Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 112. tölublaš-  Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989.
Breiðsíðan
-\
Ný sjónvarpsstöð:
Áskriftargjöld Stöðvar 3 verða
lægri en Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins
- segir Indriði G. Þorsteinsson
„Ég get ekki svarað því hvenær
Stöð 3 fer í loftið. Það stóð til að hefja
útsendingar í haust en nú hefur ver-
ið fallið frá því. Áhuginn fyrir stöð-
inni er samt sem áður mikill ef dæma
má af þeim fyrirspurnum sem við
fáum frá almenningi varðandi
hana," segir Indriði G. Þorsteinsson.
„Viö stefnum að því að þetta verði
lítil og ódýr stöð sem á að geta þjón-
að bæði landsbyggðinni og höfuð-
borgarsvæðinu. Við munum kapp-
kosta að halda öllum kostnaði í al-
geru lámarki. Til dæmis ætlum við
okkur ekki að reka dýrar fréttastofur
eins og Stöð 2 og Sjónvarpið gera.
Samt sem áður komum við til með
að vera með einhvers konar fréttir,
til dæmis textafréttir eða eitthvaö í
þeim dúr. Við munum hins vegar
ekki kosta þeim ósköpum til sem hin-
ar sjónvarpsstöðvarnar gera til að
reka fréttastofu. Dagskráin mun svo
samanstanda af kvikmyndum og
framhaldsþáttum auk þess sem við
munum verða með innlent sjón-
varpsefni sem við hyggjumst fram-
leiða með tiltölulega litlum tilkostn-
aði.
Það verður ekki margt fólk sem
kemur til með að vinna á Stöð 3, við
stefnum að því að það verði ekki
fleiri en 20-25 manns sem starfa við
fyrirtækið.
Að hluta til munum við fjármagna
rekstur Stöðvar 3 með auglýsingum
og svo áskriftargjöldum en þar sem
við verðum með fátt fólk í vinnu og
munum ekki kosta miklu fé til að
reka fréttastofu komum við til með
að geta boðið miklu mun lægri af-
notagjöld en Sjónvarpið og Stöð 2."
- Stjórnendur Stöðvar 2 hafa lýst
því yfir að þið getið ekki sent í gegn-
um sömu afruglara og hún notar?
„Dagskráin verður send út rugluð
og því verður fólk að gerast áskrif-
Indriði G. Þorsteinsson segir að það séu engin illindi á milli Stöðvar 2 og
Stöðvar 3.
endur að henni. Að okkar mati eiga
sjónvarpsáhorfendur að geta notað
sömu afruglara fyrir sjónvarpsstöð-
ina og fyrir Stöð 2. Það er almenning-
ur sem kaupir þessi tæki og sam-
kvæmt okkar mati á það afruglarann
og hver og einn á að geta notað hann
að eigin geðþótta. Það á að vera hægt
að ná 10-20 stjónvarpsstöðvum í
gegnum hvern afruglara og við
sjáum ekki að það sé hægt að ein
sjónvarpsstöð geti beitt einokun á
tækið. Við myndum til dæmis aldrei
setja okkur á háan hest þó einhverjir
fleiri bættust í hópinn og vildu fara
að sjónvarpa. Það er frjáls sam-
keppni á þessum markaði. Annars
er ekkert illt á milli okkar og Stöðvar
2 út af þessu máh og sjálfsagt getum
við komist að einhvers konar sam-
komulagi um það."
Eins og áður sagði 'er ekki ljóst
hvenær Stöð 3 fer í lóftið. Öll vinna
við hina nýju sjónvarpsstöð er raun-
ar á frumstigi og um þessar mundir
er unnið að því að reikna út stofn-
kosnað hennar og athuga hver
rekstrargrundvöllurinn verði.
Sótt var um leyfi til sjónvarpsrekst-
urs síðastliðið haust og var leyfið
veitt fljótlega eftir umsókn. Eigandi
Stöðvar 3 er ísfilm en hluthafar í því
fyrirtæki eru: Samband íslenskra
samvinnufélaga, Almenna bókafé-
lagið,.Haust hf., Dagblaðiö Tíminn,
Aða hf., auk þess sem Frjáls fjölmiðl-
un á hlut í fyrirtækinu.
Að lokum vildi Indriði G. taka það
fram að hann væri enginn prímus
mótor í þessu máli. Hann væri ritari
stjórnar ísfilm og hefði þar af leið-
andi sótt um leyfið fyrir stöðina.
„Síðan er þetta hengt á mig en það
er ekki einugis ég sem á að svara
fyrir Stöð 3 heldur er það öll stjórn
ísfilm."
-J.Mar
Þú ert 2000 krónum ríkari!
Þó að sumariö sé ekki alveg komiö hvað veðurfar snertir hefur komiö fyrir að sólin hafi látið sjá sig á höfuðborgarsvæðinu. Liklega rætist úr veðrinu
nú þegar veðurfræðingar ganga aftur að störfum sínum. Maður má að minnsta kosti vona að veöurguðirnir hafi verið að sýna andúö sina á löngu
verkfalli. Hvað sem því líður létu þessi litlu engan bilbug á sér finna og fengu sér ís, rétt eins og sumarhitinn væri að kæfa þau. Við verðlaunum
annað þeirra þessa vikuna með tvö þúsund krónum. Þeir peningar ættu að duga fyrir nokkrum íspinnum í sumar. Sá er hér hefur hring um höfuð sér
er því tvö þúsund krónum ríkari og má vitja peninganna á ritstjórn DV, Þverholti 11.
-ELA/ DV-mynd Brynjar Gauti
Priscilla Presley, sú er leikur
Jennu í Dallas, hefur þénáð heil
ósköp á kvikmynd sem gerð var
eftir bók hennar, Elvis og ég. Þeir
peningar eru taldir í hundruðum
milljóna og ekki er öll nótt úti enn
í þeim efnum, Þá má geta þess
að Priscilla verður amma í lok
þessa mánaðar. Dóttir hennar og
Elvis Presley, Lisa Marie, á von
á sér innan skamms...
Leikkonan fræga, Jane Seymo-
ur, er um þessar mundir aö leika
í kvikmynd sem fjallar um Mari-
e-Antoinetta og frönsku bylting-
una. Það hefur vakið athygh að
mótleikarar hennar í myndinni
eru meðal annarra börn hennar,
Katie, þriggja ára og Sean, ,sex
ára.
Tom Sellect, sem við þekkjum
kannski best sem leynilögreglu-
manninn Magnum, hefur hótað
því að raka af sér skeggið enda
segist hann vera orðinn leiður á
því. Framleiðendur þáttanna um
leynilögreglumanninn snjalla
eru ekki sammála því og benda
leikaranum á að ef hann bara
snertir eitt hár þá verði samning-
um rift umsvifalaust.
BítiUinn fyrrverandi, Paul
McCartney, er orðinn leiður á að
hanga heima. Hann hefur nú í
hyggju að. gera plötu með Elvis
Costello og síðsumars hyggur
hann á tónleikaferð um heiminn.
Það eru þrettán ár síðan hann fór
í síðustu tónleikaferð svo vænt-
anlegá finnst sumum kominn
tímitil.
Leikarinn Richard Chamberla-
in er ekki bara hetia í kvikmynd-
um. Nýlega sá hann hvar stórt
og stæðilegt naut kom hlaupandi
í átt að móður og bárni sem voru
á gangi nálægt húsi hans á
Hawai. Chamberlain brá skjótt
við og bjargaði barninu og móö-
urinni. Hins vegar mun móður-
inni hafa brugðið meira við að sjá
framan í bjargvættinn en nautið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64