Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.09.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á þessu fagra ís- lenska sumri er ynd- isleg manneskja fallin frá. Anna Margrét Magnúsdóttir var semballeikari og kennari við Tónlistarskóla Garða- bæjar. Hún var sérstæður persónu- leiki, frábærlega vel gefin og skemmtilega aðhlægin. Við áttum góðar stundir saman, sérstaklega á laugardagsmorgnum fyrir tveimur árum, þá skemmtum við okkur oft konunglega við upprifjun bernsku- áranna og fundum margt sameig- inlegt með orðnum atburðum í lífi okkar beggja. Það er skrýtið en maður áttar sig stundum ekki á því fyrr en of seint, hversu mikils virði fólk getur verið. Sérstaklega eins hæfileikamikið og tilfinningaríkt fólk og Anna var. Manni finnst að þannig fólk muni ætíð lifa. ANNA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR ✝ Anna MargrétMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1952. Hún lést 17. ágúst síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Kristskirkju í Landa- koti 31. ágúst. Ég þakka þér, elsku Anna Margrét mín, góð kynni og skemmti- lega samveru og óska prinsessunum þínum og eiginmanni alls góðs í framtíðinni og huggunar í sorg þeirra. Þín Kolbrún Ósk Óskarsdóttir. Önnu kynntumst við er hún var nemandi við tónmenntakenn- aradeild Tónlistarskólans í Reykja- vík frá árinu 1975–1978. Námið sóttist Önnu mjög vel og kom strax í ljós að hún var framúrskarandi nemandi sem hafði til að bera sam- viskusemi, metnað og glögga yfir- sýn við úrlausn verkefna. Vorið 1978 útskrifaðist hún frá Tónlistar- skólanum og var þá þegar ákveðin í að hefja framhaldsnám við háskóla erlendis. Leið hennar lá til Bandaríkjanna þar sem hún hóf nám við Univers- ity of Urbana, Illinois. Þar komu fram þeir miklu námshæfileikar sem hún hafði til brunns að bera. Stundaði hún námið af miklum dugnaði og dró hvergi af og lauk mastersprófi í tónlistaruppeldi (Music Education) og síðan dokt- orsprófi við sama skóla. Á háskólaárum Önnu í Banda- ríkjunum lágu leiðir okkar stöku sinnum saman þar sem hún leitaði ráða eða við spjölluðum um lífið og tilveruna, dvöl og nám hennar ytra. Kom þá fram sem áður hve af- burðagreind hún var og næmleiki hennar fyrir vali í samsetningu og uppbyggingu námsins. Höfðum við á tilfinningunni að hún væri ánægð með það svið tónlistar og þær áherslur í námi sem hún hafði valið sér. Um hríð kenndi hún við Tón- menntaskóla Reykjavíkur þar sem ég var yfirmaður hennar. Hún hafði góða nærveru og bar aldrei skugga á samskipti okkar. Árið 1985 hóf Anna kennslu við tónmenntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Þar nutu hæfi- leikar hennar sín til fulls. Hún lagði drög að námskrá og setti saman námsefni í nokkrum greinum og má þar nefna fagurfræði tónlistar, tón- listarrannsóknir og tónbókmenntir. Hún var metnaðarfullur kennari og meðalmennska var henni ekki að skapi. Bar hún hag nemenda sinna fyrir brjósti og var vinsæll og virt- ur kennari. Við áttum talsverð sam- skipti hvað varðaði skipulagningu, uppbyggingu og innra starf tón- menntakennaradeildarinnar þar sem við kenndum saman um árabil. Kom þar enn og aftur í ljós hve ánægjulegt og uppbyggilegt var að vinna með henni. Hún var einstak- lega fljót að koma auga á