Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu 
með 
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Fram og ÍBV í undanúrslit 
bikarkeppninnar / B3
Arnar Gunnlaugsson til 
Dundee United / B3
8 SÍÐUR
48SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
HLUTI af innfluttum kjúklinga-
bringum frá Danmörku sem fóru í
verslanir Hagkaupa í síðustu viku
var mengaður af kamfýlóbakter. Í
fréttatilkynningu frá Hagkaupum
kemur fram að fyrirtækið hafi verið
fullvissað um annað. Annað sýn-
anna sem Hollustuvernd tók reynd-
ist mengað af kamfýlóbakter.
Segir í tilkynningunni að þegar
það kom til umræðu að varan væri
hugsanlega menguð hefðu Hagkaup
tekið hana úr verslunum sínum í
samræmi við gæðastefnu sína.
Ítrekað er að þótt varan sé menguð
uppfylli hún öll skilyrði yfirvalda til
innflutnings og sölu. Íslensk yfir-
völd heimili sölu á kamfýlóbakter-
menguðum frosnum kjúklingum en
Hagkaup hafi sett sér þá gæða-
stefnu að selja ekki vöru sem
?sannarlega er vitað að er meng-
uð.?
Í yfirlýsingunni átelja Hagkaup
?þau vinnubrögð, sem kjúklinga-
framleiðandinn Móar kýs að nota í
árás sinni á Hagkaup, með það að
marki að koma höggi á fyrirtækið,?
eins og það er orðað. Umræðan um
að kjúklingabringurnar væru meng-
aðar hófst þegar gæðastjóri Móa
tók sýni úr innfluttu kjúklinga-
bringunum og tilkynnti hvers kyns
væri, þegar bringurnar reyndust
mengaðar.
Innlendum framleiðendum 
mismunað
Kristinn Gylfi Jónsson, stjórnar-
formaður Móa, vísar því á bug að
það hafi verið ásetningur fyrirtæk-
isins að koma höggi á Hagkaup.
?Okkur fannst Hagkaup mismuna
framleiðendum með því að gera
minni kröfur til innfluttra kjúk-
lingabringna en innlendra,? segir
Kristinn Gylfi. Hann segir að
hvergi annars staðar í heiminum en
á Íslandi taki framleiðendur sýni úr
framleiðslunni til að athuga hvort
hún sé menguð af kamfýlóbakter.
?Þetta voru viðbrögð innlendra
kjúklingaframleiðenda við því að á
sama tíma og það er til kjúklingur
hér á landi sem Hagkaup telja sig
ekki geta sett í búðir út af gæða-
stefnu, þá flytja þeir inn vöru og
ganga ekki úr skugga um það fyrir
fram að hún uppfylli þá kröfu sem
þeir setja,? segir Kristinn Gylfi og
spyr hvers vegna Hagkaup hafi
ekki látið kanna bringurnar áður en
þær voru settar á markað, þar sem
ekki sé leitað eftir kamfýlóbakter í
Danmörku. Hann bendir á að
Reykjagarður, sem Hagkaup kaupi
kjúklinga frá, eigi frosinn kjúkling
sem er mengaður af kamfýlóbakter.
Hagkaup hafi ekki viljað kaupa
hann en selji í staðinn innfluttan,
mengaðan kjúkling frá Danmörku.
?Við viljum að rétt sé rétt, það á
ekki að bera saman epli og appels-
ínur,? segir hann.
Aðspurður segist Kristinn Gylfi
ekki sjá ástæðu til þess að fylgjast
áfram með innfluttu kjúklingakjöti.
?Við kjúklingabændur munum
vinna að því að auka framleiðsluna
til að geta annað eftirspurn, við
jukum söluna síðustu 12 mánuði um
20% og framleiðslan á kjúklingum
mun aukast mikið á næstunni,? seg-
ir Kristinn Gylfi.
Kamfýlóbakter fannst í kjúk-
lingi sem Hagkaup fluttu inn
MYNDBANDIÐ við lag íslensku
hljómsveitarinnar Quarashi,
?Stick ?Em Up?, var í gær tilnefnt
til myndbandaverðlauna sjón-
varpsstöðvarinnar MTV. Var
myndbandið eitt fjögurra sem til-
nefnd eru til verðlauna í flokknum
besta listræna stjórnun en Bruton
Jones leikstýrði myndbandinu.
Myndbönd bandarísku rappar-
anna Eminem og Missy ?Misde-
meanor? Elliott og rokkhljóm-
sveitarinnar P.O.D. fengu flestar
tilnefningar, sex hvert.
