Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 29 ✝ Margrét Odds-dóttir fæddist á Hömrum í Hauka- dal 26. apríl 1906. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Marta María Hannesdóttir, ljós- móðir og Oddur Arngrímsson, bóndi og garð- yrkjumaður á Hömrum. Margrét átti tvö systkini; Ólafíu sem var þremur árum eldri og Valdimar sem var ári yngri og dó í bernsku. Móðir Margrétar lést þegar Margrét var rúmlega ársgömul og fór hún þá í fóstur hjá föðurbróður sínum Jónasi Arngímssyni og konu hans Guðbjörgu Ólafs- dóttur, en þau bjuggu á Smyrl- hóli í Haukadal. Eiginmaður Margrétar var Þorsteinn Jónasson, bóndi og hreppsstjóri, f. 9. maí 1896, d. 2. maí 1986. Dóttir Margrétar og Jóns Brynjólfssonar var Bryn- hildur, f. 22. sept. 1930, d. 20. feb. 1958. Börn Margrétar og Þorsteins eru: 1) Húnbogi, f. 11. okt 1934. Maki Erla Ingadóttir, f. 19. feb. 1929. Börn Húnboga og fyrri konu hans Jónu Vilborg- ar Jónsdóttur, f. 5. ágúst 1942, d. 30. sept. 2002 eru; a) Þorsteinn, f. 24. sept. 1960. Maki Siv Frið- leifsdóttir, f. 10. ágúst 1962. Þau eiga tvo syni. b) Védís, f. 3. des 1961. Maki Snorri Bergmann, f. 14. júlí 1961. Þau eiga tvö börn. Dætur Erlu eru a) Brynja Sig- urðardóttir, f. 21. feb. 1958, d. 5. in eru fjögur. c) Svanberg, f. 14. nóv. 1962. Maki Þóra Skúladótt- ir, f. 30. okt. 1953. Svanberg á einn son. d) Reynir, f. 12. feb. 1964. Maki Bjarnheiður Jóhanns- dóttir. Reynir á fjóra syni. e) Þorsteinn, f. 7. mars 1968. Maki Theódóra Skúladóttir, f. 8. júlí 1970. Þau eiga tvö börn. Margrét ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum á Smyrlhóli í Haukadal. Skólagangan var far- skóli að þeirrar tíðar hætti en hún byrjaði snemma að vinna öll algeng sveitastörf. Margrét var á Smyrlhóli til tvítugsaldurs, en fór þá í vist í Reykjavík eins og það var þá kallað. Síðan vann hún um tíma á Jörva í Haukadal hjá hjónunum Guðbrandi og Ingibjörgu. Margrét og Þorsteinn hófu bú- skap á Oddsstöðum í Miðdölum 1934, en fluttust að Jörva í Haukadal 1941 og bjuggu þar allan sinn búskap upp frá því. Mikill dugnaður og kappsemi einkenndu Margréti alla tíð og kom það sér vel við heimilishald- ið á Jörva. Jörvi var þingstaður og þar voru nánast allir fundir sveitarinnar haldnir. Bókasafn sveitarinnar var þar til húsa. Mikill gestagangur fylgdi þessu og ýmsum störfum húsbóndans í þágu sveitar og sýslu. Mörg kaupstaðarbörn dvöldu á sumr- um hjá hjónunum á Jörva og bundu við þau langvarandi vin- skap. Margrét og Þorsteinn hættu búskap um 1985 og fluttu þá í Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal. Margrét dvaldi þó áfram á Jörva yfir sumartímann alveg fram á seinustu ár þegar heilsan fór að gefa sig. Margrét var heiðursborgari Dalabyggðar Útför Margrétar verður gerð frá Stóra-Vatnshornskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. jan. 2006. Börn Brynju eru tvö og barnabarn eitt. b) Guðný Björk Hauks- dóttir. Hún á einn son. 2) Álfheiður, f. 5. mars 1936. Maki Baldur Friðfinns- son, f. 5. des. 1930. Börn þeirra eru; a) Bára, f. 10. sept. 1957. Maki Stefán Baldursson, f. 21. sept. 1955. Börn Báru eru þrjú og barnabörn þrjú. b) Brynhildur, f. 28. sept. 1958. Maki Tryggvi Þór Ólafsson, f. 11. feb. 1958. Börn Brynhildar eru þrjú og barnabarn eitt. c) Birgir, f. 2. nóv. 1959. Maki Gunnhildur Pétursdóttir, f. 14. okt. 1966. d) Ásdís, f. 26. sept. 1961. Maki Gunnar Magnússon, f. 27. sept. 1963. Börn Ásdísar eru þrjú og barnabarn eitt. e) Smári, f. 7. nóv. 1962. Maki Anna Sigurlín Einarsdóttir, f. 6. maí 