Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga Jóhanns-dóttir fæddist í Reykjavík 28. des- ember 1935. Hún lést 3. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jóhann Sæmundsson læknir í Reykjavík, f. 1905, d. 1955, og Sigríður Sæmundsson (fædd Thorsteinsson), f. 1908, d. 1998. Systir Helgu er Gyða, f. 1944, gift Hauki Viktorssyni, f. 1935. Helga giftist 31. desember 1953 Jóni Samsonarsyni hand- ritafræðingi í Reykjavík, f. 1931. Dætur þeirra eru: 1) Heiðbrá, f. 1954, stærðfræði-hagfræðingur í Danmörku, maður hennar er Ein- ar Baldvin Baldursson sálfræð- ingur, f. 1953. Börn þeirra eru Soffía listnemi, f. 1984, og Bald- vin nemi, f. 1993. 2) Svala kennari í Reykjavík, f. 1957. Dóttir henn- ar er Helga Jónsdóttir nemi, f. 1988. 3) Hildur Eir löggiltur end- urskoðandi í Madrid, f. 1971, gift José Enrique Gó- mez-Gil Mira lög- fræðingi og hag- fræðingi, f. 1960. Börn þeirra eru Jón, f. 2000, og Rósa, f. 2005. 4) Sig- rún Drífa gæða- stjóri í Reykjavík, f. 1974, maður hennar er Árni Sören Ægisson starfs- mannastjóri, f. 1968. Börn þeirra eru Íris Eir, f. 2003, og Sóley Margrét, f. 2005. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1955 stund- aði Helga nám í tónlistarfræðum við Kaupmannahafnarháskóla og vann alla tíð að söfnun, varð- veislu og útbreiðslu íslenskrar þjóðlagatónlistar. Helga var virk í kvennabaráttu og friðarstarfi og var einn af frumkvöðlum Kvennalistans. Útför Helgu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ung hittirðu Jón sem þú elskaðir allt þitt líf og ung áttirðu fyrstu dæt- ur þínar tvær, mig og Svölu. En ekki stóð það í vegi fyrir menntun þinni þrátt fyrir að í þá daga hafi braut gáfaðrar og fróðleiksfúsrar konu ekki verið bein eða greið. Barns- mæðrum var bannað að sitja tíma í Menntaskólanum, en þá tókstu bara stúdentsprófið utanskóla og með fyrstu einkunn. Eftir háskólapróf pabba tókuð þið ykkur upp með börn og buru og fluttuð til Danmerkur í 8 ár. Pabbi vann þar við Árnastofnun sín fræði- störf og þú stundaðir nám í tónfræð- um. Þið pabbi unnuð saman við að safna íslenskum menningararfi. Keyrt var um allt land með segul- bandstæki á lofti til að taka upp munnlega leifð gamla fólksins í land- inu. Pabbi spurðist aðallega fyrir um þulur, rímur og ævintýri meðan þú baðst konurnar um að fara með sálma og ekki síst barnagælurnar. Og sérstaka athygli veittirðu lang- spilinu. Síðar vannstu við að skrá safnið, framleiða úr efninu þætti í útvarpið og miðla á allan hátt. Á Melhaganum fæddist Hildur Eir árið 1971 og þremur árum seinna fjórða dóttirin, hún Sigrún Drífa. Og í nógu var að snúast. En þegar raddir vöknuðu í upphafi átt- unda áratugarins um að nú þyrfti að ganga fastar að málefnun kvenna þá var þig að finna í þeim hópi. Þrátt fyrir vantrú margra og að- hlátur byggðuð þið upp Kvenna- framboðið. Með miðstöð í Hótel Vík unnuð þið marga til fylgis um góða borg fyrir konur og börn og þið komuð þremur konum að í bæjar- stjórnarkosningunum 1982. Svo kom að alþingiskosningum og þið vilduð meira. Þið stofnuðuð Kvenna- listann, buðuð fram og fenguð fyrstu þrjár konur ykkar á þing 1983. Og í friðarmálum varstu virk. Ófáar voru göngur þínar úr Keflavík gegn her- setu eða á Þorláksmessu fyrir friði. Og í Friðarhreyfingu íslenskra kvenna árið 1985 söfnuðuð þið 37 þúsund undirskriftum íslenskra kvenna gegn her og ofbeldi í heim- inum. Þú varst á kafi í að lifa þínu lífi þegar veikindin sóttu þig heim 1983, og þú þá aðeins 47 ára að aldri. Lækningar