Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						2  20. janúar 2009  ÞRIÐJUDAGUR
Heimir, viljið þið fá loðin svör?
?Loðin svör í þeim skilningi eru ekki 
æskileg en ég er viss um að við 
fáum hlý viðbrögð.? 
Heimir Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir, 
umsjónarmenn útvarpsþáttarins Í bítið, 
auglýsa eftir ullarfatnaði til að gefa þurf-
andi eldri borgurum í vetrarhörkunum í 
Bretlandi. 
BRETLAND Nærri helmingur þeirra bresku sveitar-
stjórna sem tapað hafa fé á íslenska bankahruninu 
hafði fengið fjármálaráðgjöf hjá ráðgjafarfyrirtæki 
Michaels Spencer, en hann er fjármálastjóri breska 
Íhaldsflokksins.
Frá þessu var skýrt í breska dagblaðinu Inde-
pendent og fleiri breskum fjölmiðlum í gær.
Alls töpuðu 116 sveitarstjórnir í Bretlandi sparifé 
sem lagt hafði verið inn á Icesave-reikninga Lands-
bankans. Af þessum 116 sveitarstjórnum hafði 51 
fengið ráðgjöf hjá fyrirtækinu Butlers, sem er í 
eigu Michaels Spencer. Tap þessara sveitarstjórna 
er metið samtals á 470 milljónir punda, sem nú sam-
svarar um það bil 86 milljörðum króna.
Samkvæmt rannsóknum dagblaðsins Independ-
ent töpuðu 35 prósent þeirra sveitarstjórna, sem 
höfðu þegið ráðgjöf hjá Butlers, fé sínu í Icesave, 
en einungis fimm prósent þeirra sveitarstjórna, 
sem höfðu samið um ráðgjöf við önnur fyrirtæki. 
Ráðgjafarfyrirtækið hafði það hlutverk að fylgjast 
grannt með íslensku bönkunum, en varaði sveitar-
stjórnirnar ekki við neinu fyrr en 30. september, 
daginn sem íslenska ríkið tilkynnti að það hygðist 
taka yfir rekstur Glitnis. - gb
Breskar sveitarstjórnir fóru illa út úr ráðgjafafyrirtæki Michaels Spencer.:
Lögðu inn á Icesave eftir ráðgjöf frá 
fjármálastjóra breska Íhaldsflokksins
LANDSBANKINN Ráðgjöf Michaels Spencer reyndist breskum 
sveitarstjórnum dýrkeypt.  FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
DÓMSMÁL Tæplega sjötugur Þjóð-
verji, Dieter Samson, var fyrir 
helgi dæmdur í fimm ára fangelsi 
fyrir smygl á um tuttugu kílóum 
af hassi og rúmlega 1,7 kílóum af 
amfetamíni til landsins.
Samson var handtekinn þegar 
hann kom með Norrænu til 
Seyðisfjarðar í byrjun september. 
Fíkniefnin fundust falin í bifreið 
Dieters en fyrir dómi hélt hann 
því fram að hann hefði ekki vitað 
af efnunum í bílnum. Sagði hann 
að rússneskir kunningjar sínir 
hefðu fengið hann til að fara þessa 
ferð. Dieter, sem á langan sakar-
feril að baki, þarf að greiða máls-
varnarlaun verjanda síns upp á 
600 þúsund krónur auk rúmra 175 
þúsund króna í sakarkostnað.  - ovd
Fimm ára fangelsi:
Aldraður Þjóð-
verji dæmdur
BÍLAR Toyota er með fjóra bíla á 
topp fimm-listanum yfir nýskráð-
ar bifreiðar á síðasta ári og fimm 
á topp tíu, að því er fram kemur 
í tölum frá Umferðarstofu. Mest 
seldi bíllinn var Land Cruiser 120 
en 485 bílar af þeirri gerð voru 
skráðir 2008. Í öðru sæti er Yaris 
með 478 nýskráningar. Þetta er 
nítjánda árið í röð sem Toyota er 
mest selda tegund hér á landi. 
Í gær höfðu hundrað og þrjá-
tíu nýskráningar átt sér stað hjá 
Umferðarstofu frá áramótum, 
þar af voru sextíu og fjórar fólks-
bifreiðar. gun / sjá allt
Tölur Umferðarstofu:
Land Cruiser 
vinsælastur
MÓTMÆLI Raddir fólksins boða 
til friðsamlegrar mótmælastöðu 
á Austurvelli í dag klukkan 13 
þegar Alþingi kemur saman að 
nýju eftir jólaleyfi.