1964. Börn þeirra eru þrjú. f) Elín, f. 21. sept. 1965. Maki Mar- geir Reynisson, f. 1. jan. 1967. Börn Elínar eru þrjú og barna- barn eitt. g) Erla, f. 17. júni 1967. Maki Þórarinn Stefánsson. Börn Erlu eru þrjú. 3) Marta, f. 30. júní 1937. Maki Guðbrandur Þórðarson, f. 24. okt. 1933. Börn þeirra eru; a) Margrét, f. 9. mars 1957. Maki Stefán Bjarnason, f. 11. júní 1955. Þeirra börn eru þrjú og barnabörn tvö. b) Þor- björg, f. 5. nóv. 1959. Maki Þórð- ur Pálsson, f. 16. júlí 1958. Þeirra börn eru fimm. Þar af er eitt látið, Guðbrandur, f. 6. nóv. 1987, d. 2. maí 1990. Barnabörn- Strax við fyrstu kynni mín af Mar- gréti Oddsdóttur vissi ég að við yrð- um vinkonur. Það var fyrir um 24 ár- um síðan en þá tóku hún og Þorsteinn heitinn á móti mér og son- arsyni sínum á bænum sínum í sveit- inni þar sem henni leið alltaf best, á Jörva í Haukadal. Hún var létt í fasi, kvik í hreyfingum og galdraði fram hverja kökusortina á fætur annarri. Hár hennar var sítt, fléttað í langa fléttu sem hún vöðlaði upp í hnút á hvirflinum. Ég man að hún, þá kom- in upp undir áttrætt, stóð uppi á völt- um kolli í eldhúsinu til að teygja sig í eitthvað með kaffinu. Mér, sjúkra- þjálfaranemanum, þótti þetta nokk- uð hættuspil. En viti menn í stað þess að stíga varlega til jarðar þá hoppaði mín léttilega niður á gólfið af kollinum. Ekta Margrét, ekki að tvínóna við hlutina, hoppaði um eins og unglamb þrátt fyrir háan aldur þá. Margréti þótti gaman að rekja ættir og segja frá lífinu í gamla daga, enda bjó hún yfir hafsjó fróðleiks og hafði góða frásagnargáfu. Athyglis- vert var að hlusta á hana segja frá hvort sem var góðum atburðum eins og ríkulegum slætti og uppskeru eða þungri lífsreynslu eins og þegar hún missti elstu dóttur sína eða systir hennar ákvað að flytja úr landi við erfiðar aðstæður. Margrét var lífsglöð, skemmtileg, ræðin, athugul og vel af Guði gerð á allan hátt. Hún náði líka háum aldri, varð 102 ára og hefur um skeið verið elsti íbúi Dalabyggðar. Þótti henni afar vænt um að á 100 ára afmæli hennar var hún heiðruð af samborg- urum sínum og gerð að heiðursborg- ara Dalabyggðar. Við fjölskyldan höfum átt margar góðar stundir í sveitinni hjá Mar- gréti á Jörva og síðar í Silfurtúni þar sem hún bjó í ellinni. Oft höfum við Þorsteinn, Húnbogi og Hákon hitt Margréti í berja-, rabarbara- eða veiðiferðum. Fyrir þær stundir vilj- um við þakka. Hennar hlýja viðmót og væntumþykja verður okkur efst í huga þegar við hugsum til hennar í framtíðinni. Við munum minnast hennar af virðingu og þakklæti. Húnboga, Álfheiði, Mörtu og öllum ástvinum Margrétar sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa minningu Margrétar. Siv, Þorsteinn, Húnbogi og Hákon. Amma kvaddi þennan heim eftir stutta sjúkrahúsdvöl, 102 ára gömul. Þrátt fyrir háan aldur upplifði hún sig aldrei gamla í bókstaflegri merk- ingu þess orðs. Alveg fram undir það síðasta fannst henni fullkomlega eðlilegt að leita læknisfræðilegra ráða við þeim kvillum sem á hana herjuðu. Uppgjöf var ekki til í henn- ar orðaforða. Hún var einhver lífsglaðasta manneskja sem ég hef kynnst um mína daga og hélt sig ætíð sólarmegin í lífinu. Amma og afi bjuggu lengst af á hinum sögufræga stað, Jörfa í Haukadal. Þar festi hún rætur og tók miklu ástfóstri við sveitina sína og í mörg ár eftir að hún flutti í Búð- ardal og afi var fallinn frá dvaldi hún ein yfir sumartímann á Jörfa. Amma og afi voru afar ólík að eðlisfari en samhent í lífi og starfi. Afi var bók- hneigður rólyndismaður með góða