tókust ekki og þróttur þinn dvínaði. Öll árin síðan höfum við fjölskylda þín og félagar grátið þau örlög sem léku þig svona grimmt. Og nú ertu látin. En for- dæmi þitt lifir í minningu okkar og veitir okkur styrk. Heiðbrá Jónsdóttir. Ég breiði yfir þig hvítt og ég leyfi þér að hvílast, með rósina þína ... í þetta skipti til eilífðar. Vonandi er tónlist þar sem þú ert núna og von- andi geturðu notið hennar í róleg- heitum og sátt við þinn hlut. Vertu sæl mamma og takk fyrir mig. Ég elska allt sem þú hefur gert úr mér og fyrir mig. Kannski eru bestu mæðurnar einmitt þær sem kenna börnunum sínum sjálfstæði og hjálpa þeim að fljúga sjálfum. Þú skilur eftir þig fjórar hamingjusam- ar dætur sem allar fljúga sjálfar og allar búa bæði að því ástríki og þeim gildum sem þú gafst þeim. Foreldrar endurspeglast í börn- unum sínum og ég hlakka til að sjá þér bregða fyrir í mínum börnum. Ég ber virðingu fyrir þér ... mikla virðingu. Vertu sæl. Hildur Eir Jónsdóttir. Mamma hefur loksins fengið hvíldina. Það er erfitt að kveðja en ég held að hennar tími hafi verið kominn svo ég gleðst fyrir hennar hönd yfir því að hún sé frjáls. Mig langar að minnast mömmu í nokkr- um orðum og þakka henni fyrir allt sem hún hefur gefið mér. Ég var bara átta ára þegar mamma veiktist. Mér fannst það erfitt og ég keypti handa henni bangsa sem á stóð „batni þér fljótt“. Mér varð þó ekki að ósk minni og mömmu hrakaði smátt og smátt gegnum öll þessi ár. Eftir að hún veiktist gátum við ekki átt það sam- band sem ég vildi óska þess að við hefðum getað átt. Ég finn það því mjög vel núna að ég syrgi ekki að- eins það sem við áttum saman held- ur ekki síður það sem við áttum aldrei saman en hefðum alveg örugglega báðar viljað eiga. En þrátt fyrir að veikindin hefðu mikil áhrif á persónuleika mömmu kynntist ég því hvaða manneskju hún hafði að geyma. Ef ég ætti að lýsa mömmu í einu orði myndi ég segja að hún hafi verið góð. Ýkju- laust man ég til dæmis ekki til þess að hún hafi nokkurn tíma skammað mig. Hún var endalaust þolinmóð og ég sá hana aldrei skipta skapi. Ég man heldur aldrei til þess að hún hafi sýnt vanþóknun á neinu sem ég sagði eða gerði heldur fann ég alltaf ást og hlýju frá henni, alveg fram undir lokin. Hún lét mig alltaf finna að ég væri dýrmæt og vel heppnuð í hennar augum, sem er ómetanlegt. Ég held að sérfræðingarnir kalli þetta skilyrðislausa ást og mamma átti nóg af henni handa mér. Ferðalög voru órjúfanlegur hluti af lífi mömmu. Ég held að það megi nánast segja að hún hafi lifað fyrir ferðalög og skipulagningu á þeim. Meira að segja síðustu árin þegar fátt vakti mikil viðbrögð hjá mömmu lifnaði enn yfir henni ef hún heyrði að einhver ætlaði að skreppa í ferða- lag. Það skipti litlu máli hver það var eða hvert ferðinni var heitið, hún hafði áhuga á að heyra allt um það. Enda skilst mér að þau pabbi hafi verið ótrúlega dugleg að ferðast, hvort sem það var upp á fjöll, jökla eða til útlanda að upplifa framandi menningu. Mamma hafði líka sterk- an eiginleika sem hefur örugglega átt sinn þátt í því að hún naut þess svona að ferðast, nefnilega þann að hún var mjög laus við stress og kunni að njóta augnabliksins. Ég mun hugsa hlýtt til mömmu þegar ég fer til Grikklands í sumar með fjölskyldunni og að hætti mömmu mun ég örugglega taka fullt af myndum til að ylja mér við eftir að heim er komið. Ferðalög og ljós- myndir, eplið féll þá kannski ekki svo langt frá eikinni eftir allt saman. Elsku mamma mín, ég þakka þér fyrir allt, ég veit að þú gerðir þitt besta. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu og ég mun alltaf búa að öllu því góða sem þú hefur gefið mér. Þín Sigrún Drífa. Í dag kveðjum við elskulega syst- ur mína, Helgu Jóhannsdóttur. Helga átti gæfuríka æsku í faðmi foreldra okkar, Sigríðar Thorsteins- son og Jóhanns Sæmundssonar, en ekki síður á heimili afa og ömmu, Árna Thorsteinsson tónskálds og Helgu Einarsdóttur. Þau gildi sem mótuðu Helgu systur alla tíð rek ég til þessara tveggja heimila, sem voru um sumt ólík en um margt ákaflega lík. Áhuga Helgu á nánast öllu sem viðkom tónlist fékk hún beint í æð frá afa Árna. Áhuga hennar á sjálf- stæðisbaráttu einstaklinga og þjóð- ar rek ég til föður okkar Jóhanns læknis, ættaðs af Snæfellsnesi, en hann var sá eini í fimm systkina hópi sem fjölskyldan kostaði til lang- skólanáms. Hann varð síðan ötull baráttumaður fyrir bættum lífskjör- um almennings og framarlega í hópi þeirra sem beittu sér fyrir almanna- tryggingum á Íslandi auk þess að beita sér í ræðu og riti fyrir sjálf- stæði Íslendinga. Í þriðja lagi má nefna mannkærleik og mannskiln- ing sem einkenndi bæði heimilin. Þessi gildi endurspegluðust í öll- um viðfangsefnum Helgu á lífsleið- inni og kemur það ekki á óvart þar sem hún var í miklu dálæti hjá pabba og afa og mjög tengd þeim. Hún lék á píanó, stundaði nám í tón- listarfræðum við Kaupmannahafn- arháskóla, starfaði um árabil við tónlistardeild útvarpsins og síðar við Árnastofnun. Helga var dugnaðar- forkur og fylgin sér. Hún var mjög virk í friðarhreyfingunni og sjálf- stæðisbaráttu kvenna, fyrst í sam- bandi við kvennaframboðið í Reykjavík og síðar í Kvennalistan- um. Auk þessa var Helga einnig ákaflega næm á mannlegar tilfinn- ingar og var eðlislægt að gefa öðrum af sér, bæði ungum og öldnum. En Helga var ekki ein. Átján ára gömul giftist hún Jóni Samsonar- syni, síðar handritafræðingi. Sam- hentari hjón hef ég varla þekkt og átti það bæði við um einkalíf og starf. Þau sameinuðu til dæmis tón- list og íslensk fræði þar sem þau ferðuðust um landið nokkur sumur, söfnuðu þjóðlegri tónlist, kveðskap og rímum og björguðu þannig mik- ilvægum menningararfi frá glötun. Skoðanir þeirra á þjóðfélagsmálum voru einnig mjög líkar. Ég var barn að aldri þegar faðir okkar lést. Helga og Jón bjuggu í sama húsi með Heiðbrá og síðar Svölu. Þau voru sjálf næstum barn- ung en höfðu þó alltaf tíma fyrir mig. Helga var stóra systir mín og var mér ákaflega góð en hún var líka að ala mig upp. Til dæmis fannst henni ég oft alltof kærulaus við nám- ið og sagði mér til syndanna. Að hætti unglinga kvartaði ég hástöfum undan „óréttlátum“ kröfum systur minnar sem voru auðvitað alls ekki óréttlátar. Oftar en ekki skarst Jón í leikinn, brosti í kampinn, leiðbeindi mér og hlýddi mér yfir eftir þörfum. Eftir stúdentspróf fluttist ég til Kaupmannahafnar og þar átti ég einstaklega góð ár með Helgu, Jóni, Heiðbrá og Svölu og kom oft í heim- sókn á heimili þeirra á Händelsvej. Helga naut þess að taka á móti gest- um og oft var skrafað saman um þjóðmál fram á rauða nótt. Þrátt fyrir ákveðnar skoðanir á þjóðmál- um var umræðan alltaf málefnaleg og skoðanir annarra virtar. Þetta varð mér, ungri stúlku, mikilvægt veganesti. Helga var ekki einungis málefnaleg, hún var líka mjög kát og sá spaugilegu hliðarnar á málunum. Það kom fyrir að við áttum erfitt með okkur þegar ekki átti við að hlæja. Ég harma það mjög að erfið og langvarandi veikindi Helgu