Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						F
átt hefur verið meira rætt manna
á meðal upp á síðkastið en fyrir-
huguð yfirtaka KB banka á stærsta
sparisjóði landsins, SPRON. Í þessari
umræðu hefur komið fram mikill
áhugi bankanna á að seilast í spari-
sjóði landsins, stóra og smáa. Jafn-
framt hafa stjórnmálamenn verið
með yfirlýsingar um hvernig bregð-
ast skuli við, enda eru miklir hags-
munir í húfi. 
Þverpólitísk samstaða virðist vera
um að verja skuli sparisjóðakeðjuna,
en ekki hvaða leiðir skuli fara. Ljóst
er að í ársgömlum lögum um fjár-
málastofnanir eru veikleikar, sem
hleypa að möguleikum á að selja megi
stofnfé á yfirverði eftir að sparisjóð-
irnir hafa verið hlutafjárvæddir.
Þetta er vandinn í hnotskurn, sem
ekki aðeins er vandi SPRON heldur
með sama hætti allra annarra spari-
sjóða. Á síðastliðnu ári hefur þetta
verið rót erfiðra deilna um Sparisjóð
Hólahrepps, sem enn sér ekki fyrir
endann á. Þar hafa verið settar fram
ákveðnar kröfur um hlutafjárvæð-
ingu sem síðan leiðir til sölu stofnfjár
sparisjóðsins á yfirverði. Vandamál
sem báðir þessir sparisjóðir eiga við
að etja, sá stærsti og sá minnsti, eru
því af sömu rót runnin. 
Nái áform um sölu SPRON fram
að ganga eykst ásælni stóru bank-
anna í sparisjóðina. Óneitanlega er
það öfugsnúið þegar sá hlekkur í
keðjunni sem virtist vera sá sterkasti
verður sá veikasti. Það bendir til að
hann hafi ryðgað innan frá. Besta
svar sparisjóðanna er að snúa bökum
enn þéttar saman til varnar og berj-
ast gegn allri utanaðkomandi ásælni.
Það mun efla starf þeirra á allan hátt.
Hvers vegna sparisjóðir?
Sparisjóðirnir eru víða undirstaða
sinna byggðarlaga. Þeir veita góða
þjónustu til einstaklinga og smærri
fyrirtækja og því eru staðir sem hafa
sparisjóð litnir öfundaraugum af
þeim sem ekki hafa, en þurfa að reiða
sig á stopula þjónustu stóru bank-
anna, sem hafa lítinn áhuga á að þjón-
usta dreifbýlið nú þegar þeir hafa
verið einkavæddir. Þeirra heimur
heitir útrás og að skapa arð fyrir eig-
endurna. Hrynji sparisjóðakerfið
hrynur jafnframt mikilvæg grund-
vallarþjónusta á landsbyggðinni. 
Eigið fé sparisjóðanna hafa fyrst
og fremst viðskiptavinir þeirra skap-
að en ekki stofnfjáreigendur, þó þeir
hafi skapað mikilvægan grundvöll að
starfi þeirra. Stofnfjáreigendur hafa
af þessum sökum ekki rétt á öðru en
andvirði stofnbréfanna og sanngjörn-
um vöxtum af þeim. 
Hér með er því skorað á Alþingi að
taka upp lögin um fjármálafyrirtæki
og girða fyrir möguleika á hlutafjár-
væðingu sparisjóðanna og sölu stofn-
bréfa á yfirverði. ?
20
Verjum sparisjóðina
B
lessaður Hrafn Gunnlaugs-
son. Bara nokkur orð. 
Við höfum lengi litið upp til
þín. Ekki endilega vegna list-
ræns gildis verka þinna, heldur
vegna þess mikilvæga hlutverks
sem þú hefur
gegnt fyrir ís-
lenska kvik-
myndagerð. Þú ert
sannarlega einn af
feðrum hennar,
einn af þeim sem
þorðu, höfðu dug
og hugrekki. Þú
varst meðal þeirra
sem ruddu braut-
ina og fyrir það
erum við afar
þakklátir. Við undirritaðir höf-
um reynt að feta í fótspor þín og
eigum nú að baki átta ár í hópi
þeirra sem hér eru að reyna að
þrauka sem kvikmyndagerðar-
menn.