kímnigáfu. Amma var dugnaðar- forkur sem var sífellt á ferð og flugi og fátt var henni óviðkomandi. Félagslynd, gestrisin, glaðlynd, glettin og gefandi. Hreinskilin, hisp- urslaus og hnyttin í tilsvörum. Klæddist sterkum litum og rautt var í uppáhaldi. Heimilið á Jörfa var alla tíð með eindæmum gestkvæmt. Trúnaðar- störf afa í þágu sveitarinnar áttu sinn þátt í því en hann gegndi m.a. stöðu hreppstjóra um langt skeið og þar var einnig lestrarfélag hreppsins lengi til húsa. Heimilishaldið hvíldi þá alfarið á herðum ömmu sem þurfti að vinna mörg verk við frum- stæðar aðstæður. Mér fannst það ævintýri líkast að koma að Jörfa að vetrarlagi þegar ég var barn, en lengi vel var heimilið án rafmagns. Amma kom ávallt til dyra og kyssti allan barnahópinn hægri, vinstri. Strauk okkur um vanga og mældi okkur út. Við tylltum okkur niður í eldhúsinu. Kettirnir lágu í makind- um sínum og möluðu. Amma flögraði um eins og fiðrildi. Lagaði súkkulaði og kaffi á suðandi Sólóvél. Tilkynnti okkur af íslenskri hógværð að hún ætti ekkert til með kaffinu, en und- arlegt nokk komu kökurnar á borðið hver á fætur annarri, með grænu kremi og bleiku með ævintýralegu skrauti. Drekkhlaðið borð af kræs- ingum. Rjúkandi súkkulaði í rósótt- um postulínsbollum sem klaufalegar barnshendur áttu fullt í fangi með að handfjatla. Smám saman rökkvaði í litla húsinu við fótskör Jörfahnúks og þá var kveikt á kertum og olíu- lömpum. Andrúmsloftið varð kyngi- magnað. Við vorum kvödd eins og okkur var heilsað og amma fylgdi okkur úr hlaði hvernig sem viðraði og veifaði. Í dag kveðjum við þessa mætu konu hinstu kveðju, rík af góðum minningum. Bára. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar horft er til baka þau tæplega 50 ár sem ég man eftir ömmu á Jörva. Ég var hjá ömmu og afa í sveit frá sex til sextán ára. Ég var einnig stödd hjá þeim á þorran- um 1962 en þá var haldið þorrablót á Jörva, dansað fram á nótt og spilað undir á harmónikku. Þetta var sann- kölluð Jörvagleði. Þá var vélvæðing- in í landbúnaði að hefja innreið sína og mjólkursala að byrja. Kýrnar voru oftast fimm eða sex og voru þær í miklum metum hjá þeim hjón- um. Það voru margar góðar stundir sem við áttum saman í fjósinu að mjólka kýrnar. Margrét var mikil athafnakona; hún fór snemma á fætur og var oft búin að baka flatkökur, góðan stafla af pönnukökum eða kleinum þegar við hin fórum á fætur. Hún vildi allt- af eiga nóg með kaffinu enda var mjög gestkvæmt hjá henni á sumrin. Þegar gesti bar að garði þá var tekið vel á móti þeim og þau verk sem átti að vinna voru látin bíða betri tíma. Amma var mikil hannyrðakona og fannst alltaf gaman að læra eitthvað nýtt að hekla eða gimba. Hún var alltaf með eitthvað á prjónunum og eru það óteljandi sokkar og vettling- ar sem hún hefur prjónað um ævina. Við fjölskyldan höfum til dæmis varla notað annað en það sem hún vann. Þó að amma væri komin yfir nírætt sendi hún jólagjafir til allra í fjölskyldunni og ávallt eitthvað sem hún hafði unnið sjálf. Hún var mjög minnug á afmælisdaga og alveg þar til hún varð 100 ára hringdi hún allt- af í mig á afmælisdaginn minn. Svo kom hún mér líka á óvart þegar yngri sonur minn varð þriggja ára vorið 2005 og hún mundi eftir afmæl- inu hans. Amma var mikil félagsvera og leið best innan um fullt af fólki. Jörvi var þingstaður og þar voru haldin mann- talsþing og kosningar. Hún hlakkaði alltaf til þegar kosningar voru því þá komu allir í sveitinni að Jörva til að kjósa og vildi hún að allir fengju kaffi og með því