Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš - Helgarpósturinn 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						Jf
^rai^gitf^WTiMkffgi^^
Iý símaskrá er
komin út.
Eins og
endranær er þar að
finna haldbærar upp-
lýsingar, til að
mynda heimilisfang
og símanúmer Stein-
GRfMS HERMANNSSON-
AR forsætisráðherra
Og ÞORSTEINS PÁLS-
SONAR blaðamanns.
Ennfremur má þar
lesa að HjÖRLEIFUR
GUTTORMSSON liaii í
eina tíð gegnt virðu-
legu embætti en
hann er skráður fyrr-
verandi iðnaðarráð-
herra. Hins vegar er
ElNAR ÖRN BENE-
DIKTSSON, fyrrverandi
póstbifreiðarstjóri,
horfinn úr skránni...
Sakamálasagan nýtur mikilla vinsælda um allan heim en einhvern veginn hafa íslendingar
aldrei komist upp á lagið. Kolbrún Bergþórsdóttir gluggaði í nokkra tugi íslenskra
sakamálasagna síðustu sjötíu ára                                                                             ^
Hvers vegna
erekkitil
crimenni
íslenskur
Sá afkastamikli sakamálahöf-
undur Dan Turrell lét eitt sinn svo
um mælt að til að gæða saka-
málasögur trúverðugleika yrði
að láta þær gerast í stórborgum
og setti hann mörkin við borgir á
stærð við Gautaborg. Óneitan-
lega leita þessi orð Turrell á hug-
ann þegar farið er að skoða ís-
lenskar sakamálasögur, sem
margar hverjar líða fyrir ótrú-
verðugleika. Þar er ekki hægt í
öllum tilvikum að kenna um van-
hæfni höfunda, skýringa er
kannski fyrst og fremst að leita í
spiæð þjóðfélagsins, þeirri ná-
lægð sem hér ríkir og gerir jafn-
vel glæpina fyrirsjáanlega og tak-
rnarkar þá einnig.
,; .„Það Íeiðinlegasta við íslensk
afbrot er að íslendingar láta bera
syo mikið á sér þegar þeir fremja
giæpinn: Þeir eru ekki raunveru-
legir*afB'fbtamenn," sagði Guð-
iiergur Bergsson hér í póstinum fyr-
Ifc skömmu og hitti enn einu sinni
naglann á höfuðið. Gunnar Gunn-
arsson, rithöfundur og blaðamað-
ur, er á sama máli: „Hér eru ekki
til snjallir afbrotamenn, aðeins
smákrimmar. Heldur engin
glæpahefð, einungis ástríðu-
glæpir eða skjalafals og fjárdrátt-
ur. Vissulega væri það spenn-
andi ef rithöfundar gætu kennt
mönnum að brjóta af sér."
Gunnar Gunnarsson gerði til-
raun til að búa til íslenskan spæj-
ara í tveimur bókum, en Margeir
hans varð enginn Dagliesh eða
Taggart. „Slíkar löggur geta ekki
athafnað sig í litlu þjóðfélagi eins
og okkar," segir Ólafur Haukur
Símonarson.
Sakamálasaga um vel undir-
búinn glæp og spæjara sem upp-
lýsir málið virðist vera á skjön
við íslenska sakamálahefð.
Glæpabrautin í íslenskum sagna-
heimi er nefnilega hvorki bein né
breið. Hún er þrautaganga. En ís-
lenskir rithöfundar hafa þó glímt
við sakamálin í verkum sínum og
við rennum hér fótskriðu yfir
það helsta. En áður er rétt að
þakka heimildarmönnum, þeim
Einari Torfasyni, Jóhanni Péturssyni
og Theódóri Ingólfssyni.
FYRSTU
ISLEIUSKU
GLÆPA-
SPORIM
Árið 1926 kom
út sakamálasag-
an  Húsið  við
Norðurá, skrif-
uð undir dul-
nefninu Einar
Skálaglamm.
Einar   þessi
reyndist vera
Guðbrandur  Jóns-
Eng-
lendingum
sem ílendast við Norðurá og við-
skiptum þeirra við heimamenn,
allt þar til þeir finnast látnir hvor
á sínum stað. Sonur bóndans á
staðnum, sem rokið hafði til
Bandaríkjanna eftir ósætti við
föður sinn, kemur heim og leysir
málið en til þess þarf hann að
bregða sér til Lundúna. Gátan
virðist að miklu leyti fengin að
láni frá Arthur Conan Doyle, bygg-
ir á nafnaskiptum, dulargervum
og óhamingjusömum ástum.
Söguþráðurinn er á engan hátt
trúverðugur, en bókin er sérlega
fjörleg og skemmtileg aflestrar,
og reyndar furðulegt að hún
skuli ekki hafa verið endurútgef-
in unnendum sakamálasagna til
ánægju.
Steindór
Sigurðsson:
Fer yfir öll landamæri í
fordæmingu á líferni
slordóna, en var svo sem
enginn
engill
sjálfur.i
son, kaþólikki sem í allmörg ár
var starfsmaður þýska utanríkis-
ráðuneytisins og seinna bóka-
vörður Landsbókasafnsins.
