Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. SEPTEMBER 2001 S ÚMMARI er það sem flestum dettur í hug þegar nafn Krist- jáns Guðmundssonar myndlist- armanns er nefnt á nafn. Samt er orðið æði langt síðan nokkuð hefur beinlínis verið aðhafst í nafni þeirrar hreyfingar sem kannski var ekki einu sinni hreyfing því ekki var um neina meðvitaða stefnumótun að ræða sem listamennirnir höfðu komið sér saman um. En jafnvel fyrir fólk sem er of ungt til að hafa kynnst SÚM-sýningum stafar ljóma af orðinu „súmmari“, sem segir kannski meira en nokkuð annað um þau áhrif sem þeir höfðu á íslenskan myndlistarheim. Fyrsta einkasýning Kristjáns var á Mokka árið 1968 en árið eftir setti hann upp sýningu í gallerí SÚM sem vakti mikla hneykslan al- mennings þrátt fyrir að aðeins 47 manns hafi séð hana. Þar sýndi hann innsetninguna Envi- ronmental Skulptur o.fl. en þungamiðja hennar var straubretti þakið óhreinindum og hænsnas- kít. Listasafn Íslands keypti það sem eftir var af innsetningunni árið 1988 og þegar verkið var sýnt tveimur árum seinna varð enn fjaðrafok svo forstöðumaður safnsins, Bera Nordal, sá sig knúna til að birta athugasemd í fjölmiðlum þess efnis að lögum samkvæmt væri það hlutverk safnsins að afla verka sem endurspegla nýja strauma og stefnur í íslenskri myndlist og þetta verk væri mikilvægur fulltrúi ákveðinna listvið- horfa og stefnu sem fram kom á sjöunda ára- tugnum. Kristján sýndi einnig verkið Vörðu- brot árið 1970 sem gert var úr heilhveitibrauðum og lögreglan fjarlægði af vettvangi á Skólavörðuholtinu „af heilbrigðisá- stæðum“. Þrátt fyrir þessar kyndugu viðtökur í upphafi ferilsins er ljóst að Kristján á sér marga aðdáendur á Íslandi og þá ekki síður erlendis. Er hægt að semja músík í anda Mozarts núna? Kristján reyndi fyrir sér við ýmislegt áður en hann fór að stunda myndlist og aðspurður segir hann það ekki hafa verið neitt sérstakt sem dró hann inn í listheiminn. „Ég sogaðist bara inn í þetta með vinum mínum, eftir að hafa verið að læra að fljúga. Síðan fór ég til Spánar með Ólafi Jónssyni, athafna- og uppfinningamanni, og var að gæla við að fara á listaskóla þar. Eftir að hafa skoðað nemendasýningu sá ég að þetta myndi þó líklega ekki vera skóli fyrir mig.“ Hann seg- ist þó hreint ekki hafa verið að hafna listhefð- inni, enda finnist honum hann nú oft vera nokk- uð hefðbundinn í verkum sínum. Í texta Ólafs Gíslasonar listfræðings, í bók þeirri sem nú kemur út hjá Máli og menningu, segist Kristján þó oft hafa farið yfir á rauðu ljósi í listinni, „en það er þegar verið er að búa til einhverjar regl- ur í myndlist sem listamenn eiga að hlýða. Þá finnst mér fagurfræðilega löggan vera gengin einum of langt. Ef það væru einhverjar reglur í myndlist sem þyrfti skilyrðislaust að hlýða, hvernig væri myndlistin þá í dag? Slíkar reglur er ekki hægt að setja á neinu listsviði. Það er til fagurfræðilegur ballett, þótt hann sé ekki klass- ískur,“ útskýrir Kristján „og það sama finnst mér eiga við um myndlist.“ Hann hugsar sig um í smástund en heldur svo áfram. „Þegar fólk segir að maður sé að hafna hefðinni þá er það náttúrlega ekki rétt nema að því leyti að flestallir myndlistarmenn sem eitt- hvað kvað að á tuttugustu öldinni hafi hafnað ákveðinni hefð. Sú höfnun gleymist að sjálf- sögðu einhverjum áratugum seinna. En hvað heldur þú að það þýði að vera að mála eins og Picasso árið 2000? Er hægt að semja músík í anda Mozarts núna, væri það eitthvað fínt?