aðalatrið- in, skipulögð og skapandi í hugsun. Anna var einnig skapandi listamað- ur og kom fram sem semballeikari hin síðari ár. Þegar við lítum til baka minn- umst við hennar sem næmrar manneskju og mikillar tilfinninga- veru sem skynjaði lífið ef til vill dýpra og sárar en margur annar. Það er með harmi í huga sem við kveðjum Önnu og biðjum guð að blessa eiginmann hennar, dæturnar tvær og fjölskyldu. Blessuð sé minning hennar. Stefán Edelstein, Jóhanna Lövdahl. „Áður en hægt er að búast við því, að almenningur læri að meta mikil tónverk, er nauðsynlegt, að vér eignumst betri tónlistarkenn- ara.“ Þessi orð voru skrifuð árið 1802 af einum merkasta tónlistar- fræðingi síns tíma, Johann Niko- laus Forkel, í formála hans að ævi- sögu Johanns Sebastian Bachs sem gefin var út 1985 í íslenskri þýð- ingu Árna Kristjánssonar píanó- leikara. Þessi orð eiga sér sam- hljóm í lífsstarfi dr. Önnu Margrétar Magnúsdóttur tónlistar- fræðings og semballeikara. Anna Margrét var ein af frumkvöðlum í íslensku tónlistarlífi með því að ljúka doktorsprófi í tónlistar- kennslufræðum frá tónlistarháskól- anum í Urbana, Illinois í Banda- ríkjunum. Hún starfaði við kennslu í tónmenntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík um margra ára skeið ásamt því að vinna að rann- sóknum á sviði tónvísinda. Eftir hana liggja greinar um tónlist ým- issa tónskálda, m.a. Bachs og Pur- cell. Anna Margrét tók einnig virk- an þátt í tónlistarlífinu sem semballeikari. Leiðir okkar Önnu Margrétar lágu saman á þessu ári í faglegu samstarfi um stöðu háskólamennt- aðs tónlistarfólks á Íslandi. Ég fagnaði því mjög að fá tækifæri til að kynnast henni og verða aðnjót- andi þeirrar persónulegu útgeisl- unar og hlýju sem fylgdi Önnu. Frá henni stafaði vitræn og tilfinninga- leg orka sem verður mikil eftirsjá að. Víst er undir sól að sjá, sé ég mynd þar skína: Framtíð dregur fánann á fjallatinda þína. (Steph. G. Steph.) Nína Margrét Grímsdóttir. Fyrir réttum mánuði lék sum- argolan blíðlega um Biskups- tungnasveit eins og svo oft áður. Sólin skein í heiði og þennan dag lék lífið eitthvað svo fallegt lag. Það var í hinsta sinn sem ég sá þig, nú hefur þú kvatt. Minningin um þessa stuttu samverustund fyrir austan mun ylja mér lengi ekki síður en fallegu orgeltónarnir sem bárust út úr Skálholtskirkju þegar þú tókst í orgel kirkjunnar að loknum tón- leikum. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að vera nemandi þinn í Tónlistarskóla Reykjavíkur og seinna samstarfsmaður í Tónlistar- skóla Garðabæjar. Þú varst gædd mörgum listrænum hæfileikum, bjóst yfir leiftrandi sköpunargáfu og hugmyndaauðgi sem lituðu allt umhverfi þitt. Þú varst hláturmild og nærvera þín gaf líðandi stundu aukið vægi. Þín bros voru sæt, eins og sólgeislinn þýð og sumar á vöngum þínum, er stormurinn æddi um algræna hlíð í einveldismætti sínum; þá bliknaði, skalf og beygði fald það blóm, er var fegurst sýnum. (Hulda.) Þú varst einstakur fræðari og framúrskarandi kennari. Þú tendr- aðir neista í hverju hjarta með eld- móði þínum og snilldartökum á námsefninu. Ég naut frábærrar leiðsagnar þinnar og visku og er ég þér og mun vera þér ævinlega þakklát fyrir. Ég þakka samfylgd- ina, mín kæra. Ég átti þig. Nú á ég minnis-ljóð sem andblæ hausts og mánans rökkurglóð. Á hvítum vængjum svifin ertu sjálf með sól og álf. (Hulda.) Ég votta Reyni og dætrunum Birtu og Maríu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hjördís Ástráðsdóttir. ✝ HermannSveinsson fædd- ist á Þúfu í Vestur- Landeyjum 11. ágúst 1919. