Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						í^mmnvmmmái(s*m{M)e£&.


Forstjóri Þróunarfélagsins, Gunnlaugur M. Sigmundsson, ákvaö án samráðs viö stjórn eöa eigendur Þróunarfélagsins

að selja hlut þess í Kögun. Kaupandinn var Kögun en Gunnlaugur var þar forstjóri og stór eigandi og hann og

eiginkona hans einu starfsmennirnir hér á landi. í kjölfarið var honum gert að segja upp eða vera sagt upp ella.

Reiknað með milljarði í árstekjur þegar fram í sækir

án samráðs við stjórn Þróunarfélagsins eða eigendur.

Gunnlaugur M. Sigmundsson, ný-

kjörinn þingmaður Framsóknar-

flokksins á Vestfjörðum, varð

forstjóri Þróunarfélags íslands í

ráðherratíð Steingríms Hermanns-

sonar. Þróunarfélagið stofnaði

Kögun hf. til viðhalds og þróun-

ar á ratsjárkerfi hersins og var

Gunnlaugur forstjóri Kögunar og

Þróunarfélagsins samhliða. Hlut

Þróunarfélagsins átti að selja á

almennum markaði en var að

mestu yfirtekinn af Kögun. Gunn-

laugur og fjölskylda eru nú með

stærstu eigendum félagsins sem

skilar miklum hagnaði og arði.

Fullyrt er að afkoman eigi eftir

að batna til muna og hefur Gunn-

laugur sjálfur nefnt milljarð í árs-

tekjur í því sambandi.

SELDI SJÁLFUM SÉR

KOGUM

Stjórnarmenn í Þróunarfélag-

inu hafa staðfest í samtölum við

PÓSTINN að Gunnlaugur hafi selt

hlutabréf Þróunarfélagsins í

Kögun til Kögunar án samráðs

við stjórnina eða eigendur fé-

lagsins. Við það hafi orðið trún-

aðarbrestur milli hans og stjórn-

ar sem varð til þess að ákveðið

var að hann léti þegar af störfum

en honum var gefinn kostur á að

segja sjálfur upp.

Þróunarfélagið var ríkisstofn-

un og átti 71 prósent í Kögun.

Einkavæðingarnefndin undir for-

ystu Hreins Loftssonar gekkst hins

vegar fyrir því að Þróunarfélagið

var selt til lífeyrissjóðanna

haustið 1992. Samvinnan fór

ágætlega af stað og meðal ann-

ars fór stjórnin ásamt mökum

með Gunnlaugi til Kaliforníu til

að líta á starfsemina. Hins vegar

lá alltaf í loftinu að Gunnlaugur

myndi láta af störfum fyrr eða

síðar. Það er svo um vorið 1993

sem Gunnlaugur seldi hlut Þró-

unarfélagsins í Kögun. Kaupand-

inn var Kögun en Gunnlaugur

var forstjóri í báðum félögum,

auk þess sem hann var orðinn

stór hluthafi í Kögun og einu

starfsmenn Kögunar á Islandi

voru hann og eiginkonan, Sigrfð-

ur G. Sigurbjörnsdóttir. Stjórnin

hafði reyndar rætt um hugsan-

lega sölu á hlut þess í Kögun til

einhvers aðila en þessi sala

Gunnlaugs kom þeim í opna

skjöldu. I kjölfarið sagði Gunn-

laugur starfi sínu lausu en

stjórnarmenn segja að hann hafi

í raun ekki haft neitt val, ef hann

hefði ekki gert það hefði honum

verið sagt upp.

Gunnlaugur hafði áður gegnt

stöðu forstjóra Kögunar í hluta-

starfi en eftir að hann hætti hjá

Þróunarfélaginu varð vinnan að

fullu starfi. Viðmælendur blaðs-

ins segja að aukin verkefni hafi

ekki réttlætt þá ákvörðun.

Reyndar er fullyrt að herinn,

sem í raun greiðir fyrir kostnað

fyrirtækisins, hafi ekki viljað

samþykkja þau auknu útgjöld

sem af því hlaust og því sé það í

raun tekið af hagnaði fyrirtækis-

ins. Gunnlaugur segir það innan-

hússmál hvernig starfsmenn eru

launaðir.