Að sögn Harðar Torfasonar, 
eins forsvarsmanna samtakanna, 
er fundurinn haldinn að kröfu 
fólksins. Hann hvetur fólk til 
að mæta með söngbækur, potta, 
sleifar, flautur og hrossabresti.
?Við ætlum að koma saman 
friðsamlega, vera þarna í kring-
um þingið, syngja og hafa hátt 
og láta þessa fulltrúa okkar vita 
að við séum til því þeir virðast 
ekki hlusta mikið á okkur,? segir 
Hörður. - ovd
Mótmæli við Alþingishúsið:
Vilja að þing-
menn hlusti
SLYS Aldrei hefur verið ekið yfir 
jafn mörg hreindýr hér á landi á 
einu ári og síðastliðið ár en þau 
voru alls 31 talsins. ?Árið þar 
áður voru þau reyndar 30 en það 
skekkir myndina nokkuð að þá 
fóru 13 dýr í einu tilteknu slysi,? 
segir Skarphéðinn G. Þórisson, 
sérfræðingur hjá Náttúrustofu 
Austurlands.
Flest þessara slysa verða á 
Kárahnjúkavegi en síðan hann 
var lagður árið 2002 hafa 36 
hreindýr orðið fyrir bíl á þeim 
vegi. Skarphéðinn segir vonir 
standa til þess að Vegagerðin 
muni uppfæra á heimasíðu sinni 
upplýsingar um það hvort hrein-
dýr séu á ferð nálægt vegum sem 
gerist nokkuð oft. Slíkar upplýs-
ingar yrði þá hægt að nálgast 
með svipuðu móti og upplýsingar 
um færð. - jse
Náttúrustofa Austurlands:
Ekið yfir sífellt 
fleiri hreindýr
TOYOTA LAND CRUISER 120 Jeppinn var 
vinsælasti bíllinn á Íslandi á síðasta ári. 
EFNAHAGSMÁL Skýrsla um erfið-
leika íslensku bankanna eftir hag-
fræðiprófessorana Willem Buiter 
og Anne Sibert var send í forsæt-
isráðuneyti og Seðlabanka í apríl, 
samkvæmt upplýsingum frá þáver-
andi forstöðumanni greiningar-
deildar Landsbanka, Birni Rúnari 
Guðmundssyni. Hann gat í gær-
kvöldi ekki sagt með vissu hvort 
hún hefði farið víðar, en taldi það 
ólíklegt.
Skýrslan kom aldrei í fjármála-
ráðuneytið, hvorki í apríl né síðar, 
að sögn Sigmundar G. Sigurgeirs-
sonar, ráðgjafa fjármálaráðherra. 
Jón Þór Sturluson, aðstoðarmað-
ur viðskiptaráðherra, segir hana 
heldur aldrei hafa komið í sitt ráðu-
neyti.
Rætt hefur verið um skýrsluna 
síðan í október, þegar Buiter upp-
lýsti um hana og að hann hefði verið 
beðinn að þegja yfir henni.
Í blaðinu í gær mátti sjá að Ingi-
mundur Friðriksson seðlabanka-
stjóri kynntist efni skýrslunnar 
ekki fyrr en í júlí á kynningarfundi 
Landsbankans með Buiter og Sil-
bert. Hann sagði einnig að Seðla-
bankinn hefði þá ekki haft neitt á 
móti því að hún yrði birt og Buiter 
hefur staðfest þau orð við Frétta-
blaðið.
Þeir Sigmundur og Jón Þór sátu 
einnig þennan kynningarfund. Yfir-
skrift hans  var ?Íslenska banka-
krísan og hvernig skal bregðast 
við henni?. Hvorugur þeirra telur 
að neitt sérstaklega nýtt hafi komið 
fram á fundinum. Ingimundur 
hefur sagt það sama.
Helst hafi verið rætt að mesti 
vandi bankakerfisins væri stærð 
þess og að auka þyrfti gjaldeyr-
isvaraforða, segir Sigmundur. ?Á 
engan hátt var það upplifun [mín] 
að þarna væru á ferð nýjar upplýs-
ingar eða nýjar viðvaranir umfram 
það sem hafði verið í umræðunni 
[...] mánuðina á undan,? segir 
hann.