styttu þann tíma sem við systur áttum saman, til dæmis til þess að njóta barna okkar og barnabarna, ræða ýmislegt sem mömmur og ömmur taka upp á því að hafa áhyggjur af en ekki síst hlæja að uppátækjum þeirra og sannfæra hvor aðra um að afkomendur okkar væru auðvitað sérstakrar tegundar og enginn stæði þeim á sporði. Helga mín, þú kveður okkur nú en minningin um góða og sanna konu lifir eftir í hugum allrar fjölskyldu þinnar. Þakka þér fyrir allt, hvíl þú í friði. Gyða. Það kom svo sem ekki á óvart þegar ég fékk símtal og mér sagt að hún Helga frænka mín væri látin þar sem hún hafði glímt við veikindi í áratugi. Það var eins með þau og annað sem Helga fékkst við áður en veikindi urðu allsráðandi að hún gafst ekki auðveldlega upp fyrir manninum með ljáinn og flestir hefðu fyrir löngu verið að velli lagð- ir. Ég man eftir Helgu þegar ég var lítill og þá sérstaklega hvað hún og maðurinn hennar Jón voru mikið útivistarfólk, í Ferðafélaginu og sí- fellt á ferð um landið, upp um fjöll og firnindi, hvort sem það var hér á Íslandi, Grænlandi eða annars stað- ar. Hún réðst jafnan ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Þess ut- an hafði hún að því er virtist óend- anlega orku til að sinna öðrum hugð- arefnum s.s. stofnun kvennafram- boðs og að berjast fyrir jafnrétti kynjanna, fara á tónleika sinfóní- unnar og annað menningartengt. Þrátt fyrir allt það sem tók tíma hennar átti hún samt alltaf eitthvað eftir til að sinna börnunum sínum og einnig okkur bræðrum, en hún var alltaf einstaklega góð við okkur og gaf sér tíma til að segja okkur sögur, lesa fyrir okkur og annað sem börn hafa jafnan gaman af. Nú þegar þú hefur loks kvatt þennan heim vil ég óska þér góðrar ferðar og þakka þér fyrir það sem þú gerðir fyrir okkur þegar við vor- um yngri. Ég er alveg viss um að núna get- urðu aftur þrammað á fjöll og jökla og sennilega ertu í miðri slíkri ferð núna. Jóhann Árni Helgason. Ég frétti á laugardagskvöldið síð- asta að Helga frænka mín væri látin. Helga hefur glímt við erfið veikindi meirihluta lífs síns og þó vissum hluta af manni væri létt að nú væri baráttu hennar lokið þá finnst mér óneitanlega erfitt að hugsa til þess að hún Helga sé ekki lengur á meðal okkar. Ég verð þó að játa að ég man ekki mikið eftir Helgu frænku minni fyrir veikindin. Það segir kannski meira en mörg orð um hversu lengi hún hefur verið veik. Ég man þó eft- ir stöflum af bakpokum og svefn- pokum við útidyrahurðina á Mel- haganum, en Helga og Jón nutu þess að ferðast um landið. Sunnu- dagskaffið í kjallaranum hjá Soffu og Jönnu er líka órjúfanlegt minn- ingu um þig, elsku frænka, en þar léstu þig aldrei vanta. Eitthvað rám- ar mig líka í kvennalistastúss á þér og framandi segulböndin með rím- unum koma upp í hugann. Þú varst í raun svo stór hluti af æsku minni ásamt öllum á Melhaganum, hvort sem það var jólahaldið hjá Ömmu Dídí eða þið allar í sólbaði á svöl- unum á meðan við bræðurnir bröll- uðum eitthvað með Sigrúnu og Hildi. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig, Helga, með miklum söknuði og sendum þér kæri Jón og elsku Heiðbrá, Svala, Hildur og Sigrún innilegar samúðarkveðjur. Ykkar Jón Ari. Þegar ég var fimm ára kynntist ég bestu vinkonu minni, henni Hildi sem átti heima í næstu götu, á Mel- haga 11. Það sem er alveg sérstakt við okkar vinskap er það að við eign- uðumst báðar aukasett af fjölskyldu og heimili. Foreldrar okkar kynnt- ust og varð strax vel til vina enda öll mikið hugsjónafólk, feministar og friðarsinnar. Fljótlega sáu þau sér leik á borði með að hleypa hvert öðru í frí og þá vorum við Kata syst- ir hjá Helgu og Jóni þegar foreldrar okkar voru erlendis og Hildur og Sigrún Drífa hjá okkur þegar Jón og Helga skelltu sér í ferðir um hálendi Íslands. Við Hildur gistum svo oft nokkrar nætur á öðru heimilinu og fluttum okkur svo yfir á hitt, oftast þegar okkur fannst eitthvað óspenn- andi í kvöldmat. Það er ómetanlegt að hafa fengið að alast upp í návist við Helgu og Jón. Þau höfðu óhefðbundið verð- mætamat, lögðu áherslu á menningu og hugsjónir en ekki að eiga nýjustu tæki og tól. Á Melhaganum átti hver hlutur sinn stað og tíma eins og lita- bækurnar í neðstu skúffunni í eld- húsinu og teboðin hjá Soffu og Jönnu á sunnudögum. Við systurnar vorum frá heimili þar sem ávallt var mikill handa- gangur í öskjunni og reyndum tals- vert á þolmörk hinnar sérstöku Mel- hagarór. Kata kom til dæmis baun fyrir í nös sinni sem kallaði á ferð á Slysó og á Sinfóníutónleikum komst Gunna að því að harmonikkuveggi Háskólabíós mátti nýta sem öflugar trommur. Hjá Helgu og Jóni giltu ýmsir sið- ir eins og að kvöldmatnum var skammtað á diskana og þá mátti ekki segja „nei takk“ en hins vegar máttum við ráða nákvæmlega hvar tómatsósan var staðsett á disknum. Þannig leið manni gjörsamlega við stjórn og fannst mikið matarfrelsi ríkja á Melhaganum. Þessi aðferð er í raun dæmigerð fyrir alúðina sem Helga og Jón sýndu krökkunum á heimilinu. Jafn- vægið milli rór, aga og frelsis var gott. Þannig máttum við prófa að sofa í tjaldi milli snjóskafla í mars og reyna að búa til kartöfluflögur í mín- útugrillinu, svo ekki sé minnst á þegar við lögðum undir okkur allt heimilið til að gera sultu úr illa fengnum vesturbæjar-rifsberjum. Helgu fylgdi öryggi og reglufesta og hún var aldrei stressuð eða að flýta sér. Hún talaði alltaf við okkur krakkana eins og vitiborið fólk, auk þess að ala upp í okkur hugsjónir og jafnréttistilfinningu gerði hún sér far um að fræða okkur, sérstaklega um íslenska menningu til dæmis með því að leyfa okkur að heyra þjóðsögur og vísur af stórum seg- ulböndum. Það er frábært að hafa fengið að vera krakki á Melhaganum, takk fyrir okkur Helga og sofðu rótt. Guðrún og Katrín Oddsdætur. Fyrir allmörgum árum var haldin í New York sýning íslenskra hand- rita, í tengslum við mikla kynningu á menningu norrænna þjóða. Mjög strangar reglur giltu um flutning og vörslu handritanna, og voru aðeins örfá send í hverrri flugferð og sér- stakir trúnaðarmenn Árnastofnunar látnir halda um hverja tösku. Meðal þeirra sem til þess voru kvaddir voru Jón Samsonarson handrita- fræðingur og Helga Jóhannsdóttir kona hans, en við hjónin fórum í annarri ferð. Hópur sendifólksins safnaðist síðan saman í stórborginni og dvaldist þar meðan mestu hátíða- höldin fóru fram. Það kom brátt í ljós að Helga hafði undirbúið ferðina sérstaklega vel með því að kynna sér menningarstofnanir borgarinn- ar, og gerðist hún sjálfkrafa eins- konar fararstjóri okkar og leiðsögu- maður. Hún stýrði því hvaða hljómleika við skyldum njóta, hvaða söfn við skyldum skoða og hvaða leiksýningar við skyldum sækja í hinni miklu menningarborg. Með hæglátri og viturlegri stjórnsemd sinni átti hún ríkan þátt í því að þessi vesturferð varð okkur öllum ógleymanleg. Mér er einnig í minni þegar ég sá þau Jón Samsonarson í fyrsta sinn, hvað mér þóttu þessi ungu hjón ein- HELGA JÓHANNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.