Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 8
í TILEFNI KVENNAÁRS Frá því að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, hafa samtökin viðurkennt í orði jafnrétti karla og kvenna. Kemur það m.a. fram í inngangi stofnsamnings Sameinuðu þjóðanna, sem gekk í gildi 24. október 1945, en í inngangi þessum ræðir um grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem þær eru stórar eða smáar. Einnig hefur jafn- réttishugtakið komið fram í Mannréttindayfirlýsingunni, sem samþykkt var á allsherjarþinginu í París 10. desember 1948, en sú samþykkt er byggð á inn- gangi sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir þessa viðurkenningu í orði og þrátt fyrir þær stórstígu framfarir, sem orðið hafa í heiminum á undanförnum 30 árum, er misrétti gagnvart kon- um staðreynd í mörgum löndum og hindrar verulega að þjóðfélagslegar, efna- hagslegar og stjórnmálalegar umbætur náist. Konur eru fullur helmingur mann- kyns, samt hefur framlag þeirra til þessara mála hvergi nærri verið í samræmi við fjölda þeirra. Mikill fjöldi fólks í heiminum í dag er ólæs og óskrifandi. Einkum á þetta við um þróunarlöndin. Samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna er meiri hluti þessa fólks konur. Margar af þessum konum eru I raun ánauðugar, þær eiga ekkert val. Þær eru algjörlega óupplýstar og þar af leiðandi er þeim ókunnugt um þau sjálfsögðu mannréttindi, sem þeim ber. Þessar konur vinna með berum höndum að því að yrkja jörðina. Þær eiga oft fjölda barna, þar sem staða þeirra og virðing innan fjölskyldunnar ákveðst af því, hvað þær geta alið eigin- manni sínum marga syni. Árið 1963 hófst undirbúningur að samningu uppkasts að yfirlýsingu um út- rýmingu misréttis gegn konum. Var þetta undirbúningsstarf unnið af nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um stöðu kvenna. I endanlegri mynd var yfirlýsingin samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 7. nóvember 1967. Yfirlýsing þessi er hornsteinninn að starfi Sameinuðu þjóðanna í þá átt að stuðla að jafnrétti kynjanna ásamt grundvallarreglum sáttmála Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindayfirlýsingunni. Þess má vænta, að nefnd þessi beini kröftum sínum að því í framtíðinni að tryggja það, að yfirlýsingin verði meira en orðin tóm. Telur nefndin ákaflega mikilvægt skref I átt til jafnréttis kynjanna í orði og í veruleika að miðla þekk- ingu og skilningi á efni yfirlýsingarinnar, en markmið hennar er að binda enda á lagasetningu, venjur, stjórnmálastefnur og viðhorf, sem hindra það, að kon- ur geti verið jafningjar karlmanna í þeirri viðleitni að skapa betri heim. Yfir- lýsingin er í ellefu greinum, en efni hennar verður ekki rakið nánar hér. Árið 1972 var sú ákvörðun tekin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að helga árið 1975 konunni. Markmiðið með þessu kvennaári er tengt einkunnarorðum þess: Jafnrétti, framþróun, friður. I þeim felst að stuðla beri að jafnrétti kynj- anna, að tryggja beri fulla þátttöku kvenna í þróunarstarfinu og að viðurkennt verði mikilvægi aukins framlags kvenna i þágu heimsfriðarins. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.