Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FUNDUR UM MÁLEFNI ELDRI BORGARA Laugardaginn 5. maí kl. 14.00 Á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins Langholtsvegi 43 (gamla Landsbankaútibúið) Sérstakir gestir fundarins verða Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður sem skipar fyrsta sæti í Reykjavík norður, Guðfinna Bjarnadóttir fyrrverandi rektor HR sem skipar annað sætið í Reykjavík norður og Jórunn Frímannsdóttir borgar- fulltrúi og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmennið á fundinn, allir velkomnir Stjórnir sjálfstæðisfélaganna í Langholts, Laugarnes og Túnahverfum Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Langholtsvegi 43 (gamla Landsbankaútibúið) sími 569 8141 langholtsvegur@xd.is V öruhönnunardeild Listaháskóla Íslands var stofnuð árið 2000 og útskrifast þaðan um níu nemendur á ári hverju með BA-gráðu. Hönnun þrívíðra nytjahluta er það sem deildin leggur aðaláherslu á, að sögn Sigríðar Sigurjónsdóttur, prófessors í vöruhönnun sem er jafnframt fagstjóri deildarinnar. Þar er átt við hönnun frum- gerða í ýmis hefðbundin efni svo sem leir, tré, málma eða ný efni í fáum eintökum eða til iðnfram- leiðslu. Má þar nefna sem dæmi húsgögn, búsáhöld ýmiss konar, stoðtæki og matvæli. Sigríður segir námið þannig upp byggt að fyrsta árið komi nemendur sér upp ,,tækjum og tólum“, þ.e. teiknikunnáttu, módelgerð, rannsóknar- og fram- setningaraðferðum, efnisþekk- ingu og verkstæðiskunnáttu. Á öðru ári sé tekist á við fjölbreytt verkefni þar sem nemendur geta nýtt sér fyrrnefnd tæki og tól. Á þriðja ári vinna nemendur svo bæði sjálfstætt og í samstarfi við iðnaðinn og eru fyrirtæki og stofnanir þar í mikilvægu hlut- verki. Meðal fyrirtækja og stofnana sem átt hafa samstarf við deildina eru Þjóðminjasafn Íslands, Há- skólinn í Reykjavík, Héðinn, Steinsmiðja S. Helgasonar, Reykjalundur, hönnunarfyrir- tækið Vitra og samtökin Beint frá Býli. Séríslensk einkenni skoðuð Sigríður segir að í náminu sé lögð áhersla á víðsýni og frum- leika og að nemendur fylgist með því sem er að gerast í faginu á heimsvísu og hér heima. Reynt sé að vekja upp meðvitund um hvað það þýðir að vera Íslendingur og hvernig það geti styrkt íslenska hönnun. ,,Vöruhönnun snýst að einhverju leyti um hluti, til dæmis húsgögn. Við vorum að klára eitt samstarfs- verkefni við hönnunarfyrirtækið Vitra, tókum þátt í samkeppni um hönnun kolla,“ segir Sigríður. Neil Austin, gestakennari frá Bret- landi, stýrði því verkefni. ,,Ég hef lagt áherslu á það í deildinni að nemendur grafist fyr- ir um það hvað það er að vera Ís- lendingur, hvað sé íslenskt. Gald- urinn er sá að þekkja sjálfan sig, hvaðan maður kemur og geta unn- ið með það á nútímalegan hátt. Við erum ekki að tala um að þæfa skálar eða þess háttar heldur finna möguleikana hér,“ segir Sig- ríður. Nemendur hafi til að mynda átt samstarf við Nóa Siríus undir handleiðslu erlends kennara, Laurene Boym, sem hefur meðal annars unnið fyrir McDonalds- skyndibitakeðjuna. Allar hug- myndir áttu að miðast við það að hægt væri að framleiða vörurnar í þeim tækjum sem er að finna í Nóa Siríus. Verðmæti fram- leiðslunnar aukin Sigríður segir marga halda að tækifærin séu fá í vöruhönnun á Íslandi vegna smæðar landsins, en það sé einmitt það sem skapi sér- stöðu og leiði hönnuði á spennandi slóðir. Með því að nýta það hrá- efni, tækni og þekkingu sem fyr- irtæki og einstaklingar búa yfir, geti hönnuðir aukið verðmæti framleiðslunnar mjög. ,,Þeim fjölgar sífellt sem starfa við þetta fag eftir útskrift. Nú þegar ráði fáein fyrirtæki hönnuði til starfa, til dæmis vinna tveir af þeim nemendum sem útskrifuðust í fyrra hjá Össuri. Þá settu fimm nemendur, sem útskrifuðust í fyrra, á laggirnar hönnunarstofu sem heitir Grettisborg og er á Grettisgötu. Þau taka að sér ýmis verkefni,“ segir Sigríður. Hún hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara í framhaldsnám í fag- inu. Þó verði að hafa í huga að margir taki sér frí frá námi eftir útskrift og fari á vinnumarkaðinn. Sigríður segir ýmsa hluti hafa farið í