Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is PÉTUR Pétursson þul- ur er látinn, 88 ára að aldri. Pétur fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918. Foreldrar hans voru Pétur Guðmunds- son skólastjóri og Elísa- bet Jónsdóttir húsmóð- ir. Hann var næst- yngstur 13 systkina, sem öll eru nú látin. Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tarna í Svíþjóð og Pitman’s College í Bretlandi á ár- unum 1937–38. Hann var starfsmaður Út- vegsbanka Íslands 1931–1942. Árið 1941 var hann ráðinn þulur við Rík- isútvarpið og starfaði þar til 1955. Hann starfaði við verslunarrekstur eftir að hann hætti hjá Ríkisútvarpinu og var um tíma umboðsmaður skemmtikrafta og listamanna. Hann gekkst meðal annars fyrir tónleikum með Vladimir Ashkenazy hér á landi. Árið 1970 kom Pétur aftur til starfa á Ríkis- útvarpinu og starfaði þar út starfsævina. Það kom í hlut Pét- urs sem útvarpsþular að segja þjóðinni frá ýmsum heimssöguleg- um viðburðum, eins og t.d. fyrstu kjarnorku- sprengjunni sem sprengd var 1945. Pétur var sögufróður maður, ekki síst um gömlu Reykjavík, við- burði í stjórnmálalífi þjóðarinnar og ættir manna og æviferil. Hann skrifaði mik- ið í Morgunblaðið um hugðarefni sín. Pétur var kvæntur Birnu Jónsdótt- ur, sem lést fyrir fjórum árum. Þau eignuðust eina dóttur, Ragnheiði Ástu. Við fráfall Péturs þakkar Morgun- blaðið mikil og góð samskipti um ára- tuga skeið. Andlát Pétur Pétursson Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is VINNA hefur verið stöðvuð á 14 km kafla í að- rennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar, á milli að- ganga 2 við Axará og aðganga 3 við Glúmsstaðadal. Er ástæðan ónóg loftgæði en starfsmenn í göng- unum, sem eru á um 150 metra dýpi, hafa kvartað um særindi í hálsi og andþrengsli og læknir við Kárahnjúka hefur fengið nokkra menn til skoðunar vegna þess. Lofti hefur fram til þessa verið blásið inn í göngin frá aðgöngum 2 og út um aðgöng 3. Göngin verða lokuð uns sérfræðingar Vinnueftir- litsins hafa metið úrbætur á loftræstingu nægjan- legar. „Þarna hefur verið ónóg loftræsting, samt innan viðmiðunarmarka, en komið hafa fram öndunarerf- iðleikar,“ sagði Þorvaldur Hjarðar, umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins á Austurlandi, í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Það er kappnóg ástæða til aðgerða og við lokum þangað til fyrir liggur hvað veldur þessu.“ Þorvaldur telur hugsanlegt að loftmengun- in sé af völdum snefilefna frá dísilknúnum vinnu- vélum á ákveðnum stöðum í göngunum. Rúmlega 30 menn alls vinna í göngunum undir Þrælahálsi og þar hafa verið umfangsmiklar berg- styrkingar í göngunum. Meðan á heilborun gang- anna stóð var aðeins unnið með rafmagni en nú eru þar alls kyns bensín- og olíuknúnar vélar og tæki. Hiti í göngum skapar vandamál Í yfirlýsingu frá Impregilo, sem gefin var út í gær, segir að vandamálið sé nýtilkomið. „Þegar hef- ur verið gripið til aðgerða til að draga úr loftmeng- un í göngunum þar sem loftgæði eru mæld daglega með reglulegu millibili. Mengun hefur farið yfir við- miðunarmörk á nokkrum afmörkuðum svæðum innan ganganna, sem nú eru rúmlega 40 kílómetra löng. Þetta ástand skapast meðal annars vegna loft- þrýstings úti og hita inni í göngunum. Þá hefur um- ferð og vinna í göngunum aukist mjög mikið sökum frágangsvinnu. Þegar loftmengun mælist yfir mörkum eru göngin tæmd án tafar til þess að tryggja öryggi starfsmanna. Forsvarsmenn Impregilo harma veikindi starfs- manna og munu tryggja að athugasemdum bæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands og Vinnueftirlits ríkisins