Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
NÚ er sá tími að margir Íslendingar leggja leið sína í
skóginn í leit að sveppum til matar. Það gerði Magda
Kulinska sem býr í Stykkishólmi. Hún þekkir þá venju
í heimalandi sínu, Póllandi, að fara út í skóg og tína
sveppi. Hún og maður hennar fóru upp í Sauraskóg í
Helgafellssveit í þessum tilgangi á sunnudaginn. Í leit
sinni gekk hún fram á risavaxinn kóngssvepp. 
Magda fór með sveppinn heim til nánari skoðunar.
Hann reyndist vera 3,58 kíló að þyngd. Ummál hatts-
ins er 110 cm og þvermál um 36 cm. Ummál stafsins
var 36 cm svo að vart náðist með höndum utan um
stafinn. 
Kóngssveppur vex víða í skógum á Vesturlandi.
Hann er hattsveppur með brúnan, þykkan hatt. Í ís-
lensku alfræðiorðabókinni segir að hattur kóngs-
sveppsins sé oft 12?16 cm breiður. Kóngssveppur er
einn besti ætisveppur landsins. Ekki ætlar Magda að
borða sveppinn, en hann er til sýnis á veitingastaðnum
Fimm fiskum þar sem hún vinnur. 
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Magda Kulinska heldur á risasveppnum. Hann vó 3,58 kíló. Það þyrfti átján
200 gramma sveppabakka til að rúma þennan svepp.
Risasveppur
finnst í 
Sauraskógi
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
Kóngssveppur kennd-
ur við Karl Jóhann
GUÐRÍÐUR Gyða Eyjólfs-
dóttir sveppafræðingur sagði
að kóngssveppurinn sem
Magda Kulinska fann í Saura-
skógi væri með stærstu svepp-
um af þessari gerð sem fundist
hefðu hér á landi. Hún sagðist
að vísu ekki halda saman upp-
lýsingum um stærstu sveppi á
Íslandi. Þetta væri mjög stór
sveppur en hann hefði líka
hæfileika til að verða mjög
stór. Hún sagði að líklega hefði sveppurinn verið
nokkuð blautur þegar hann var vigtaður. 
Kóngssveppur vex aðallega á Vesturlandi og Vest-
fjörðum, en finnst þó víðar. Þetta er svepprótar-
sveppur sem vex í skógum. Kóngssveppur er mat-
sveppur og þykir mjög ljúffengur. Guðríður Gyða
sagði að kóngssveppur væri kenndur við Karl Jó-
hann sem var kóngur í Svíþjóð, en hann vildi kenna
Svíum að njóta sveppsins. Í Svíþjóð heitir svepp-
urinn einfaldlega Karl Jóhann.
Fleiri íslenskir sveppir geta orðið stórir. Einn
þeirra er jötungíma sem er belgsveppur og getur
orðið mjög stór.
Guðríður Gyða 
Eyjólfsdóttir 
ÖRTRÖÐ myndaðist í Pennanum-
Eymundsson í gærkvöldi þegar
hundrað manns mættu til að halda
upp á að fyrsta bók stórstjörnunnar
Madonnu er komin út. Bókin var
kynnt með viðhöfn, og Páll Óskar
söng Madonnusmelli, auk þess sem
Silja Aðalsteinsdóttir las kafla úr
bókinni, en hún er þýðandi hennar. 
Bókin, sem ber nafnið Ensku rós-
irnar, hefur verið þýdd á 30 tungu-
mál en hún var kynnt í verslunum í
yfir 100 löndum á sama tíma,
klukkan átta í gærkvöldi. Bókin
seldist vel, að sögn Æsu Bjarna-
dóttur hjá bókabúðinni, sem segir
þetta létta og skemmtilega krakka-
sögu og hæfilega ?móralska?.
Örtröð vegna bókar Madonnu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aflaheimildir Dverga-
steins á Seyðisfirði
Geta keypt
kvótann
til baka
SEYÐFIRÐINGUM stendur til
boða að kaupa til baka þær aflaheim-
ildir sem fiskvinnslan Dvergasteinn
á Seyðisfirði hefur haft til umráða á
undanförnum árum en hafa nú verið
færðar á skip í eigu Skagstrendings. 
Þegar Dvergasteinn sameinaðist
Skagstrendingi í ársbyrjun 1997
hafði Dvergasteinn til umráða ríf-
lega 400 þorskígildistonna kvóta sem
rann til Skagstrendings við samein-
inguna. Kvótinn hefur engu að síður
verið nýttur allur til vinnslu hjá
Dvergasteini á Seyðisfirði.
Heildarverðmæti kvótans og
eigna Dvergasteins var þá metið á
147 milljónir króna sem var breytt í
hlutabréf í Skagstrendingi á genginu
6,3. Við það eignuðust fyrrverandi
eigendur Dvergasteins 8,2% hlut í
Skagstrendingi. 
