Þjóðviljinn - 06.03.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.03.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. marz 1957 — ÞJÖÐVILJINN —(9 % ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRtMANN HELGASON Alexander Weir, reyndur leikmaður og þjálfari ráðinn til starfa hjá Knattspyrnuiélaginu Val Eins og skýrt var frá liér í blaðinu í gær, hefur Knatt- spyrnufélagið Valur ráðið til sín brezkan þjálfara, Alexander Weir að nafni. Muu hann þjálfa alla aldursflokka félagsins til 1. október n. k. Alexander Weir er fertugur að aldri, fæddur og uppalinn í Skotlandi. Hann lék með skozk- um unglingaliðum til 17 ára aldurs, en þá var hann keyptur af hinu kunna atvinnumanna- liði Preston Northend. Lék Weir síðan með liðinu í stöðu innherja, oftast vinstra megin, á stríðsárunum og allt fram til ársins 1946, er liðið Watford keypti hann. Síðar lék hann með Northampton Town og gegndi jafnframt stöðu íþrótta- kennara við menntaskóla einn i Kensington. Árið 1950 réðist hann sem þjálfari til knattspyrnufélags- .ins Berne í samnefndri borg í Sviss. Starfaði hann þar um þriggja ára skeið, bæði hjá fyrrgreindu félagi og svissneska knattspymusambandinu. Átti hann þá þátt í að undirbúa svissneska landsliðið fyrir marga milliríkjaleiki. Að lokinni Svisslandsdvölinni var Weir ráðinn ríkisþjálfari í Burma. Náði hann þar mjög góðum árangri á tiltölulega skömmum tíma. Má til dæmis geta þess, að lið Burma tók þátt í svonefndu olympíuleikj- um Asíubúa á s.l. ári og tapaði þá engum leik; tóku þó mörg ágæt lið þátt i keppninni. Weir gegndi þjálfarastörfum ! Burma. um þriggja ára skeið eða til s.l. hausts, er hann fluttist til Englands. Hóf hann þá að þjálfa áhugamannalið Heyes, hefur honum tekizt að vinna liðið mjög upp, þannig að nú er það í undanúrslitum bikarkeppni brezkra áhuga- mannaliða. Þessi stutta frásögn sýnir, að Alexander Weir hefur mikla reynslu í knattspyrnuíþróttinni, bæði sem leikmaður og þjálfari. Binda Valsmenn því miklar vonir við starf hans hér í vor og sumar. Ummæli Jóns Pálmasonar og Alexander Weir. Sjö leikir á laugardag 101 m stökk í Noregi Norðmenn hafa aldrei verið sérlega hrifnir af hinum stóru stökkbrautum fyrir skíðamenn. Þeir hafa skilgreint stökkin á þann hátt að þeir kalla stökkin i stóru brautunum ,,skíðaflug“, en í þeim minni „skíðastökk“ Þeir hafa ekki viljað byggja s’tórar stökkbrautir eins og gert er í Mið-Evrópu, en vilja halda sig sem mest við stökk- brautir eins og viðurkenndar eru til keppni í HM-mótum og OL-mótum. Það þótti því til tíðinda er Norðmaður einn stökk 101 m í norskri stökkbraut, en það hef- ur ekki komið fyrir áður að stokkið hafi verið yfir 100 m í Noregi. Var það í Rena-stökk- hrautinni sem þessi árangur náðist. Afreksmaðurinn heitir Asbjörn Aursand, og er aðeins 20 ára gamall. Hann stökk í hinum nýja stökkstíl, sem Finnar og Rúss- ar hafa náð góðu valdi yfir. M.fl. karla: FH—AftureUUng 27:19 (14:lft) (13:9) Leikur þessi var fremur harð- ui, en þó .iafnframt mjög hratt leikinn. Strax