SAMMIIUGUR KÖGUN-

ARTIL1999

Starfsemi Kögunar byggist á

því að utanríkisráðuneytið

samdi við bandarísk stjórnvöid

um þátttöku íslendinga í gerð

hugbúnaðar fyrir íslenska loft-

varnarkerfið. i skýrslu Steingríms

Hermannssonar, þáverandi utan-

ríkisráðherra, til Alþingis 1988

segir að „samkomulag hafi tekist

um að hugbúnaðarþjónustu við

hið nýja ratsjárkerfi verði í hönd-

um íslendinga. Hefur verið

ákveðið að byggja sérstaka hug-

búnaðarmiðstöð á varnarsvæð-

inu. Þar verður aðstaða fyrir

u.þ.b. 30 kerfisfræðinga sem

munu viðhalda og þróa hugbún-

að ratsjárkerfisins."

í skýrslu Jóns Baldvins Hanni-

balssonar utanríkisráðherra til

þingsins 1989 segir að rekstur

hugbúnaðarmiðstöðvarinnar

verði í höndum Kögunar sem

annist viðhald og þróun hugbún-

aðar ratsjárkerfisins.

Þessi samningur milli banda-

rískra og íslenskra stjórnvalda

er milliríkjasamningur og er því

ekki aðgengilegur með vísan til

öryggismála. I utanríkisráðu-

neytinu fengust þó þær upplýs-

ingar að samningurinn við Kög-

un gilti til 22. maí 1999. Upphaf-

lega var gert ráð fyrir að gerð

hugbúnaðarins yrði lokið á

þessu ári en nú er gert ráð fyrir

að kerfið verði tekið í notkun ár-

ið 1997.

MILUARÐUR í ARS-

TEKJUR

Frá því að Kögun var stofnað í

árslok 1988 hefur uppgangur

þess verið mikill og félagið vaxið

og dafnað. Veltan hefur aukist

jafnt og þétt úr um 10 milljónum

árið 1990 í 160 milljónir króna á

siðasta ári. Hagnaður hefur verið

um og yfir 10 milljónir árlega og

10 til 15 prósenta arður hefur

verið greiddur út árlega. Gert er

ráð fyrir að þessi mikla tekju-

aukning sem fram að þessu hef-

ur farið úr 10 milljónum í 160 eigi

eftir að halda áfram enda er gert

ráð fyrir að kerfið verði tekið í

notkun árið 1997. í grein Vigfúsar

Geirdal í Vestfírska fréttablaðinu

er vitnað í viðtal Morgunblaðsins

við Gunnlaug þar sem hann lýsir

því yfir að innan 10 ára eigi tekj-

urnar að vera orðnar einn millj-

arður á ári. Því eru góðar líkur á

miklum hagnaði á rekstri fyrir-

tækisins í framtíðinni.

í grein Vigfúsar kemur einnig

fram að ratsjárkerfið hafi átt að

kosta hálfan milljarð dollara eða

um 27 milljarða íslenskra króna.

Einnig kemur fram að hugbúnað-

urinn einn í stjórnstöðinni sjálfri

kosti 13 milljarða króna. Þá segir

að þegar kerfið verður tekið í

notkun er gert ráð fyrir að 45 ís-

lenskir starfsmenn Kögunar ann-

ist viðhald hugbúnaðarins en nú

vinna 20 kerfisfræðingar á veg-

um Kögunar í Bandaríkjunum

sem undirverktakar við gerð

hugbúnaðarins. Það sem hug-

búnaðarfyrirtækin óttast er að

Kögun verði svo sterkt vegna

þessa samnings að önnur fyrir-

tæki verði ekki samkeppnisfær

EKKI SELT A ALMEIUM-

UMMARKAÐI

Eftir að farið var að endurnýja

ratsjárkerfi hersins varð fljótlega

ljóst að kerfið yrði tengt saman í

einni stjórnstöð með mjög full-

komnum og dýrum hugbúnaði.