framleiðslu, sem hafi orðið til á námskeiðum í skólanum. Þá ráðist nemendur sjálfir einnig í að framleiða hlutina. Óðinn Bollason hannaði til að mynda klakabox sem hann setti í framleiðslu í Kína. „Fyrirtæki hafa ekki tekið nem- endur upp á sína arma og farið að framleiða hönnun þeirra, það er frekar að nemendurnir sjálfir hafi komið sér á framfæri, komið hlut- um í framleiðslu og leitað styrkja,“ segir Sigríður. Íslenskur matur spennandi Sigríður telur eitt af áhugaverð- ustu hráefnunum til vöruhönnunar íslenskan mat. Mikil umræða hafi verið upp á síðkastið um íslenskan landbúnað og tækifæri til atvinnu- uppbyggingar og verðmætasköp- unar á landsbyggðinni. Slík um- ræða hafi til dæmis komið fram í bók Andra Snæs Magnasonar, Draumalandinu. Í þeim anda hafi verið ráðist í verkefnið Borðið; stefnumót hönn- uða við bændasamfélagið, en af- rakstur þess var kynntur í mars síðastliðnum, í tengslum við mat- ar- og skemmtihátíðina Food and Fun. 2. árs nemar hönnuðu þar áhugaverða hluti úr mat, sem flokkast undir matarhönnun, m.a. skyrkonfekt og blóðbergsdrykki. Verkefnið vakti mikla athygli og maturinn kláraðist fyrr en ráð hafði verið gert fyrir þegar hönn- unin var kynnt. Er því ekki annað að sjá en að áhugi Íslendinga fyrir íslenskri hönnun, með íslenskum séreinkennum og áherslum, sé mikill. Helsta hindrun íslenskrar vöru- hönnunar er framleiðslan því hún kostar skildinginn. Einnig þurfa hönnuðir að gera sig sýnilegri þannig að fyrirtæki leiti til þeirra og geri sér grein fyrir þeim virð- isauka sem felst í góðri hönnun. Samstarfið við bændurna er gott dæmi um þetta og segist Sigríður bjartsýn á framtíð vöruhönnunar hér á landi. Vöruhönnun í Listaháskóla Íslands Hönnun með séríslenskum einkennum Á beinið Nemendur tóku þátt í sam- keppni um hönnun kolla. Sá fremsti er í formi hvalbeins, sá sem á honum situr gæti því verið tekinn á beinið. Morgunblaðið/Golli Púsl Kollum staflað að hætti Haf- steins Júlíussonar hönnunarnema. Bjartsýn Sigríður Sigurjónsdóttir, fagstjóri vöruhönnunardeildar, segist bjartsýn á framtíð vöruhönnunar þótt á brattann sé að sækja. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HLJÓMEYKI heldur vortónleika sína á sunnudag ásamt einsöngv- urum og hljóðfæraleikurum, og er óhætt að segja að efnisskrá tón- leikanna sé sérstaklega forvitnileg. Þar ber hæst verk, sem margir telja eitt stórbrotnasta kórverk ís- lenskt frá ofanverðri 20. öld, en það eru Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal, en síðasti þáttur þess er saminn við Sólhjartarljóð Matthías- ar Johannessen. Gleði í harmljóði Fyrir hlé verða hins vegar sungin verk úr ýmsum áttum, sem mörg hver hafa ekki heyrst hér áður. Eitt af þeim, A Child’s Prayer, er eftir kaþólska skotann James Macmillan, sem skaut á stjörnuhimininn með hljómsveitarverkinu Játningum Iso- bel Gowdie, en slík viðbrögð við samtímatónlist eru ekki algeng. El- ín Gunnlaugsdóttir tónskáld, einn kórfélaga, segir að kórtónlist Mac- millans sé greinilega ekki síðri. „Það er kafli í verkinu sem heitir Joy, og hann notar skrautnótur mikið, og þetta minnir mig á ar- menska músík. Verkið er mjög flott,“ segir Elín, en tilefnið, þrátt fyrir gleðina í músíkinni, er harm- leikurinn þegar 16 börn og kennari voru skotin til bana í Dunblane. Macmillan samdi það í minningu þeirra. Rachmaninov er þekktastur fyrir píanótónlist sína, og á síðari tímum sönglögin, en samdi engu að síður andleg verk, þar á meðal Bænina sem flutt verður og Elín segir bera einkenni söngva rétt- trúnaðarkirkjunnar rússnesku. Elín segir verk Greggs Smiths, sem byggt er á gamalli laglínu, afar áhugavert, en þar er kórnum skipt í hópa, þar sem einn leiðir. Fleiri góð kórverk verða sungin á tónleikum Hljómeykis, eftir Edvard Tubin Gunnar Eriksson, en tónleik- arnir verða í Langholtskirkju kl. 17 á morgun. Stjórnandi Hljómeykis er Magús Ragnarsson. Hljómeyki syngur í vorið Morgunblaðið/ÞÖK Óttusöngvar Sverrir Guðjónsson og Hallveig Rúnarsdóttir fremst á mynd- inni eru meðal einsöngvara Hljómeykis á tónleikunum á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.