Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 4

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 4
Gegn her og NATO Friðarpáskar 1984 HÖRFAÐ Eftir Má Guðmundsson Eins og kunnugt er var friðarvika haldin í Norræna húsinu nú yfir pásk- ana. Að friðarpáskunum stóðu ótal svokallaðar friðarhreyfingar, Samtök herstöðvaandstæðinga og Varðberg, sem eru samtök Natósinna. Þeir sem stóðu að friðarpáskunum urðu að samþykkja og undirrita eftirfarandi yfirlýsingu: „Við undirritaðir gestir á Friðar- páskum 1984 heitum á íslensk stjóm- völd að taka upp einarða andstöðu gegn kjamorkuvígbúnaði og vopna- kapphlaupi. Við skomm á Bandaríkin og Sovét- ríkin og önnur kjamorkuveldi að gera samkomulag um stöðvun kjamorku- vígbúnaðar og hefja kerfisbundna af- vopnun. Meðan unnið er að slíku samkomulagi ætti hvergi að koma fyr- ir kjamorkuvopnum eða tækjum tengdum þeim. Slíkt samkomulag gæti orðið fyrsta skrefið til allsherjarafvopnunar sem er lokatakmark friðarbaráttu.“ Það eru í sjálfu sér engin undur eða stórmerki að Natósinnar geti ritað undir þessa yfirlýsingu, enda er hún það al- mennt orðuð, að þeir geta rúmað sína stefnu innan hennar. Að vísu teygja þeir sig út á ystu nöf með því að samþykkja það, að ekki skuli komið fyrir kjamorku- vopnum eða tækjum tengdum þeim meðan unnið er að samkomulagi milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um gagnkvæma afvopnun. Afstaða Banda- ríkjastjómar og Nató í heild er önnur sem stendur, sem sé sú, að nauðsynlegt sé fyrir Nató að koma fyrir nýjum kjam- orkueldflaugum til að styrkja stöðu sína í samningum við Sovétríkin. Þetta atriði hefur þó ekki valdið Natósinnunum neinum meiriháttar vandræðum, enda snem þeir sig út úr þessu með því að benda á að sögnin ,,ætti“ væri notuð í setningunni, og því væri hér aðeins ábendingu að ræða. Að öðm leyti er ekkert í þessari yfir- lýsingu sem veldur Natósinnum vand- ræðum, enda undirritaði forsætisráð- herra Nató og hemaðarframkvæmda- stjórnarinnar, Steingrímur Hermanns- UNDAN ÍHALDINU son, yfirlýsinguna á síðasta degi friðar- páskanna, og sló sig til riddara sem frið- arsinna fyrir bragðið. Meginstefnan í yfirlýsingunni er sú, að aðalatriðið í bar- áttunni fyrir friði hér og nú, sé sam- komulag milli Bandaríkjanna og Sovét- rfkjanna um gagnkvæma kjamorku- afvopnun. Þetta er í rauninni ekkert annað en það sem menn eins og Geir Hallgrímsson hafa alltaf verið að tönnlast á. Hins vegar gengur þetta þvert á stefnu Samtaka herstöðvaand- stæðinga, sem hafa einmitt lagt áherslu á, þar til þá núna, að það þyrfti að berjast gegn afvopnun Nató hér og nú, óháð því hvaða samningar kunna að nást á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þetta er einnig stefna friðarhreyfinganna úti í Evrópu. Þær setja engin skilyrði fyrir baráttunni gegn því að Nató komi upp nýjum meðaldrægum kjamorkueld- flaugum í Evrópu. Þær berjast gegn þeim fyrst og fremst hver á sínum stað, hér og nú og án allra skilyrða. Á friðar- páskunum var hins vegar reynt að forð- ast allt það sem sneri beint að þeirri hervæðingu sem hér er, þ.e. herstöðinni áMiðnesheiðinni. Þótt ávarp friðarpáskanna hafi verið þvert á stefnu skilyrðislausrar baráttu gegn hervæðingu Nató, var vissulega mögulegt að dagskráin bætti þar eitt- hvað úr. Þó er ekki að sjá að svo hafi verið. Að svo miklu leyti sem pólitík kom til umræðu á friðarvikunni, var fyrst og fremst um það að ræða, að um- ræðuvettvangur væri skapaður fyrir mis- munandi sjónarmið, þ.m.t. sjónarmið Natósinna. Afleiðingin af öllu þessu var því sú að festa í sessi það sjónarmið að kjamorkuhervæðingin og vopnakapp- hlaupið séu báðum ,,risaveldunum“ að kenna, og grafa undan hugmyndum um einhliða afvopnun. Og hvað þýðir það þegar bæði fulltrúi Samtaka herstöðva- andstæðinga og Varðbergs lýsa því yfir í sjónvarpi að friðarvikan hafi verið vel heppnuð og hafi skapað traust á milli aðila og dregið úr tortryggni? Við mun- um ávallt vantreysta Natósinnum og tor- tryggja þá á allan hátt, og viljum fá að halda í það sjónarmið í friði og vonandi er það enn sjónarmið meirihluta þeirra sem vilja berjast gegn hersetunni og vem íslands í Nató. Undanhald 'Víst er, að mörgum sósíalistum og herstöðvaandstæðingum brá, þegar það lá fyrir að Samtök herstöðvaandstæð- inga voru komin í samfylkingu með Varðbergi. Þetta varömgglega ekki létt skref fyrir miðnefnd Samtaka her- stöðvaandstæðinga, og ekki til þess ætl- ast í upphafi að svona færi. Fulltrúi SHA í undirbúningshópi friðarpáskanna reyndi með orðalagsbreytingum og slík- um brögðum að koma í veg fyrir að Varðberg yrði þátttakandi í friðarpásk- unum. Það vom hins vegar fulltrúar þjóðkirkjunnar sem endanlega börðu það í gegn að Varðberg yrði fullgildur aðili að friðarvikunni. Miðnefnd Samtaka herstöðvaand- 4

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.