Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 7

Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 7
FRÆKORN 187 Peir seni hafa gamalmenni að annast þurfa að muna það, að þau þurfa sérstaklega hlý og þægileg herbérgi. Lífskrafturinn þverrar eftir því sem árin færast yfir, og þá verður mótstöðuaflið minna ef misjöfnu er að mæta, þess vegna er alveg ómissandi fyrir gamalt fólk að hat'a sól og hreint hressandi loft í ríkum mæli. Hreinlæti. Hreinlæti hefir mjög mikla þýð- ingu fyrir heilbrigði mannsins bæði á sál og líkama. Böð eru nauðsynleg til þess að halda opnum svitaholunum, annars geta hin óhreinu efni ekki flust burt úr líkamanum gegn um húðina og óþörf byrði verður lögð á hin önnur líffæri. Flestir hefðu mikið gagn af því að baða sig annaðhvort á hverjum morgni eða hverju kvöldi í köldu eða halfvolgu vatni. Sé þetta gjört á skynsamlegan hátt þá verður manni ekki eins hætt við innkulsi því baðið örfar blóð- rásina. tJetta hefir upplífgandi áhrif bæði á geðslagið og líkama mannsins. Vöðvarnir verða lið- ugri og hugsunin skyrari. Böð styrkja taugarnar, greiða starf magans, þarmanna og lifrarinnar, með því að styrkja þessi líffæri, og bæta þannig meltinguna. Pað er einnig nauðsynlegt að gæta hreinlætis með fatnaðinn. Föt þau sem menn bera næst sér, taka móti þeim óhreinu efnum sem gufa út gegn um húðina og sé ekki stöðugt skift um þau, hindra þau húðina í starfi sínu. Óþrifnaður, í hverri mynd sem hann kemur fram spillir heilsunni. Drepandi sóttkveikjuefni þrífast í dimmum afkimum, þar sem ýms efni eru látin fúna niður í raka og myglu. Engin jurtaefni eða rotin blöð niega liggja kringum húsin til að rotna þar og eitra loftið. Engin óhrein eða rotin efni má láta vera innan takmarka heimilisins. Fullkomið hreinlæti, ríkulegt sólskin, og í öllu að fylgja heilsu- fræðisreglum er nauðsynlegt til þess að umflýja sjúkdóm og vera glaður og iiamingjusam- ur. E. W. w nrn /Srtn* /y/o Z7&Ö '/nt> /oJ/v/ ••t/c /9/o '9/o 910 Halleys halastjarna. Edmund Halley var enskur töl- vitringur og stjörnufræðingur, hann var fæddur 29. okt. 1656. Á sínum tíma var hann álitinn mikill vísindamaður. Árið 1713 var hann skrifari hjá konunglegn félagi í Lundúnum, sem sendi hann til Danzig til að skera úr málum með það, hvort betra væri að skoða stjörnurnar í sjón- auka eða með berum augum. 1680 — 82 var hann sendur til Frakklands og Ítalíu til að koma á samvinni milli stjörnuturnanna í Lundúnum og París. Á leið- inni milli Calais og París athug- aði hann stóra halastjörnu, og árið 1705 reiknaði hann út braut hennarsamkvæmt fræðikerfi New- tons, og gekk út frá því að það væri sama halastjarnan sem sást árið 1531, 1607 og 1682 og sagði fyrir að hún mundi koma fram aftur árið 1759, en liann dó árið 1742, en svo kom hala- stjarnan í Ijós einmitt árið sem hann hafði sagt fyrir síðan hef- ir hún borið nafn hans. Um- ferðartími þessarar halastjörnu er því 70 — 80 ár. Hvert skifti sem hún kemur fram, er það ný kynslóð sem fær að sjá hana, áþeimtímum sem menningin stóð

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.