Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 216. Tölublaš - Blaš 2 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						munm
SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983
-Bíðurn ei lengur. vort booorð er starr;
nú beint til verka Grænlendingar rísum.
og heimtum vorn Iffsrétt. vorn helgasta arf
og hindrun allri af einhug frá oss vísum.
¦   Forsíðan á „Grænlandsvininum". Einkunnarorð blaðsins eru
byggja...og þeir er vart hafa til Grænlands... i orum lögum."
hægra horni efst: „Með lögum skal land
Grænlendingar sjálfir gleymdust að mestu í umræðunni..
¦ „Eíns og fyrr greinir má engan veginn slá
því lengur á frest að íslendingar krefjist réttar
síns á Grænlandi, hinni fornu nýlendu vorrí og
láti til skarar skríða. Rétturinn er vor, hvort
sem litið er á fornstöðu eða nýstöðu landsins
í sambandi við rtkjandi réttarhugmyndír nú-
tímans."
t0
Þegar Islendingar vildu eignast nýlendu:
„A Grænlandi
eru framtíðar
skilyrði fyrir
hrausta og harð-
fenga menn"
¦ Dr. Jón
Dúason:
„Grænlending-
ar eru hvorki
nú né hafa
nokkru sinni
verið fullvalda
þjóð."
Þessi orð eru. niðurlag á tillögu sem
flutt var á Alþingi íslendinga á þinginu í
nóvember 1954. Flutningsmaðurinn var
Pétur Ottesen.alþingismaður og miðaði
tillagan í sem skemmstu máli að því að
þegar yrði gerð gangskör að því að
viðurkenndur yrði réttur íslendinga til
aívinnurekstrar á Grænlandi og við strend
ur þess.
Þessi krafa var vissulega ekki ný af
nálinni.Péturhafðimargsinnisflutthana.
Ýmsir íslendingar höfðu rannsakað hin
fornu tengsl íslands og Grænlands og
komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir
langa undirokun íslands af hálfu er-
lendra þjóða ög þá staðreynd að Græn-
land;. var svo gott sem týnt land öldum
saman, hefði staða Grænlands sem ís-
lensks „amts" eða nýlendu ekki breyst
réttarfarslega.
Deilt um
yf irráð á Grænlandi
Einar Benediktsson, skáld, viðraði oft
þá hugmynd að íslendingar gerðu kröfu
til Grænlands og árið 1931 færðust þessi
mál í brennidepil, þegar Norðmenn
tóku sig til og námu land á Austur-
Grænlandi. Spruttu þá upp hatrammar
deilur milli Norðmanna og Dana og
Alþingi íslendinga ályktaði að skora á
ríkisstjórnina að gæta hagsmuna íslands
í sambandi við þá togstreitu. Deilu
þessari var skotið til Fasta alþjóðadóm-
stólsins, sem árið 1933 dæmdi landnám
Norðmanna ólöglegt, vegna þess að
hinn forni yfirráðaréttur, er á 13. öld
komst í hendur Noregskonungi hafði
tekið til alls Grænlands og væri því enn
í gildi. Var litið svo á að Dönum bæri
yfirirráðarétturinn eftir sem áður.
Innlimun Grænlands
Eftir stofnun Sameinuðu þjóðanna
urðu Danir að skila skýrslu um stjórnun
sína á Grænlandi til verndargæslunefnd-
ar samtakanna. Árið 1953 gekk hins
vegar í gildi ný stjórnarskrá í Danmörku,
þar sem ákveðið var að Grænland skyldi
ekki lengur tcljast nýlenda Dana, heldur
sérstakt „amt" í kóngsins viðlenda ríki.
í samræmi við þetta fóru Danir fram á
að þurfa ekki lengur að skila skýrslum til
verndargæslunefndarinnar um stjórnun
sína.