í fyrri hálfleik tók FH forystuna og hafði um tíma 7 mörk yfir, en Afturelding herti sig nokkuð undir lok hálf- leiksins og tókst að mjókka bilið talsvert þannig að leikstaðan var 14:10 FH í vil í leikhléi. Fyrri hluta síðari hálfleiks var leikur- inn fremur jafn og lá þá við að Mosfellssveitarmönnum tækizt að jafna metin (18:17), en úr þvi fór úthaldsleysi þeirra að segja til sín og síðustu 10 mín. leiksins skora Hafnfirði.ngar 9 mörk, en Afturelding ekki nema 2. Lið FH átti fremur góðan leik og sýndi enn einu sinni að ekki skortir það úthald. Beztir í Jiði FH voru þeir Ragnar, Ein- ar og Borgþór. Lið Aftureldingar barðist vel og náði góðum leik á meðan úthaldið var fyrir. hendi, en úr því var það sama sagan og í leiknum við KR. Beztir í líði Aftureldingar voru þeir Halldór Sigurðsson, Helgi Jónsson og Halldór Lárusson. Dómari var Valur Benedikts- son og gerði hann því starfi góð skil. 2. fl. kvenna FH—Ármann 9:4 FH vann hér verðskuldaðan sigur, sem þó var mest að þakka Guðlaugu, er skoraði öll mörk FH að einu undanskildu. Guð- laug er í algerum sérflokki hv.að getu snertir. f fyrri hálfleik hafði FH algjöra yfirburði, en seinni liálfleikur var hinsyegar mun jafnari. Markvörður Ár- mánns sýndi ágætan leik. 2. fl. kvenna KR—Valur 6:4 KR-stúlkurnar skoruðu fyrstu 2 mörkin, en Valsstúlkurnar tóku brátt að jafna. Var leikur- inn fremur jaín,. en á síðustu 3 nún. tókst KR að tryggja sér sigurjnn. Liðin voru jöfn að getu, vamarleikur beggja mun betri en sóknarleikurinn, sem var rnjög í molum. 3 fl. karla B. FH—KR 13:11 Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, bæði liðin höfðu á að skipa liðtækum skotmönnum, en sam- leikur beggja var allbágborinn, því að einstaklingshyggja virtist vera allsráðandi. Hafnfirðingar höfðu forustuna. í þessari „skot- keppni“ nær allan leikinn og var sigur þeirra réttlát úrslit. M fl. kvenna: Fram—Fróttnr 6:6 Leikur þessi var nokkuð harð- ur og var oft bariz meira af kappi en forsjá. Framan af var leikurinn mjög jafn, oftast nær jafntefli, en á síðustu min. fyrri hálfleiks tókst Þróttarstúlkunum að ná yfirhöndinni og var leik- staðan 5:3 Þrótti í hag i leik- hléi. Strax í b.yrjun seinni hálf- leiks bæta Þróttarstúlkumar 1 rnarki við og bjuggust nú margir við sigri Þróttar. Sú varð þó ekki raunin á, því að þær skor- uðu ekki fleiri mörk i þessum leik, heldur voru það nú hinar leikvönu en æfingarlitlu Fram- stúlkur sem tóku leikinn í sínar hendur og tókst þeim að jafna metin skömmú fyrir leikslok. Lið Þróttar sýndi ágætan leik í fyrri hálfleik, en í þeim síðari voru þær mjög daufar og var sem þær skorti úthald til þess að halda sama hraða og í fyrri hluta leiksins. Beztar í liði Þrótt- ar voru þær Gréta, Helga og Elin. Mörk Þróttar skoruðu: Helga 4, Elín 1 og Guðrún 1. j Framstúlkurnar sýndu nú enn sem fyrr, að þær skortir ekki baráttuviljann og leikreynsluna, en hinsvegar eru þær í lítilli æf- ingu. Beztar í liði Fram voru þær Ólína, Inga Lára og Ragna. Mörk Fram skoruðu: Inga Lára 3. Ólína 2 og Árný 1. 