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Sel- fossi 27. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Sveinsson, síðar bóndi á Kot- velli í Hvolhreppi, f. 23. apríl 1884, d. 1. mars 1972 og Helga Jónsdóttir, f. 3. október 1879, d. 14. ágúst 1968. Systir Hermanns er Helga Sveinsdóttir, f. 18. nóvem- ber 1920, gift Sigurði Dagnýs- syni, f. 25. júlí 1925. Hinn 19. maí 1956 kvæntist Hermann Guðrúnu Helgu Jóns- 1. júlí 1965. Sambýlismaður henn- ar er Hákon Mar Guðmundsson, f. 12. júlí 1956. Börn Gróu með Lár- usi Þorsteinssyni eru Helga Guð- rún, f. 16. nóvember 1989, og Hermann Sveinn, f. 19. maí 1993. Dætur Hákonar eru Berglind, f. 25. ágúst 1979, og Kristrún, f. 5. apríl 1986. Hermann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum árið 1938. Hann vann við vélsmíði, bif- vélaviðgerðir og vörubílaakstur á Hvolsvelli og víðar þar til hann tók við búi af foreldrum sínum á Kotvelli árið 1954. Hermann og Guðrún brugðu búi 1984 og eftir það vann Hermann á bílaverk- stæði Kaupfélags Rangæinga í nokkur ár. Hann tók virkan þátt í félagslífi í Hvolhreppi, var m.a. í stjórnum búnaðarfélags, ræktun- arsambands, veiðifélags og brids- félags, tók þátt í leikstarfi og söng í kirkjukór Stórólfshvols- kirkju um árabil. Útför Hermanns fer fram frá Stórólfshvolskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dóttur frá Kálfsstöð- um í V-Landeyjum, f. 20. mars 1929. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Einarsson, bóndi á Kálfsstöðum, f. 11. mars 1900, d. 21. maí 1964, og Gróa Brynjólfsdóttir, f. 25. nóvember 1904, d. 27. júlí 1966. Börn Her- manns og Guðrúnar eru: 1) Guðmundur Sveinn, blaðamaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1957. Kona hans er Lovísa Sigurðardótt- ir, f. 7. febrúar 1959. Börn þeirra eru Guðrún Lilja, f. 16. desember 1983, og Arnar, f. 27. ágúst 1988. 2) Helgi, verktaki í Reykjavík, f. 19. október 1958. 3) Jónína Gróa, innheimtufulltrúi á Hvolsvelli, f. „Er Hermann á Kotvelli pabbi þinn? Jæja, hann átti aldrei að verða bóndi, hann átti að verða heimspekingur,“ sagði Jón í Garðs- auka með sinni þrumandi röddu við mig, unglinginn. Ég átti erfitt með að skilja þessi orð því að ég hafði aldrei orðið var við að faðir minn væri heimspekilega þenkjandi. Áttu heimspekingar ekki að skrifa lærð- ar greinar um tilgang lífsins eða nota flókin orð til að ræða eðli mannsins og veraldarinnar? Á kveðjustundu flögra minninga- brot um hugann. Um pabba þar sem hann stendur við Móbakkann í Rangá með Jóni á Velli og okkur bræðrunum með fallegan silung á stönginni eða sitjandi við eldhús- borðið, drekkandi kaffi, hamingju- saman eftir vel heppnaða veiðiferð og vaskurinn fullur af silungi. Um pabba á kafi undir húddinu á bíln- um sínum eða rauða Skódanum hans Jóns, eða með traktorinn í ótal pörtum, framhjólin hér og aftur- hjólin þar og allt hitt þar á milli. Eða um pabba, standandi fyrir utan fjárhúsið, kallandi „kiiibbakiiibba- kibb“ og út um allt