Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 76
að það taki þátt í því að opna gægjugöt inn í líf fína og fræga fólks- ins, eins og sumir segja, að David Hare geri í nýjasta leikriti sínu, Amy's View, sem nú gengur á Aldwych Theatre? Aðalpersóna þess, leikin af Judi Dench, er leikkona, sem yfirgefur leiksviðið til að afla fjár og frama í vinsælli sjónvarpsþáttaröð, og þykjast menn kenna þar sem fyrirmynd aðra af frægustu leikkonum Breta, Díönu Rigg. Þetta er, eins og Hares er von og vísa, lipurlega skrifað leikrit, en ekkert meistaraverk, eins og einhver há- stemmdur gagnrýnandi orðaði það; til þess eru helstu karllýsing- ar þess of einfaldar og ógeðfelldar, samúð höfundar með kven- persónunum of gegnsæ. Aðgangshörð leikrit um sögulegar persónur eru auðvitað ekkert nýjabrum í leikbókmenntunum. Shakespeare, svo enn sé vitnað í hann, dró upp ófagra mynd af sumum stjórnendum landsins í söguleikjum sínum, og Hugh Whitemore fetar að því leyti í spor hans með leikriti sínu A Letter of Resignation. Það lýs- ir upphafinu að endalokum stjórnar Harolds sáluga Macmillan árið 1962, en banabiti hennar var eitt þeirra kynlífshneyksla sem eru eitt af þjóðarsportum Breta. Edward Fox þykir afar góður í aðalhlutverkinu, draga upp sannferðuga mynd af persónunni án þess að falla í ódýra eftirhermu. En ekki verður sagt, að Whitemore lýsi Macmillan sem hetjulegum manni, því að kenn- ing hans er sú, að óhreinlyndi í hjónabandsmálum forsætisráð- herrans sjálfs hafi verið undirrót þess, að hann tók ekki á málinu, sem batt enda á valdaferil hans. Er hægt að benda væntanlegum Lundúnaförum á fleiri verk, þó að undirritaður taki auðvitað ekki ábyrgð á öðru en því, sem hann hefur kynnt sér sjálfur? Þeir, sem unna breskri orðheppni, ættu ekki að verða sviknir af leik Oscar Wildes, An Ideal Hus- band. Þá hefur mikið lof verið borið á sýningu á leikriti J.B. Priestíeys, An Inspector Calls, sem sýnt hefur verið hér á landi undir heitinu Ovænt heimsókn, síðast á Akureyri fyrir fáeinum árum. Leikurinn fjallar um dularfullan lögreglufulltrúa sem bankar upp á hjá auðugum verksmiðjueiganda og sýnir fram á hvernig hann sjálfur og aðrir í fjölskyldu hans bera ábyrgð á dauða ungrar stúlku úr lágstéttinni. Leikstjórinn, Stephen Daldry, sem er í senn einn af kraftmestu og umdeildustu leik- stjórum Breta, hefur eftir umsögnum og myndum að dæma reynt að leysa dramað úr viðjum þess hefðbundna stofuleiks, sem Priestley batt sig við, og þar eð leikurinn fer öðrum þræði fram á hálf goðsögulegu plani, má vel vera, að það takist viðunanlega. Umbúðalaus móralismi Priestleys hefur hins vegar aldrei höfðað til mín og því lét ég annað ganga fyrir. Mér þykir einnig rétt að minna á leikflokk þess fræga leikhúsmanns Peter Halls, sem hefur vak- ið mikla eftirtekt að undanförnu. Hann sýndi fram undir jól í Old Vic-leikhúsinu, en er nú flutt- ur yfir í Piccadilly 'rheatre (sími miðasölu 0171 3691734). Þar verður næstu mánuði boðið upp á mörg ágæt leikrit með miklu úrvali leikenda: Beðið eftir Godot, Mannhatara Moliéres, Much Ado About Nothing (þeim sem hafa tíma og aðstæður gæti gefist skemmtilegt tækifæri til samanburðar við fyrrnefnda sýn- ingu RSC), Major Barböru Shaws og Filu- menu eftir Eduardo de Filippo. 55 mennmv ... o? leiklirt í Gauragangur II ** 13 Meiri gauragangur eftír Ólaf Hauk Símonarson í Þjóðleikhúsinu Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd: Grétar Reynisson Tónlist, tónlistarstjórn og útsetningar: Jón Ólafsson að er komið að hinni árlegu stórsýningu þeirra Ólafs Hauks og Þórhalls, og hún er að þessu sinni framhald á leiknum um Orm Oðinsson, Gauragangi, sem naut mikilla vinsælda í Þjóð- leikhúsinu fyrir nokkrum árum. Verkið er bersýnilega skrif- að í þeim eina tilgangi að ná sem flestum af yngri kynslóð í leikhús- ið. í því skyni hefur Jón Ólafsson tónlistarmaður verið kvaddur til að semja og stjórna tónlistinni, rokkpoppi eða popprokki, sem allt flýtur af í sýningunni; Nýdönsk, sem gerði skemmtilega músík við Gauragang nr.l, er víst ekki lengur innan seilingar. I minningunni er tónlist Nýdanskrar hugþekkari og jafnvel fjölbreyttari en nýja tón- listin - Ólafur Haukur á reyndar sjálfur fáein lög þarna - en það verð- ur víst að vera smekksatriði, a.m.k. hjá mér. Ekki er ástæða til að rekja efnisþráð verksins í smáatriðum. Ólafur Haukur gerir sér hægt um hönd og sendir aðalpersónur sín- ar, ungskáldið Orm Óðinsson og vin hans Ranúr, í ævintýraleit til Kaupmannahafnar. Þar lenda þeir sem betur fer ekki á einhverjum leiðinda stúdentagarði, heldur í undirheimum borgarinnar, þar sem smákrimmar, rustalegir á ytra borði en góðir inn við beinið, standa Sigrún Edda Björnsdóttir, Bergur Þór Ingólfison og Helgi Björnsson í Gauragangi. Leiklist í London 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.