Þau myndbönd sem tilnefnd
eru í flokki bestu listrænnar
stjórnunar eru myndband Missy
?Misdemeanor? Elliott við lagið
One Minute Man, myndband
Coldplay við lagið Trouble og
myndband við lag Eltons Johns,
This Train Don?t Stop Here Any-
more. Myndband Eminems er við
lagið Without Me. Það er einskon-
ar teiknimynd þar sem Eminem
klæðist gervi Robins, aðstoðar-
manns Batmans. Myndbandið var
m.a. tilnefnt sem myndband árs-
ins, besta myndband karllista-
manns, og besta rappmyndband-
ið.
Myndbandið við lagið Alive með
P.O.D. sýnir m.a. árekstur á hrað-
braut. Það var tilnefnt sem besta
myndband ársins og besta mynd-
band hljómsveitar. Hljómsveitin
fékk einnig tilnefningu fyrir
myndband við lagið Youth of the
Nation.
Verðlaunin verða veitt í Radio
City 29. ágúst. Meðal þeirra sem
koma fram er Bruce Springsteen
en gamanleikarinn Jimmy Fallon
verður kynnir.
Myndbandið við lag Quarashi, ?Stick ?Em Up?, er eitt fjögurra
myndbanda sem tilnefnd eru af MTV fyrir besta listræna stjórnun.
Myndband Quar-
ashi tilnefnt til
MTV-verðlauna 
ÞESSI bústna hunangsfluga saug
blómin af áfergju þegar ljósmynd-
ari Morgunblaðsins kom auga á
hana á dögunum. Flugurnar gegna
mikilvægu hlutverki við frjóvgun
blóma og er sagan af því hvernig
flugurnar bera frjó á milli blóma
notuð til að útskýra fyrir litlum
börnum hvernig þau sjálf voru búin
til.
Morgunblaðið/Golli
Býflugurnar og blómin
ÁTTA ára íslensk stúlka, sem slas-
aðist alvarlega í bílslysi í Árósum í
byrjun mánaðarins, er laus úr önd-
unarvél og andar nú næstum því
hjálparlaust, að sögn föður hennar,
Óskars Þórs Halldórssonar. Hann
segir að læknarnir séu byrjaðir að
reyna að vekja hana en stúlkunni
hefur verið haldið sofandi frá því
slysið varð.
Óskar Þór segir að dóttur sinni
séu ekki lengur gefin svefnlyf og það
megi merkja að hún sé byrjuð að
rumska. Búast megi við því að það
taki stúlkuna nokkra daga að vakna
af þessum langa svefni.
Óskar Þór segist ekki vita hvenær
fjölskyldan komi heim, það fari eftir
því hversu langan tíma það taki að
vekja stúlkuna. Vonandi skýrist það
þó innan fárra daga.
Byrjað að
reyna að 
vekja stúlkuna
KRISTINN Magnússon, sundmaður
úr Hafnarfirði, þreytti Drangeyj-
arsund á laugardag og tók land í
Drangey eftir tveggja og hálfs tíma
sund frá Reykjadiski. Þetta er í
annað skipti sem Kristinn þreytir
Drangeyjarsund en árið 1998 synti
hann til lands á 2 klst. og 10 mín.
Sjávarhiti að þessu sinni var 8°
sem er það kaldasta sem Kristinn
hefur synt í og þá var veður ekki
mjög hagstætt. Af þessum sökum
tafðist Kristinn á sundinu og má
þess geta að hann synti án þess að
bera á sig feiti. Páll Magnússon á
Geisla SK 66 fylgdi Kristni eftir á
sundinu en í bátnum geymdi Krist-
inn drykki sem hann lét kasta til sín
á 20 mínútna fresti.
Sundleið Kristins að þessu sinni í
beinni loftlínu var um 6,6 km. ?Ég
gerði ráð fyrir að vera miklu fljót-
ari, en það kom rek og hliðaralda
sem höfðu truflandi áhrif auk þess
sem það voru miklir straumar í
kringum eyna. Ég þurfti því að
herða svolítið á mér þegar ég nálg-
aðist eyna,? sagði Kristinn. Sundið
hófst kl. 18.45 og tók Kristinn land
um kl. 21.15. Landtakan gekk vel
en Kristinn var mjög þreyttur eftir
sundið og var brunninn á lík-
amanum eftir sjávarseltu og þarf
líklega viku til að jafna sig. ?Mér
leið eins og vörubíl hefði verið ekið
yfir mig,? segir hann um líðan sína
eftir landtökuna í eynni.
Drangeyjarsundið var fjórða
þreksundið af sex sem Kristinn
mun þreyta í sumar, en hann hefur
lokið, auk Drangeyjarsunds, Eng-
eyjarsundi, Viðeyjarsundi og Hval-
fjarðarsundi. Eftir er Þingvalla-
vatnssund og sund milli lands og
Vestmannaeyja. Ef líkaminn leyfir
mun hann bæta við sjöunda sund-
inu, frá Kjalarnesi til Reykjavíkur.
Þreytti
Drang-
eyjarsund
öðru sinni
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48