Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 20
.1 i Dóttir Mussolinis vildi verða drottning ítala. Ein- ræðisherrann og Victor Emmanuel voru á sama móli, þeir vildu koma þeim saman, en Umberto neitaði hreinlega! Þó giftist hún stjórnmálamann- inum Ciano greifa, sem Mussolini lét síðar drepa! Nú er dóttir II Duce bitur kona .... Edda Mussolini var eftirlætisdóttir föður síns, einræðisherrans. Hún var varaþunn og andlit hennar var alvarlegt. Hún var alls ekki lagleg. En Mussolini var alveg viss um að Umberto myndi falla fyrir henni, þrátt fyrir það. Því það sem ábótavant hvað fegurðina snerti, hafði hún í ríkum mæli á öðrum sviðum. Edda Mussolini var metorðag|örn, hún vildi verða drottning ítala, og vonaði að Umberto yrði ástfanginn af henni. Að vísu var hún borg- aralegrar ættar, en henni fannst ekki að það gæti orðið hindrun fyrir hjónabandi þeirra, þar sem hún var dóttir einræðisherrans. Og leik- brúðukóngurinn Victor Emmanuel gerði allt sem á hans valdi stóð til þess að stuðla að ráð | hagnum sem Mussolini vonaðist svo fastlega til að yrði að veruleika. Það voru á kreiki kjaftasögur um uppruna Eddu. Það var sagt að hún væri fædd árið 1910, sem yngsta barn Mussolini hjónanna, en kjafta- sagan sagði að Donna Rachele Mussolini væri ekki móðir hennar, heldur væri það rússnesk flóttakona, sem Mussolini átti eldheitt ástar- ævintýri með í Sviss, þegar hann var þar í útlegð. Mussolini reyndi að kæfa þennan orðróm, hót- aði jafnvel sögumönnum fangelsisvist, en það bar engan árangur, kjaftasögurnar gengu, eftir sem áður. Þessi uppreisnargjarna og viljasterka stúlka, eftirlætisbarn föður síns, var send í mjög dýran skóla, en hún gat ekki fellt sig við skóla- reglurnar og strauk heim til sín. Þegar hún var fimmtán ára, var hún send í klausturskólann Poggio Reale, í grennd við Flor- enz, og nunnurnar þar þorðu ekki að finna að frekjulegri framkomu hennar, af hræðslu við einræðisherrann. Edda var hégómagjörn og montin, sú eina í fjölskyidu einræðisherrans, sem þorði að and- mæla honum, og sú eina sem hann hlustaði á. Hún var mjög lík honum og það var sagt að þessvegna hafi hann elskað þetta barn sitt heit- ara en hin, hún var ekki á nokkrun hátt lík móð- ur sinni eða systkinum. Daginn sem hún átti að hitta krónprinsinn, bað móðir hennar hana að binda ekki of miklar vonir við það, það gæti verið að þótt krónprinsinn yrði hrifinn af henni, væru þó ennþá ýmsar hindranir. — Og hversvegna ætti ég ekki að verða drottning ítala? spurði Edda ergileg. — Er ég ekki eins góð og einhver prinsessa, ég er miklu betur til þess fallin, þar sem faðir minn er ein- ræðisherrann, og hinn raunverulegi stjórnandi Ítalíu. Loksins rann upp sá mikli dagur, þegar hún var kynnt fyrir Umberto krónprinsi. Hann heils- aði henni kæruleysislega og sniðgekk hana svo alveg. Hann á einu sinni að hafa sagt í einkaboði: — Ætlast virkilega einhver til þess að ég sé hrifinn af þessari stelpu? Þeir sem halda það hljóta að vera geggjaðir. Ef ég einhverntíma kvænist borgaralegri stúlku, verður það örugg- lega ekki Edda Mussolini, þótt hún væri einasta konan í heiminuml Þetta frétti Edda. Hún varð æf, og þegar hún heyrði að faðir hennar hefði fært það í mál við Victor Emmanuel, að hentugt væri hjónaband milli þeirra, en að Umberto hefði neitað því harðlega, þá varð hún ennþá æstari. — Hvað heldur hann eiginlega að hann sé, þessi vesalings bjálfi! Það