Jón Þór segir sömuleiðis að efni 
fundarins hafi að mörgu leyti verið 
kunnuglegt. ?Helsta ráðleggingin 
var að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu og að auka gjaldeyr-
isvaraforðann. [...] Ég man ekki til 
þess að þau hafi lagt sérstaklega 
til að við leituðum til AGS, en það 
var nefnt sem ein leið af mörgum,? 
segir hann.
Í Seðlabanka og forsætisráðu-
neyti fengust þessar upplýsing-
ar ekki staðfestar, en verið er að 
kanna málið. klemens@fréttabladid.is
Skýrslan fór ekki til 
bankamálaráðherra
Landsbanki sendi dökka skýrslu eftir Buiter og Silbert áfram til Seðlabanka og 
forsætisráðuneytis í apríl, en einn seðlabankastjóra vissi ekki af því. Hún fór 
ekki til bankamálaráðherra. Í júlí var efni hennar orðið óþægilega kunnuglegt. 
EFNAHAGSMÁL Bankarnir óskuðu 
eftir leyfi Samkeppniseftirlits-
ins í haust til að ræða saman um 
aðgerðir til að koma til móts við 
fjölskyldur og fyrirtæki sem eiga 
í vandræðum með afborganir 
lána sinna. ?Það var leyft að bera 
saman bækur sínar,? segir Finn-
ur Sveinbjörnsson, forstjóri Nýja 
Kaupþings.
Heimilin eru skuldsett og van-
skil í bankakerfinu að aukast, sér-
staklega hafa íbúðalán í erlendri 
mynt reynst þungur baggi.  
?Allir reyna að finna réttláta og 
sanngjarna lausn. Skuldirnar gufa 
ekkert upp við það að Íbúðalána-
sjóður taki lánin yfir. Það þarf að 
átta sig á því hvernig best er að 
gera þetta óháð því hver lánveit-
andinn er,? segir Finnur.
Enginn tímarammi liggur fyrir 
en Finnur er bjartsýnn á að lausn 
finnist.  - ghs
Íbúðalán bankanna:
Fengu leyfi til 
að ræða saman
SÁTU KYNNINGUNA Willem Buiter, höfundur 
skýrslunnar, Björn Rúnar Guðmundsson, fyrrum 
forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, 
og Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskipta- og 
bankamálaráðherra. 
LÖGREGLUMÁL Sýslumannsembætt-
ið á Suðurlandi ætlar að gefa út 
handtökuskipun á 370 einstakl-
inga í Árnessýslu sem ekki hafa 
komið í fjárnám hjá sýslumanns-
embættinu á Selfossi. Komi fólk-
ið ekki af sjálfsdáðum verður það 
handtekið á heimilum sínum eða 
vinnustöðum og fært fyrir sýslu-
mann eða fulltrúa hans. 
?Þegar menn sinna ekki ítrek-
uðum kvaðningum um að mæta í 
fjárnám þá er ekki nein leið önnur 
en að láta lögreglu sækja menn og 
það erum við að gera. Við getum 
ekki látið málin safnast enda-
laust upp hjá okkur,? segir Ólafur 
Helgi. 
?Við munum 
skipuleggja 
þetta þannig 
að lögregla leiti 
menn uppi og 
færi þá á skrif-
stofuna til fjár-
náms.?
Ólafur Helgi 
segir að sýslu-
mannsembætt-
ið geri þetta 
af og til, síðast 
fyrir um einu 
og hálfu ári. Þá hafi orðið mikil 
læti og mikið skammast yfir 
þessu. ?Þetta er einfaldlega sú 
aðferð sem lögin bjóða að sækja 
fólk til að láta það svara. Ef menn 
eiga engar eignir þarf að ná til 
þeirra þannig að þeir lýsi sjálfir 
yfir eignaleysi. Í sumum tilvik-
um gætu menn átt eignir en það 
verður að ljúka málinu með því 
að gera fjárnám með árangri eða 
með því að gera árangurslaust 
fjárnám. Það er ekki hægt að gera 
árangurslaust fjárnám nema ná til 
skuldarans eða fulltrúa hans.?
Ólafur Helgi segir að lögreglan 
fari inn á vinnustaði til að sækja 
menn en flestir skili sér sem 
betur fer af sjálfsdáðum í fyrstu 
eða annarri boðun. Hann á von á 
að þessu verði lokið eftir nokkrar 
vikur.  - ghs
Sýslumaðurinn á Suðurlandi gefur út handtökuskipun á 370 einstaklinga:
Sækir fólk heim og í vinnu
ÓLAFUR HELGI 
KJARTANSSON 
Sýslumaður.
SPURNING DAGSINS

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40