Nú vöknuðu Grænlandsmálin á ís-
landi til nýs lífs og vildu ýmsir þingmenn
að íslendingar héldu eftir mætti opnum
leiðum til þess að krefjast ítaka og
réttinda á Grænlandi, með því að mót-
mæla því að Dönum yrði heimilað að
hætta skýrslugerðinni. Ríkisstjórnin
lagði aftur á móti fram sína eigin tillögu
sem lagði til að fulltrúum íslands hjá
S.Þ. yrði skipað að sitja hjá við atkvæða-
greiðsluna. Urðu úrslit þau að tillaga
ríkisstjórnarinnar var samþykkt með 30
atkvæðum gegn 20.
Kristinn Guðmundsson utanríkisráð-
herra vísaði til þess er hann gerði grein
fyrir tillögum ríkisstjórnarinnar að nefnd
sem Bjarni Benediktsson hafði sett á
laggirnar j' fyrri stjórn, til þess að
rannsaka réttarkröfu íslands til
Grænlands, hefði komist að neikvæðum
niðurstöðum, sem síst styrktu aðstöðu
íslendinga til þess að greiða atkvæði
öðru vísi en nefndin lagði til.
Mótmæli
Ekki voru þessi úrslit öllum að skapi
og sannarlega má segja að hýlendurveld-
isdraumar hafi blundað í brjóstum ólík-
legustu manna og samtaka á þessum
tíma.
Þannig sagði í samþykkt frá stjórn
Farmanna og fiskimannasambands
lslands:
„Stjórn FFSÍ leyfir sér hér með að
minna hæstvirta ríkisstjórn á samþykktir
undangenginna þinga FFSÍ um áð ríkis-
stjórnin og Alþingi beiti sér fyrir því að
leita á alþjóðavettvangi úrskurðar um
forn réttindi íslendinga til Grænlands.
Vér skorum því fastlega á ríkisstjórnina
og Alþingi það er nú situr að notfæra sér
nú tækifærið hjá S.Þ. til að koma þessum
óskum á framfæri á grundvelli tillagna
hr. alþingismanns Péturs Ottesen og að
mótmæla þá um leið aðgerðum Dana í
Grænlandsmálinu og 'þá sérstaklega inn-
limun Dana á landinu. án þess að réttur
íslendinga sé reyndur..."
Sama daginn og atkvæðagreiðslan fór
fram á Alþingi stóð þing Alþýðusam-
bands íslands yfir. Þar báru fulltrúar
allra sjómannafélaganna fram svohljóð-
andi ályktun sem samþykkt var einróma:
„24. þing ASÍ mótmælir innlimun
Grænlands í danska ríkið, þar sem það
telur að íslendingar eigi þar réttar og
hagsmuna að gæta. Þingið skorar því á
alla sanna íslendinga að standa vel á
verði og vernda þessi og ónnur réttindi
sín.
— sagði Pétur
Ottesen á
Alþingi árið
1954
í skeleggri
tillögu með
fræðiriti
dr. Jóns
Dúasonar
að bakhjarli
Þá krefst þingið þess að fulltrúar
íslands á þingi S.Þ. greiði atkvæði gegn
innlimun Grænlands í Danmörku,"
Grænlandsvinurinn
Um það leyti sem þessi umræða fór
fram á Alþingi og í fjölmiðlum hóf
göngu sína tímaritið „Grænlandsvinur-
inn." Utgefandi hans og ábyrgðarmaður
var Ragnar V. Sturluson. í ávarpsorðum
til lesenda segir hann m.a.:
„í hugum allra þjóðhollra íslendinga
á vitundin um Grænland sér djúpar
rætur. Allt frá þeim dögum er harmsaga
Snæbjarnar Galta, finnanda Grænlands
og félaga hans gerðist á tíundu öld sem
og sigling landnámsflotans með Eirík
rauða í fararbroddi til þessara nýju
átthaga í skjóli „várra laga", hefur saga
Grænlands verið samofin vitundarlífi
íslenskra „sögu"-manna, engu síður en
saga Islands sjálfs."
Blaðið er skelegg krafa um það að
krafa íslendinga til auðlinda Grænlands
á   landi   og  við  strendur  þess  verði
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28