“ spyr Kristján hreinskilnislega. Þetta er þá ef til vill einungis spurning um muninn á frumsköpun og eftirlíkingu? „Ég veit það ekki, en fyrir mér er fólk ann- aðhvort að fást við þessa hluti sem lúta að list- inni, eða þá að það er bara í einhverju smekk- dúlliríi – að mála eins og Picasso eða einhver annar. Ekki það, ég hef ekkert á móti handverki sem slíku.“ Vel sjálfur mína prófessora Þú hefur þá ekki þurft að fara í gegnum þetta hefðbundna námsferli í myndlistinni? „Nei, ég sneiddi hjá því. Annars er það mikið nám í mínum augum að hafa verið með þessum vinum mínum, unnið með þeim og orðið fyrir áhrifum. Ég lít á það sem mitt nám að verða fyr- ir áhrifum af sterkum og góðum hlutum, það er mín akademía þar sem ég vel sjálfur mína pró- fessora. Meðal þeirra eru gamlir vinir mínir, Magnús Pálsson, Dieter Roth, Flúxusfólk, lista- menn Arte Povera og þar fram eftir götunum. Maður verður ekki bara fyrir áhrifum af koll- egum sínum, heldur líka af fólki sem er ekkert að fást við myndlist.“ Mörgum finnst eins og hugmyndalistin og innsetningarnar hafi markað upphaf þeirra tíma er listin varð „illskiljanleg“ – kannski af því þau gildi sem talin voru hefðbundin fagurfræði viku. Aðrir halda því fram að upphaf abstrakt listarinnar í málverkinu hafi verið miklu meira áfall fyrir áhorfendur. Hefur ef til vill verið gert of mikið úr „uppreisn“ ykkar félaganna? „Það var auðvitað einhver klofningur á meðal myndlistarmanna á þessum tíma, rétt eins og gerðist í bókmenntum og fleiru,“ segir Kristján og gerir ekki mikið úr gömlum uppþotum list- heimsins. „En abstrakt list var auðvitað til að byrja með ekki meðtekin snemma hér, ekki fyrr en um ’50 eða ’60. Fólki fannst kannski eins og abstraktsjónin væri rétt að festa sig í sessi þeg- ar þessir unglingar komu til að brjóta það allt niður. Fólk fann ögrun í því.“ Maður má hafa vondan smekk En þið hljótið að hafa verið í tengslum við þær miklu hugmyndafræðilegu hræringar sem áttu sér stað á þessum tíma í kringum ’68, upp- broti á hefðbundnum gildum og upphafningu á öllum sviðum? „Mér fannst það sem við vorum að gera ein- faldlega fallegt,“ svarar Kristján. „Ég hafði jú gaman af því að þetta væri svolítið ögrandi, en fyrst og fremst var ég að leita að fegurðinni.“ Áttu þá við þá tegund fegurðar sem er laus við markaðsgildi og tilgerð? „Já, mér fannst þetta vera það sem hentaði mér að gera og ef aðrir vildu gera eitthvað ann- að, þá þeir um það. En ég hef aldrei hugsað myndlist sem einhverja fratyfirlýsingu um póli- tík. Ég hef alltaf litið á fagurfræðilegu teiknin í henni og sett þau framar öðru. Svo getur fólk bara sagt að Kristján Guðmundsson hafi svona hroðalega lélegan smekk, það verður þá bara að hafa það,“ segir Kristján og glottir. „Maður má hafa vondan smekk. Það getur enginn bannað manni það.