og var hún ekki ánægð ef fólk fór án þess að þiggja veitingar. Göngur og réttir voru uppáhaldstími hjá ömmu því þá komu gjarnan margir gestir og þá þurfti að eiga nóg bakkelsi og mat sem fljótlegt var að bera fram handa svöngu fólki. Rafmagn kom ekki að Jörva fyrr en 1972 og var það mikil bylting að fá ísskáp, sjálfvirka þvottavél og frysti- kistu. Þvottadagar fyrir þann tíma voru langir og strangir og þurfti að bera þvottinn upp í gil til að skola hann og var hann mjög þungur í bakaleiðinni. Amma var mikil áhugamanneskja um blóm og voru allir gluggar fullir af blómum. Kálgarðarnir voru henni ávallt hugleiknir og ræktaði hún fullt af kartöflum, rófum og gulrótum á Jörva. Hún hafði yndi af því að fara í berjamó og sagði oft sögur af því hve gaman hefði verið að fara á grasa- fjall þegar hún var að alast upp á Smyrlhóli. Amma var mjög frænd- rækin og var sannfærð um það að fólk sem væri skylt henni væri mun betra en aðrir. Haukadalurinn var hennar uppáhaldsstaður og var það oft erfitt seinustu árin að ekki var hægt að fara eins oft með hana fram að Jörva eins og hún hefði viljað. Ég kveð með þakklæti og virðingu Mar- gréti, ömmu á Jörva. Margrét Guðbrandsdóttir. Margrét Oddsdóttir – heiðurs- borgari Dalabyggðar – er fallin frá rúmlega 102 ára. Hún var sérstök heiðurskona, glöð og hress allar stundir og hélt sinni reisn til æviloka. Ég hygg að hún hafi engan óvild- armann átt alla sína löngu ævi. Ég kynntist henni fyrst fyrir tæp- um 70 árum, og kom þó nokkrum sinnum á heimili þeirra hjóna og var alltaf vel tekið. Maður hennar Þor- steinn Jónasson er lengi var hrepp- stjóri í Haukadal, var greindur mað- ur og fróður um marga hluti, kunni frá mörgu að segja og sagði vel frá. Það var þá nokkur skóli að heim- sækja þau hjón, hlusta á frásögn hans á góðu íslensku máli og finna svo vinsemd og alúð þeirra beggja. Heimili þeirra þá var að Oddsstöðum í Miðdölum. Baðstofan var lítið hús, en hún var alltaf hrein og vel um- gengin rétt eins og á hátíðardegi væri. Alltaf voru börnin vel klædd og prúð. Það var einhver hugþekkur blær yfir heimilinu. Sjálf var Mar- grét svo heil í sinni gleði að aldrei bar skugga á. Og alltaf síðan er fund- um okkar bar saman var viðmót hennar eins. Hún hélt sínu útliti vel og var í raun alltaf sem ung kona, brosmild og vinsamleg og stundum gamansöm. Það var síðastliðið vor að hrósyrði var haft um hana svo hún heyrði. ,,Það er ekki öll lygi eins,“ sagði hún þá, og úr varð gleði viðstaddra. Hún var sú kona sem samtíðarmenn hennar gátu lært af framkomu henn- ar og lífsmáta. Hún var á margan hátt til fyrirmyndar, hún mun lengi lifa í minningu margra sem kynntust henni – og sú mynd er björt og skýr. Blessuð sé minning Margrétar Oddsdóttur. Með samúðarkveðju til allra henn- ar nánustu vandamanna. Hjörtur Einarsson. Margrét Oddsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, BRYNHILDUR JÓNSDÓTTIR garðyrkjukona, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Björk Snorradóttir, Steingrímur E. Snorrason, Snorri P. Snorrason, Kristján Snorrason. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar systur minnar og frænku okkar, HÖNNU ÓLAFAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Gullsmára 9, Kópavogi. Kristín Guðmundsdóttir og systkinabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BERGSTEINN GIZURARSON, lést miðvikudaginn 9. júlí. Útför verður auglýst síðar. Marta Bergman, Gizur Bergsteinsson, Bylgja Kærnested og barnabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.