Innlend hugbúnaðarfyrirtæki

sýndu verkinu áhuga og þreif-

uðu fyrir sér um verkefni við

þróun og síðar viðhaldi þessa

stjórnbúnaðar. Utanríkisráð-

herra fól Þróunarfélagi íslands

að beita sér fyrir stofnun hlutafé-

lags um þetta verkefni sem varð

að veruleika þann 29. desember

1988. Á stofnfundi var sagt að 20

milljóna króna hlutafé hefði safn-

ast en hins vegar virðist aldrei

hafa safnast nema 10 milljónir.

Þróunarfélagið átti 71 prósent,

Félag íslenskra iðnrekenda 3

prósent en 37 hugbúnaðarfyrir-

tæki áttu 0,7 prósent hvert, sem

var hámark.

Þróunarfélagið átti að selja

sinn hlut á almennum markaði.

Fundarstjórinn, Ólafur Davíðssori,

sagði að selja ætti hlutina í 0,7

prósenta skömmtum og Jón

Baldvin Hannibalsson lýsti sömu

skoðunum á þingi. Sjálfur sagði

Gunnlaugur að það væri „kvöð á

í samningum að við seljum öll

hlutabréf fyrirtækisins á almenn-

um hlutabréfamarkaði. Jafn-

framt er okkur skylt að tryggja

að mikil dreifing verði á sölu

hlutabréfanna." Þau voru hvorki

seld í 0,7 prósenta skömmtum,

eins og segir í stofnfundagerð,

né á almennum hlutabréfamark-

aði. Hlutur Þróunarfélagsins var

seldur í tveimur áföngum. Fyrst

lækkaði hlutur þess niður í 51

prósent og segir Gunnlaugur að

þau bréf hafi verið seld á al-

mennum markaði. í seinni áfang-

anum voru svo þessi 51 prósent

seld til Kögunar sjálfs og Eftir-

launasjóðs starfsmanna á geng-

inu fjórum. Kögun keypti 4,1

milljón á nafnvirði og Eftirlauna-

sjóðurinn þá væntanlega 1 millj-

Gunnlaugur M. Sigmunds-

son, forstjóri Kögunar og

Þróunarfélagsins þegar

hann ákvað að selja bréfin í

Kögun til Kögunar án sam-

ráðs við stjórn Þróunarfé-

lagsins.

ón á nafnvirði. Sú sala var ekki

með samþykki stjórnar. Síðan

var ákveðið að afskrifa 2,5 millj-

ónir af því hlutafé sem Kögun

keypti í sjálfu sér frá Þróunar-

sjóðnum.

GUMMLAUGUR STÝRIR

HLUT STARFSMAMMA

Gunnlaugur sagði í samtali við

PÓSTINN að frétt blaðsins í síð-

ustu viku væri rétt utan þess að

misskilnings hefði gætt um eign-

arhald. Hann segir að rétt sé að

Eftirlaunasjóðurinn eigi 22,7 pró-

sent og Kögun eigi enn um 21

prósent. Hins vegar séu fjórir að-

ilar aðrir stórir innan fyrirtækis-

ins. Það eru íslensk forritaþróun,

hann sjálfur, eiginkona hans og

Sjóvá-Almennar. Samtals eigi

þessir aðilar ekki yfir 30 prósent

en ekki 10-20 prósent hver, eins

og haft var orðrétt eftir honum.

Hins vegar staðfesti Gunnlaugur

að hann færi sjálfur með atkvæði

starfsmanna.

I'ÁLMI JÓNASSON

Páll Kr. Pálsson, fyrrum stjórnarmaður í Þróunarfélaginu

Fleira kom til en trúnaðarbrestur

Gunnlaugur selur bréf Þrðunar-

félagsins í Kógun án samráðs við

stjórnina. Hvers vegna var ekkert

gert eða salan jafnvel afturköll-

uð?

„Þetta var rætt sérstaklega,

hvort ástæða væri til þess að

gera eitthvað i málinu."