“ Kristján segir að tvö þeirra verka sem nú séu til sýnis á Kjarvalsstöðum hafi farið töluvert í taugarnar á fólki, og þá aðallega listamönnum. Þetta eru verkin Þríhyrningur í fern- ingi sem búið er til úr vígðri mold og mold, og verkið Hægar hraðar sem samanstendur af tveimur grjóthrúg- um, einni sem hafið hefur slípað og annarri sem kemur úr grjótmulnings- vél. „Í gamla daga var oft sagt að það væri verið að gera grín að fólki með þessari myndlist, – moldarverkum og öðru álíka. En ég myndi aldrei nenna að eyða mínu lífi í það að gera grín að fólki úti í bæ. Ég er bara alltof latur til að standa í því. Svo það eru einhverjar aðrar ástæður sem liggja að baki minni listastarfsemi,“ segir hann al- varlegur. „En ég var náttúrlega til ’68, á tímum Víetnamstríðsins, kvenfrelsis og alls þessa sem þá var í gangi. En það var nú allt tiltölulega rólegt miðað við hvernig hlutirnir eru í dag. Þó voru kannski einhver skil þarna, mað- ur vissi af Rauða-Danna, Baader Meinhof og allri þeirri deleríu. En ég fór aldrei inn í flokksstarf af neinu tagi, ég rakst ekki vel í hópi, pólitískt séð. Ég man þó eftir því að hafa verið skotinn í stelpu,“ bætir Kristján við brosandi, „og þegar ég sá hana í kröfugöngu slóst ég í hópinn og gekk svona við hliðina á henni og kallaði, Ís- land úr NATO og herinn burt! En mér leið frekar illa. Mér finnst nefni- lega leiðinlegt að hrópa í kór, jafnvel þótt ég vildi að herinn færi frá land- inu. Mér fyndist eiginlega betra að hrópa svona einsamall, heldur en með hundruðum manna.“ Skylda listamannsins að láta ekki teyma sig hvert sem er Nú má merkja á þínum ferli að þú hafir horfið frá einhvers konar óreiðu yfir í stíl- hreinni verk með árunum – ef hægt er að orða það þannig – öfugt við það sem hefur verið að gerast í ríkjandi hugmyndafræði á sama tíma. „Ég hef aldrei vitað hvað ríkjandi hugmynda- fræði er,“ svarar Kristján. „Ég hef aldrei getað sett fingurinn á nokkuð sem heitir „hin almenna hugmyndafræði“. Ég varð fyrir áhrifum af vin- um mínum og þessum hreyfingum sem ég nefndi áðan, en ég veit ekki hvort list getur end- urspeglað nokkuð slíkt. Þetta var allt miklu ein- faldara fyrir þrjátíu árum heldur en það er í dag. Í dag geturðu ekki sett fingurinn á neitt. Það er alltaf verið að segja manni hvað er í gangi í listum fjölmiðlunum, en þeir sækja í þetta fólk í Gallerí Fold og Gallerí Reykjavík – í svona gjafavöruverslanir sem selja mest skrautvöru. Maður heyrir alltaf einhvern áróð- ur annað slagið um að nú séu allir farnir að mála í útlöndum, málverkið sé komið aftur í tísku og nú vilji allir vera gamaldags á nýjan leik. Þetta er náttúrlega bara eins og hver önnur kjafta- froða og ef þetta er hið almenna viðhorf þá hef ég engan áhuga á því. En maður býr að sjálf- sögðu í þjóðfélagi, og ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að listamaður hefur skyldur við samfélagið. Ég lít ekki á listamann sem ein- hvern utangarðsmann sem hefur ekkert með samfélagið að gera. Mér finnst hann meira að YFIR Á RAUÐU LJÓSI Það er stutt stórra högga á milli hjá Kristjáni Guð- mundssyni myndlistarmanni á þessu ári; hann varð sextugur í byrjun júní, í dag kl. 16 verður opnuð stór yfirlitssýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum og að auki er að koma út vegleg bók um listferil hans og verk. Þótt Kristján sé hlédrægur maður og lítið fyrir að tjá sig á opinberum vettvangi, féllst hann á að spjalla við FRÍÐU BJÖRK INGVARSDÓTTUR um baksvið listanna þá rúma þrjá áratugi sem hann hefur verið að störfum hér heima og erlendis. Kristján bregður á leik á fyrstu sýningu sinni í galleríi SÚM 1969, en hann var forstöðumaður þess fyrsta árið. Morgunblaðið/Einar Falur Kristján vinnur að uppsetningu verksins Hægar hraðar á Kjarvalsstöðum fyrr í vikunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.