Nýjasta verk þitt, Opinberun
Hannesar, er nokkuð sem við
vildum ræða við þig. Kjósum að
gera það á þessum vettvangi því
við sjáum engan tilgang í að
spyrja þig augliti til auglitis.
Þykjumst vita að við yrðum tal-
aðir í kaf, eftir að hafa horft upp
á þá sjálfsréttlætingarlygi sem
þú hefur gerst sekur um varð-
andi þetta verk. 
Grimmur glæpur 
við starfsgreinina
Litla sjónvarpsmyndin Opin-
berun Hannesar er einhver sá
grimmasti glæpur sem nokkur
íslenskur kvikmyndagerðarmað-
ur hefur gert sig sekan um.
Einkum og sér í lagi á þessum
tímum þegar starfsgreinin líður
beinan skort. Það er erfitt að
ímynda sér hvernig nokkur mað-
ur ætti að geta komist upp með
slíkt hermdarverk en í ljósi þess
lamaða gagnrýniseðlis sem
hrjáir þetta samfélag má hins
vegar búast við að það verði ein-
mitt raunin. Þetta bréfkorn er
skrifað sem innlegg í gagnrýna
umræðu sem ætti þegar að hafa
risið en ekkert bólar á.
Lítum á hvað hér er um að
ræða. Kostnaður við gerð þess-
arar nýjustu myndar þinnar er
opinberlega sagður í kringum 50
til 60 milljónir. Fagmaður sem
skoðar myndina vandlega sér
hins vegar í hendi sér að það er
ekki fræðilegur möguleiki að
framkvæmdin hafi kostað meira
en 10 milljónir. Og þá erum við
að láta þig njóta þó vafans í öll-
um helstu kostnaðarliðum. Okk-
ur er með öðrum orðum fyrir-
munað að sjá í hvað þér hefur
tekist að eyða þeim 50-60 millj-
ónum sem þarna eiga að vera
samkvæmt þínum upplýsingum.
Árangurinn,
ódýr sjónvarpsmynd
Með þessari mynd, Hrafn
Gunnlaugsson, hefurðu sýnt full-
komið ábyrgðarleysi gagnvart
sonum og dætrum þessarar ungu
starfsgreinar hér á Fróni. Þarna
eru þér réttir peningar frá Ríkis-
sjónvarpinu og Kvikmyndasjóði
Íslands, peningar skattgreiðenda
sem ætlaðir eru til að styrkja
kvikmyndagerð á Íslandi. Þú tek-
ur þessa peninga traustataki og
skilar af þér verki sem er ekkert
annað en lítil sjónvarpsmynd.
Meira að segja óvenju lítilsigld
sjónvarpsmynd.
Þær eru ekki margar milljón-
irnar sem ætlaðar eru til kvik-
myndagerðar í þessu landi. Þetta
veistu manna best en leyfir þér
engu að síður að sanka að þér upp-
hæð sem slagar hátt í framleiðslu-
kostnað íslenskrar kvikmyndar
og skilar af þér ódýru sjónvarps-
leikriti. Hvert fór afgangurinn?
Eða eigum við ekki að segja eins
og er; bróðurparturinn?
Krefjumst skýringa
Í viðtölum undanfarna daga
hefur þú borið því við að hljóð-
heimur myndarinnar hafi verið
flókin. Hvað með það? Í dýrasta
hljóðstúdíói Íslands væri ekki
hægt, þrátt fyrir góðan vilja, að
fara yfir tvær milljónir í þessu
verki. Hvað kostaði leikmyndin?
Leikararnir? Myndatakan? Til
samanburðar getum við tekið
hefðbundna gerð Áramótaskaups.
Venjulegt skaup kostar í kringum
tíu milljónir. Ef við berum saman
fjölda búninga, leikara, tökustaða,
leikmynd og hljóðvinnslu, hvern-
ig er mögulegt að þín mynd geti
kostað krónu meira en Skaupið?