Framkvæmdastjóri Útgerðar-
félags Akureyringa segir að búið sé
að reyna til þrautar að halda rekstri
Dvergasteins gangandi en segir að
kvóti félagsins skipti ekki sköpum í
rekstri ÚA og sé því falur.
L52159 Kvótinn/25
BORGARVERKFRÆÐINGUR hef-
ur varpað fram þeirri hugmynd
að framhaldsskólanemendur fái
frítt í strætó tvisvar á dag gegn
framvísun skólaskírteinis í þeirri
von að það dragi úr umferð-
arþunga einkabíla.
Við setningu evrópskrar sam-
gönguviku í Ráðhúsinu í gær
sagði Björn Ingi Sveinsson borg-
arverkfræðingur að bifreiðaeign
væri jafnvel orðin hlutfallslega
meiri hér á landi en í Bandaríkj-
unum. Notkun einkabílsins héldi
áfram að aukast og áfram þyrfti
að leggja götur og mislæg gatna-
mót. 
?Kannski væri rétt að skoða
þetta og gefa öllum nemendum
frítt í strætó tvisvar á dag gegn
framvísun skólaskírteinis, t.d. á
milli 7 og 9 á morgnana og aftur
á milli 15 og 17 síðdegis. Kannski
gæti svo einföld aðgerð frestað
því að gera þyrfti t.d. mislæg
gatnamót á mótum Kringlumýr-
arbrautar og Miklubrautar næstu
árin, án þess að tilkostnaður
borgarinnar væri of mikill. Á
sama tíma myndi unga fólkið
venjast því að ferðast með þessum
hætti og þetta gæti orðið upphaf-
ið að nauðsynlegri viðhorfsbreyt-
ingu,? sagði borgarverkfræð-
ingur.
Morgunblaðið/Kristinn
Frítt í strætó
fyrir nem-
endur á
álagstímum?
L52159 Framhaldsskóla-
nemendur fái/11
EINUNGIS rúma þrjá milljarða króna vantar
upp á að útgáfa húsbréfa fyrstu átta mánuði
þessa árs sé jafnmikil og hún varð á öllu árinu í
fyrra, sem þó var metár í útgáfu húsbréfa. Raun-
ar er húsbréfaútgáfan í ár þegar orðin meiri en
hún hefur orðið á öðru heilu ári ef síðasta ár er
undanskilið. Endurskoðuð áætlun Íbúðalánasjóðs
í júlí í sumar um útgáfu húsbréfa í ár er sprung-
in, samkvæmt upplýsingum í ágústskýrslu sjóðs-
ins, en þá var gert ráð fyrir að samþykkt skulda-
bréfaskipti á árinu yrðu 47 milljarðar króna. Það
er rúmum 12 milljörðum kr. hærra en áætlað var
í upphafi ársins. Nýrrar áætlunar um húsbréfa-
útgáfuna í ár er ekki að vænta fyrr en í næsta
mánuði. Samkvæmt upplýsingum Íbúðalánasjóðs
eru engin merki um að tekið sé að draga úr eftir-
spurninni í þessum efnum það sem af er sept-
embermánuði.
Samþykkt skuldabréfaskipti Íbúðalánasjóðs
námu tæpum 32,2 milljörðum kr. í lok ágústmán-
aðar. Á sama tíma í fyrra höfðu verið samþykkt
skuldabréfaskipti fyrir 22,5 milljarða króna, sem
er tæpum tíu milljörðum króna minna en í ár. Á
öllu síðasta ári voru samþykkt skuldabréfaskipti
fyrir 35,3 milljarða króna og á árunum þremur á
undan námu samþykkt skuldabréfaskipti árlega
28-31 milljarði króna. Mun minni húsbréfaútgáfa
var hins vegar árin þar á undan eða 21 milljarður
króna á árinu 1998 og 16,5 milljarðar króna á
árinu 1997. Heildarútgáfa húsbréfa frá upptöku
húsbréfakerfisins árið 1989 er nú orðin um 240
milljarðar króna. Þar af má rekja yfir 150 millj-
arða króna til útgáfunnar á síðustu fimm árum.
Umsóknum um húsbréfalán hefur fjölgað mik-
ið. Þær voru orðnar tæpar átta þúsund fyrstu
átta mánuði ársins. Í fimm af þessum átta mán-
uðum voru umsóknirnar fleiri en eitt þúsund, en
það hefur einungis gerst fjórum sinnum áður að
umsóknir í hverjum mánuði hafi orðið fleiri en
eitt þúsund talsins. Nú er því spáð að umsókn-
irnar í ár verði yfir 12 þúsund, en þær hafa flest-
ar orðið rúmar 10 þúsund á öllu síðasta ári.
Metútgáfa húsbréfa hjá Íbúðalánasjóði fyrstu átta mánuði ársins
Aðeins þremur milljörðum
minni en allt árið í fyrra

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48