Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 19
hönnun MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 19 Sigurður Sigurðarson dýralækn-ir skrifar: „Ég var við útför Gríms Gíslasonar á Blönduósi og dvaldi við gröfina hans um stund. Víða kom hann við sögu. Hann var traustur bandamaður, ráðhollur, alltaf heill í viðskiptum, tökin hans fumlaus, góðviljinn og gleðin ríkjandi, sannur Íslendingur og maður, sem gott var að kynnast og eiga að vini um árabil. Margt var um manninn við útförina og veður hið fegursta, stillt og bjart. „Ógleymanleg stund“, heyrði ég hjá aðvífandi ferðamönnum úr öðrum löndum, sem virtu fyrir sér líkfylgd manna og hesta frá kirkju til kirkjugarðs. Genginn er hann Grímur þar, grúfa yfir sorgirnar. Allt of snemma frá oss fór fullhugi í verkum stór. Minnilegur maður var. Á marga lund af öðrum bar. Einar Kolbeinsson bætir við: Nú er ekki nema von, þó niðjar tárin felli, því nú er Grímur Gíslason, genginn burt af velli. Lesmál dýrt í lífsins bók, löngum dyggur skráði, og ferskeytluna í fóstur tók, fyrst sem ungur snáði. Hugsun sína henni fól, heill með orðgnótt sanna, vísnagerð því veitti skjól, á vegferð kynslóðanna. Áfram feðra arfinn bar, allmörg kveðin ríma, íslensk tunga átti þar, útvörð sinn um tíma. Öðlingslundin ein og stök, ætíð sýnd var mönnum, og gæddi lífsins glímutök, gleðianda sönnum. Buðu sálar bestu kjör, er brautir geystust kunnar, glettni, ákefð, gáski og fjör, á grunni alvörunnar. Minningin er mikils verð, – metinn verka sinna, hann sem nýtti sómans sverð, sigur til að vinna. Því má hefja þakkarsöng, er þjóni virðing hæsta, enda nærri aldarlöng, ævileiðin glæsta. VÍSNAHORNIÐ Minning um Grím pebl@mbl.is NORSKA arkitektastofan Young Fehn vill færa húsahönnun til fólks- ins og býður upp á að endurhanna rými fyrir fólk á 48 klukkustundum. Allt sem þarf er stafræn myndavél og tölvupóstur. Í framhaldinu er hægt að fá húsgögn og innréttingar heimsendar samkvæmt teikning- unum. „Hægt er að senda okkur mynd af hvaða herbergi sem er í tölvupósti og við endurhönnum veggi, loft, gólf og annað. Myndin er send til baka eftir tvo sólarhringa,“ segir Guy Fehn arkitekt í samtali við forbru- ker.no. Að sögn Fehn er stofa hans fyrst í heimi til að bjóða upp á slíka sýnd- arendurgerð húsnæðis á ljósmynd- um í gegn um tölvupóst. Fyrirtækið hefur lengi unnið með þrívíddar- lausnir fyrir nýbyggingar en hóf í ár að bjóða upp á að endurhanna eldri rými með aðstoð stafrænna ljós- mynda. Þar með er sagan ekki sögð því Young Fehn hefur gert samninga við nokkra húsgagnaframleiðendur um að þeir sendi húsgögnin og inn- réttingarnar á myndunum heim til viðkomandi, óski hann eftir því. „Þannig er óþarfi að kaupa sófa út í loftið áður en maður sér hvernig hann tekur sig út í stofunni.“ Hugmyndin að baki er að sem flestir hafi möguleika á að taka ræki- lega í gegn hjá sér. „Við náum til allra, óháð búsetu þeirra,“ segir Fehn en sem kunnugt er er Noregur talsvert strjálbýlt land. „Þetta verð- ur ekki bara fyrir þá sem búa í stór- borgunum.“ Hann undirstrikar að um norska hugmynd sé að ræða. „Það er mikilvægt því þetta getur fljótt orðið alþjóðlegt verkefni.“ Í febrúar síðastliðnum nýtti fast- eignasalan Norvik & Partners sér tæknina til að sýna fram á hvaða möguleikar byggju í íbúðum sem hún hafði til sölu. Sett í stand gegnum tölvupóst Morgunblaðið/Sverrir Hönnun Hvernig skyldi þessi sóma sér heima í stofu? AUGLÝSINGASÍMI 569 1100  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 ÁRSALIR EHF - FASTEIGNAMIÐLUN ef þú þarft að selja, leigja eða kaupa fasteign, mundu 533 4200 eða senda okkur póst: arsalir@arsalir.is ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum KRAFTMIKIÐ SAMFÉLAG KATRÍN JAKOBSDÓTTIR 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.