Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992. MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992. 31 íþróttir DV íþróttir Allt stefiiir í geysiharða keppni sex liða Austurdeildar um þrjú sæti í úrslitakeppni bandarísku NBA- deildarinnar í körfuknattleik. Nokkuð ljóst er að Chicago, Cleve- land, NY Knicks, Ðetroit og Boston £ara áfram en um hin þrjú sætin beijast Atlanta, Indiana, 76ers, Miami, Milwaukee og NJ Nets, en sáralítið skilur þessi sex liö. í Vesturdeildinni fara Portland, Golden State, Utah, Phoenix og SA Spurs mjög líklega áfram. Houston og Seáttle standa þokkalega að vígi en Los Angeles Lakers og Los Angeies Clippérs stefna i hörku- baráttu um 8. sætið. Boston steinlá í nótt Átta leikir íoru fram í nótt og þar fór flest eftir bókinnL Athygli vek* ur þó að Boston Celtics fékk 21 stigs skell í Milwaukee sem hefur átt frekar erfltt uppdráttar í vetur. Úrslitin í nótt urðu þessi: NJ Nets - Chicago....... 79-90 Orlando - NY Knicks......86-99 Mílwaukee - Boston......127-106 Houston - LA Clippers...100-92 Denver - Sacramento.....118-100 Phœnix - Dallas..........92-81 Portland - Minnesota....111-91 Seattle - Golden State..107-119 -VS Hvor þeinra hefur betur á morgun? Margir telja þá Rondey Robinson hjá Njarðvik, til hægri, og Haukamann- inn John Rhodes bestu körfuboltamennina sem leika hér á landi i vet- ur. Það veröur spennandi að sjá hvor þeirra hefur betur á morgun. Blkarúrslitaleikimir í körfunnl á morgun: Suðurnesjaliðin sigurstranglegri -Njarðvík-Haukaríkarlaílokki - KeflavíkogHaukaríkvennaflokki Bikarúrslitaleikirnir í körfuknatt- leik fara fram í Laugardalshöllinni annað kvöld, fimmtudagskvöld. Klukkan 18 mætast Keflavík og Haukar í úrslitum í kvennaflokki og klukkan 20 hefst úrslitaleikur Njarð- víkur og Hauka í karlaflokki. Suðurnesjaliðin eru sigurstrang- legri í báðum tilfellum. Njarðvíking- ar unnu 21 leik af 26 í Japisdeildinni í vetur og þykja líkleg meistaraefni en Haukar urðu næstneðstir í sínum riðli með 12 sigra í 26 leikjum. Njarð- vík vann báða leiki liðanna í deild- inni, 100-80 í Hafnarfirði og 92-90 í Njarðvík. Bæði karlaliðin tefla fram sínum sterkustu liðum. Meiðsh og veikindi hafa þó herjað á Haukana en allir verða með og hjá Njarðvík eru allir heilir. Kvennaliðin veröa einnig bæði með sína sterkustu leikmenn. Keflavíkurstúlkurnar eru komnar með aðra höndina á meistaratitilinn eina ferðina enn, hafa unniö 16 leiki af 17, en Haukastúlkurnar eru þær einu sem geta náð þeim og hafa unn- ið 13 leiki af 16. Keflavík hefur unnið tvo leiki liðanna á íslandsmótinu, 60-d2 og 65-52, báða í Keflavík, en Haukar unnu í Hafnarfirði, 54^16, og liðin eiga eftir að mætast einu sinni. Bæjarstjórar kaupstaðanna þriggja, sem í hlut eiga, verða heið- ursgestir á leikjunum. Reyndar verð- ur Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, fulltrúi Hafnarfjarðar þar sem Guðmundur Árni Stefáns- hjá Robinson og Rhodes - barátta þeirra mun ráða miklu hvar bikarinn lendir Það er útht fyrir mikiö einvígi milli tveggja af öflugustu körfuknattleiks- mönnunum sem leikið hafa hér á landi í vetur þegar Njarðvík og Haukar mætast í úrslitaleik bikar- keppninnar í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þar eigast við Banda- ríkjamennirnir kraftmiklu, Rondey Robinson hjá Njarðvik og John Rho- des hjá Haukum. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa aldrei áður tekið þátt í bikarúrslita- leik og eru sammála um að barátta þeirra tveggja muni ráða miklu um hvaða lið hampar bikarnum glæsi- lega sem DV gaf til keppninnar á sín- um tíma. Sá sem verður harð- ari af sér sigrar „John er góður leikmaður og sá sem verður harðari af sér sigrar. Það mun hafa mikið að segja fyrir úrslit leiks- ins hvor okkar hefur betur. Ef annar skorar 30-40 stig og tekur 25 fráköst mun það vega þungt. En John er ekki sá eini hjá Haukum sem viö þurfum að vara okkur á, við verðum að halda Jóni Arnari niöri, hann er mjög hættulegur, og sömuleiðis Henning," sagði Rondey Robinson í samtali við DV í gær. Robinson skoraði 22,6 stig aö með- altali í leik í vetur og tók 15,8 prósent fráköst að meöaltali. Vítanýting hans var 62,7 prósent og hittni innan víta- teigs 68,36 prósent. Vona að dómararnir leyfi okkur að takast á „Ég er mjög spenntur fyrir leiknum en viö Haukamenn höfum engu að tapa. Enginn bjóst við því að við næðum svona langt og við munum reyna að notfæra okkur það. Njarð- vík er með frábært lið og til að sigra þurfum við allir að gefa 110 prósent í leikinn og hlutirnir þurfa að ganga vel upp. Það er alltaf slagur þegar við Rondey mætumst en ég vona bara aö dómaramir leyfi okkur að takast á. Viö erum báðir mjög líkam- lega sterkir og beitum skrokknum en viö erum ekki grófir leikmenn og dómararnir þurfa ekki að vera sí- flautandi þótt við berjumst um bolt- ann,“ sagði John Rhodes. Rhodes skoraöi 26 stig að meöaltali í leik með Haukum í vetur og tók 18,7 fráköst að meðaltali. Vítanýting hans var 38,3 prósent og hittni innan vítateigs 65,13 prósent. -VS Stef nir í mikið einvígi son er erlendis, en Kristján Pálsson kemur frá Njarðvík og Ellert Eiríksson frá Kefla- vík. Báðir eru þeir fastagestir á heima- leikjum sinna liða. Bergur Steingrímsson og Kristinn Ósk- arsson dæma karlaleikinn en þeir Krist- inn Albertsson og Jón Otti Ólafsson dæma kvennaleikinn. -VS Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar árið 1990 og hér heldur Hreiðar Hreiðarsson, fyrr- um fyrirliði liðsins, á hinum glæsilega bikar sem DV gaf fyrir nokkrum árum. Skíðalands- mótiðíóvissu Enn ríkir óvissa um hvar skíöa- landsmótið verður haldið en vegna spjóleysis eru litlar líkur á að Dalvíkingar og Ólafsfirðingar geti séð um það eins og ráð var fyrir gert. Nú er helst horft til þess að nægur snjór veröi í Hlíö- arfjalli við Akureyri en reynt verður að taka endanlega ákvörðun um mótsstaö um næstu helgi. -VS Bogdan Wenta, til vinstri, í leik gegn Islendingum fyrir nokkrum árum. Hann meiddist illa á hendi og leikur ekki með Pólverjum í B-keppninni. Líkumar á að Júlíus leiki með landsliðinu hafa aukist: Wenta meiddist illa - leikur ekki með Bidasoa og pólska landsliðinu næsta mánuðinn Stefan Kristjánsson, DV, Linz: Líkurnar á því að Júlíus Jónasson komi til liðs við íslenska landsliðið hér í Linz og leiki með íslenska liðinu gegn því hollenska á morgun hafa stóraukist. Júlíus og félagar í Bid- asoa eiga að leika gegn Teka í bikar- keppninni í kvöld og ef Bidasoa tapar leiknum heldur Július rakleitt hing- að til Linz í kvöld. Pólverjinn Bogdan Wenta, lang- besti leikmaður Bidasoa og einn besti handboltamaður heims, meiddist síðasta fóstudag í leik gegn Atletico Madrid. Hann féll í gólfið og einn leikmanna Atletico steig illa á hönd hans. Stór skurður opnaðist í lófan- um sem þurfti að sauma þannig aö talið er að hann verði frá keppni næsta mánuðinn. Þá er varamark- vörður hðsins einnig frá vegna meiðsla. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir Bidasoa heldur einnig pólska landsliðið sem tekur þátt í B-keppn- inni hér í Austurríki. „Það verður að segjast eins og er að það er mjög svo skrítin aðstaöa að vita ekki hvort það verður Júlíus eða Alfreð sem verður sextándi leik- maður okkar í þessari keppni. Og það kemur sér vitaniega illa. En eftir meiðsli Wenta verður að telja líkurn- ar meiri á því að það verði Júlíus sem komi til liðs við okkur," sagði Þor- bergur Aðalsteinsson landsliðsþjálf- ari í samtali við DV í gær. Pólverjar verða að öllum líkindum meðal mótherja íslands í milhriðli B-keppninnar og það er mikið áfall fyrir þá að fara í keppnina án Wenta sem hefur borið Uð þeirra uppi mörg undanfarin ár. Kvíði í strákunum Stefan Kristjánsson, DV, Línz: íslenska lansliöið í handknattleik kom um kvöldmatarleytið 1 gær til iðnaðarborgarinnar Linz i norður- hluta Austurríkis þar sem liðið mun leika þrjá fyrstu leiki sína í B-kepninni. Liðið leikur fyrsta leik sinn i keppninni á morgun kl. 17 að íslenskum tíma í glæsilegri íþróttahöll sem rúmar á bilinu 5-8 þúsund áhorfendur. Greinilegt var á íslensku leik- mönnunum í gær og þjálfurum liðsins að þeir óttast andstæðinga sina mjög í þessari keppni og mik- ill kviði er I íslenska liðinu. Eftir gríðariega strangan undirbúning síðustu vikurnar, þar sem æft var tvívegis á degi hvetjum og leiknir voru sjö landsleíkir á niu dögum, er íslenska liðið spurningarmerki sem aldrei fyrr og í raun er ómögu- legt aö gera sér grein íyrir því hvar liðiö stendur. En íslensku leik- mennirnir eru staöráðnir í að standa sig, hópurinn er hreint ótrú- lega vel samstilltur og víst að allir munu gera sit besta til að leggja Hollendinga að velli á morgun. Hávaxnir Hollendingar Lið Hollendinga hefur veríð í nokk- urri framför að undanfömu og er lið þeirra í dag óvenju hávaxið. Fastíega má búast við því aö liðiö leiki 6-0 vörn gegn Islendingum. íslendingar hafa hingað til ekki átt í erfiðleikum með lið Hollendinga á stórmótum. Eitt er það þó sem dregur verulega úr bjartsýni manna að þessu sinni. Holiending- ar era þekktir fyrir að byija afar vel á mótum en dala svo verulega þegar á liður. Þeir gætu því bitið hressilega ffá sér á morgun og ís- lenskur sigur síður en svo öruggur. Hlaupið á götum Linz Þegar landsliðið kom til Lánz í gær og ekki var hægt að útvega liðinu æingu í íþróttahöllinni. Þorbergur þjálfari var hins vegar ekki á því að gefa sínum mönnum frí heldur lét hann strákana hlaupa úti á göt- um Linzborgar enda nauðsynlegt fyrir okkar menn að iiðka sig að- eins eftir 14 kiukkustunda ferðalag. Bestu íslensku dómaramir dæma í B-keppninm: Dæma líklega í C-riðli: Stefán Kristjánsson, DV, Linz: Bestu íslensku handknattleiks- dómaramir Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlingsson verða á meðal þeirra dómarapara sem dæma í B- keppninni. Þeir komu til Austurríkis með íslenska liðinu í gær. Ekki er búið að ákveða í hvaða riðli þeir dæma en í samtali í gær sögðu þeir félagar að líklegast myndu þeir dæma í C-riðli en ieikir í riðlinum fara fram í borginni Lustenau, um 850 kílómetrum frá Vín og nánast í hinum enda landsins. I C-riðh leika Sviss, Búlgaría, Kína og Argentína. Argentína kom óvænt inn í keppnina á síðustu stundu eftir að Kúba ákvað að senda ekki lið vegna fjárhagsörð- ugleika. Gettu betur á markaðinn Gettu betur, nýtt tímarit fyrir knattspyrnuáhugamenn og tipp- ara, er komið út í fyrsta skipti. Sel-útgáfan gefur blaðið út en rit- stjóri þess er Eirikur Jónsson, getraunasérfræðingur DV. Fyrsta tölublaðið er 24 biaðsíður og þar er ítarlega fjallað um get- raunir og getraunakerfi, og með- ai annars er birt kerfi sem gaf 10 milljóna vinning. Auk þess er Manchester United rækilega kynnt og einnig mikiö skrifað um Evrópumót félagshða. Enski boltinn ígærkvöldi Úrslit leikja í ensku knatt- spyraunni í gær urðu þannig: 1. deild Notts County-Everton...0-0 2. deild Bristol C-Wolves....... Cambridge-Middlesbr.. Grimsby-Leieester........ Ipswich-Watford........ Southend-Portsmouth.. Swindon-Tranmere...... 3. deild Bolton-Birmingham........1-1 4. deild Gillingham-Rochdale......0-0 Scarborough-Ghesterfield.3-2 Skoska úrvalsdeildin Airdrie-Dundee Utd.......1-0 Celtic-Motherwell........4-1 -GH Marseille vann liðACMilan Frönsku meistararnir í Mar- seilie unnu 1-0 sigur á ítalska lið- inu AC Milan í vináttuleik í Mar- seille í gærkvöldi. Markamaskín- an Jean Pierre Pain skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu. í frönsku 1. deildinni vann St. Etienne sigur á Nantes, 2-1. í þýsku úrvalsdeiidinni geröu Du- isburg og Fortuna Dusseldorf 2-2 jafhtefli. -GH Sviar uröu í gær Evrópumeist- arar í karlaflokki í borðtennis þegar þeir unnu sigur á Þjóðverj- um í urslitum, 4-0. Sigurlið Svía var þannig skipað: Jan-Ove Waldner, Jörgen Persson, Peter Karlson og Erik Lindh. -GH Júlíus í erfiðri stöðu - lið hans þarf að tapa á Spáni svo hann geti leikið gegn Hollendingum „Ég fer aldrei í leik með því hugar- fari að tapa og hef ákveðið að taka leik- inn við Teka sem hvern annan leik. Það myndi líta afar illa út ef ég léki illa og við töpuðum leiknum," sagði Júlíus Jónasson, handknattleiksmað- ur hjá Bidasoa á Spáni, í samtali viö DV í gær. Júlíus er í afar erfiðri stöðu. Hann á að leika með Bidasoa gegn Teka í 8-liða úrshtum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. Vinni Bidasoa leikinn'er ljóst að hann getur ekki leikið meö íslenska landsliðinu í B-keppninni í Austurríki. Tapi Bidasoa, mun Júlíus halda strax í fyrramálið tii móts við landsliöið í Austurríki. „Það verður að segjast eins og er að við eigum frekar litla möguleika gegn Teka. Margir leikmanna okkar eru meiddir, þar á meðal Bogdan Wenta og markvörðurinn, og hópurinn er lít- ill fyrir þennan leik,“ sagði Júlíus. Vinni Bidasoa leikinn, spilar liðið í undanúrshtum keppninnar á föstudag, og þá yrði Alfreð Gíslason kallaður til AusturríkisístaðJúlíusar. -VS Finals-bolir til styrktar SSÍ Sundsamband íslands fékk á dögunum afhentan fyrsta Barcelona ’92 Fin- als-bolinn en slíkir bolir veröa seldir um land allt á næstu dögum til styrkt- ar ólympíuliði íslands i sundi. Þetta tengist samningi SSÍ og sundfatafram- leiðandans The Finals sem Austurbakki hf. hefur umboð fyrir. Á myndinni tekur Guðfinnur Ólafsson, t.v., formaður SSÍ, við bolnum af Birni L. Þóris- syni hjá Austurbakka hf. DV-mynd Hanna 1. deild kvenna í handbolta: Óvæntur sigur ÍBV á Val ÍBV sigraði Val í 1. deild kvenna í handknattleik, 15-16, að Hlíð- arenda í gærkvöldi eftir að stað- an hafði verið 7-9 í leikhléi. Eyjastúlkur komu muu ákveðnari til leiks og höfðu þær yflrhöndina nær allan tímann. Valsstúlkur náðu þó að jafna und- ir lokin. Staðan var 15-15 þegar um 4 mín- útur voru eftir og fengu bæði lið tækifæri á aö komast yfir. Þegar 20 sekúndur voru til leiksloka náði Þórunii Jörgensdóttir, markvörður ÍBV, að veria víti, Eyjastúlk- ur nýttu sér þetta komust í hraðaupphlaup og fiskuöu vítakast og úr því skoraði Stef- anía Guðjónsdóttir örugglega og tryggði ÍBV þar með sigurinn. Mörk Vals: Kristín 5,- Una 4, Ama 3, Soffia 2, Lilja 1. Mörk ÍBV: Stefanía 8, Judit 4, Ingibjörg 3, íris 1. -BÓ Stefán Kristjánsson íþróttafréttamaður DV skrifar frá ^ Austurríki IÞROTTAFÉLAGIÐ LEIKNIR Aðalfundur félagsins 25. mars í Gerðubergi kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Leiknis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.