tún sperrtu kindurnar eyrun og streymdu síðan heim, vitandi um ilmandi töðu á garðanum og fóðurbæti í forrétt. Um pabba að strjúka Skjónu og Skjöldu eða sitjandi á kolli, reykj- andi pípu, horfandi út í loftið á með- an mjaltavélin puðaði. Um pabba komandi heim eftir vel heppnaða læknisferð til nágrannans þar sem kind eða kýr var í nauðum og úr augum hans skein gleði og ham- ingja yfir því að hafa getað orðið að liði. Og hve stoltur ég var þegar hann kom heim með verðlaunapen- inga úr bridsmótum á Hvolsvelli; eða þegar hann tók hreinan topp af mér á bridsmóti í Gunnarshólma með því að segja og standa fimm lauf á meðan allur salurinn fór nið- ur á þremur gröndum. Þá skildi ég að hann hafði dýpri skilning á eðli spilsins en flestir aðrir. Þótt hann notaði ekki flókin orð til að lýsa heiminum sýndi hann í verki gildi þess að vera heiðarlegur og sannur sér og sínum, gleðiblikið í augunum eftir að hafa veitt hjálp- arhönd sagði allt sem þurfti. Heim- spekingur þarf ekki að nota flókin orð, heimspekingur þarf ekki að skrifa lærðar greinar um eðli al- heimsins, heimspekingur getur sýnt visku sína í verkum sínum og með virðingunni sem hann ber fyrir umhverfi sínu. Eftir á að hyggja fór Jón í Garðs- auka ekki að öllu leyti með rétt mál. Hið sanna er að pabbi var bæði heimspekingur og bóndi. Helgi. Elsku bestu afi, nú vitum við að þér líður vel og við vitum líka hvar þú ert og hjá hverjum, þú ert hjá Guði, hjá þeim sama og við tölum alltaf við þegar við erum að fara að sofa á kvöldin. En annars, afi, viltu hafa samband við okkur ef þú getur og segja okkur hvernig hann lítur út? Guð geymir þig vel, afi, það vit- um við og hann hjálpar ömmu líka að sætta sig við að þú ert farinn frá henni. Takk, elsku amma, hvað þú varst afa góð og við lofum að styrkja þig líka. Að lokum, elsku afi, viljum við senda þér bæn sem þú hjálpaðir okkur að læra. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Helga Guðrún og Hermann Sveinn. Með örfáum orðum viljum við systkinin kveðja afa í sveitinni. Þótt afi segði ekki mikið leið okkur alltaf vel í návist hans. Þegar við komum í heimsókn vorum við vön að fara inn í herbergi, þar sem tók á móti okk- ur afalyktin sem oftast var bara lyktin af neftóbakinu hans, kyssa afa á kinnina og segja honum hvernig allt gengi. Þegar hann sagði eitthvað kom það okkur oftast til að hlæja eða að það var einhver fróðleiksmoli. Afi var sérstaklega ættfróður og nægði oft að nefna nafn á vini og þá fengum við að vita hverrar ættar hann var eða hvort hann væri eitthvað skyldur okkur. Með þakklæti fyrir góðar minn- ingar kveðjum við afa í sveitinni með þessu ljóði: Ég átti afa sem minnti á þig - með hvítt hár og hátt enni, og hann líktist þér mest í því, finnst mér nú þegar hann er farinn að hann sagði aldrei neitt - Samt var návist hans lögmál. Ég óttaðist hann ekki en leit hann sömu augum og ég nú horfi til þín. (Matthías Johannessen.) Guðrún Lilja og Arnar. HERMANN SVEINSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 3#  4    4  !       #  *   * #  #  .8,//99--: " 4  + 5   ,   *    60& 7  !  $  / * # 2   6+,# '# /4 +,# $   -  @+  # '# #*/+,# $   3 (+ #$ 7  ,# '# * 0  7 *#,# '# 4 * 0 $      '*0  0 #$#$ +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.