Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2002, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Gunnar Þórðarson var ein- hvern tímann kallaður afi ís- lenska poppsins. Þessi fámáli, látlausi maður hefur staðiö í fremstu víglínu islenskrar dægurtónlistar í næstum 40 ár. Hann hefur komið við á flestum þeim vígstöðvum sem hægt er í íslenskri tónlist. Hann stofnaði og leiddi fyrstu íslensku bítlahljómsveit- ina, Hljóma frá Keflavík, samdi fyrsta íslenska bítlalagið sem kom út á plötu og gerði hljómsveitina vinsælli en dæmi höfðu áður þekkst um. Hljómar liðuðust í sundur og stór- sveitin Trúbrot varð til þar sem innan borðs voru flestir hæfileikaríkustu tónlistarmenn íslenskrar popptóniistar á þeim tíma. Trúbrot gerði síðan plöt- una Lifun sem er að mati sérfræðinga tímamótaverk í framsækinni popptón- list. Gunnar samdi stóran hluta þeirr- ar tónlistar þótt snillingar eins og Karl Sighvatsson orgelleikari og Gunnar Jökull Hákonarson trommuleikari ættu ríkan þátt í því verki. Þegar kom fram á áttunda áratug- inn tóku við verkefni eins og Lónlí Blú Bojs, hulduhljómsveitin sem kenndi ís- lendingum að meta gott kántrí og átti hið ofurvinsæla lag Er ég kem heim í Búðardal. Þetta var hljómsveitin sem gaf allri listrænni tilgerð langt nef, gerði bara það sem henni sýndist og seldi plötur sínar i stærra upplagi en nokkur önnur. í leiðinni varð Þor- steinn Eggertsson þjóðskáld sem var að sönnu umdeilt eins og önnur skáld. Þama fæddust einnig hinar ótrúlega vinsælu Vísnaplötur sem öll þjóðin kann orðið utanbókar og við þetta mætti bæta sólóplötum Gunnars, tón- list hans við íslenskar kvikmyndir og stjóm á ótrúlegustu verkefnum. Um nýliðin áramót var Gunnar Þórðarson sæmdur hinni íslensku fálkaorðu fyrstur islenskra poppara af bítlakynslóðinni. Orðuna fékk hann fyrir störf að tónlistarmálum og fram- lag sitt til íslenskrar tónlistar. Með þessari orðuveitingu verður Gunnar enn einu sinni fyrstur til að gera eitt- hvað sem á sjálfsagt eftir að endur- taka. Hann á afmæli í dag Daginn sem hann spjallar við blaða- mann DV um þennan áfanga á hann afmæli og er 57 ára gamall. Þegar Gunnar var að brasa við að stofha hljómsveitina Hljóma suður í Keflavík árið 1963, hvemig skyldu hann og jafn- aldrar hans hafa litið á roskna tónlist- armenn sem væri verið að sæma fálka- orðunni? „Ætli það hafi verið til nokkrir tón- listarmenn sem höfðu fengið orðu á þeim tima og alls engir popparar. Popptónlist þessa tíma var: Sjá dagar koma og Vertu hjá mér Dísa,“ segir Gunnar Þórðarson, gítarleikari og tónskáld Myndin er tekin í gær á 57 ára afmælisdegi Gunnars sem segja má aö hafi fengið fálkaoröuna í afmælisgjöf en hann var sæmdur þessu heiðursmerki íslenska lýöveldisins um áramótin. Þeir greiddu í píku Þessi mynd mun hafa veriö tekin af Gunn- ari Þórðarsyni á Ijósmynda- stofu þegar hann var tæp- lega tvítugur, eöa um 1965. Hann segir aö í raun og veru hafi hann aldrei kunnaö vel við þessa undar- legu hártisku sem myndin er vott- ur um. Poppari á laun- um Þessi brosmildi poppari varö fyrstur ís- lenskra tónlist- armanna af bítlakynslóðinni til þess að fá listamannalaun og þótti sum- um eldri og viröulegum listamönn- um heldur langt gengiö. Gunnar segist ekki hafa sótt um þessi laun en þau hafi komiö sér vel. Myndin mun vera frá því um 1978. Til umhugsunar Gunnar segir að til þess aö þola starfiö í popptónlistar- geiranum sé best aö vera laus viö allt sukk. Þessi mynd hefur trú- lega veriö tekin rétt um 1980 og þá var Gunnar far- inn aö íhuga aö hætta neyslu áfeng- is en á þessu ári eru liöin 20 ár frá því aö hann rak tappann í flöskuna í síöasta sinn. um þeirra, Karli, 20 ára og Zakaríasi, 13 ára. Hafa synimir fetað í fótspor hans? „Nei, þeir segja að þeir vilji ekki verða popparar," segir Gunnar og hlær við. Gunnar er nú fastur gítarleikari í hinum endurreistu Hljómum, leikur með eigin hljómsveit í vinsælasta sjón- varpsþætti á íslandi, Milli himins og jarðar og leikur á gítar í Guitar Island- ico sem er gítartríó með Bimi Thoroddsen og Gunnari á gítar og Jóni Rafnssyni á bassa. Þetta sérstæða tríó hefur notið mikilla vinsælda og sækir í vaxandi mæli jasshátíðir hér og þar Popparinn fær fálkaorðuna - Gunnar Þórðarson heiðraður fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar, fyrstur poppara Lónlí Blú Bojs Þessi hljómsveit sem hét Lónlí Blú Bojs var hálfgerö hulduhljómsveit framan af en kenndi íslendingum aö meta góöa kantrítónlist og náöi feikna vinsældum. Þessi mynd er tekin af sveitinni á sviöi í Dalabúö í Búöardal þar sem þeir léku viö gríöarlegar vinsældir enda vinsælasta lag þeirra Er ég kem heim í Búöardal. Þarna eru taliö frá vinstri: Gunnar Þóröarson á gítar, Engilþert Jensen á rödd og áslátt, Rúnar Júlíusson á bassa og Björgvin Halldórsson á gítar og rödd. Gunnar og glottir eins og honum ein- um er lagið. „Það má segja að ég hafi fengið orð- una í afmælisgjöf en mér datt það aldrei i hug þegar ég var að byija að ég ætti eftir að upplifa þetta.