Hvern ertu að reyna að sannfæra
þegar þú útskýrir kostnað mynd-
arinnar? Þarna var ekki flókin
myndataka eða óvenjuleg kostn-
aðarsöm tilþrif á neinn hátt. Þessi
réttlæting er klaufaleg og ótrú-
verðug í alla staði.
Þrátt fyrir að Ríkissjónvarpið
hafi keypt myndina fyrir allt of
háa upphæð eða Kvikmyndasjóð-
ur Íslands hafi styrkt hana í skjóli
næturs þá ert það aðeins þú sem
ert kallaður til ábyrgðar. Skaðinn
er skeður en þú skuldar okkur öll-
um skýringar á þessum skrípa-
leik. ?
Í
nýrri skýrslu starfshóps, sem
stofnaður var í fyrrasumar að
frumkvæði utanríkisráðherra til
að fjalla um stöðu íslensks land-
búnaðar að teknu tilliti til Doha-
lotunnar á vegum WTO og al-
þjóðavæðingar, þ.m.t. til sam-
runaþróunarinnar í Evrópu, koma
fram athyglisverðar upplýsingar
um fjarlæg og afskekkt úthéruð
Evrópusambandsins. Þar kemur
fram að í aðalsáttmála ESB eru
ákvæði um víðtæka sérstöðu
slíkra svæða (?outermost regions
/ régions ultrapériphériques?),
meðal annars á sviði landbúnaðar
og fiskveiða.
Þessi fjarlægu og afskekktu út-
héruð í 299. grein aðalsáttmála
ESB eru meðal annars Azoreyjar,
Kanaríeyjar og Madeira. Ekki
verður fullyrt að þessi ákvæði
gætu átt við um Íslendinga í hugs-
anlegum samningaviðræðum við
ESB. Hvað sem þessu líður er svo
margt sambærilegt í aðstæðum
Íslendinga og þessara úthéraða og
útkjálka ESB að eðlilegt er að
rekja þessi ákvæði nánar. Skoðum
aðeins þessi landsvæði í saman-
burði við Ísland
Samanburður við Ísland
AZOREYJAR
(Portúgal)
Região Autónoma Dos Açores
2.300 km
2
237.300 íb. ?01 
störf í landb.+fiskv. 14% 
í iðn.+bygg.+orku 29% 
í þjónustu 57% 
9 eyjar
austustu eyjarnar um 1.400 km frá Evrópu.
KANARÍEYJAR
(Spánn)
Comunidad Autónoma de Canarias 
7.400 km
2
1.843.700 íb. ?02 
störf í landb.+fiskv. 5% 
í iðn.+bygg.+orku  21% 
í þjónustu 74% 
7 eyjar
um 100 km frá Afríkuströnd og um 1.100
km frá Evrópu. 
MADEIRA
(Portúgal)
Região Autónoma Da Madeira 
800 km
2
245.000 íb. ?01 
störf í landb.+fiskv. 13% 
í iðn.+bygg.+orku 27% 
í þjónustu 60% 
2 eyjar
um 640 km frá Marokkóströnd og um
860 km frá Lissabon. 
ÍSLAND
Lýðveldið Ísland 
103.022 km
2
288.200 íb. ?02 
störf í landb.+fiskv. 8% 
í iðn.+bygg.+orku 22% 
í þjónustu 70% 
um 1.000 km frá Noregsströnd og um
800 km frá Skotlandi.
Svipaðir þættir eru til dæmis
fjarlægð frá öðrum löndum, íbúa-
fjöldi, og fábreytni atvinnulífs og
útflutnings. Ólíkir þættir eru
meðal annars almenn lífskjör,
framleiðsluhættir og fullveldis-
stig. Í sáttmála, aðildarsamning-
um og öðrum skipulagsreglum
ESB er leitast við að móta sam-
ræmdar almennar reglur sem
jafnframt koma til móts við hags-
muni, þarfir og aðstæður aðildar-
þjóða. Þessar reglur eru síðan
túlkaðar við tilhögun og aðlögun
en reynt að komast hjá því að
veita undanþágur. 