móðgar enginn dóttur einræðisherrans, án þess að fá ærlega að kenna á því.... Nokkru síðar hitti hin græneygða, metnaðar- fulla Edda ungan mann í utanríkisþjónustunni. Hann hét Galeazzo Ciano, og var sjálfur ekki hátt settur, en faðir hans var næstur einræðis- herranum að tign og það var almennt álitið að hann yrði eftirmaður hans, ef Mussolini félli frá. Galeazzo Ciano var sjö árum eldri en Edda. Hann var sonur Constanzi Ciano aðmíráls, sem var náinn vinur Mussolinis og hafði verið sæmdur greifatitli. Þeir Ciano eldri og Mussolini voru samherjar á fyrstu veldisárum Mussolinis, og sá síðarnefndi gerði vin sinn að samgöngumálaráð- herra, enda komst hann fljótt til auðs og valda. Galeazzo Ciano var draumlyndur maður. Hann stundaði lögfræðinám í Róm og reyndi þá að skrifa leikrit, með frekar lélegum árangri. Hann var kynntur fyrir Eddu, og þótt hann væri ekki sérlega málsmetandi þá, eygði Edda möguleika til frama. Þar sem faðir hennar var algerlega einráður, var honum í lófa lagið að hlaða vel undir tengdason sinn. Þess utan var hinn ungi Ciano greifi auðsveipur maður og Edda reiknaði með því að geta stjórnað honum, eins og hún hafði ráðið yfir föður sínum. Edda Mussolini og Galeazzo Ciano voru gefin saman í hjónaband 25. apríl 1930, með fullu samþykki feðra sinna. Eftir stutta brúðkaupsferð til Capri, fóru þau til Shanghai, þar sem hann var gerður að ítölskum aðalræðismanni. Fyrsta barn þeirra af þrem fæddist í Kína og Edda kunni mjög vel við sig þar. Hún hefði kosið að búa þar áfram, en frama og fjár var helzt að vænta heima á Italíu, en ekki í Kína. Edda sá til þess að maður hennar hækkaði stöðugt í tign. Á ytra borðinu virtist hún skyldu- rækin eiginkona og ástrík móðir. En að tjalda- baki var hún við stjórnvöl, bæði á sínu eigin heimili og heimili föður s(ns, því þótt hún væri nú gift og ætti eigið heimili, hafði hún mikið vald yfir föður sínum. Hún hélt því fram að hún, sem eiginkona Cianos greifa og dóttir ein- ræðisherrans væri jafn rétthá og hver önnur prinsessa og hégómagirnd hennar krafðist stöð- ugrar næringar. Edda hafði frá bernsku borið hatur í brjósti gagnvart Englandi, og þetta hatur jókst, þegar þau hjónin bjuggu um skeið í ítalska sendiráð- inu í London. Hún hafði búizt við því að Bret- arnir breiddu úr rauðu dreglunum fyrir fram- an hana, og að hún fengi alls staðar móttökur sem drottningu hæfði. Hún hafði líka búizt við því að verða boðin til drottningarinnar og yrði heiðursgestur hennar, meðan á dvöl þeirra í London stæSi. En fyrir Bretunum var Edda ekkert annað en sendiherrafrú. Það var ekkert sérstakt stáss gert af henni, og hún var aldrei boðin til Buckingham- hallar. Þetta var að áliti Eddu grófleg móðgun og bætti ekki hug hennar til Bretlands eða Bret- anna sjálfra. Oðru máli var að gegna með Þýzkaland. Hún var boðin til Berlínar, og þar fékk hún þær konunglegu móttökur, sem hún hafði átt von á að fá í Englandi. Ráðamenn nasistanna þekktu lífshlaup hennar og metorðagirnd. Hitler gaf út skipun um það að Edda greifafrú væri alls stað- ar höfð í hávegum og að henni væri sýnd sú athygli og virðing, sem sæmdi hverri drottningu. Göring og frú hans urðu beztu vinir hennar og þau skírðu dóttur sína í höfuðið á henni. Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina var Edda mjög flækt í stjórnmál, og hún reyndi að draga 2(1 VIKAN 33- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.