“ Gunnar er alinn upp til átta ára ald- urs norður á Hólmavík en þá flutti fjöl- skyldan til Keflavíkur þar sem faðir Gunnars fékk vinnu á Keflavíkurflug- velli og má segja að þetta sé dæmigert hlutskipti landsbyggðarfjölskyldna á þessum tíma þegar herstöðin sogaði tfl sín fólk og vinnuafl og veitti menning- aráhrifum inn í íslenskt samfélag. „Við strákamir í Keflavík hlustuð- um mjög mikið á ameríska útvarpið því þar heyrðist tónlist sem ekki var spiluð í íslensku útvarpi. Þetta var fyrst og fremst rokkið sem mótaði okk- ur.“ Brotinn gítar í óskilum Gunnar lærði ekki að spila á gítar að hefðbundnum hætti heldur kynntist hann þessu hljóðfæri þegar móðursyst- ir hans skildi eftir brotinn gítar á æskuheimili hans sem Gunnar tók að sér og tókst að fáta sig áfram þótt bak- ið í gítamum væri brotið og strengim- ir lægju langt frá hálsinum. Gunnar hóf feril sinn í skólahljóm- sveitum í Keflavík, sérstaklega þeirri sem hét Skuggar í höfuðið á bresku Shadows-sveitinni. Þar lék Gunnar fyrst á trommur en síðan á bassa. „Þetta snerist um aö trommarinn þurfti ekki að kunna mikið og bassinn var frekar einfaldur. Ég var ekkert bú- inn að læra á gítarinn á þessum tíma.“ Gunnar stofnaði svo Hljóma 18 ára gamall eftir að hafa verið gítarleikari heflt ár í Hljómsveit Guðmundar Ing- ólfssonar sem var alvöru danshljóm- sveit og fræg er sagan um það hvemig hann gerði Rúnar Júlíusson skólabróð- ur sinn og vin að bassaleikara sveitar- innar af því hann var viss að hann myndi taka sig vel út á sviði. „Þetta er alveg rétt en við Rúnar vom bekkjarfélagar og saman í klíku og höfðum hlustað mikið saman á tón- list og hann hafði mikinn áhuga á henni. Ég kenndi honum að spUa og það reyndist algerlega rétt hjá mér að hann var góður á sviðinu." Rúnar er ekki sá eini af lærisvein- um Gunnars sem hefur orðið frægur því fram kemur í nýrri ævisögu Björg- vins HaUdórssonar að Gunnar hafi kennt honum að spila á gitar. Þetta vUl Gunnar varla kannast við. „Ég á enga lærisveina. Ég hef aldrei kennt mönnum nema fyrstu sporin, hef aldrei verið kennari en ég hef náð í ýmsa.“ Vlldi læra melra Gunnar viðurkennir með semingi að hann hafi aUtaf séð eftir því að hafa ekki lært meira í tónlist en raun ber vitni en þótt hann leiki öðrum betur á gítar og fleiri hljóðfæri, semji tónlist, útsetji og stjómi tónlistarflutningi er hann að mestu leyti sjálfmenntaður í tónlist. „Ég bara datt inn í þetta. Ég ætlaði einhvem veginn aldrei að verða músí- kant aUt mitt líf. Ég hef ekki sóst eftir verkefnum síöan ég var 18 ára heldur hefur verið leitað tU mín.“ Gunnar varð fyrstur íslenskra popptónlistarmanna tU þess að fá lista- mannalaun í nokkra mánuði og minn- ir það hafi veriö árið 1975 en segist ekki muna hvort það hafi verið af sér- stöku tilefni og fuUyrðir að hann hafi ekki sótt um þessi laun. Það þótti harla fréttnæmt og mörgum eldri listamönn- um og menningarvitum þótti stungin tólg þegar þetta gerðist. Gunnar varð líka fyrstur tónlistarmanna í þessum geira tU þess að fá verk eftir sig flutt af Sinfóníuhljómsveit íslands. „Ég býst við að ég hafi fengið klass- ísku deUuna í kringum 1990 og hef síð- an hlustað mjög mikið á klassíska tón- list og samið dálítið af henni.“ Fjölskyldan og ættaróðallö Gunnar býr við Ægisgötu ásamt eig- inkonu sinni tU margra ára, Toby Herman námsráðgjafa og tveimur son- um heiminn tU þess að leika íslensk þjóðlög í syngjandi sveUlu fyrir tón- elsk eyru. Gunnar eignaðist fyrir skömmu húsið sem hann fæddist í á Hólmavík og hefur í hyggju að gera það að sum- aróðali fyrir sig og fjölskylduna. „Ég er rétt búinn að loka því fyrir veturinn og setja nýja glugga og nýtt járn að utan. Það er mikið eftir inni í húsinu og er enn langt í að ég sitji þama í hægindastól og horfi út á hafið og semji tónlist. Það sem mig langar mest tU að gera í náinni framtíð er að hafa örlítið minna að gera í spUa- mennskunni, ég er kominn á þann ald- ur, og gera meira af því aö semja tón- list.“ segir hinn nýkrossaöi poppari að lokum. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.