Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002
Í
ÞESSARI grein mun ég fjalla um af-
byggingu, réttlæti og hið póstmódern-
íska ástand út frá þremur frönskum
fræðimönnum sem oft hafa verið nefnd-
ir sem helstu forsprakkar póstmódern-
ískar fræðimennsku. þá mun ég leitast
við að sýna fram á hvernig kenningar
þeirra endurspeglast í umfjöllunum
fjögurra danskra fræðimanna um myndlist og
arkitektúr. 
Frönsku fræðimennirnir fjórir sem ég fjalla
hér um eru heimspekingarnir Jacques Derrida,
Jean-François Lyotard, Jean Baudrillard og
hraðafræðingurinn (dromolog) Paul Virilio.
Allir hafa þeir litið á skrif sín sem svar við
ástandi samtímans, þ.e.a.s. sem svar við því
sem annar franskur heimspekingur Jean-
François Lyotard hefur nefnt ?la condition
postmoderne?; hið póstmóderníska ástand. 
Póstmódernisminn er hugtak sem margir
forðast að nota vegna þess misskilnings sem
spunninn hefur verið í kringum það. Því þarf
engan að undra að þrátt fyrir að afbygging-
arhugmynd Derrida sé gjarnan talin einkenna
póstmóderníska fræðimennsku þá hefur hann
sjálfur aldrei látið hafa eftir sér að heimspeki
hans sé póstmódernísk. Hugtakið póstmódern-
ismi hefur mátt þola sífellda valdníðslu sem
einkum birtist í því að sífellt er reynt að ein-
falda hugtakið og smætta það niður í skýrt af-
markaða merkingu. Þessi einföldun leiðir auð-
veldlega til misskilings. 
Það kann vel að vera að heimspekingurinn
Baudrillard og aðrir sem taka hann sér til fyr-
irmyndar eigi einhverja sök á þeirri yfirborðs-
legu og misvísandi ímynd sem loðir við hug-
takið póstmódernismi. Baudrillard hefur
skrifað fjölda greina í frönsk dagblöð og tímarit
þar sem hann hefur lofað ástand samtímans á
mjög írónískan hátt og lagt áherslu á hvert öfg-
ar þess ástands geta leitt okkur. Því miður hafa
margir misskilið kaldhæðni Baudrillards,
gagnrýni hans á ástand samtímans og þar með
hið póstmóderíska ástand. Í heimspeki og öðr-
um hugvísindum hefur hið póstmóderníska
verið álitið samheiti yfir þær kenningar sem
hafa enga hugsjón að leiðarljósi, ekkert mark-
mið og þá hefur hið póstmóderníska þótt ein-
kenna þær kenningar sem úthýst hafa öllu rétt-
læti. Í þessu sambandi er nærtækt að vísa í
greinaflokk Kristjáns Kristjánssonar um póst-
módernismann sem birtist í Lesbók Morgun-
blaðsins veturinn 1997?1998. 
Að mínu viti er þessi skoðun byggð á mis-
skilningi. Ég tel að til þess að geta nýtt okkur
kosti póstmódernismans sé nauðsynlegt að líta
á fyrirbærið sem ástand samtímans og afbygg-
ingu sem aðferð sem leitast við að greina,
sundra og setja saman á ný þetta ástand í þeirri
viðleitni að öðlast dýpri skilning á menningu
samtímans sem við neyðumst, meðvitað eða
ómeðvitað, til að taka mið af í öllum skrifum
okkar. Ég mun í þessari grein leitast við að
sýna fram á að afbygging og þeir fræðimenn og
listamenn sem hana stunda leitast ekki við að
úthýsa hugmyndum um réttlæti heldur er rétt-
lætið kjarni afbyggingarinnar og það sem knýr
hana áfram. 
Hraðinn, valdið og lýðræðið
Eins og Baudrillard, Derrida og Virilio hafa
allir bent á lifum við á tímum þar sem hinu
?mystíska? eða leyndardómsfulla hefur verið
úthýst. Við lifum á tímum þar sem áhersla er
lögð á að nálgast veruleikann án nokkurs milli-
liðar og í slíkum heimi er augljóst að hið leynd-
ardómsfulla á sér ekki viðreisnar von. Öllu því
sem er leyndardómsfullt og framandi er vísað á
bug á þeim forsendum að það sé ekki nógu
?raunverulegt?. Baudrillard hefur sagt um
samtímann að í honum eigi sér stað ?örvænt-
ingarfull framleiðsla á raunveruleika og því
sem á sér viðmið og viðfang.? [Jean Baudrill-
ard: ?Framrás líkneskjanna.? Frá eftirlíkingu
til eyðimerkur. Atvik 3. Bjartur-Reykjavík-
urAkademían, 2000, bls. 50]. Þessi þörf fyrir
hið ?raunverulega? hefur í för með sér að við
erum tilbúin að fallast á að það sem okkur er
talin trú um að gerist milliliðalaust, t.d. í beinni
útsendingu, sé sannara en það sem fer ekki í
felur með hvernig veruleikanum er miðlað á
margvíslegan og ?brenglandi? hátt til okkar.