Komið til móts við ólíka
þætti
Þau efnisatriði í þessari grein
sem einkum vekja athygli Íslend-
inga eru þessi:
Áhersla á fullt tillit til staðar-
aðstæðna, landshátta, fjarlægða,
smæðar markaðarins og vanda-
mál við aðdrætti.
Stuðningsaðgerðir við dreif-
ingu, verðlagningu, gæðaþróun
og útflutning innan ESB,
Aðstoð og styrkir til bænda og
afurðastöðva til að tryggja að
heimabændur geti fullnægt þörf-
um heimamarkaðar, m.a. fyrir
nautgripa- og kindakjöt, mjólkur-
vörur, osta, kartöflur, ávexti,
grænmeti og blóm. 
Sérstakar aðgerðir til að
greiða fyrir fjárfestingu í land-
búnaði.
Sérstakir viðbótarstyrkir til
gróðurverndar og tiltekinnar
ræktunar.
Undanþágur frá ýmsum tak-
mörkunum sem ella gilda á
stuðningsaðgerðum innan ESB.
Um tilteknar aðgerðir eru
áætlanir fyrir árin 2002-2006, og
nokkrar til 2007. Þar á meðal eru
alhliða stuðningsáætlanir fyrir
framleiðslu nautgripakjöts og
mjólkurvöru.
Sérstaða útkjálka
Þessi ákvæði eru hluti af
grundvallarreglum ESB, og þau
eru hvorki túlkanir né undanþág-
ur. Þessi ákvæði veita útkjálkun-
um verulega sérstöðu að ýmsu
leyti, þar á meðal á sviði landbún-
aðar og fiskveiða. Þessi ákvæði
sýna að sérstakt og víðtækt tillit
til staðhátta og atvinnuhagsmuna
á sér stoð í grundvallarreglum
ESB án þess að um sérstaka túlk-
un, undanþágu eða tímabundna að-
lögun sé að ræða. Samkenni Ís-
lands við þessi úthéruð og út-
kjálka eru svo sterk að efni 299.
greinar aðalsáttmála ESB hlýtur
að verða ein af forsendum þeim
sem Íslendingar hafa í huga í sam-
skiptum og samningum við ESB í
framtíðinni. ?
?
Með þessari
mynd, Hrafn
Gunnlaugsson,
hefurðu sýnt
fullkomið
ábyrgðarleysi
gagnvart son-
um og dætrum
þessarar ungu
starfsgreinar
hér á Fróni. 
Bætiflákar
Undantekning
frá meginreglu
?Þessi veisla var
undantekning frá
þeirri megin-
reglu að veislur
af þessum toga
séu á Bessastöð-
um og þá er
gestafjöldinn að
hámarki 80 manns. Vegna þess
mikla fjölda sem fylgdi Þýska-
landsforseta og vegna náinna
tengsla Íslands og Þýskalands
var brugðið út af þessari venju
og veislan færð í Perluna.?
?????????????????????????????
Örnólfur Thorsson er skrifstofustjóri skrif-
stofu forseta Íslands. Ungir jafnaðar-
menn sendu fyrirspurn til skrifstofu for-
seta Íslands um kostnað við veislu
Þýskalandsforseta í Perlunni 4. júlí síð-
astliðinn. Kostnaðurinn reyndist vera
rúmar þrjár milljónir.
Umræðan
ANDRÉS 
PÉTURSSON 
?
formaður
Evrópusamtakanna ber
Ísland saman við
afskekkt úthéruð í ESB.
Umræðan
Umræðan
ÓLAFUR JÓHANNESSON 
OG RAGNAR SANTOS 
?
kvikmyndagerðarmenn skrifa opið 
bréf til Hrafns Gunnlaugssonar.
Opinberun
Hannesar
Fjarlæg og afskekkt 
úthéruð í ESB
9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR
VALGEIR 
BJARNASON
?
stjórnarmaður í
Sparisjóði Hólahrepps
skrifar um sparisjóðina.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48