Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 3
s Abyrgðin Staldrað i við Kristnar kirkjur og samtðk hafa í aldanna rás lagt áherslu á ýmiss konar hjálparstarf samhliða boðun kristinnar trúar. Peir eru til sem telja óeðlilegt að blanda þessu tvennu saman og stundum heyrast raddir í þá veru að verið sé að kaupa fólk sem býr við frumstæðar aðstæður til kristinnar trúar. Gegn slíkum röddum má benda á að allt frá upphafi hefur það verið hluti af boðun fagnaðarerindisins að liðsinna þeim sem eru hjálparþurfi. Jesús sjálfur gerði allt þrennt, prédikaði, kenndi og læknaði (Mt. 4:23). Það hefur kirkja hans gert æ síðan. Jesús sendi lærisveina sína út með orðunum: „Þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar" (Post. 1:8). Að vera vottur Jesú Krist merkir að halda áfram verki hans, að boða fagnaðarerindið í orði og verki. Kristin trú felur óhjákvæmilega í sér umhyggju fyrir náunganum. Oft vitnum við í tvöfalda kærleiksboðorðið: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þinum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig“ (Lk. 10:27). Boðorðið, sem Jesús lýsir æðst allra boðorða, felur í sér að heilsteypt trú á Guð og kærleikur til hans leiðir af sér kærleika til náungans. Þess vegna er hjálparstarf eðlilegur þáttur í lífi kristins manns. Nú getum við spurt eins og lögvitringurinn: „Hver er þá náungi minn?“ (Lk. 10:25-37). Jesús svaraði þeirri spurningu ekki beint heldur sagði söguna um miskunnsama Samverjann. í lok hennar er spurningunni snúið við: „Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll i hendur ræningjum?11 Lögvitringurinn svaraði og sagði: „Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum.“ Jesús sagði þá við hann: „Far þú og gjör slikt hið sama“. Við viljum oft velja hvern við köllum náunga okkar. Stundum heyrist sagt í tengslum við safnanir til hjálparstarfs erlendis að nær væri að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi hér innanlands. Auðvitað er mikilvægt að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi í næsta nágrenni okkar. En Jesús bendir okkur á að við getum ekki ákveðið fyrirfram hverjir teljist í hópi náunga okkar og hverjir ekki. Málið snýst um að reynast góður náungi hverjum þeim sem er hjálpar þurfi og við getum rétt hjálparhönd. Kristið hjálparstarf er mikilvægt. Það er eðlilegur hluti af fagnaðarerindinu og því að vera kristinn. Hjálparstofnanir og kristniboðssamtök eru nauðsynlegur farvegur til að skipuleggja hjálpina, auka samtakamátt og tryggja að andleg og líkamleg hjálp komist til skila. Ábyrgð þeirra sem stjórna slíkum stofnunum og samtökum felst í því að það takist ætíð sem best. En slíkar stofnanir leysa okkur, sem köllum okkur kristin, ekki undan ábyrgðinni. Öll berum við ábyrgð á því að reynast góður náungi þeim sem á hjálp okkar þurfa að halda. Hjálparstofnanir og kristniboðssamtök eru farvegur fyrir okkur til að koma hjálp til skila í samvinnu með öðrum. Þess vegna hljótum við að leggja okkar af mörkum á vettvangi þeirra um leið og einstaklingarnir allt í kringum okkur eru köllun frá Guði til að þjóna honum með því að sýna þeim kærleika og umhyggju. P m; ii | tf. tv •í. ,áfe jjW/ H ■ " fíllrriái Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Benedikt Arnkelsson, Guðmundur Karl Brynjarsson, Kjartan Jónsson og Þórunn Elídóttir. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands, kr. 3.200,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,- Útlitshönnun og aðstoð við útgáfu: SALThf-Tómas Torfason. Ljósmyndir: Magnús Fjalar Guðmundsson o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Ábyrgðin................................ 3 Sigurður Grétar Sigurðsson; Hjálparstarf erlendis.................. 4 Innlit: KSS 50 ára............................. 9 Menning: Narnía.................................12 GunnarJ. Gunnarsson: Fataskipti.............................15 Tómas Torfason: Tækniframfarir skapa ný tækifæri.......18 Um víða veröld.........................20 Kristniboð: Guð elskar þetta fólk..................22 Viðtal: 6500 ungmenni á ráðstefnu..............24 Kjartan Jónsson: Hvað er sjamanismi?....................26 Um víða veröld Óttablandin gleði í Kairó..............28 íris Kristjánsdóttir Frelsið....................................30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.