagsins og nokkuð af
litaprufum. Þar verður einnig
kynnt ritið Jólamerki Thorvald-
sensfélagsins sem er nýkomið út
og saga félagsins rakin í máli og
myndum.
Sýningin verður opin frá kl. 10-
18 virka daga og 12-18 um helgar.
Aðgangur er ókeypis.
--------------
Þjóðbún-
ingakaffí
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ís-
lands heldur kaffisamsæti í Odd-
fellowhúsinu, Vonarstræti 10,
sunnudaginn 19. nóvember kl. 15-
17.30.
Ólína Þorvarðardóttir flytur er-
indi um jóla- og áramótasiði álfa.
Margrét Ásgeirsdóttir og Ása
Fanney Gestsdóttir söngkonur
syngja tvísöng. Kór kennara á eft-
irlaunum syngur og Ólafur B. Ól;
afsson leikur á harmonikku. í
fréttatilkynningu eru gestir hvattir
til að skarta þjóðbúningum.
Miðapantanir og miðasala hjá
Heimilisiðnaðarfélaginu, Laufás-
vegi 2.
Opið hús í
Hússtjórnar-
skólanum
HÚSSTJÓRNARSKÓLINN í
Reykjavík verður með opið hús laug-
ardaginn 18. nóvember.
Sýning verður á handavinnu nem-
enda og verður sýndur útsaumur,
fatasaumur, bútasaumur, prjón,
vefnaður o.fl. Seldar verða heimalag-
aðar kökur, sulta, marmelaði og
kaffi.
----H-I-----
Basar í Wald-
orfskólanum
WALDORFSKÓLINN í Lækjar-
botnum v. Suðurlandsveg heldur
jólabasar í dag, laugardag, frá kl. 14
til 17.
Þar verða til sölu handunnir munir
foreldra og barna í skólanum, kaffis-
ala og óvænt skemmtiatriði. Allir eru
velkomnir.
LANDSSAMBAND íslenskra vél-
sleðamanna í Reykjavík (LÍV-
Reykjavík) heldur sína árlegu útilífs-
sýningu, „Vetrarlíf', helgina 18.-19.
nóvember, í B&L-húsinu, Gijóthálsi
1. Sérstakur gestur sýningarinnar
verður Haraldur Ólafsson pólfari.
Sýningin er öllum opin og aðgangur
frír frá kl. 10-18 á laugardag og frá
kl. 12-18 á sunnudag.
Auk þess að kynna vélfáka af ár-
gerð 2001 munu vélsleðaumboðin
kynna og selja hjálma, hlífðarfatnað
og aðra fylgihluti. Einnig mun fjöldi
annarra fyrirtækja og þjónustuaðila
kynna ýmsar vörur, þjónustu og ör-
Jólapokar til styrktar
Foreldrahúsinu
Kringlan
styrkir
vímuvarnir
SALA hefst þessa helgi í Kringlunni
á jólainnkaupapokum til styrktar
vímuvarna.
Pokamir eru
skreyttir jóla-
myndum, og
eru stórir og
því hentugir
fyrir jóla-
innkaupin.
Jólapokarnir
verða seldar
allar helgar til
jóla.
Þeir sem selja pokana í Kringlunni
eru foreldrar í foreldrahópi Vímu-
lausrar æsku, en Vímulaus æska og
Foreldrahópurinn reka Foreldra-
húsið.
Verð hvers poka er 300 kr.
yggisbúnað er tengist almennri úti-
vist og vetraríþróttum.
Útilíf er aðalstyrktaraðili sýning-
arinnar og jafnframt einn af fjöl-
mörgum sýningaraðilum. Fyrirtæk-
ið mun m.a. kynna það nýjasta í
vetrar- og útivistarfatnaði og leggja
áherslu á ýmsan öryggisbúnað til
fjalla eins og t.a.m. snjóflóðaýlur, en
þær eru ómissandi öryggisbúnaður
fyrir vélsleðamenn. Haraldur pólfari
verður gestur Útilífs báða dagana og
kynnir bók sína um gönguna á Norð-
urpólinn ásamt því að kynna Cintam-
ani-fatnaðinn er hann klæddist í
ferðinni, segir í fréttatilkynningu.
o
t)
FUJIFILM
SAMEINAR ÞRJÁR
AF HEITUSTU TÆKNI-
NÝJUNGUNUM í DAG.
ALLT í EINUM LITLUM PAKKA.
Hágæða stafræn myndavél« MP-3 spilari ■ stafræn myndbandsvél
Kostar aðeins kr. 65.900
PröWÁij-yA'flgihi
REYKJAVÍK & AKUREYRI
Skipholtí 31, Reykjavik, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850
Útilífssýning
haldin í B&L