2 fl. karla: ÍR—Víkingur 19:11 Víkingar stó.ðu sig vel í þess- um leik, þar sem þeir áttu við ofurefli að etja. ÍR-ingar sýndu sæmilegan leik, en virtust vera (a. m. k. framan af leiknum) of sigurvissir. Var samleikur þeirra þvi ekki eins góður og oft áð- ur. Annars höíðu ÍR-ingar for- ustuna allan leikinn og var sigur þeirra verðskuldaður. c.r. Framhald af 7. síðu. að borga mönnum, sem ekki vinna eða mönnum, sem ekki vilja vinna við því kaupgjaldi, sem atvinnuvegþ-nir geta stað- ið undir“. Þetta þykir Alþýðublaðinu eðlilega lýsa takmörkuðum skilningi íhaldsþingmannsins á kjörum launafólks og verka- lýðs. Segir blaðið að það hafi „lpngum verið siður íhaldsms, að mæla fagurt til verkalýðs og opinberra starfsmanna, en hyggja flátt“. í lok greinarinn- ar er svo komizt þannig að orði að mi hafi einn af helztu forlngjum Sjálfstæðisflokksins komið upp um hið sanna í- haldseðli í garð þessara stétta og kunni það að „opna augu manna betur fyrir hinum sí- fellda fjandskap íhaldsins í garð verkalýðs og opinberra starfsmanna“, , Við þessa frásögn Alþýðu- blaðsins er engu að bæta öðru en því að þessum sama flokki, flokknum með „hið sanna í- haldseðli“ í garð vinnandi fólks, streytist nú hægri klíka Alþýðuflokksins við að afhenda verkalýðsfélög landsins, þýð- ingarmestu hagsmunavígi al- þýðunnar. Skrif Alþýðublaðs- ins um talsmáta og viðhorf ein- stakra íhaldsforkólfa geta á engan hátt bætt fyrir slíkar misgerðir forustumannanna. Og afglapaháttur þeirra og skammsýni verður því síður varinn með því að þeir þekki ekki eðli. eða tilgang íhaldsins. Af langri reynslu eiga allir Ál- þýðuflokksmenn að vita una viðhorf og slefnu íhaldsins í hagsmunamálum vinnandi. fólks, því hún er sannarlega. ekki ný af nálinni. Það er því óþarfi fyrir Alþýðublaðið að rjúka upp eins og einhver und- ur hafi gerzt þegar íhaldsmað- ur túlkar viðhorf sitt til alþýð- unnar. Allt þetta þekkir Al- þýðublaðið og flokkur þess þótt hann telji það nú brýnasta verkefnið að þjóna undir íhald- ið og efla áhrif þess og gengi á kostnað alþýðunnar í landinu og núverandi stjórnarsam- vlnnu. Afraælisfagnaður Barðstrendingafélagsins verður í Skátaheimilinu, iaugardaginn 9. marz, klukkan 8 e.h. íslenzkur mat-ur á borðum. Stjórnin Aðgöngumiðar seldir í Skátaheimilinu við Snorra- braut, fimmtudag og föstu- dag kl. 5—7 e.h. Mætið stundvíslega. HVAÐ VANTAR YÐUR ? Við höfmn nú; Rafma.gnsofna (margar geröir) Gufustraujárn, 2 geröir Eldhúsviftur Brauðristar, sjálfvirkar Elahúsklukkur, (amerískar) Eldavélahellur, (hraösuöu) Arinofnar, og glóöir fyrir arina, (kamínur) . Píanólampar, (þýzkir) Eldavélar, (þýzkar) 3 hellur og 4 hellur. Útidyraljós meö húsnúmeri Lykteyóandi fyrir kæliskápa Þvottaduft fyrir uppþvottavélar Apex uppþvottavélar meö og án vasks Fluoresentlampar', 48“ og 24“, einnar peru og tveggja peru. -VF.LA- og---------------------------- RAFTÆKJAVERZLUNIN hJ. Bankastrxeti 10 — Sími 2852 t Keflavík: Hafnargötu 28 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.