Þrátt fyrir að margir séu til í að fallast á þá
staðreynd að ekki sé til neitt sem heitir milli-
liðalaus miðlun eru margir sem líta á beina út-
sendingu sem sönnun fyrir því að veruleikinn
sé eins og hann birtist okkur á skjánum. Sann-
leikurinn er talinn búa í hnitmiðuðu máli og
skýrri framsetningu. Við eigum þar af leiðandi
að forðast í lengstu lög að flækja málin. Sá sem
leyfir sér að velta vöngum yfir einhverju á op-
inberum vettvangi í stað þess að gefa skýr svör
eyðir tíma annarra. Að íhuga málin áður en við
aðhöfumst er sjaldan talið kostur í samélagi
hraðans og í samtímanum má líta á hraðann
sem útgangspunkt fyrir hvað sem er. 
Hraðinn hefur verið helsta umfjöllunarefni
Paul Virilios. Hann leggur áherslu á að til þess
að við getum nýtt okkur kosti hraðans verðum
við að byrja á að gagnrýna hraðann og þá vald-
beitingu sem hann hefur í för með sér. Valdið
og valdhafinn hafa allt frá því að menn hófu að
búa í samfélögum verið háð hraðanum. Sá sem
hefur haft hraðann í sinni þjónustu hefur einnig
haft vald, hvort sem það vald hefur byggst á yf-
irráðum yfir hesti, skipi eða herþotum. Hraði
er vald og mikilvægasta spurningin sem við
þurfum að velta fyrir okkur í sambandi við
hraðann er hvort og þá hvernig unnt sé að
dreifa þessu valdi, eða með öðrum orðum
hvernig unnt sé að gera hraðann lýðræðisleg-
an. 
Áður fyrr var hraðinn ætíð afstæður, hvort
sem um var að ræða hraða hestsins, skipsins,
lestarinnar eða bílsins. Maðurinn hafði stjórn á
hraðanum og þar af leiðandi var hraðinn háður
tíma mannsins, tíma mannkynsins eða hinum
sögulega tíma. Þar sem afstæður hraði er háð-
ur stjórn mannsins er einnig unnt að dreifa
valdi hans, gera hann lýðræðislegan. Afstæður
hraði sem er undir stjórn mannsins ógnar ekki
lýðræði mannsins að sama skapi og sá hraði
sem maðurinn fær ekki stjórnað. Á hinum póst-
módernísku tímum höfum við orðið vitni að
nýrri tegund hraða sem er óháður upplifun
mannins. Þessi hraði sem gjarnan hefur verið
kenndur við rafsegulbylgjur á reyndar upp-
runa sinn að rekja til kalda stríðsins, vopna-
kapphlaupsins og þar með módernismans, þ.e.
svo lengi sem við gerum ráð fyrir að módern-
isminn afmarkist við ákveðið tímabil. Þessi
hraði sem um er að ræða er þrátt fyrir uppruna
sinn í módernismanum, eða ef til vill vegna
hans, eitt af einkennum hins póstmóderníska
ástands. Þessi hraði sem hér um ræðir er það
sem Paul Virilio hefur nefnt hinn algjöra eða
?absolut? hraða sem jafnframt er milliliðalaus.
Þessi algjöri hraði stendur utan við hinn mann-
lega tíma. Hann er óháður upplifun mannsins
og Virilio nefnir hann rauntíma. Rauntíminn
tengist ekki einungis hinum milliliðalausa eða
algjöra hraða heldur einnig hinu algjöra valdi
þar sem hann er alltumlykjandi og milliliða-
laus. Þar sem rauntíminn ræður ríkjum hefur
maðurinn misst sambandið við líkama sinn.
Rauntíminn er óháður líkama mannsins og vit-
und hans. Hann er þar af leiðandi utan við
stjórn mannsins og þar með utan við lýðræðið. 
Réttlætið sem knýr 
afbygginguna áfram
Paul Virilio á það sameiginlegt með Jacques
Derrida að hafa áhyggjur af því hvernig unnt
sé að varðveita lýðræðið á póstmódernískum
tímum þar sem rauntíminn er hafinn upp til
skýjanna og öllu því sem felur ekki í sér neitt
endanlegt svar eða heildarlausn er markvisst
ýtt til hliðar. Í þessu sambandi er mikilvægt að
huga að hugtaki Jacques Derrida ?différance?
sem á íslensku hefur verið þýtt sem misfrestun.
Með hugtakinu misfrestun leggur Derrida
áherslu á að sambandið milli táknmyndar og
táknmiðs (þess sem táknar eitthvað og þess
skilnings sem lagður er í táknið) er ætíð fljót-
andi. Við getum ekki njörvað merkingu tákns-
ins niður. Tungumálið er margrætt og þessi
margræðni er lýðræðinu nauðsynleg.
Misfrestun leggur áherslu á sambandið við
það sem er ?annað?; við það sem er ?framandi?.
Misfrestun snýst um komuna, og það sem kem-
HEIMSPEKI, TIL HVERS?
UPPLAUSN 
MERKINGAR OG
RÉTTLÆTIÐ SEM
HÚN FELUR Í SÉR
UM AFBYGGINGU, RÉTTLÆTI OG HIÐ PÓSTMÓDERNÍSKA ÁSTAND 
?Eins og Baudrillard, Derrida og Virilio hafa allir bent
á lifum við á tímum þar sem hinu ?mystíska? eða
leyndardómsfulla hefur verið úthýst. Við lifum á tímum
þar sem áhersla er lögð á að nálgast veruleikann án
nokkurs milliliðar og í slíkum heimi er augljóst að hið
leyndardómsfulla á sér ekki viðreisnar von. Öllu því
sem er leyndardómsfullt og framandi er vísað á bug á
þeim forsendum að það sé ekki nógu ?raunverulegt?.? 
EFTIR SIGRÚNU SIGURÐARDÓTTUR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16