Vildu menn ekki ganga lengra

eftir þennan trúnaðarbrest?

„Þessi trúnaðarbrestur sem

þú talar um var ekki það eina

sem olli því að hann hætti. Það

kom ýmislegt fleira til. Það var

búið að skipta um stjórn og

komnir nýir eignaraðilar og ný

: viðhorf sem samræmdust

kannski ekki alveg hans áhuga-

málum og ýmislegt fleira sem

kom til en einhvers konar trún-

aðarbrestur. Ég man ekki til þess

að neinn í stjórninni hafi verið

harðari í því að ganga fram í

þessu máli en annar. Við rædd-

um þetta og komumst að þessari

sameiginlegu niðurstöðu að

ljúka þessu máli eins og gert

var."

En hann varforstjóri oghluthafi

í því fyrirtæki sem bréfin voru

seld til. Gerði það ekki atburða-

rásina mjóg óeðlilega og kom

ekki til tals að ógilda sóluna eða

aðhafast eitthvað frekar?

„Ég get ekki neitað því að þetta

viðhorf kom fram en í svona mál-

um er alltaf afstætt hvað er rétt

og hvað er rangt og niðurstaðan

var sú, eins og þú bendir á, að

menn aðhöfðust ekkert í málinu

af því að menn töldu ekki ástæðu

til þess."

Var það vegna þess að menn

töldu verðið kannski ekki slæmt

þrátt fyrir þennan óeðlilega að-

draganda?

„Eins og með kaup og sölu á

öllum hlutum þá er ekki til neitt

objektívt verð."

En fyrst stjórnin var búin að

ákveða að segja honum upp,

hvers vegna var honum gefínn

kostur á að segja sjálfur upp?

„Þau viðhorf voru  ríkjandi,

ekki einungis hjá stjórninni held-

ur Gunnlaugi sjálfum líka, að það

væri ástæða til að skoða breyt-

ingar."

En þótt það hefði legið í loftinu

að hann væri að hœtta störfum,

er það þessi tiltekna sala án sam-

ráðs við ykkur sem verður til þess

að honum verður sagt upp ef

hann segði ekki sjálfur upp?

„Ég treysti mér ekki til að tjá

mig um smáatriði í þessu vegna

þess að ég man það ekki. En ég

man ekki til þess að um þetta

hafi orðið nein hávaða umræða.

Þetta var ekkert stórmál." ¦

Það er kannski

til þess að

bæta gráu of-

an á svart, í ljósi

þess sem á undan er

gengið í herbúðum

Sjálfstæðra kvenna,

að segja frá því að

litla, nýfædda „stúlk-

an"; eða 70 prósenta

veran, sem notuð

var í hrífandi sjón-

varpsauglýsingu til

þess að koma á fram-

færi málstað þessa

nýja baráttuhóps,

reyndist þegar öllu

var á botninn hvolft

ekki fullkomlega

kvenkyns. Til upprifj-

unar má geta þess

að samkvæmt aug-

Iýsingunni vildi faðir-

inn að barnið sitt

nyti alls hins besta í

lífinu og hefði sömu

tækifæri og aðrir. Og

í lokin klykkti hann

svo út með því að

segja: Barnið mitt er

stúlka! Þessi marg-

auglýsta, litla vera,

sem átti að vera tákn

komandi jafnréttis-

tíma, var semsé

drengur eftir allt

saman. Astæðan fyr-

ir þessari blekkingu

er sú að á undirbún-

ingstíma auglýsing-

arinnar var leitað til

hjóna nokkurra sem

áttu von á barni,

með það fyrir augum

að fá að mynda barn-

ið nýfætt. En svo

óheppilega vildi til

— eða kannski

heppilega, eftir því

hvernig á málið er

litið — að foreldrun-

um fæddist drengur.

Nýlega fékk „hún"

nafn sem þó verður

að teljast í karlmann-

legra lagi, en dreng-

urinn heitir ÞOR-

STEINN BlRGIR ÆGIR

Kristjánsson...

n i

¦ vm

rrr

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28