Hann var óhemju afkastamikill á
ritvellinum en mefkasta verk
hans er sennilega mikið sagn-
fræðirit um Jón Arason.
Húsið við Norðurá birtist fyrst
í Alþýðublaðinu. Fróðir menn
telja líklegt að sú saga beri heið-
urinn af því að vera fyrsta ís-
lenska sakamálasagan. Þá stað-
hæfingu má reyndar hártoga og
hrekja eftir því hvaða skilgrein-
ingu menn yilja hengja sig á. Sög-
ur með sakamálaívafi og skáld-
sögur byggðar á sönnum saka-
málum voru skrifaðar löngu fyrr,
en' í Húsinu við Norðurá var
Ólafur Haukur
Símonarson:
„ Bíliðmilli sakamálasagha
og fagurbókmennta er að
mjókka."
komin skáldsaga sem byggði ein-
göngu og alfarið á lausn ímynd-
aðrar morðgátu. Þeir sem lesið
hafa söguna eru margir þeirrar
skoðunar að bókin sé besta
sakamálasaga sem hafi verið
skrifuð hér á landi. Það sjónar-
mið fær hér eindreginn stuðning,
en um leið skal tekið fram að þá
er miðað við það sem kalla má
hreinræktaðar sakamálasögur.
Húsið við Norðurá er sérlega
vel skrifuð og full af glaðbeittum
húmor. í henni segir frá tveim
DJOFULSEfTRAIU
OG ANDSTYGGÐ
Næstu árin og reyndar áratug-
ina var ekki óalgengt að menn
gæfu sakamálasögur út undir
dulnefni. Davíð Draumland var
nafn á einum þeirra. Hann er
einn sá besti af því hann var sá
versti.
Davíð Draumland skrifaði um
Reykjavík líkt og hann væri í
miðri Sódómu rétt áður en Drott-
inn sá ástæðu til að eyða henni.
Skrif hans einkenndust af næst-
um móðursýkislegri vandlæt-
ingu. Sá sem ekki vissi betur
myndi líklega áætla að þarna
væri frústreraður barnakennari,
ef ekki skólastjóri, að munda
pennann.
Þetta er Reykjavík árið 1933 í
sögu hans, Ást og glæpur:
„Vér erum staddir á einni af
verstu krám borgarinnar. Út
um dyrnar berst víndaunn og
óþverraloft, mettað sýklum.
Þar inni iðar allt af ölvuðum
konum og körlum,  glasa-
hringl og brothljóð, sam-
fara formælingum og ragni,
fyllir allt einhverri djöfuls-
eitran og andstyggð."
í þessari kostulegu
sögu segir frá Evu Árna,
eiganda hárgreiðslustofu
sem sækist eftir að afvega-
leiða unga karlmenn. Það er
einnig eftirlætisiðja svallsystur
hennar, Ástu Óla, því eins og
höfundur segir: „Fégræðgi og
nautnir. Það var þeirra heimur,
það var þeirra paradís." Sagan
greinir frá samskiptum Evu Árna
við Svein Sveinsson, ungan
bankastarfsmann, sem hún flek-
ar. Hún hótar síðan að skýra frá
sambandi þeirra nema hann
greiði henni miklar fjárhæðir.
Þegar hér er komið sögu er sál-
fræði höfundar rammvillt út í
móa því aldrei er ljóst hvaða tap
drengurinn hefði af því að af
samskiptum þeirra myndi frétt-
ast, það er jú hún sem er í hjóna-
bandi. En í sakleysi, eða vesal-
dómi, álítur hann sig í vanda,
dregur sér fé úr bankanum og
hafnar vitanlega í steininum, rú-
inn ærunni, meðan kvensan
heldur samviskulausri iðju sinni
áfram. Höfundur lýkur verki sínu
á vandlætingarorðum til þess
þjóðfélags er fríi slíkar konur
allri ábyrgð.
Davíð Draumland er enn í ham
næsta ár í Morðinu. Þar byggir
hann upp spennu með setning-
um á borð við: „Rosabaugur ör-
laganna veður í skýjum aðsteðj-
andi atburða og blika marg-
blendninnar hylur sjóndeilar-
hringinn."
í þessari stuttu en mjög svo
eftirminnilegu sögu segir frá
sambandi Olafs og Matthildar
sem hann flekar en slítur sam-
bandi við þegar hún er barnshaf-
andi og von er á Rósu kærustu
hans í bæinn. Matthildur bregst
við fréttunum með eftirfarandi
upphrópunúm: „Heitbundinn!
Guð minn góður! Og svo hefur
þú flekað mig! Ó, Guð minn góð-
ur! Hvílík ófreskja sem þú ert."
Ólafur sér ekkeft annað ráð en
að kasta svo málugri konu í sjó-
inn og þótt grunur falli á hann
löngu eftir morðið þá er ekkert
aðhafst og hann endar ævi sína
sem mektarmaður.
Davíð þessi Draumland mun
hafa verið eitt af fjölmörgum dul-
nefnum Steindórs Sigurðssonar en
hann var einn litríkasti karakter
síns tíma og svo sem enginn eng-
ill. Hann skrifaði verk sitt Leynd-
ardómar Reykjavíkur undir dul-
nefninu  Valentínus.  Líkt  og
i
fft
2
m
1
i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28