Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1976, Side 18

Æskan - 01.11.1976, Side 18
EIRIKUR SIGURÐSSON: Óvænt Að þessu sinni voru hvít jól. Mikill snjór hafði fallið síðustu daga og færð versnað á götum þorpsins. Eigi að síður hafði Davíð smiður farið í kirkju með konu sína og börn á aðfangadagskvöldið, en Stína, frænka konunnar, leit eftir jólasteikinni heima. Heiða, kona Davíðs, hafði viljað halda þesari venju, þó að þungfært væri á götun- um. Nú voru þau á heimleiö úr kirkjunni í bílnum, og enn ómuðu lög jólasálmanna í eyrum fólksins. Davíð lagði bílnum undir húshliðinni, en konan og börnin flýttu sér inn í húsið úrfrostinu og renningnum. En Davíð varð einn eftir að loka bílnum og ganga frá honum. En þegar Davíð var á leið heim að húsinu, sá hann einhverja dökka flygsu í snjónum skammt þar frá. Hann kannaðist ekki við þessa þúst og gekk þangað. En hon- um brá heldur í brún, þegar hann sá, að þarna lá maður í fönninni. Og hann sá ekki hvort hann var lifandi eða iátinn. Þetta var unglingspiltur, óskjóllega klæddur. Davíð tók piltinn í fangið og fannst hann vera með lífi, en hann var í þungu dái og af honum var megn áfengis- lykt. Davíð kafaði með hann í fanginu heim að húsinu, inn um útidyrnar og upp á loft og lagði hann á legubekkinn í herbergi Dodda litla. Konan og börnin komu undrandi á eftir honum upp í herbergið. ,,Er hann dáinn?" hvíslaði konan varlega. Davíð lagði eyrað að vitum piltsins og svaraði svo: ,,Nei, hann dregur andann. Komdu fljótt með hlý föt og segðu Stfnu að hita vatn í hitapúðann. Nú mundi ég leita læknis, ef hann væri nokkur hér í þorpinu." Davíð var handfljótur við að klæða piltinn úr blautu fötunum og fór að strjúka hann og nudda til að koma lífi í hina köldu limi. Heiða kom einnig fljótt til hjálpar. Ekki hreyfði pilturinn sig neitt. Þegar þau höfðu strokið hann þannig um stund, var eins og líf færðist í hann. Þá afklæddi Davíð sig að ofan og klæddi hann í volga nærskyrtu sína og lopapeysu utan yfir. Þá skalf hann dálítið. Það var fyrsta batamerkið. Svo kom dálítill roði í andlitið og andardrátturinn varð greinilegri. Þá létu þau á hann hitapoka og létu hann ýmis við bakið eða ofan á brjóstið. Börnin stóðu þegjandi bak við foreldra sína í ofvæni- ,,Hvar fannstu hann, pabbi?" spurði Hulda, eldri stúlk- an. ,,Hann var hérna á túninu skammt frá húsinu." ,,Hvað er að honum?" spurði Helga litla. ,,Hann sefur," svaraði pabbi þeirra. ,,Bráðum vaknar hann." ,,Ég vil ekki, að hann sé í mínu herbergi," sagði Doddi litli. ,,Hann verður að fá að vera þar," sagði konan. ,,Þu færð að vera inni hjá okkur, Doddi minn." Doddi lét sér þetta vel líka. Hann hafði aldrei neitað Þvl að fá að sofa inni hjá pabba og mömmu. Enn voru þau pabbi og mamma að bjástra við pi,tinn langan tíma. Nú var honum orðið hlýtt en hann vaknaði ekki. Andardrátturinn virtist eðlilegur en dálítið þungur, Meira var víst ekki hægt að gera en bíða og sjá til. ,,Á ekki að borða neinn jólamat?" spurði Doddi litli- ,,Ég er orðinn svangur." Þaö var liðið langt á kvöld og allir höfðu gleymt jóla- matnum vegna þessa óvænta atburðar. Aðhlynning aó piltinum varð að ganga fyrir öllu öðru. ,,JÚ, nú förum við að borða," svaraði Heiða. ,,Þið hafi verið góð börn að kvarta ekki fyrr og bíða svona lengi- Svo settust allir að jólaborðinu. En hjónin skruppu 1 skiptis upp á loftið að líta eftir þessum ókunna jólagesti. ,,Þekkir þú hann, Davíð?" spurði konan. ,,Nei, ég held hann sé ekki héðan úr þorpinu." Svo borðuðu allir jólamatinn með góðri lyst. En það var ekki eins mikil gleði við jólaborðið og vant var og minn' eftirvænting eftir jólagjöfunum. Hugur fólksins hvarfla til piltsins á loftinu. Þegar staðið var upp frá borðum, spurði Doddi: ,,Hvenær fáum við jólagjafirnar?" ,,Þið fáið þær núna bráölega," svaraði móðir hans. Börnin höfðu séð marga jólaböggla undir jólatrénu stofunni. Og nú hófst skemmtilegasti tími kvöldsins fy börnin. Davíð las sundur jólabögglana og hver fékk si^ Börnin opnuðu þá með mikilli eftirvæntingu hvern ^ öðrum, og gólfið varð allt þakið jólapappír utan bögglunum. til ÆSKAN — Blaðið er besta og ódýrasta barna- og unglingablaðið 16 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■^■■■i

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.