verði fylgt eftir í hvívetna til að bæta að- stæður þar sem þörf krefur,“ segir í yfirlýsingunni. Sérfræðingar Vinnueftirlitsins eru væntanlegir á morgun með tæki til að mæla í göngunum og verður þá skoðað hvort nægar úrbætur hafi verið gerðar. Vinna undir Þrælahálsi liggur niðri uns loftræsting batnar Starfsmenn hafa lent í andnauð í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Lokun Svæðinu milli aðganga 2 og 3 hefur verið lokað. Á myndinni sjást menn bíða lestarferðar úr göngunum út um aðgöng 2. Í HNOTSKURN » Vinna hefur verið stöðvuð tímabundið íaðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar undir Þrælahálsi, á um 14 km kafla milli að- ganga 2 og 3. »Starfsmenn í göngum hafa fundið fyriröndunarerfiðleikum og eru staðbundin mengunarvandmál nú til skoðunar. »Vandinn er talinn stafa af snefilefnum frádísilknúnum vinnuvélum í göngunum. Illa gengur að ræsta þau. BANASLYSIÐ sem varð á Reykja- nesbraut við verslun IKEA í Moldu- hrauni nóvember á síðasta ári sem hafði í för með sér dauða Pólverja sem sat í bíl með tveimur samlönd- um sínum hefur fengið meðferð í Héraðsdómi Reykjaness hvað varð- ar ábyrgð ökumannsins. Var öku- maðurinn dæmdur í fjögurra mán- aða fangelsi, þar af þrjá á skilorði fyrir ölvunarakstur og gáleysi við akstur. Bíllinn skall á steinblokkum sem settar höfðu verið upp vegna vegaframkvæmda. Við áreksturinn færðust sjö slíkir klumpar úr stað. Ákærði játaði sök vegna hegningar- og umferðarlagabrota en hann átti engan sakaferil að baki. Vegmerkingar engan veginn fullnægjandi Í dómi er vitnað til skýrslu þar sem kemur fram mat rannsóknarað- ila um að helstu orsaka slyssins sé ekki síst að leita í þeim aðstæðum sem voru á staðnum þegar slysið átti sér stað. Einnig er vísað í vettvangs- skýrslu lögreglu þar sem segir að framkvæmd merkinga og frágangur hafi engan veginn verið með full- nægjandi hætti af hálfu veghaldara. Stefnuvísandi ör sem átti að blikka gulu ljósi logaði ekki vegna bilunar. Maðurinn var sviptur ökuréttind- um í 3 ár og til að greiða á sjöunda hundrað þúsund krónur í málskostn- að. Sveinn Sigurkarlsson héraðsdóm- ari dæmdi málið. Verjandi var Hilm- ar Ingimundarson hrl. og sækjandi Karl Ingi Vilbergsson, fulltrúi lög- reglustjóra. Banaslys leiðir til fangelsunar ökumanns Morgunblaðið/RAX Frá vettvangi slyssins í nóvember. PRESTASTEFNA var sett í Húsavíkurkirkju í gærkvöldi og gengu prestar hempuklæddir til kirkjunnar. Dr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir predikaði. Í dag mun Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flytja yfirlitsræðu sína og kenningarnefnd birta álit sitt um þjóðkirkjuna og staðfesta samvist. Einnig verður fjallað um drög að formi um blessun stað- festrar samvistar. Framsögu hafa dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Kristján Valur Ingólfsson. Þá verða flutt tvö erindi og mun dr. Svanur Kristjánsson pró- fessor fjalla um lýðræði, kristni og kirkju og séra Sigurður Páls- son fjalla um samskipti kirkju og skóla. Prestastefnu lýkur á morgun.Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Presta- stefna hafin ÍSLENDINGUM gefst tækifæri til að votta Borís Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, virðingu sína með því að skrifa nafn sitt í minningarbók sem liggur frammi í rússneska sendiráðinu við Túngötu 9 á milli kl. 10 og 17 í dag. Jeltsín lést á mánudag 76 ára að aldri. Hann var forseti Rússlands á árunum 1991–2000. Jeltsín verður jarðaður í dag. Minning- arbók ligg- ur frammi Kveðja Kista með líki Jeltsíns lá frammi í dómkirkju í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.